Forsíða › Forums › Spjallið › Innanfélagsmál › Klúbburinn okkar
This topic contains 42 replies, has 1 voice, and was last updated by Stefanía Guðjónsdóttir 17 years ago.
-
CreatorTopic
-
14.12.2007 at 15:37 #201383
AnonymousHér fyrir nokkru var góð umræða um klúbbinn og voru skiptar skoðanir um framtíð klúbbsins og sýndist mönnum sitt hvað í þeim efnum. Þó eru flestir á því að, aðal markmið klúbbsins eigi að vera hagsmuna gæsla félagsmanna. En til þess að það markmið náist þarf greinilega skipulagsbreytingu innan klúbbsins. Og þar held ég að stjórn og nefndir spili lykil hlutverk, einnig þeir einstaklingar sem láta sig málefni klúbbsins varðar, sem eru fjölmargir fyrrverandi nefndar og stjórnarmenn. En hvað þarf að gera til þess að klúbburinn lifni við og verði skilvirkari. Einar og tækninefndin hreyfði við mér, og þá sérstaklega orð Einars Þar sem hann segir að tækninefnd mætti hafa gert meira. En það má líka segja þetta um FLEIRI. Þetta er alveg rétt hjá Einari, fjölmargir nefndarmenn sitja í nefndum klúbbsins án þess að gera nánast nokkurn hlut. Og verst er þegar þeir hinir sömu bjóða sig fram kannski fleiri kjörtímabil án þess svo sem að gera nokkuð gagn eða hreinlega að þeir hafi ekki tíma til þess, einhverra hluta vegna. Þess vegna þarf að breyta nefndarskipan og sumar nefndir ætti að stjórnskipa. Með því móti fengi formaður og stjórn meira tækifæri á því að vinna með fólki sem þau treystu til starfa. Ýmsar nefndir mætti sameina undir einn hatt og breyta áherslum þeirra. Hugsanlega mætti fækka nefndarmönnum um helming, og fá með því móti kannski meiri samvinnu og samstöðu þeirra sem eftir eru. Sumar nefndir mætti hreinlega leggja niður og minka með því flækjustigið í stjórnarapparatinu í klúbbnum. Hér eru nokkrar hugmyndir sem menn mættu hugleiða.
1 Ritnefnd verði lögð niður
2 Vefnefnd og ritnefnd væru sameinaðar undir öðru nafni og öðru hlutverki
3 Stjórn væri skipuð 7 mönnum og enginn til vara
4 Tækninefnd væri stjórnskipuð 3 mönnum eða
Sameinuð fjarskiptanefnd og í nenni sætu 5 menn sem færu með málefni beggja nefndanna
5 Húsnæðisnefnd væri lögð niður
6 Umhverfisnefnd væri óbreytt
7 Hjálparsveit lögð niður
8 Skálanefnd óbreytt
9 Litlanefnd 3 menn og tækju upp þá stefnu sem lagt var með í upphafiHérna eru hugmyndir, tætið þær í ykkur. Ps þessar hugmyndir endurspegla ekki skoðanir stjórnar, svo það sé alveg á hreinu.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
14.12.2007 at 22:25 #606692
Það verða nú seint allir sammála í svona fjölmennu félagi, en svona naflaskoðun er að mínu viti alveg bráðnauðsynleg, en við þurfum þá líka öll að sýna þann þroska að halda okkur á málefnalegum nótum. Það er reyndar gert óvenju mikið á þessum þræði og er það hið besta mál. Einn kosturinn við að hafa nefndir um sérstök mál og málaflokka er sá, að það virkjar fleiri til þátttöku í félagsstarfinu og dreifir álaginu, sem ég hef trú á að verði oft ansi mikið á þá sem eru í aðalstjórn og þá ekki síst formann hverju sinni. Fólki er reyndar mislagðar hendur við að vera í forystu fyrir slíku starfi, og mörg okkar eru býsna mikið störfum hlaðin dags daglega og því kannski viðbúið, að einhver félagsleg verkefni verði útundan. Þetta er náttúrulega mikið verkefni og oftar en ekki spurning um verklag. Í tengslum við annan þráð sem er í gangi hérna dettur mér í hug, að það gæti verið nauðsynlegt að koma á tengingu inni í samgönguráðuneyti sem tryggi að allar breytingar á reglugerðum um gerð og búnað ökutækja verði sendar til umsagnar hjá tækninefnd og stjórn f4x4 svo við lendum ekki í því að standa frammi fyrir orðnum hlut eins og með ljósagrindurnar og spilfestingarnar. Nú ætla ég mér ekki þá dul að fara að hafa skoðun á því hvaða nefndir séu nauðsynlegar og hverjar ekki. Það þarf bara að ræða á málefnalegum grunni og komast að niðurstöðu. En ég vil ljúka þessu á því að undirstrika þá skoðun mína, að það er mjög þarft verk hjá Ofsa vini mínum að koma þessari umræðu af stað.
15.12.2007 at 01:09 #606694Er það kannski málið? Er bara verið að búa til sæti í nefndum svo menn komist á landsfund?
15.12.2007 at 09:43 #606696Hugmyndin af því að gera varamenn að aðalmönnum er sú að virkja þá betur. Þ.a.s að þeir séu ekki á hliðarlínunni einsog stundum hefur gerst. Verkefni stjórnar eru einfaldlega það mörg á ári ( þau skipta hundruðum eða þúsundum/ allt eftir því hvernig það er reiknað út ) að það er ekki á færi 5 manna stjórna að sinna þeim, og enn síður er einhverjar nefndir eru ekki að virka sem skildi. Í raun hefur helsti flöskuháls stjórnarvinnuna verið einstaka nefndir sem ekki eru nægilega virkar og draga með því móti verulega úr getu stjórnar.
Vefnefnd
Vefnefnd getur sinnt fleiri verkefnum, einfaldlega með því að smíða notendavænni vefsíðu. En núverandi vefsíða, krefst of mikillar umsýslu vefnefndar sem betur væri varið í annað. Ef smíðuð væri ný síða gæfi það vefnefndar mönnum frekari tækifæri á því að sinna ritstýringu, efnisöflun og útgáfustarfsemi ofl. Því er ég sannfærður um það að ritnefnd og vefnefnd mætti sameina sem einskonar fjölmiðla og útgáfunefnd. En til þess þurfa tól þeirra að vera af nýjustu tækni. Þ.a.s ný vefsíða strax.Litlanefnd
Af hverju Litlanefnd aftur. Verð eiginlega að svara því sérstaklega fyrir þá sem vilja þann hluta starfsins dauðan ( s.m.b Hlyn ). Klúbburinn stefnir að því marki að vera hagsmunaklúbbur. Á þeirri löngu leið eru ýmsar hindranir og oft á leiðinni þarf að taka krók fyrir keldu, auk þess þarf stundum að fylkja liði til þess að sigrast á ýmsum verkefnum á leiðinni. Til þess að sigrast á verkefnunum þarf stundum marga aðila. Það mætti t,d benda þeim rómantísku ( Skúla og Hlyn ofl ) á það að olíufélöginn hefðu sennilega ekki mikinn áhuga á því að semja og leggja niður mikinn tíma í það að semja við nokkur hundruð manna félag. Því þarf að breikka hópinn, og Litlanefnd er einmitt tæki til þess. Hún er einskonar aukahlutur til þess að komast leiðar sinnar. Hinsvegar má hún ekki hafa sérstakt líf svo hún spretti ekki úr spori á ranga átt einsog hefur átt sér stað. Því við erum einn hópur og stefnum að sama markinu, þó svo að það séu farnar ýmsar krókaleiðir að því og stundum þurfi að splitta upp hópnum aðein til þess að heildin mjakist áfram að sama markinu.Fjöldi nefndarmanna.
Hugmyndin á bakvið fækkun nefndarmanna er kannski sú að minka báknið.
Einsog flestir jeppamenn vita ganga ferðir, þar sem er takmarkaður fjöldi þátttakenda, mun betur og hraðar fyrir sig. Það að halda að núverandi kerfi sé gott eða gæti virka getur verið að sé rétt, ég kem bara ekki auga á það. Því við horfum upp á það, að í fimm manna nefndum að það eru 2-3 virkir í hverri nefnd, nema í undantekningar tilfellum. Í umhverfisnefnd og stundum skálanefnd eru allir virkir og er það búið að vera þannig lengi.
Með fækkun nefndarmanna mætti hugsa sér að það mætti þjappa betur saman þeim sem vinna vinnuna í klúbbnum og stjórn og formaður hefðu betri yfir sýn yfir hlutina. Einnig væri hugsanlega að með fækkun væri hægt að losa klúbbinn við dragbíta sem hanga inni í nefndum endalaust vegna þess að þeim virðist það vera svo svakalega flott að geta skeytt sig með nefndar titli. Með fækkun í nefndum væri hreinlega ekki pláss fyrir slíkt, þar þyrftu allir að virka.Ritnefnd
Lella tók aðeins á þessu máli hér að ofan og voru eiginlega þrjár hugmyndir uppi. Þ.a.s aftur hvarf til fortíðar og gefa Setrið út 11 sinnum í mánuði. Sú hugmynd gengur hreinlega ekki upp, alveg sama hversu mikið okkur langar til þess. Í fyrsta lagi nennir enginn að hafa þá kvöð á sér að þurfa að gefa út blaðið einu sinni á mánuð og þeir sem gefa sig út í það brenna upp á stuttum tíma. Einnig vitum við það að blaðið er í óbeinni samkeppni við f4x4.is og þar hefur f4x4.is nánast alltaf vinninginn enda gerast hlutirnir það strax. Svo má benda á annan lið, en það er kostnaðarliðurinn sem hefur farið vaxandi t,d með verulegum hækkunum á dreifingarkostnaði og var tapið á blaðinu í hverjum mánuði um 150.000 og þótti stjórn nóg um. Því má bæta við að með tímanum hafa komið upp samkeppnisaðila á auglýsingamarkaðinn sem ekki voru fyrir hendi á gullaldarárum Setursins. T,d Bílar og Sport, og Útivera. Í ljósi þessa finnst mér vænlegast að gefa blaðið út einu sinni á ári og þá í bókaformi ef við eigum að stand í þessari útgáfu yfir leitt. Reynda hefur þessi hugmynd ekki gefist vel heldur, með útgáfu í færri skipti. Þannig að Setrið er að mínu viti gjörsamlega komi í strand. Eiginlega sjálfdautt og að berja hausnum við stein með það að þetta blað þurfi bara að koma út með góðu eð illu er út í hött.
15.12.2007 at 12:45 #606698seta í nefndum …….
Þetta er sjáfboðaliðastaf og finnst mér ekki til mikils ætlast að fólk sinni því sem það gefur kost á sér í setan er 2 ár og mér finnst að það ætti að vera inní lögum klúbbsins að hver maður sitji ekki nema eitt kjörtímabil í hverri nefnd.
Allavega get ég ekki séð að eftir 10 ára setu sértu að skila sömu afköstum og áhuga eins og fyrstu 2 árin. Maðurinn getur svo gefið kost á sér aftur í nefndinna eftir amk árs hlé.
Kveðja Lella
15.12.2007 at 13:05 #606700Nú er ég að velta fyrir mér þar sem að ég þekki nú ekkert til…
Það eru 5 manns í stjórn og svo 2 varamenn = 7 manns (draumatalan hans Jóns). Er eitthvað sem bannar að þeir séu nýttir … ef það er ekki verið að nýta þá. Þeir mega/og ættu að sitja stjórnarfundi en ef ég man rétt hafa ekki atkvæðisrétt (leiðréttið ef vitlaust). Eru ekki einhver verkefni sem að þeir geta unnið að. Eða er málið að menn þurfa titla til að geta tekið af sér verkefni….?
Ég er ekkert að mæla á móti 7 manna stjórn bara að spekúlera og segjum að það verði kosin 7 manna stjórn þá verða menn að gera sér grein fyrir því að það þarf alltaf að kjósa að mínu mati varamenn (lám. 2). Aðstæður hjá fólki eru oft fljótar að breytast nú og eins ef að menn eru að fara í fýlu hægri vinstri eins og gengur og gerist.
–
Hvað varðar blaðið þá hef ég verið smávegis á þeirri skoðun að það væri mögulegt að vera með svona snepill sem að væri gefin út kannski 1 sinni í mánuði eða annan hvern mánuð á Netinu sem að fólk getur svo prentað út ef vill. Þarf ekki að vera stórt heldur samantekt á því sem að hefur verið í umræðunni, hvað er að gerast og svo einhverja ferðasögur. Frekar en að gera ekki neitt.
Bókahugmyndin er líka sniðug og hugsa ég þá aðalega út frá heimildarsjónarmiði og svo ekki síður skemmtanagildi.
–kv. stef…
15.12.2007 at 13:19 #606702Þetta er helv,,,góður þráður og þarfur.
Ég vil meina að ef starf nefnda á að vera skilvirkt þurfi nefndarmenn viðkomandi nefnda að fara í hálgerða naflaskoðun á hverju starfsári,hvað virkar og hvað ekki,hvernig er starfi og tilgangi nefnda best komið til að gera starf klúbbsins sem virkast og hagsmunum hans komið sem mest að gagni.
Lella bendir réttilega á að þar hefur farið af stað starf sem vert er að skoða og styðja betur við,fræðslumál og hjálparnetið og fl sem þar hefur verið gert og má alveg hlúa betur að.
Ritnefnd er ekki að virka þrátt fyrir öfluga einstaklinga sem hafa lagt sig alla fram um að gera það starf betra,og mætti alveg skoða þann möguleika að fara í samstarf við ‘Utiveru um greinar og fl.
Litlanefnd ég get tekið undir að þar er afturhvarf til fortíðar með framtíðina að leiðarljósi öflugur kostur,breytingar á því starfi væru ekki svo miklar ,en myndu skipta miklu máli fyrir klúbbinn.
Þær myndi ég helst telja vera í því fólgnar að leggja niður að mestu helgarferðir ,mætti td vera 1 að hausti í Setrið eða eitthvern annann skála,dagsferðir voru að draga að marga og flestir voru á því að það væri besti kosturinn fyrir fólk sem væri að feta sín fyrstu spor í jeppamennsku einnig var mikið um að reyndir félagar sem voru að prufa nýjann bíl eða breytingar á gamla notuð þær,eins fjölskyldufólk sem var ekki alveg að nenna að fara með börn í helgarferðir inn á hálendið,fræðsla sem fólst í því að láta fólk takast á við þær uppákomur sem urðu í ferðum skilar sér og gleymist ekki svo glatt,td hvers vegna er teygjuspotti betri en venjulegur dráttarkaðall,og hvers vegna þarf að vera með allann þennann búnað í fötum mat og fl í ferðum.Ég minni á að síðasta vetur voru talsmenn bjsv farnir að benda á Litlunefnd sem ákjósanlegann kost fyrir jeppaeigendur sem voru að stíga sín fyrstu spor í sportinu.núverandi staða þess starfs er gjörsamlega óásættanleg.ég tek undir með Jóni.
3 menn í Litlunefnd og meira samstarf á milli nefnda sem myndu þá skiptast á um að taka að sér dagsferðir og koma sínu starfi á framfæri í þeim.
Ég tek undir með Hlyn starfsmaður klúbbsins á að ekki að vera úr stjórn klúbbsins,hætta á hagsmunaáreksturm of mikil,og eins að meta þörfina fyrir starfsmann betur,hvað með næsta formann á hann sjálfkrafa að fá starfið,nei þetta þarf að skoða betur eins tel ég ekki þörf á að klúbburinn sé að safna digrum sjóðum.
Ég tel að margt starfið innann klúbbsins sé virkilega flott og ótrúlega vel af hendi leyst,en annað mætti betur fara eins og gengur með allt félagstarf.
En svona naflaskoðun á starfinu er virkilega gott mál,ef mönnum tekst að halda henni á málefnalegum nótum,eins tek ég undir með Dag að þetta starf á að vera gert á hlutlausum vettvangi og án hagsmunagæslu eitthvers annars en klúbbsins.
Kv Klakinn
15.12.2007 at 13:26 #606704Lella….
Nú kemurðu inn á veikan blett hjá mér… orðið sjálfboðastarf… Þetta er nefnilega val hjá fólki að bjóða sig fram (framboð). Að loka fyrir það að fólk geti setið meira en eitt ár í nefnd finnst mér að ætti ekki að vera í lögum klúbbsins. Heldur finnst mér að það ætti að leita annara leiða til að skipta út þaulsetnu fólki sem skilar engu í nefndinni. Td. ef það er 5 manna nefnd og að 1 gerir ekki neitt. þá gæti nefndin rætt við hann um að draga sig úr nefndinni og svo væri hægt á félagsfundi að kjósa annann inn, að það þurfi ekki aðalfund til þess, en að sjálfsögðu er aðalkosningin hátíðleg á aðalfundi. Það myndi einnig auðvelda fólki að draga sig í hlé án vandræða. Þetta hefði held ég auðveldað lausn mála litlu nefndarinnar að einhverju leyti. Það er ekki eins og að þessar nefndir séu að stýra landinu. Og með stjórnina að þá er gott að hafa einmitt varamenn ef að einhver er búinn á því þá geti hann annað hvort tekið sér smá pásu og hlaðið batteríín eða bara … gefist upp og hætt ;->. (en kosning í hana þurfi aðalfund- nú svo auka-aðalfund… ef það tekur því).
–
Laugi…
Ég tel það ekki vera ókostur að starfsmaður og formaður sé einn og sami maðurinn. Hver er betur inn í málunum en einmitt formaðurinn og mörg mál eru þannig að það þarf að sinna þeim í dagvinnutíma.
Litlanefnd… ég er þeirra skoðunar að það ætti að vera 2-3 manna ferðanefnd innan klúbbsins sem að hefði yfirumsjón með ferðum, sjá til þess að það séu ferðir og að finna hæfa fararstjóra í þær. Þessi nefnd ætti að geta hugsað "óháð dekkjastærð". Til hennar gætu svo fólk leitað ef að það langaði til að skipuleggja ferðir sjálft og fengið þá aðstoð við það…kv. stef…
15.12.2007 at 13:49 #606706hefur verið til innan klúbbsins í nokkur ár. kv Ofsi.
Reyndar steindauð nefnd sem situr begga vegne borðsin og stundum allt um kring. Í henni sitja lasarónarnir Agnes, Ofsi, Þorgeir og Óskar. Þ.a.s að segja tómir stjórnarmenn. Og svo var einn Gemlingur með sem reyndar gleymdi nefndinni.
Það þarf kannski eitthvað að dusta rikið að þessum líð eða legga ómyndina niður he he.
15.12.2007 at 13:50 #606708Mér hugnast þessi sameining nefnda mjög vel. Hins vegar að hvort sem það eru 5 eða 7 manns í nefnd, þá er það í félagalögum að kjósa skuli 1-2 varamenn. Ég held að slíta eigi sundur tengslin á milli núverandi formanns-framkvæmdastjóra og starfsmanns. Tel þetta meira svona princip-atriði og er alls ekki að deila á Agnesi, sem að mínu mati er kletturinn í starfinu. Setrið er náttúrulega orðn tímaskekkja vegna vefsins, þó að gaman væri að fá annál ársins í jólabókaflóðinu. Mér finnst að stjórn og nefndir mættu vera duglegri við að halda fundargerðir á sínum síðum, og efla mætti bókasafnið með skýrslum og öður efni sem okkur berst.
Nú verð ég að fara undir feld, "I´ll be back"
Bkv. Magnús G.
15.12.2007 at 13:57 #606710Það sem ég hugsaði með ferðanefndina var sú hugmynd einmitt… að útiloka stjórnarmenn ;-> úr nefndinni … þeir mættu aðstoða ef þeir vildu (sem sjálfboðaliðar-bjóða sig sjálfir fram)… en seta í nefndinni… nei takk.
Sé ekki í hendi mér að það sé eitt af því mikilvægasta sem að stjórnin sé að gera… að skipuleggja ferðir eða versla í matinn fyrir þær. Nema að það sé svona lítið að gera hjá henni.Kv. stef. ;->
15.12.2007 at 14:30 #606712Ég myndi t.d. ekki vilja vera bæði í stjórn og einhverri nefnd. Þarf greinilega að fara að taka til í þessari ferðanefnd sem Ofsi situr á eins og ormur á gulli 😉 Sofandi nefnd, ekkert annað!
Ferðanefnd ætti að sjá um ferðadagskrána, finna fararstjórar og hluti eins og að fá bestu dílana á gistingu, mat og aðstoða við utanumhaldið. Mér finnst ekkert atriði að ferðanefnd myndi sjá um allar ferðir en ætti að svona "halda utan um pakkann", oft í nánu samstarfi við aðrar nefndir, t.d. umhverfisnefnd varðandi landgræðsluferðir. Og þá auðvitað ferðir í öllum lengdum (dags,helgar,…) og öllum stærum (dekkja…). Þetta er hlutur sem er að taka hellingstíma í dag m.a. hjá stjórn og fleirum.
Einhvern veginn finnst mér "eðlilegt" að skella uppákomum inn í þetta eins og sumarhátíð og kalla þetta Ferða- og skemmtinefnd. Gæti líka verið uppákomu- og ferðanefnd eða til styttingar: uppáferðanefnd.
15.12.2007 at 14:46 #606714Ég rek mig því strax úr ferðanefnd, enda búinn að standa mig illa í henni. Og þau fá skipti sem ég hef komið að slíkum málum hef ég ekki vitað hvort ég var þarna sem ritari 4×4 eða nefndarmaður ferðanefnda. Þó fer ég fram á feitan starfslokasamning. Pistilinn er greinilega farinn að bera árangur með niðurskurði á nefndarbákni. Enda verður upphafsmaður þráðarins að reyna að sína fordæmi. He he.
Þarna er einmitt gott dæmi um svefnefnd, held að til hennar hafi verið stofna á sínum tíma á fundi á Loftleiðum um síðustu aldarmót. Ja-svei afraksturinn engin nema ferðareglur sem allir svelgjast á.
Ps farinn með skömm og feitan starfslokasamning kv Ofsi
15.12.2007 at 17:46 #606716Johnny B. Good…
Það gleður mig að upphafsmaðurinn skuli sýna gott fordæmi. Mér finnst nú bara lámark að nota tækifærið og þakka Jóni einmitt fyrir, fyrir þetta gríðarlega nefndarstarf. Að sjálfsögðu verður væntanlega tekið tillit til þess við gerð starfslokasamningsins… spurningin er hver verður feitastur þá samningurinn… eða Jón.
–
Maggi ég er einmitt búin að vera að dunda mér við að lesa fundargerðirnar frá umhverfisnefndinni… nei nú er ég að rugla enn einu sinni…
–
Og hvað varðar framkvæmdarstjóri vs. launaður starfsmaður… ef að einhver gæti útskýrt það fyrir mig einu sinni enn hvernig það geta orðið svona ofboðslegir hagsmunaárekstrar á milli þessara aðila.
Eigum við að hafa starfsmann og Formann/framkvæmdarstjóra á launum (2 stk). Það er ekki eins og þetta sé Baugsveldið (alla vega ekki ennþá). Hvernig eigum við að leysa þetta. Eða er það ekkert prinsipp mál svona 2 fyrir 1 samningur og spara þannig.
Held að Agnes viti það ekki en ef að hún væri starfandi framkvæmdarstjóri einhver staðar annars staðar… þá grunar mig að við værum að tala um allt aðrar launatölur (þekki samt ekki hennar tölur)… og þá erum við komin aftur og enn einu sinni í feministaumræðuna… er þetta af því að hún er kona.
Nei Stefanía…. nú verð ég að stoppa þig af…
kv. stef….
15.12.2007 at 23:25 #606718Þetta er auðvitað hin besta umræða og tímabær. Ég hef verið mjög efins um ágæti þess að starfsmaður og formaður sé sama persónan. Agnesi þekki ég ekki og er ekkert að draga hana inn í umræðuna. Starfsmaðurinn er ráðinn til langs tíma ef vel heppnast með ráðningu hans. Formanninn, aftur á móti, þarf að kjósa sérstaklega á hverjum aðalfundi.
Þetta ætti að vera svipað og á hinu háa Alþingi. Þar eru allir starfsmenn til staðar, óháð því hvaða þingmenn ná kjöri.
Við skulum heldur ekki gleyma því að stjórnin er forustuaflið sem á að leiða starfið. Nefnd sem ekki virkar á auðvitað að fá tiltal frá stjórn. Taki hún ekki til starfa þá á stjórnin að gera viðeigandi ráðstafanir. Stjórn sem lætur líðast að starfsnefndir sinni ekki sínum störfum þyrfti að hugsa sinn gang.
Svo finnst mér nauðsynlegt að koma inn á annað. Mér skilst að á síðasta aðalfundi hafi reikningsári klúbbsins verið breytt þannig að ekki fari saman starfsár stjórnar og uppgjörstímabil. Þetta er alveg út í hött að mínu mati.
Sjálfur hef ég atvinnu af bókhaldi og ársreikningagerð og get ekki ímyndað mér hvaða rök hafa legið að baki þessari ákvörðum. Ég geri ársreikninga fyrir fjölda félaga þ.ám. Björgunarsveitir, sem nota ekki almanaksárið sem uppgjörsár.
Ef farið er að krukka í lögin á annað borð, finnst mér koma til greina að nýkjörin stjórn verði skylt að leggja fyrir næsta félagsfund eftir aðalfund, sæmilega nákvæma starfsáætlum sína fyrir næsta ár.
Hjá Suðurlandsdeild gerist þetta að nokkru leyti með svokölluðu viðburðadagatali. Þar eru helstu klúbbferðir dagsettar ásamt Byggðabröltinu og opnu húsunum. Viðburðardagatali er dreift til þeirra sem hafa greitt félagsgjaldið.
16.12.2007 at 00:08 #606720Jón minn ég er ekki í ferðanefnd, Þorgeir tók mitt sæti fyrir tæpum 2 árum.
Ferðanefnd var hugsuð sem aðstoð við þá sem sjá um ferðir ekki að skipuleggja sjálfar ferðirnar.
kv
Agnes karen Sig
16.12.2007 at 02:01 #606722formadur eda starfsmadur gleyma menn hvenær sídasti formadur hætti vid ad gefa kost á sér og þad þurfti að finna nýan.
Agnes var su eina sem gaf kost á sér í formann og hun var kosinn .
og menn verda bara ad hugsa fyrir næsta aðalfund hvort menn vilja hafa sama adila starfsmann og formann.
enn ekki kenna Agnesi um ad vilja taka svona mikið á sig.kvedja kristinn.
16.12.2007 at 10:43 #606724Ég er búinn að vera að lesa þetta sem hefur verið sett fram og þar kennir margra góðra hugmynda og flott að velta þessu svona fram,ég tek samt sérstaklega fram að á engann hátt er ég að höggva í Agnesi varðandi athugasemdir um starfsmann/formann,hef ekkert út á hana eða störf að setja og var satt best að segja að vona að okkur tækist svona einu sinni að fara yfir málin án þess að draga persónur inn í þau,því allir sem starfa fyrir klúbbinn eiga þakkir skilið fyrir störf sín,hugmyndafræðileg átök um starfið eru hins vegar af hinu góða og ættu að skila okkur betra starfi og öflugra.
Ég sé ekki alveg hvers vegna það er tabú að ræða þessi mál um starfsmann klúbbsins og hvet fólk til að kynna sér hvernig svona málum er alment komið hjá sambærilegum samtökum,ég fæ engvan vegin séð að það geti gott fyrir klúbbin að hafa málin svona,á þá að gera ráð fyrir að við næstu formannskosningu að starfið fylgi embættinu eða verður þá ráðinn framkvæmdarstjóri eða verður þá bara starfsmaður sem vinnur 40% starf?’??? þessi mál eru bara altof mikið í lausu lofti til að það sé ásættanlegt,starfsmaður þarf að vera algerlega hlutlaus aðili og það getur kjörinn formaður engan vegin verið,eins ef koma upp álitamál um störf starfsmanns(enn og aftur ég er ekki að vega að Agnesi,þessar vangaveltur hafa ekkert með hennar persónu að gera)á þá stjórn sem formaður/starfsmaður á sjálfur sæti í að dæma í eigin málum,eru þá ekki allir stjórnarmenn í raun óhæfir að fjalla um málið,??????? nei ég held að þetta fari aldrei vel saman svo að friður verði um.
Ég tek undir með það hvað varðar uppjörsárið og vil meina að það eigi að fylgja starfsári stjórnar ásamt því að megin áherslur á komandi starfsári eigi að liggja fyrir fljótlega eftir aðalfund og jafnframt að klúbburinn eigi að marka sér ákveðna stefnu í hinum ýmsu málum sem á okkur brenna,td húsnæðismál á að leigja áfram eða kaupa,umhverfismálum,verndun eða nýting og þá hvað á að vernda eða nýta,ferðafrelsi og slóðalokun,og svona mætti lengi telja.
Starf nefnda er eins og ég hef fyrr sagt ætti að skoðast í ljósi fortíðar með framtíðina í huga og þá ætti þörfin á hverri nefnd fyrir sig að skýra sig mikið til sjálf,fundargerðir nefnda ættu að berast stjórn innann viku frá nefndarfundi og samráðsfundir ákveðinna nefnda og stjórnar ættu að vera 2-3 á starfsárinu þar sem nefndir og stjórn stilla saman áherslur og starf,þannig ætti að vera frekar auðvelt að marka ákveðna heildarstefnu og skapa sterka heild og samstöðu um mál klúbbsins og skýrari línur um hin ýmsu mál sem að innra starfi klúbbsins viðkemur.mér þætti gaman td að vita hversu margar nefndir færa fundargerðarbók og hvar og hvenær þær þær séu aðgengilegar til skoðuna fyrir félagsmenn.
Hvernig er með starf nefnda,? hvað eru nefndir að gera í hinum ýmsu málum sem þeim viðkoma og hvernig er unnið í þeim,ég veit td að fjarskiptanefnd er með öflugt starf sem lítið fer fyrir nema þegar kvartað er yfir hinum og þessum endurvörpum,umhverfisnefnd í hverju eru þeir að vinna,þessi mál mættu vera opnari og aðgengilegri fyrir okkur félagsmenn,því ekkert í starfi nefnda eða stjórnar er félagsmönnum óviðkomandi.
Kv Klakinn
16.12.2007 at 12:20 #606726Það er ekki að mínu viti neitt tabú í þessum málum, þessar vangaveltur koma upp á vefnum, þeim er svarað eða málin útskýrð, svo koma þau upp aftur og þá endurtekur sagan sig. Mér hefur hins vegar ekki tekist að fá skýrt dæmi um einhvern mögulegan hagsmunaárekstur í þessum umræðum. Við höfum komið okkur saman um verklag ef slíkt myndi gerast.
Ef maður skoðar atburðarásina fyrir síðasta aðalfund þá ætti að vera ljóst að starf framkvæmdastjóra og kosning formanns eru tveir óskyldir hlutir. Það myndi verða félaginu mjög til trafala ef það væri ekki hægt að vera formaður án þess að hætta í "dagvinnunni" sinni til að geta sinnt því. Það myndi þrengja mjög þann þegar litla hóp sem er tilbúinn til að taka að sér formannsstörfin. Annars er svo mikill áhugi á þessu að ég geri ráð fyrir helling af framboðum til formanns í vor. Verður spennandi.Viðburðadagatal = Þá er í fyrsta lagi [b:2kqp7wsr]lítið brot[/b:2kqp7wsr] þess sem tengist störfum stjórnar sem er á viðburðadagatali ársins. Núverandi stjórn gaf þó út slíkt og var það notað af sumum landsbyggðadeildum til að byggja sína dagskrá á.
Reikningsárið = Góður punktur þetta þarf að skoða, á síðasta aðalfundi var kosið um þetta og þá voru 45 fylgjandi og 0 á móti. Það er mjög sérkennilegt að taka við sem gjaldkeri á miðju reikningsári, þó það sé alveg gerlegt þá væri hitt hreinlegra. Þetta þarf að skoða fyrir vorið.
Stefnumörkun = Síðasti Landsfundur var notaður til að fá hráefni í stefnumörkun í ýmsum málaflokkum og tókst það mjög vel. Við fengum ýmis skilaboð um hvað mætti betur fara og hvað væri í góðum farvegi og var gaman að sjá hve mikil og breið samstaða er í lykilmálaflokkunum (s.s. umhverfismálum). En það er ekki nóg að hafa bara stefnumörkun, það þarf að koma [b:2kqp7wsr]stefnunni í framkvæmd[/b:2kqp7wsr] og það er akkúrat næsta skrefið. Endurskipulagning í stjórnsýslunni er einn þátturinn í því. Tími stjórnar síðan á aðalfundi hefur því miður farið í margt annað en það sem ég tel vera brýnustu verkefni stjórnar og oft farið mikill tími í slökkvistarf hér og þar sem "skilar engu" til langtíma þó að það sé auðvitað mjög nauðsynlegt að slökkva elda því annars brennur allt. Það ætti e.t.v. að vera einhver Slökkvinefnd í nýju heimsmyndinni?
En nú er þetta svar mitt orðið alltof alltof langt og það les það þá hvort eð er enginn 😉
17.12.2007 at 15:08 #606728Þetta er mikil og feit umræða. Spurning hvort sé ekki rétt að kjósa nefnd sem fái það hlutverk að leggja niður nefndir. Kjósa í hana Hlyn, Lellu og Klakann og svo verði Ofsi formaður nefndarinnar. Það gæti verið fjör.
Umræðan er búin að fara víða og ég nenni ekki að skrifa um allt, enda víða allt komið fram sem skiptir máli. En eitt hefur ekki verið rætt mjög mikið og það er þessi pæling Ofsans um stjórnskipaðar vs kosnar nefndir. Ég held að það sé alveg rétt kenning að stjórnskipaðar nefndir geta verið virkari og ef þær eru ekki nógu virkar getur stjórnin bara skipt um fólk án þess að það sé neitt flókið við það. Stjórnin hefur þá fullt frelsi til að velja þá sem líklegir eru til að virka. Þessar nefndir þyggja umboð sitt alfarið frá stjórninni og hafa einfaldlega það verkefni að framfylgja ákvörðunum stjórnarinnar. Það hvort sú stefna sé rétt eða hvort menn séu sammála henni er allt annað mál, þetta fyrirkomuleg er samt líklegra til að koma hlutunum í verk. Stjórnin fær meiri og skýrari völd og um leið ber klárlega ábyrgð á starfinu. Á hinn bóginn vill það stundum verða hálf tilviljanakennt hverjir lenda í nefndarsetu í þessum kjörnu nefndum og stundum er nánast snúið upp á eyrun á einhverjum sakleysingjum sem villast inn á aðalfund. Þannig skipan nefnda er ekki vænleg til að skila virkri nefnd.
Neikvæða hliðin hlýtur hins vegar að vera að það er ekki eins lýðræðislegt að nefndir séu stjórnskipaðar. Þetta þjappar völdunum á færri hendur. Það er líka aukin hætta á klíkumyndun og færri tækifæri fyrir nýja félagsmenn að komast inn í starfið. Ég veit satt að segja ekki hvort það sé holt fyrir klúbbinn.
Önnur leið í þessu sem væri einskonar millileið er að stjórnin skipi uppstillingarnefnd fyrir aðalfund. Þessi nefnd má gjarnan vera nokkuð fjölmenn og með aðilum úr sem flestum kimum klúbbsins með formann klúbbsins sem oddamann og hún fái það hlutverk að finna vænlega frambjóðendur í öll embætti sem kosið er í. Þetta er auðvitað gert að nokkru leiti en á mjög óskiplagðan hátt og ekki mjög markvisst. Hefur eiginlega gerst þannig að þegar aðalfundur fer að nálgast fara annaðhvort nefndirnar að finna einhverja úr félagahópnum til að shanghæa inn í nefndina eða Ofsi fer að hafa áhyggjur af þessu og fer að ræða við menn og sparka í rassa. Listar svo upp það sem honum sýnist ganga upp og svo gengur eitthvað af. Athugið að þó uppstillinganefnd leggi fram tillögu á aðalfundi er öllum frjálst að koma með mótframboð. Þetta er allavega ein leið sem hægt er að spá í.
Svo er þetta sígilda með formann/framkvæmdastjóra. Ég held að núverandi stjórn hafi tekið ágætlega á þeim annmörkum sem kunna að vera á því að þessi embætti séu í sama einstaklingnum. Það að þetta sé svona núna þýðir ekkert að það þurfi að vera þannig alltaf. Þegar Agnes hættir sem formaður getur hún alveg verið framkvæmdastjóri klúbbsins áfram og ég myndi gjarnan vilja sjá það gerast. Ég hef ekki sérstakar áhyggjur af þessum hagsmunaárekstrum en það er bæði þæginlegt fyrir framkvæmdastjórann að hafa góðan formann til að starfa með og nauðsynlegt fyrir formanninn að hafa góðan framkvæmdastjóra til að framkvæma stefnuna.
Kveðja – Skúli
17.12.2007 at 23:24 #606730Miðað við þann rífandi áhuga sem að félagsmenn hafa á innviði og uppbyggingu klúbbsins þá sýnist mér skársta tillagan vera komin frá Skúla með smá breytingartillögu. Stjórnskipa ekki kjósa nefnd (til að tryggja skilvirkni) með þau Hlyn, Lellu og Klakann og svo Ofsa sem formann. Nefndin myndi að sjálfsögðu kallast niðurfellingarnefndin í anda starfsins og er markmið hennar, eftir naflaskoðun, að fella niður allar hinar nefndirnar, nema eina og það er fjarskiptanefndin. Það virðist vera eitt af því fáa sem að hinn almenni félagsmaður hefur endalausan áhuga á að tjá sig um. Þessi umræða hefur verið álíka gáfuleg og að horfa á leiðindarljós, sama hvað maður missir af mörgum þáttum þá hefur söguþráðurinn ekkert breyst, engar nýjar staðreyndir komið inn. Það mikilvægasta sem að ég geri á fjöllum er einmitt að senda sms svo að ég tali nú ekki um email…
Einhver staðar kom fram að stjórn sem lætur líðast að starfsnefndir sinni ekki sínum störfum þyrfti að hugsa sinn gang. Ég velti fyrir mér hvernig tiltal stjórnar myndi hljóða ef þú sinnir ekki nefndarstarfinu þínu…. þá færðu ekki launin þín eða… færð ekki að fara í vetrarferð eða já það besta… þú hefur ekki verið að standa þig og þú ert rekinn úr nefndinni. Vandamálið er að þetta er sjálfboðastarf, það eina sem að við getum gert er að umbuna (samt ekki einfalt) en refsing er erfiðari. Kannski er hægt að höfða til samvisku og skuldbindingu hjá fólki en það hefur sýnt sig að vera ofmetinn kostur. Það sem að ég held að nefnd þurfi að hafa til að virka vel er góður forystusauður (leiðtogi fyrir fallega fólkið) sem að drífur fólk með sér.
Uppstillinganefnd… það má spá í það.
Kv. stef…
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.