This topic contains 42 replies, has 1 voice, and was last updated by Stefanía Guðjónsdóttir 17 years ago.
-
Topic
-
Hér fyrir nokkru var góð umræða um klúbbinn og voru skiptar skoðanir um framtíð klúbbsins og sýndist mönnum sitt hvað í þeim efnum. Þó eru flestir á því að, aðal markmið klúbbsins eigi að vera hagsmuna gæsla félagsmanna. En til þess að það markmið náist þarf greinilega skipulagsbreytingu innan klúbbsins. Og þar held ég að stjórn og nefndir spili lykil hlutverk, einnig þeir einstaklingar sem láta sig málefni klúbbsins varðar, sem eru fjölmargir fyrrverandi nefndar og stjórnarmenn. En hvað þarf að gera til þess að klúbburinn lifni við og verði skilvirkari. Einar og tækninefndin hreyfði við mér, og þá sérstaklega orð Einars Þar sem hann segir að tækninefnd mætti hafa gert meira. En það má líka segja þetta um FLEIRI. Þetta er alveg rétt hjá Einari, fjölmargir nefndarmenn sitja í nefndum klúbbsins án þess að gera nánast nokkurn hlut. Og verst er þegar þeir hinir sömu bjóða sig fram kannski fleiri kjörtímabil án þess svo sem að gera nokkuð gagn eða hreinlega að þeir hafi ekki tíma til þess, einhverra hluta vegna. Þess vegna þarf að breyta nefndarskipan og sumar nefndir ætti að stjórnskipa. Með því móti fengi formaður og stjórn meira tækifæri á því að vinna með fólki sem þau treystu til starfa. Ýmsar nefndir mætti sameina undir einn hatt og breyta áherslum þeirra. Hugsanlega mætti fækka nefndarmönnum um helming, og fá með því móti kannski meiri samvinnu og samstöðu þeirra sem eftir eru. Sumar nefndir mætti hreinlega leggja niður og minka með því flækjustigið í stjórnarapparatinu í klúbbnum. Hér eru nokkrar hugmyndir sem menn mættu hugleiða.
1 Ritnefnd verði lögð niður
2 Vefnefnd og ritnefnd væru sameinaðar undir öðru nafni og öðru hlutverki
3 Stjórn væri skipuð 7 mönnum og enginn til vara
4 Tækninefnd væri stjórnskipuð 3 mönnum eða
Sameinuð fjarskiptanefnd og í nenni sætu 5 menn sem færu með málefni beggja nefndanna
5 Húsnæðisnefnd væri lögð niður
6 Umhverfisnefnd væri óbreytt
7 Hjálparsveit lögð niður
8 Skálanefnd óbreytt
9 Litlanefnd 3 menn og tækju upp þá stefnu sem lagt var með í upphafiHérna eru hugmyndir, tætið þær í ykkur. Ps þessar hugmyndir endurspegla ekki skoðanir stjórnar, svo það sé alveg á hreinu.
You must be logged in to reply to this topic.