Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › K&N sía
This topic contains 20 replies, has 1 voice, and was last updated by Ragnar Karl Gústafsson 21 years, 4 months ago.
-
CreatorTopic
-
14.08.2003 at 13:22 #192795
Mig langar til að deila með ykkur smá gleði.
Málið er að ég keypti mér K&N síu í Terrano 2,7 tdi fyrir skitnar 5.100kr (venjuleg pappasía kostar 2.100) og það er alveg ótrúlegt hvað þessi sía gerir fyrir bílinn í togi. Er einn af þeim sem drattast með fellihýsi með mér í ferðalög og það er alveg stór munur á bílnum eftir þessi síuskipti. Þeir segja reyndar að hann eigi að eyða minna af olíu sem að hann eflaust gerir en það er bara svo helv…. gaman að keyra hann á eftir að hann eyðir meiru ef eitthvað er vegna óhóflegra inngjafa. Allavega er pottþétt að þetta eru ódýrustu hestöfl á markaðnum.
Kv
Peve -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
14.08.2003 at 14:03 #475572
Þá verðurðu eiginlega að fá þér nýja orginal pappasíu, og athuga hvort þú missir tog við það…
Allavega eðlilegt að krafur aukist við nýja hreina K&N síu vs stíflaða skítuga pappasíu.
Rúnar.
14.08.2003 at 15:21 #475574Sælir.
Þetta með K&N síurnar er ekkert rugl.
Skipi á nýrri orginal síu (ek.400.km) yfir í K&N og munurinn varð strax mjög mikill.
Minni eyðsla og meiri kraftur.
Er bæði Cherokee 4.L og Toyotu Carinu 2.L og maður
finnur mikin mun á báðum bílunum.K&N kveðja.
rbon.
14.08.2003 at 17:29 #475576Ég hef smá tilhneygingu við að vera sammála Rúnari.
Ég er með 4.0l high output wrangler með flækjum og verð að segja að hann varð sprækari.
En við svona vísindalegar mælingar (svona eins og tími í hundrað og tími í 60 upp bratta brekku). Var ekki jafn mikilll munur og af er látið.Ég mesti munur sem fékk út á þessu var rétt um 3-4% í tíma.
Þannig að ég held að þetta hafi meira að gera með andlegu hliðina.
Kveðja Fastur
ps. Ég er reyndar búinn að stækka loftinntaks opið á undan filternum hjá mér.
14.08.2003 at 17:42 #475578
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Segið mér eitt, eru þessar síur til í bensín Hilux og þarf að gera einhverjar breytingar til að nota þær, eða passa þær bara beint í – loka loftsíuhúsinu (og húddinu!) og keyra af stað?
bv
14.08.2003 at 17:53 #475580Einföld leið til að tékka hvort orginal sían er að hefta bílinn er einfaldlega að fjarlæga hana (við réttar aðstæður), og vita hvort bíllinn verði aflmeiri. Opnara verður loftinntakið víst ekki.
Þetta verður að gerast við aðstæður þar sem öruggt er að ekkert ryk, snjór, ís, vatn eða eitthvað annað en loft komist í loftinntakið. Umferðalítill malbikaður vegur á rigningardegi gæti verið ágætis tilraunavöllur (án þess að ég taki þó ábyrgð á því sem ég er að segja….)
Broskveðja
Rúnar.
14.08.2003 at 17:59 #475582Sælir.
Kunningi minn var að vinna á verkstæði út í Bandaríkjunum við að tjúna upp keppnisbíla fyrir kvartmílu,nema hvað.. að gamni sínu áhváðu þeir að sjá svart á hvítu muninn á nýrri K&N og nýrri pappasíu í Dino-bekk þeir settu Mustang í bekkinn og niðurstöðurnar voru þær að munurinn var akkúrat enginn því miður.
En hitt er annað að maður getur notað K&N síuna aftur og aftur en pappa síunna bara í stuttann tíma en á móti kemur að það þarf að kaupa sérstakt hreinsiefni til að halda K&N síunni við sem er svipað dýrt og ný pappasía.
En það er allavega allveg á hreinu að krafturinn jókst ekkert eftir því hvor sían var notuð,ekki í þessu tilfelli a.m.k.Kv.
Glanni.
14.08.2003 at 19:07 #475584Sælir félagar
Pappasíur bólgna út og verða þéttar(minna lekar) ef mikill raki er í loftinu. En K&N síur eiga ekki að gera það og hef ég aldrei heyrt kvörtun undan því þar. Þannig að það er svolítið að græða á því að fá sér slíka síu.
Kveðja Fastur
14.08.2003 at 19:36 #475586
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þið svöruðuð ekki spurningunni!
Kv,
BV
14.08.2003 at 19:43 #475588bollivalg já það er hægt að fá þær í hælux bensín en ef að þær eru komnar máttu endilega láta mig vita af því er búinn að fara nokkrum sinnum í benna að reyna að fá þér en aldrei til en þær eiga að vera til þær eru framleiddar í þá þannig það það er búið að vera alsherjar leti hjá þeim í bílabúð benna þegar ég hef farið
14.08.2003 at 19:44 #475590
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þessar síur eru til í bensín hilux. Keypti í bílinn hjá mér hjá hjólbarðaverkstæði Heklu og þykist nú finna þó nokkurn mun.
14.08.2003 at 23:23 #475592mesta muninn er að finna í bílum sem eru með túrbínur og frekar opið púst.. hinir bílarnir eru að soga um það bil helmingi minna loft þannig að skiptir ekki alveg máli hvaða sía er í þeim en fyrir túrbínubíla gerir þetta mun meira.
kveðja Axel Sig…
15.08.2003 at 02:15 #475594
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég veit það fyrir víst að K&N virkar.
Einhver talaði um að það munaði bara 3-4%!
Er það ekki bara þónokkuð fyrir kannski 5 – 8.000kr.
Ef bíll er 150 hestöfl þá verður hann eftir þessi síu skipti um það bil 156 hestöfl.
Ég held að muni um það.
En samkvæmt minni reynslu og mælingum þá er K&N að gefa ca 5%.
Auðvitað hefur líka að segja hvað andar mikið út af vélinni, þar sem það er ekki nóg að dæla fullt af lofti inn á hana, það þarf að komast út líka.
Ég tel K&N vera mjög sniðugan kost þar sem þú þarft ekki að skipta um síu aftur í bílnum nema þú hreinlega skemmir hana á einhvern hátt.
Ég hef séð marga grútarbrennara, sem reyktu dökkum reyk, hreinlega stórlagast eftir að hafa fengið sér K&N síu og reykurinn jafnvel nánast horfið. Þetta segir manni að vélarnar fengu ekki nógu mikið loft inn á sig fyrir.
Ég er sammála þeim sem talaði um að K&N virkaði betur fyrir Turbo diesel bíla þar sem þeir þurfa gott loftflæði í gegn um vélina.
Þetta með að efnið til að þrífa kosti jafn mikið og ný pappasía er ekki alveg rétt.
Ég held að efnið (hreinsiefni og olía) kosti um 1.600-kr og þú þarft yfirleitt ekki að þrífa K&N síuna fyrr en eftir 40-60.000km.(fer eftir aðstæðum)
Það var einhver að spá í svona síu fyrir Hilux bensín og ég get mælt með svona síu fyrir hann, þar sem ég átti svona bíl og fékk mér einmitt K&N síu í hann.
Hann fór að toga meira á lágum snúningi og á miklum snúningi, þ.e.a.s. fyrir ofan 3500, var þónokkur munur á afli.
Kostir K&N eru, aukið tog og afl, diesel bílar reykja minna, þarft ekki að kaupa aftur síu og hún þolir raka og bleytu.
Ókostir eru kannski verðið en hún er fljót að borga sig.kveðja,
Halldór
A-111
15.08.2003 at 15:54 #475596ég keypti svona í 4cyl bensín hilux í bílabúð benna fyrir nokkrum árum, breytti ekki mjög miklu en þetta er mun ódýrara en að kaupa alltaf nýjan pappa.
Sían passaði beint inn í loftsíukassan og maður lokaði honum og skellti húddinu og rauk á fjöll um leið, ekkert vesen við þetta. þetta var xcab 2.4 bensín 91 módel. Veit ekki hvernig þetta er með nýrri bíla, en þetta eru oftast standard stærðir.
kv
-reynir.net
15.08.2003 at 21:24 #475598það er eitt sem eg vil bæta við sem galli við þessar siur. þær eru of gróar fyrir turbinur. þannig að það fer of mikið af riki og drullu í gegnum þær og sest inní turbinuna og rustar henni. eg mundi fregar mæla með að setja ullasokk utan um barkan.
16.08.2003 at 00:12 #475600Sælir félagar
Var með svona K&N síu í Trooper, munaði smá í togi en ekki neinu í eyðslu. Sían endist vel, en það segir í leiðbeiningum frá framleiðanda að það megi ekki þvo hana oftar en 25 sinnum. Í bílum sem eru keyrðir mikið í ryki fyllast þessar síu jafn hratt og pappasíur en STÓRI gallinn við þær er sá að þær hleypa ekki bara lofti í gegnum sig heldur líka ryki, sem eyðileggur túrbínuna, been there, done that
Líklega væri gott að nota pappasíur á sumrin en K&N síur í vetrarferðum, mest vegna þess að þær eru ekki eins viðkvæmar gagnvart raka.Kv. Steinmar
24.09.2003 at 14:29 #475602
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þú getur fengið K&N síu í bílinn þinn sem passar beint í hann.
Kveðja
Leó magnússon
Bílabúð Benna
590-2000
24.09.2003 at 15:22 #475604
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það er nú ekki að ástæðulausu að allir stærstu bílaframleiðendur nota K&N í keppnisbílana sína í keppnum eins og Paris Dakar og BAJA sem eru eingöngu í drullu og ryki. Og að ekki minni merki en Porche og Rally ART segja að þú megir nota þessar síður þá er nú varla hægt að reyna að mæla á móti því. þessi fyrirtæki eru nú ekkert að leika sér með vélarnar hjá sér í keppnum því vélarnar einar hljóma upp á margar miljónir, það er enginn að lofa ykkur einhverjum svaka mun og að bíllinn hendist áfram með tjaldvagninn. Þessar síur eru marg prufaðar og hafa í öllum könnunum sannað sig bæði með eiðslu, kraft og peningalegann sparnað. Gott dæmi um það er að pappa sía í doble cap árgerð 1995 2,4 D kostar 2800 kr og á að skipta um á 15þ km fresti. K&N síur í þessa bíla kosta 5961 kr svo að þið sjáið að hún er fljót að borga sig upp því að hana má bara þvo,þurka, olíubera og nota svo aftur.
24.09.2003 at 18:41 #475606IH viðurkennir ekki K&N síur í Nissan jeppa lengur. Þær eyðileggja loftflæðiskynnjarana í bílunum og þeir kosta helling af peningum. Veit til þess að nokkrara smurstöðvar hafi þurft að borga skynjara eftir að hafa sett K&N síur í staðin fyrir orginal. Ég er samt hrifin af margnota síum en fann ekki fyrir auknu afli, en taldi mig vera að spara nokkrar krónur með þessu. Þetta var dýr sparnaður…..
Hlynur
24.09.2003 at 21:56 #475608
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
En hvernig er það virkar síann ekki betur með opnu pústi? segir það sig ekki sjálft meira loft inn þá þarf meira loft út?
25.09.2003 at 11:00 #475610Sælir félagar!
Ég er vélstjóri á 230 tonna dragnótarbát. Aðalvélinn er V12 Caterpillar rétt um 780kw.
Við notum á þessa vél K&N loftsíur, 2stk. í einu svo vid erum með 3pör þ.e. 6 stykki. Parið er hreinsað eftir mánuðinn og svo fær það hvíld í 2 mánuði. Inntakið er reyndar græjað þannig ad önduninn af ventlalokunum er tengd inn eftir síu og fyrir turbinuna til ad éta olíumettað loftið og halda olíumetuninni í vélarrúminu í lagi, svo maður sé ekki að smyrja í sér lungun í tíma og ótíma.
Þessi útbúnaður er löngu búinn að borga sig þar sem síunum er ekki hent heldur hreinsaðar og notaðar aftur og aftur.
Kveðja Klami.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.