This topic contains 0 replies, has 1 voice, and was last updated by Sveinbjörn Halldórsson 10 years ago.
-
Topic
-
Sæl, gleðilegt ár og takk fyrir það gamla.
Nú er hafið starfsárið 2015 og að mörgu að huga. Markmið klúbbsins eru að sjálfsögðu númer eitt að koma starfseminni inn í Síðumúla sem allra fyrst auk þess sem hagsmuna- og ferðafrelsismál verða mjög stór þáttur í starfi klúbbsins.
Innanfélagsmálin eru eitthvað sem við þurfum öll að skoða og virkja það er það sem heldur klúbbnum gangandi. Í janúar verður þorrablót, febrúar Bingóferð og þorrablót, mars Stórferðin og margar aðrar ferðir sem stofnað verður til.
En aðalmálið núna er Síðumúlinn, þar hafa framkvæmdir verið á fullu og þokast áfram en samt hefur ekki gengið nægilega vel. Á vinnukvöldum hafa margir duglegir aðilar mætt og lagt fram ómetanlega vinnu en því miður alltaf sömu aðilarnir og í raun grátlegt að sjá ekki fleiri koma og taka til hendinni og aðstoða við að koma húsnæðinu í það horf sem klúbburinn þarf til að við getum eflt starfsemina og komið okkur upp góðri félagsaðstöðu þannig að hægt verði að setja alla starfsemina undir eitt þak. Mánudagsfundir eru haldnir á Hótel Nordika við erum að borga leigu á hverjum mánuði upp á Höfða auk þess sem við erum farnir að greiða af húnæðinu í Síðumúlanum. Með því að koma starfseminni í eitt húnæði, húsnæði sem við eigum er hægt að spara mikla peninga auk þess sem klúbburinn verður sýnilegri og félagsmenn geta gengið að góðri aðstöðu vísri til að halda fundi eða hitta ferðafélagana yfir kaffibolla.
Í þessari viku sömdum við við Ráðtak sem mun leigja af okkur þann hluta húsnæðisins sem ætlað var til útleigu. Leiguverð er ásættanlegt fyrir okkur (örlítið hærra en reiknað var með í kostnaðaráætluninni) og verður samið til 5 ára. Leiguhúsnæðið var afhent í gær en leigutaki áætlar að flytja inn um núna um mánaðarmótin janúar – febrúar: Þá verðum við að vera búnir að klára það sem við þurfum að klára þeim megin. Draumurinn okkar var að flytja skrifstofu klúbbsins um áramótin en það hefur ekki gengið eftir.
Því köllum við eftir vinnufúsum höndum til að mála, smíða, pípa og margt fleira.
Endilega mætið niður í Síðumúla næstkomandi miðvikudag 7. janúar og hjálpið okkur. Vinnukvöld eru alltaf á mánudögum og miðvikudögum frá kl. 18:30 – 22:00 nema þegar félagsfundur er. (næsti fundur er á mánudaginn 12. janúar).
Sínum samstöðu, mætum og hjálpumst að við að gera húsnæðið eins og við viljum gera það fyrri okkur.
Kveðja
Sveinbjörn Halldórsson
formaður ferðaklúbbsins 4×4
You must be logged in to reply to this topic.