FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

K&N filter í frosti?

by Lárus Rafn Halldórsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › K&N filter í frosti?

This topic contains 6 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Ragnar H. Kristinsson Ragnar H. Kristinsson 17 years, 5 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 28.11.2007 at 10:34 #201277
    Profile photo of Lárus Rafn Halldórsson
    Lárus Rafn Halldórsson
    Participant

    Þið félagar sem eruð með K&N (eða KN) kraft loftsíur í bílunum hjá ykkur, ég er með smá spurningar.

    hvernig er þetta að virka í frosti? er olían í síuni alveg að ná að sía út drullu og ryk þótt það sé frost? funduð þið einhvern mun á bílunum við að setja þessar síur í?

    hversu oft hreinsið þið síurnar?

    spurningarkveðjur,
    Lárus

    p.s. hef líka heyrt um að þær séu að hleypa inn of miklu ryki og eyðileggi túrbínur… er það satt?

  • Creator
    Topic
Viewing 6 replies - 1 through 6 (of 6 total)
  • Author
    Replies
  • 28.11.2007 at 12:26 #604886
    Profile photo of Samúel Þór Guðjónsson
    Samúel Þór Guðjónsson
    Participant
    • Umræður: 92
    • Svör: 1985

    Ég ætla nú ekki að segja að ég sé alreyndasti K&N síu maður, en eitt veit ég, að í loftinntakinu mínu var ryk í á meðan K&N sían var í.
    Og ég fann engan mun þegar ég setti toyotu síuna í. Gæti verið slöpp sía, en ég þreif hana nú reyndar þegar ég fékk bílinn.

    En þetta er bara mín reynsla. Hef ekki átt bílinn nema í tæpt ár, gæti vel verið að ég setji K&N síuna aftur í einhvern daginn og prufi.

    Einhverstaðar las ég að K&N olían ætti að virka niður í nokkuð háa mínus gráður, en kannski er hægt að sjá það á heimasíðunni þeirra?

    kkv, Úlfr
    E-1851

    P.S. það á að þrífa þær á 10-15þús km fresti samkvæmt miðanum sem klístrað var á loftinntakið mitt þegar K&N sían fór í bílinn, ef mig misminnir ekki.





    28.11.2007 at 12:49 #604888
    Profile photo of Davíð Karl Davíðsson
    Davíð Karl Davíðsson
    Participant
    • Umræður: 72
    • Svör: 1788

    ég var með 2,4 hilux bensín á sínum tíma með pappasíu sem ég skipti út fyrir K&N og fann ég töluverðann mun á honum, en stuttu eftir skiptin seldi ég bílinn svo lengri er sagan um þann bíl ekki, en nú er ég með K&N í runnernum hjá mér sem ég fékk með bílnum 2005 og hef ég hreinsað hana og aldrei neitt vesen með olíuna sama hvaða hitastig hefur verið, bara passa að vera kannski ekki of graður á olíuna þegar hún er borin á (það eru allar upls á miða sem fylgir hreinsikitinu, nú svo hefur K&N, Grenn og allar þær síur það framm yfir pappasíurnar að þær verða ekki að mauki og stífla allt eins og margur jeppamaðurinn hefur lent í, svo er geturu valið um "svepp" eða bara síu sem passar í orginal boxið (ég kaus seinni leiðina) en hugtakið "Kraft" sía er ekki það sem ég er að hugsa um með þessum síum heldur aðalega meira loftflæði og lenda ekki í pappaklessu með orginal síu. svo nú er víst AEM að framleiða viðhaldsfríar "kraft"síur en meira veit ég ekki um þær (hef þetta eftir fourwheeler blaði sem ég las) en ég held að þú ættir að hafa litlar áhyggjur af olíunni sem borin er á K&N við hreinsun.

    vona að þetta hjálpi eitthvað

    Kv Davíð K





    28.11.2007 at 13:52 #604890
    Profile photo of Jón Hörður Guðjónsson
    Jón Hörður Guðjónsson
    Participant
    • Umræður: 27
    • Svör: 680

    Eina sem menn verða að passa er að skemma þær ekki við hreinsun. Sumir nota háþrýstisprautu en það er ekki ráðlegt. Ef það er farið eftir leiðbeiningunum þá er þetta allt í lagi.
    .
    Mín reynsla er í V8 blöndungsbílum og þær síðuðu vel bæði í jeppanum og fólksbílnum.
    .
    Ég heyrði einhverntíma að einhver umboð hér á landi (og kannski erlendis líka) hefðu kennt K&N síum um að skynjari gaf upp öndina (held að olían hafi átt að hafa valdið bilun) en ég hef ekki hugmynd um hvort það hafi verið á rökum reyst eða þvæla.
    .
    JHG





    28.11.2007 at 13:56 #604892
    Profile photo of Tryggvi R. Jónsson
    Tryggvi R. Jónsson
    Participant
    • Umræður: 50
    • Svör: 2648

    Ég hreinsaði mína eftir minni akstur en viðmiðið var, hún var bara orðin skítug og ég fór að leiðbeiningunum og bar á hana nýja olíu og leyfði henni að þorna vel inn í áður en ég fór með hana út.





    28.11.2007 at 14:54 #604894
    Profile photo of Kristinn Magnússon
    Kristinn Magnússon
    Participant
    • Umræður: 91
    • Svör: 1775

    Ég var með svona síu og þetta drasl fær aldrei aftur að koma nálægt mínum bílum! Throttle boddyið var líkara sandkassa síðan var þessi skemmtilega olíuslikja yfir öllu heila klabbinu í þokkabót.

    kv. Kiddi





    28.11.2007 at 21:53 #604896
    Profile photo of Ragnar H. Kristinsson
    Ragnar H. Kristinsson
    Participant
    • Umræður: 5
    • Svör: 14

    Var með svona síu á 350 cevy, með keflablásara á vélinni hjá mér í tólf ár og þvoði ég hana og hreynsaði eftir leiðbeiningum framleiðandans, sirca 5 til 6 sinnum alls. Þetta var þriggja tommu sía á hæð og ofan á blöndung opin að utanverðu allan hringinn. Í einu óveðrinu á fjöllum þá fraus í kringum nálarnar í blöndung og hellti ég þá ísvara ofan í blöndunginn og þrælvirkaði. En loftsían fraus aldrei þó að húddið hafi verið kjaftfullt af snjó.





  • Author
    Replies
Viewing 6 replies - 1 through 6 (of 6 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.