Forsíða › Forums › Spjallið › Innanfélagsmál › Klúbburinn okkar
This topic contains 42 replies, has 1 voice, and was last updated by Stefanía Guðjónsdóttir 17 years ago.
-
CreatorTopic
-
14.12.2007 at 15:37 #201383
AnonymousHér fyrir nokkru var góð umræða um klúbbinn og voru skiptar skoðanir um framtíð klúbbsins og sýndist mönnum sitt hvað í þeim efnum. Þó eru flestir á því að, aðal markmið klúbbsins eigi að vera hagsmuna gæsla félagsmanna. En til þess að það markmið náist þarf greinilega skipulagsbreytingu innan klúbbsins. Og þar held ég að stjórn og nefndir spili lykil hlutverk, einnig þeir einstaklingar sem láta sig málefni klúbbsins varðar, sem eru fjölmargir fyrrverandi nefndar og stjórnarmenn. En hvað þarf að gera til þess að klúbburinn lifni við og verði skilvirkari. Einar og tækninefndin hreyfði við mér, og þá sérstaklega orð Einars Þar sem hann segir að tækninefnd mætti hafa gert meira. En það má líka segja þetta um FLEIRI. Þetta er alveg rétt hjá Einari, fjölmargir nefndarmenn sitja í nefndum klúbbsins án þess að gera nánast nokkurn hlut. Og verst er þegar þeir hinir sömu bjóða sig fram kannski fleiri kjörtímabil án þess svo sem að gera nokkuð gagn eða hreinlega að þeir hafi ekki tíma til þess, einhverra hluta vegna. Þess vegna þarf að breyta nefndarskipan og sumar nefndir ætti að stjórnskipa. Með því móti fengi formaður og stjórn meira tækifæri á því að vinna með fólki sem þau treystu til starfa. Ýmsar nefndir mætti sameina undir einn hatt og breyta áherslum þeirra. Hugsanlega mætti fækka nefndarmönnum um helming, og fá með því móti kannski meiri samvinnu og samstöðu þeirra sem eftir eru. Sumar nefndir mætti hreinlega leggja niður og minka með því flækjustigið í stjórnarapparatinu í klúbbnum. Hér eru nokkrar hugmyndir sem menn mættu hugleiða.
1 Ritnefnd verði lögð niður
2 Vefnefnd og ritnefnd væru sameinaðar undir öðru nafni og öðru hlutverki
3 Stjórn væri skipuð 7 mönnum og enginn til vara
4 Tækninefnd væri stjórnskipuð 3 mönnum eða
Sameinuð fjarskiptanefnd og í nenni sætu 5 menn sem færu með málefni beggja nefndanna
5 Húsnæðisnefnd væri lögð niður
6 Umhverfisnefnd væri óbreytt
7 Hjálparsveit lögð niður
8 Skálanefnd óbreytt
9 Litlanefnd 3 menn og tækju upp þá stefnu sem lagt var með í upphafiHérna eru hugmyndir, tætið þær í ykkur. Ps þessar hugmyndir endurspegla ekki skoðanir stjórnar, svo það sé alveg á hreinu.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
14.12.2007 at 15:51 #606652
Ofsi vinur minn Nú vil ég svar við einni spurningu
Afhverju að leggja niður Hjálparsveit ?
Mér finnst það vera stórt styrkleikamerki bæði inná og útá við að geta sagt við erum með okkar eigin Hjálparsveit, það er fullt af fólki sem fer á fjöll og lendir í smá vandræðum en þekkir engan sem það getur hringt í, er þessi nefnd eitthvað að íþyngja klúbbnum eða stjórninni, þessi nefnd hefur bara gert nákvæmlega það sem hún hefur þurft að gera þegjandi og hljóðalaust allavega síðastliðið eitt og hálft ár.
svo nú vil ég svar ……….
kveðja Lella
14.12.2007 at 16:13 #606654Flestar þessar hugmyndir hafa heyrst áður. Og eins og áður, þá vil ég fara hægt í breytingar. Stundum eru engar fréttir góðar fréttir, það að það heyrist ekki mikið frá eitthverri nefnd þarf ekki að vera slæmt.
Ég tel að það hafi ekki gefist vel að vera með stjórnskipaðar nefndir árum saman, en það er ekkert við það að athuga að stjórn skipi slíkar nefndir til þess að vinna að tímabundnum verkefnum. Húsnæðisnefndin er eitt slíkt dæmi.
Eitt versta slysið í sögu klúbbsins varð að mínum mati vegna þess að vefnefnd var stjórnskipuð alltof lengi. Annað slæmt slys varð þegar stjórn sendi mann í Kastljós sjónvarpsins, til að fjalla um tæknimál, án samráðs við tækninefndina.
Að vissu leiti er það öryggis atriði að vera með tiltölulega margar kosnar nefndir. Það að þeir sem kosnir eru í þessar séu mis virkir, er ekki í sjálfu sér ástæða til þess að fækka þessum nefndum.-Einar
14.12.2007 at 16:16 #606656Auðvita færðu svar, og við skulum halda þessu spjalli á málefnalegum nótum. Að leggja hana niður, hugmyndir voru upp á sínum tíma að gera hana að einhverskonar fræðslunefnd, sú tilraun var í raun blásin af og síðan hef ég hvorki sé að nefndin sé hjálparsveit né fræðslunefnd allavega fer ekki mikið fyrir fræðslunni á þeim bæ og ekki hægt að flagga einu skyndihjálparnámskeið lengi enn. Og saga hefur ekki verið hliðholl nefndinni varðandi aðstoð á fjöllum, það kom smá kippur í þetta á tímabili þegar Þorgeir og félagar náðu í nokkuð af bílum. En annars hefur sagan ekki verið með hjálparsveit, þannig er það nú bara. Einnig lítur þetta að heildarmyndinni þ.a.s að það sé u.þ.b 60 manns í nefndur og stjórn klúbbsins og helmingurinn gerir ekki neitt, þetta gerir klúbbsin þungan í vöfum. En einsog ég benti á ofar eru þetta hugmyndir og orð eru til alls fyrst. Og það er klárt að einhverju þarf að breyta. En þú bentir á að sumir þekku ekki neinn til þess að biðja um aðstoð þá er alltaf hægt að hringja í 112. Og svo mætti benda á það að við gerðum samning við Flugbjörgunarsveitina og það átti einmitt að vera til þess að fá svona aðstoð. En hvað styrkleikjamerkið varðar, þá var ég reyndar alltaf samála því að útávið væri það gott að geta sagt: Nei við þurfum ekki aðstoð við erum með eigin hjálparsveit. Svo er það líka spurningin hvort við eigum eingöngu að skoða þetta 1.5 árs tímabil. Ef það er skoðað lengra aftur í tíman þá var hjálparsveitin ekki mikil virði. Eitt árið var eina útkall sveitarinnar að rúlla út á Reykjarnesbraut og gefa einhverjum start með köplum. En fjandinn Lella nú er ég kominn í hring, enda er hjálparsveitin kannski sú nefnd sem skiptir minna máli í þessari umræðu.
14.12.2007 at 16:20 #606658Ég er að mörgu leiti sammála þér Jón að það sé nauðsynlegt að framkvæma naflaskoðun á klúbbnum og stjórnkerfi hans.
Mér finnst margt í hugmyndum þínum athyglisvert og er þér sammála að þyrfti á einhvern hátt vera hægt að ýta við "sofandi" nefndum og gera þær virkar á ný.
Í ljósi umræðu hér á vefnum þá mætti kanski bæta við nefnd sem hefur það hlutverk að miðla fræðslu til nýrra og eldri félaga.
Kristján Kristjánsson
14.12.2007 at 17:18 #606660Ég held að það ætti ekki að hengja sig eingöngu í einhver einstaka smá atriði. Kannski einsog Lella og Einar eru að gera. Heldur þarf að ræða þessi mál meira vítt og breytt.
Við erum að sjá fullt af ýmsum breytingum í kringum okkur og jeppa og útivistarfólk þarf að bregðast við, og hafa frumkvæðið það er alltaf meiri sigurlíkur þegar maður hefur frumkvæðið. Og til þess að hafa það þurfa nefndir klúbbsins að virka sem ein heild og megin þemað þarf að leggja á þá þætti sem teljast hagsmunabarátta. Hitt má svo koma með einsog þurfa þykir hverju sinni. Við núverandi aðstæður er einungis 50% nefndanna virkar. Hvernig breytum við því, við breytum því allavega ekki ef við þorum ekki að ræða málefni klúbbsins og stjórn er þar ekkert undanskilin, enda myndum við fagna góðum ábendingum enda erum við í stjórn klúbbsins til þess að gæta hagsmuna félagsmann eins mikið og er á okkar valdi hverju sinni.
14.12.2007 at 17:34 #606662Ég vil reyna a horfa á þetta út frá hvað við eigum að vera að gera og taka eitt duglegt skref afturábak.
Það sem við eigum að vera að gera er:
* Gæta hagsmuna félagsmanna (reglugerðir, lög, umhverfismál, neytendavernd, afslættir, slóðamál)
* Efla tengsl félagsmanna (ferðir, uppákomur, fræðsla, vefurinn, útgáfa Seturs)
* Efla klúbbinn (samningar, styrkir, fjölga félagsmönnum, tengsl milli deilda, tengsl við fjölmiðla, PR)Svo ber okkur skylda til að:
* Reka fjarskiptakerfið okkar (VHF endurvarpana)
* Sjá um fasteignir okkar (Setrið(húsið),o.fl.)Nú er ég örugglega að gleyma einhverju en svona í stórum dráttum eru þetta ekki meginmálin?
Mín sýn á þetta er að reyna að finna samsvörun milli þess sem við eigum að vera að gera og hvernig klúbburinn er skipulagður svo þetta geti virkað á sem skilvirkastan hátt. Við erum að þessu í frístundum en stundum finnst mér eins og ég sé staddur í slæmum þætti af "Yes Minister" en ekki innan áhugamannafélags um fjórhjóladrifsbifreiðar og ferðamennsku. Rúmlega 60 manns í nefndum og stjórn, halló? Það eru næstum 2% skráðra félaga í "móðurfélaginu".
14.12.2007 at 17:44 #606664Litlanefnd / Nýliðanefnd = Ferða-fræðslunefnd.
Húsnæðisnefnd = Niðurlögð eða sameinuð skemmtinefnd.
Tækninefnd & Fjarskiptanefnd.
Ritnefnd & Vefnefnd.
Hjálparsveit = Óbreytt.
Skálanefnd = Óbreytt.
Árbúðanefnd =Niðurlögð.
Umhverfisnefnd = Óbreytt
Stjórn 7 manna = Án varamanna.Kv-Dolli
14.12.2007 at 18:05 #606666Pælingar… veit ekki hvort að þetta séu áhrif gegndarlaus lægðargangs hingað og mónsúnrigninga en þessi umræða kom eins og skrattinn úr sauðalæknum. Ekki verri fyrir það.
–
Leggja niður hjálparsveit: ég kaus gegn því á sínum tíma (ef það var kosið um það). Þar sem valið var um að leggja niður hjálparstarf og fá fræðslustarf í staðinn. Möguleikinn að hafa númer til að hringja í og fá aðstoð finnst mér ótvíræður kostur. Þetta snýst um tengslanet að sá sem svari símanum þó að hann komist ekki sjálfur þá er hann búinn að taka að sér að redda aðstoð og er vel tengdur til þess. Sbr. þessi hugmynd um tengiliðina út á landsbyggðinni. Það síðasta sem að ég myndi vilja þurfa hringja í er 112 af því að ég missti dekk undan eða eitthvað álíka ræfilslegt. Það hvort að hjálparsveit 4×4 hafi mikið að gera eða ekki er ekki aðalmálið. Hún er eins og útfararstofa sem vinnur verk sín í hljóði… ég vil ekki þurfa leita til hennar en gott að vita af henni.
En ég held að það sé samt orðin þörf á því að kannski sameina nefndir og endurskilgreina hlutverk þeirra. Þá á ég ekki við að henda nefndum heldur að sameina hlutverk kannski tveggja í einni nefnd. Þannig að í nýliða og fræðslunefndinni væri aðili sem að myndi sinna þessu tengslahlutverki að geta hringt í hjálparstarfiðið. Þannig að hjálparstarfsmaðurinn á stóra bílnum er ekki endilega skuldbundinn til að sitja í nefnd.–
Er ekki komin stjórnskipuð nefnd með fræðslu og nýliðamál á sinni könnu. Það er þá væntanlega tryggt að þeir aðilar hafi góðan tíma til að sinna þeim málum (af því hún er stjórnskipuð) og fræðslumál séu kominn í góðan farveg.
–
Fjölga í stjórn upp í 7 og enga varamenn. Hvað á að gera ef einhver hættir. Veit til þess annars staðar að rökin fyrir því að fækka úr 7 niður í 5 voru, það er svo erfitt að finna tíma sem að hentar öllum en mín kenning var sú að þetta hafi verið gert til þessa að hafa meiri völd á færri hendum (þarf ekki nema 3 og þá er kominn meirihluti). Ég tel að það þurfi alltaf að kjósa varamenn, mann nr. 1 og mann nr. 2. annars gæti þetta endað sem fámenn stjórnskipuð stjórn (stjórn velur vini og vandamenn sem aðstoðarmenn inn) eða auka aðalfund sem verður svo ekki haldinn … af því að það tekur því ekki.
–
Ef einhver væri til í að rifja upp fyrir mig hvaða stefnu litlanefndin lagði upp með þá væri það gott því að ég er löngu búin að gleyma því.
–
kv. stef…
14.12.2007 at 18:07 #606668góðan dag
Þörf umræða hjá þér Jón. Bendi líka á þann möguleika að nefndarmenn séu einfaldlega ekki nógu vel nýttir af forystu klúbbsins (stjórn plús nefndarformenn). Sú pínulitla reynsla sem ég hef af störfum fyrir klúbbinnn ekki alls fyrir löngu var á köflum þannig að verkefnum hefði mátt dreifa mun meira á óbreytta nefndarmenn, fáir báru birgðarnar. Menn verða líka að kunna að láta frá sér verkefni og nýta mannskapinn.
Annars er ég á þeirri skoðun að klúbburinn eigi að annað hvort að minnka á þann hátt að hann einbeiti sér meira að hagsmunagæslu og minna að ´þjónustu´ við félaga (ágætar hugmyndir frá Jóni hér að ofan) eða að hann taki á sig mynd fullvaxta samtaka með launaða starfsmenn og þjónustu við félagsmenn. Klúbburinn er nú þegar að fikra sig inná þær brautir með mikilli smölun félaga síðustu ár, söluvaran eru allar hefðbundnu ferðirnar, nýliðafræðsla/ferðir og félagsskapurinn en einhvern veginn stendur klúbburinn kannski ekki undir þessu í þeirri mynd sem hann er í dag enda ekki hægt að ætlast til þess að fáir menn/konur vinni alla þessa vinnu í sjálfboðastarfi. Til að ná þessu fram þarf að hækka félagsgjöld eða minnka kostnað því ekki held ég að við náum inn mikið fleiri félögum.
Ég hallast að fyrri kostinum, þe að minka umsvifin !
kv
Agnar
14.12.2007 at 18:14 #606670Bara stutt hugdetta út af því að spurt er um varamenn, sem eru í eðli sínu mjög þarfir. Önnur útfærsla sem myndi kannski koma svipað út væri að kjósa til stjórnar annars vegar til 2ja ára og hins vegar til 1 árs í senn.
Svo er spurning ef það er orðin 7 manna stjórn hvort það þurfi ekki að skilgreina betur hlutverkin innan stjórnar? Ef það er formaður, gjaldkeri, ritari og svo 4 meðstjórnendur er hætti við hlutverk hvers meðstjórnanda verði óljóst.
14.12.2007 at 18:21 #606672Mjög góður punktur Agnar, kannski má segja að við séum á þeim stað í þroskaferlinu að við þurfum að hverfa frá heimsvaldastefnunni og einbeita okkur að "kjarnastarfsseminni" ?
Það er spurning t.d. hvað af því sem ég kom með í punktunum hér á undan (þessum þrem + tveim) hvort eitthvað af því megi missa sín? Hvað þarf til að halda félagsmönnum og enn mikilvægara halda uppi eðlilegri "nýliðun". Ég er viss um að klúbburinn væri fámennari ef það væri ekki þetta félagsstarf eins og ferðir, árshátíð, sumarhátíð, bjórkvöld, þorrablót og það allt saman (þó það sé strangt tiltekið ekki kjarnastarfssemi).
Til að vera öflugur hagsmunabaráttuaðili þarf klúbburinn að vera fjölmennur.
14.12.2007 at 18:45 #606674Ég er nokkuð sammála Agnari.
Ég sé ekki nokkra þörf á því að allir sem kaupa sér 4×4 bíl séu félagar í 4×4.
Önnur grein í lögum 4×4 er skýr og leggur skírar línur um markmið félagsins, þótt það geti verið túlkunaratriði hvernig er farið eftir þeim.
2. grein.
Markmið félagsins eru:
. Að ná til sem flestra sem áhuga hafa á ferðalögum um landið á fjórhjóladrifsbifreiðum.
. Að gefa gott fordæmi um umgengni og verndun landsins með jákvæðri eftirbreytni og umræðu um náttúruvernd.
. Að gæta hagsmuna félagsmanna varðandi búnað fjórhjóladrifsbifreiða og annað er lýtur að fjórhjóladrifsbifreiðum og ferðalögum í samráði við viðkomandi yfirvöld.
. Að efla þekkingu félagsmanna á öllu því er við kemur útbúnaði fjórhjóladrifsbifreiða og ferðalögum um byggðir og óbyggðir landsins.
. Að efla tengsl og kynni félagsmanna.Góðar stundir
14.12.2007 at 18:52 #606676Hlynur…
Hvað heldur þú að honum Helga Hóseassyni á Langholtsveginum hafi orðið ágengt í sínum baráttumálum.. þar er einmitt ekki fjöldanum fyrir að fara.
Stærra bakland er betra… svo framarlega sem að forystan sé að virka.
kv. stef….
14.12.2007 at 19:14 #606678það er nú ekki oft sem ég er 100% sammála þér Stef Grýla en akkúrat þarna hittirðu naglann á höfuðið.
Ritnefnd ég sé tvo kosti í stöðunni fá virka ritnefnd sem gefur út 11 Setur á ári eins og var gert nú eða leggja hana niður og fela annri nefnd að gefa út eitt blað á ári nú eða bara hætta að gefa út Setrið.
Ég þekki ekki hlutverk vefnefndar þannig að ég ætla ekki að dæma um það hvort hún geti bætt á sig verkefnum eða hvort ásæða er til að fjölga eða fækka í henni.
Stjórn sé ekki ástæðu til að breyta varamönnunum í aðalmenn.
Tækninefnd og fjarskiptanefnd, þekki ekki hvað þær hafa mikið á sinni könnu, en án þess að vita það findist mér það ekki vitlaus hugmynd að þetta væri ein nefnd.
Húsnæðisnefnd er stjórnskipuð og væntanlega skipuð í einhvern ákveðin tíma til að sinna einhverju ákveðnu verkefni og stjórn hlýtur þá að hafa heimild til að leggja hana niður, þett er jú ekki fastanefnd.
Hjálparsveit er ég búin að svara, en ég held að fæstir vildu hringja í 112 út af því að þeir væru með ónýtt dekk eða vantaði felgubolta flest mál sem upp hafa komið síðan í vor hafa verið leist í gegnum hjálparnetið. Ég hringdi á laugardagskvöldi í þetta fína Hjálparnúmer sem FÍB er með og ef ég hefði ætlað að reiða mig á þá hjálp hefði ég sennilega þurft að hringja í 112 tvem dögum síðar þar sem engin hjálp barst, þá var hlutunum reddað af Hjálparsveit og hjálparneti 4×4.
Eitthvað var hraunað á fræðsluleysi Hjálparsveitar
það var jú haldið eitt skyndihjálparnámskeið fyrir ári síðan og hjálparsveit skipulagði fræðslu fyrir nýliðaferðir okkar stefna var að bjóða uppá tvö námskeið á ári. Nú í haust var fellt niður skyndihjálparnámskeið vegna þátttökuleysis og verður boðið uppá annað og námskeið eftir áramót um annað efni verður spennandi að sjá hvort hægt verði að halda það.
Ltilanefnd segir Ofsi að legga upp með þá stefnu sem tekin var í upphafi. Minni á að stjórn skipaði nýja Litlanefnd í vetur með fræðslu sem megináherlsu atriði ég verð nú að segja það að ég hef ekki séð mikið til starfa þeirrar nefndar.
Að stjórnskipaðarnefndir skili betra starfi en kostnar ég held að það sé ekki hægt að alhæfa neitt um það og spyr þá hvað er í raun kosið í margar nefndir á aðalfundi ? er ekki búið að ákveða fyrir fram hverjir eiga að fara í hvaða nefnd og eins og fyrir síðasta aðalfund var búið að birta nöfnin á netinu það virkaði allavega þannig á mig að ef ég væri nýliði myndi ég ekki fara að bjóða mig fram, því það eru jú nýliðarnir í klúbbnum sem þarf að virkja inn í starfið.
Og hana nú
Kveðja Lella
14.12.2007 at 19:39 #606680Ég hef verið í stjórnum nokkra félagasamtaka og mín reynsla er sú að stór nefnd með sterkum formanni virki best. Það þarf að virkja sem flesta í starfið og ég held að það sé ekki endilega nauðsynlegt að fækka nefndum í þessu félagi en það þarf e.t.v. að virkja þær betur. En ég er nú bara nýliði og veit ekki hvað er verið að vinna í þessum nefndum í dag. Annars held ég að Stefania hafi rétt fyrir sér með það að það þarf að finna leoð til að virkja nýliðana í starfi. Svo þarf e.t.v. að skipuleggja suma hluti í kringum nýliðaferðirnar. T.d. langar mig endilega að fara á skyndihjálparnámskeið sem auglýst var nýlega, en það var búið að aflýsa því áður en ég fór í fyrstu nýliðaferðina mína.
14.12.2007 at 20:50 #606682finnst að það eigi að leggja þennan klúbb niður.
14.12.2007 at 20:58 #606684ertu að sulla í öli Benedikt? Fyrir mér (sem nýliða nb.) er þessi klúbbur "best thing since sliced bread"
14.12.2007 at 21:09 #606686Persónur sem geta ekki rætt um hagsmuni klúbbsins án þessa að hafa egin hagsmuni eða nátengdra fyrirtækja, í forgangi, get ég ekki talið trúverðuga.
Það er sama hver sannleikurinn er, alltaf litaður af hagsmunum, sem koma klúbbnum ekkert við.
Stöndum vörð um raunverulega hagsmuni klúbbs og félagsmanna.
Dagur
14.12.2007 at 21:16 #606688Leggja strax niður Hjálparsveit, og hafa bara símanr. hjá FBSR aðgengilegt. Óþarfi að hringja í einhverja aðra til að láta þá hringja fyrir sig, ef menn eru ekki sjálfbærir um aðstoð.
Leggja niður ritnefnd og hætta alfarið að gefa út Setrið.
Leggja niður þessa húsnæðisnefnd, hvað í ósköpunum er hennar starfssvið annars.
Leggja niður tækninefnd, en hafa aðgang að einstaklingum með sérþekkingu á þessum málum.
Það er búið að leggja niður litlunefnd, málið dautt. Benda nýjum og ferðafélagsslaus aðilum á netið til að búa til ferðir og eignast ferðafélaga.
Halda vefnefnd og styrkja eins og kostur er. Heimasíðan er ótrúlega sterk og mikið lesin. Einn aðal styrkur félagsins liggur í henni.
Halda skálanefnd og reyna að styrkja hana. Setrið er hjarta 4×4
Halda fjarskiptanefnd og reyna að styrkja hana. Félagið á gríðarlega verðmætt fjarskiptakerfi sem á eftir að verða mikilvægara sem öryggistæki á næstu árum.
Halda umhverfisnefnd og reyna að styrkja hana. Umhverfismál eiga bara eftir að verða háværari á komandi árum.
Endurskoða starf stjórnar. Allir félagar verða að geta staðið við bak stjórnar. Mikið atriði að í stjórn sé öflugt fólk sem lætur að sér kveðja.
Skoða starfsmannamál vel. Starfsmaður 4×4 er lang dýrasti útgjaldaliður 4×4. Spurning um að fá utanaðkomandi aðila til að gera þarfagreiningu á starfsmannamálum 4×4.
Standa vel við bakið á deildum út á landi, og aðstoða þær eins og kostur er. Sérstaklega í skálamálum.
Ef ég gleymdi að minnast á einhverja nefnd, þá má örugglega leggja hana niður.
Góðar stundir
14.12.2007 at 21:42 #606690leggjum skemmtinefnd niður hún kvortsemer frestar öllu sem hún ætlar að gera samanber BÍNGÓINU. manni var farið að hlakka til að spila bíngó !!
góðar stundir Ægir
PS. gott væri að búa til einkverja nefnd handa mér svo ég komist á landsfundinn
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.