Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Klukkan í Ameríku…
This topic contains 14 replies, has 1 voice, and was last updated by Rúnar Sigurjónsson 21 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
04.02.2003 at 15:38 #192116
geeeeeenguuuuuuur hææææææægaaaaaar…
Sælir félagar.
Ég mætti á fundinn í gær og hlustaði með athygli á kynningu/erindi Benna Eyjólfs (takk fyrir flottar kökur Benni!) Þá allt í einu skildi ég allt miklu betur…
Fram kom hjá Benna að í Ameríku teldu menn í jeppabransanum 5 ára gömul project „ný“ og þannig væri sami hluturinn kynntur sem „nýjung“ í allt að 5 ár á þarlendum jeppasýningum! Þetta skýrir væntanlega af hverju framþróun í þessum jeppamálum er svona hæg hjá þarlendum, enda eru menn að selja nýja bíla þar í landi með 20-50 ára lausnum í t.d. fjöðrunarbúnaði (blaðfjaðrir) og ýmsu öðru og allir brosa hringinn, enda „nánast nýjar uppfinningar“!
Allt á sér skýringar…
Ferðakveðja,
BÞV
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
04.02.2003 at 15:48 #467854
Þessi ameríska klukka leynir nú doldið á sér, þannig að menn ættu nú að fara sér hægt í að dissa ameríska jeppadúda (en það er nú samt alltaf jafn gaman).
Það hefur eiginlega átt sér stað mikil bylting þar á síðustu 5 árum, og fyrir 5 árum voru þeir reyndar komnir miklu lengra en við íslensku sveitalubbarnir héldum.
Það er til dæmis ekkert svona Datsúnvinafélag í Ameríkunni sem hlítur að vera góðs viti.Hvernig gengur annars afeitrunin?
Kveðja
R2018
04.02.2003 at 16:04 #467856Hjá kananum er 5 ára gamalt dót eins og nýtt en hjá japananum er 5 ára gömlu dóti fleygt á haugana, t.d. öllum bílum
Ætli það sé ekki munurinn…Skil nú ekki hvað þið hrísgrjónahirðarnir eruð að monta ykkur af nýjungum í dollunum ykkar. Veit ekki betur en að Range Rover hafi komið með gorma og diskabremsur allan hringinn árið 1971… hvað var undir Togoýtunum þá HA!?!
Kv.
Bjarni G.
04.02.2003 at 16:05 #467858Hvað var lada sport buin að vera á markaði í mörg ár áður en gormar eða sídrif sáust fyrist á toyotu jeppa?
04.02.2003 at 16:31 #467860Ég vil endilega hvetja Björn Þorra til að svara þessu þar sem hann byrjaði á þessum þræði með sleggjudómum. Að vísu yfirliett skemmtilegir sleggjudómar sem búið er að viðra í nokkur skipti á einhverjum þráðum hér á spjallinu.
Ég vildi hvetja menn til að koma með lausnir og sögulegar staðreyndir frekar en að hjakka í sama farinu með sleggjudómum og hálfkláruðum fullyrðingum.
Ég geri ráð fyrir því að Einar Kjartans viti hve lengi lada sport er búin að vera á gormum. Af hverju ekki bara að segja okkur hve lengi í stað þess að láta aðra um að klóra sér í höfðinu. (Einari kannski langar að selja löduna sína eða eiga hana áfram??)
Innst inni hugsa allir, "ef ég hefði þessa viðbót í bílnum mínum þá er hann besti bíllinn sem sést hefur og allir yrðu grænir af öfund". (Þetta er jú sprænukeppni) Ég skora á þá sem eru búnir að senda póst í þessum þræði að segja bara hreint út hvaða breting eða viðbót myndi bæta bílinn ykkar mest og hvers vegna. Það er þó gáfulegra heldur en að kasta skít á milli heimsálfa. Eða eruð þið smeikir við að viðurkenna að með því að segjast þurfa eina breytingu enn að þá muni það minnka "sprænuna"
Elvar
04.02.2003 at 17:18 #467862
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sæll Elvar
Þar sem ég er mikill áhuga maður um Lada skal ég svara þér hversu lengi Lada hefur verið á gormum allan hringinn og með sídrif.
Þeir komu fyrst á markað árið 1970 og þá strax með öllu gumsinu. Þessir bílar voru meira að segja svo vel heppnaðir að nú rúmum 30 árum seinna þeir eru framleiddir nánast óbreyttir. Hvaða ameríska trunta getur státað sig af því?
Ég veit ekki hvenær Lada kom fyrst á markað á Íslandi en elsti Sportarinn sem ég veit um er árgerð 1981 og er enn í fullu fjöri! Lada hefur hins vegar verið framleidd frá árinu 1960.
Vona að þetta sé fullnægjandi fyrir þig!Kveðja
Lada
04.02.2003 at 17:33 #467864Austin Gipsy ca. 1962 var með sídrifi og mjúkri slaglangri vindufjöðrun. Range Rover erfði sídrifið og mjúka fjöðrun, en var á hásingum (c.a. 1971). Lada Sport kom til Íslands c.a. 1979, með sídrif og gorma allan hringinn.
Fyrstu Toyota jepparnir sem voru ekki á flatjárnum allan hringinn voru TLC-70 1986 og 4runner og hilux sem komu með vindufjöðrun að framan sama ár. Síðan 1991 hafa Toyota LC-80,90,100 og 120 verið með sídrif.Það er misskilningur að ekki sé hægt að fá slaglanga og mjúka fjöðrun með flatjárnum. Ég held t.d. að fjölnota bílar frá Chrysler (voyager etc.) séu á blaðfjöðrum að aftan vegna þess að þær taka minna pláss en gormar.
Ég held að Rússarnir hafi verið fyrstir til að gera jeppa sem fjöðruðu vel. Það var gert með því að hafa fjaðrablöðin þunn og mörg.
Ég hef aldrei átt Lödu, 80% af þeim bílum sem ég hef átt hafa verið japanskir.
04.02.2003 at 17:47 #467866Smá
Ég held að þetta með nýjungarnar sé oft bara spurningin um á hverju er þörf og hvað hentar hverjum bíl fyrir sig. Og í hvað bíllinn er hannaður.
Þannig að gormar/fjaðrir/loftpúðar
rafmagn í rúðum / loftþrýsting stýrt innan úr bíl / bla bla bla
pró tæki 2000 með sjálvirkni mælibreytingar jöfnunar hækkunar kitti ..
Og flestir hérna eru á DC grútarbrennara með rör að framan .. Vælandi um að þeim langi í forþjöppu og millikæli.
Já margt er nýtt og gott svín virkar en engin raunveruleg þörf á því. Ég veit ekki betur en Wrangler komi í dag í útgáfu sem er fulllæst með skriðgír og einhverju svona gismo 2000 en lítur eins út að utan.
Og ekki má gleyma öllum þessum sem eru með GPS tæki .. kunna ekki að lesa á það. Hvað þá heldur að setja inn route og snúa henni við til að komast til baka.
Það er alltaf gott að hafa nýjann flottan búnað en maður verður að læra á hann og kunna að nota hann. Annars er þetta bara listi af flottum orðum og skammstöfunum.
Kveðja Fastur
04.02.2003 at 23:54 #467868Þessa grein skrifaði ég á huga.is fyrir nokkru:
Í þeirri könnun sem nú er í gangi er ég MJÖG hissa að sjá hvað margir völdu Willisinn. Rússinn (Gaz) hafði svo margt fram yfir hann: Ég held að hægt hafi verið að fá hann yfirbyggðan (ekki viss), fjaðrirnar ofan á hásingunum sem gerði bílinn miklu hærri undir kvið en Jeep-inn, fjaðrirnar voru lengri svo fjöðrun var miklu mýkri og slaglengri en á Jeep-inum, hann var ódýrari (munaði miklu að mig minnir), hann var miklu stærri og rúmbetri en hinn agnarsmái Willis, mér finnst rússin fallegri en Jeep-inn en það er auðvitað matsatriði. ég man ekki eftir fleiri atriðum í bili en sjálfsagt voru þau fleiri.
Þegar maður skoðar kosti og galla Rússans og Willisins veltir maður fyrir sér af hverju svo margir kjósa þann ameríska. Ég tel að margir sem svöruðu þessari könnun miði við gæði Rússanns vs. Ameríkanans í dag en ekki fyrir 40 árum! Ef maður skoðar þessa jeppa í dag þá væri fáránlegt að spyrja "hvor er betri"? Því Jeep-inn er margfallt vandaðari bíll en rússinn í dag (tel ég). Þess má líka geta að Crúsinn sem var framleiddur á þessum tíma er framleiddur enn þann dag í dag og stennst fyllilega samanburð við nýja jeppa í dag hvað varðar styrk og áreiðanleika. Það má því segja að þar sem Crúsinn sé sá eini af þessum gömlugömlu jeppum sem er enn í dag fyllilega samkeppnisfær tel ég að Toyotan hafi verið lang besti jeppinn af þeim öllum (verð að játa að ég er MIKILL Toyota fan)
Rússar voru áður mjög framarlega í hönnun torfærutækja, næst á eftir Japananum (finnst mér). Gott dæmi um það er að fyrsti bíll sem hafði þann búnað að geta hleipt úr og pumpað í dekk var Ural (rússneskur hertrukkur). Og þegar Lada sport var komin með gorma að framan og aftan og yfirbyggður var Willis-inn ennþá með blæju (kannski plasthús) og var framleiddur með blaðfjaðrir allt til ársinns 1996, eða eitthvað þar um bil.
Ef menn vilja frekari uppl. um þessa bíla þá veit ég kannski eitthvað meira.
Freyr
05.02.2003 at 11:07 #467870
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég skal nú bara taka willysinn, sem sinna hét/heitir wrangler, sem var nénast óbreyttur í ansi mörg ár. Ég held barasta að sú "ameríska trunta" geti státað sig af því.
Plús það að willysinn verður ekki að einni ryðbólu eftir 5 ár. Hann hefur það allavega umfram lödu. Því miður væni minn, en það er nú bara satt. Plús það að ladan er ekki á grind (er það nokkuð?), sem er galli útaf fyrir sig. Þeir hefðu mátt kippa því í liðinn og þá væri þetta eflaust prýðisbíll.
Ég kannast nú reyndar við mann sem á eitt stykki lödu sport og ég veit ekki betur en að hann sé bara ansi oft eitthvað bilaður. Ekki einusinni ameríski bíllinn minn bilar næstum því svona oft, þótt hann sé á fjóðrum og allt ;o)Andri
05.02.2003 at 14:21 #467872Ég held að ég geti látið flytja bílinn minn með þyrlu all oft á flesta áfangastaði miðað við verðið á þessum bílum sem þið flestir þykist vera á.
60 þúsund tímmin.. og delta í verða 4-6 milljónir gera í mínum augum slatta margar ferðir sem ég get látið skutla mér. 😀
Kveðja Fastur
ps. mig langar nú samt alveg í einhvað að þessu mega gizmo 2000 með sjálvirku dóti og afl hræringu
05.02.2003 at 14:28 #467874Sælir strákar
þetta er flott hjá ykkur en þið eruð ekki að spræna hátt né langt fyrir utan þetta frá Fastur "pró tæki 2000 með sjálvirkni mælibreytingar jöfnunar hækkunar kitti .."
Þetta hlýtur að vera dúndur stöff sem þú ert væntanlega að fara að setja í bílinn þinn
elvar
06.02.2003 at 10:06 #467876Er ekki kaninn ennþá að nota H4 samlokurnar í aðalljós á nokkrum tegundum? Þau lýsa nánast ekkert, eru meira til skrauts. Þetta ónýta dót rúllaði a.m.k. áratugum saman út af færiböndunum hjá þeim og allir brostu hringinn! ..enda illa upplýstir…
Kv.
BÞV
07.02.2003 at 10:57 #467878Ef ég man rétt þá var ástæðan fyrir þessu með ljósin ekki þróunarleysi amerískara framleiðenda heldur reglur þar í landi. Enda voru lengi vel allir evrópskir og japanskir bílar í ameríku með þessu sömu ljós, þó sami bíll hafi verið með allt önnuur ljós á öðrum markaðssvæðum.
Kveðja Helgi
07.02.2003 at 11:17 #467880Þetta er svona ennþá. Ameríkutýpur eru með allt önnur ljós en Evróputýpur. Amerkíuljósin eru verri en evrópuljósin, dreifa ljósmagninu ver. Þá þarf einnig sérstakar stillivélar til að stilla þau.
Ástæðan, reglurnar segja að þetta eigi að vera svona. Evrópa með sínum EB reglum stefnir hraðbyr í sama óþarfa regluruglið.
Dæmi eru þessi fávitalegu stuðaraljós á flestum jeppum í dag. Einhver EB reglan krefst þess að hægt sé að sjá á ljósið frá hlið (eitthvað fínt horn). Þetta þýðir að bílar með varadekk á afturhleranum eru flestir með pínulítitlar ljósdíóður í afturstuðaranum sem eru alltaf þakktar þykku lagi af drullu eða snjó, og sjást aldrei. En maður myndi sjá á þau frá hlið, ef maður sægi á þau yfir höfuð. Afleiðingin er snarminnkað öryggi á þjóðvegum landsins, bæði vetur og sumar.
Kveðja
R2018
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.