Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › KLOFNINGUR
This topic contains 36 replies, has 1 voice, and was last updated by Helgi Valsson 21 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
24.02.2003 at 13:32 #192224
Er félagið að klofna upp ég sá hér að Einar Sól var með þorrablót upp í setri og svo var félagið líka með blót
Getur hann ekki blótað með okkur ? -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
25.02.2003 at 22:39 #469250
já það er reyndar rétt þá er það upp talið líka
26.02.2003 at 00:14 #469252Það er bara ekki hægt að bera saman 4×4 og útivist því þetta eru svo ólík félög og starfsemin rekin mjög mismunandi hjá hvoru félagi. 4×4 leggur áherslu á allt aðra hluti en útivist og er meir að spá í rétt okkar að fá að aka um hálendið á breyttum jeppum meðan útivist er nú meira fyrir að nota skóna og laða fólk að Básum ef undan er skilið jeppadæmið hjá þeim.
Það er eflaust hægt að segja að það sé ekki gott fyrir nýliða að koma í 4×4 og fara að starfa með ef hann er einn og líka mætti kannski huga að því að fólk sem er á minna eða óbreyttum bílum ætti samleið með okkur hinum í einhverjum málum en því má ekki gleyma að 4×4 er ferðaklúbbur en ekki ferðafélag þar sem eru settar upp ferðir fyrir alla sem vilja. Sem dæmi taldist mér til að útivist sé méð 59 brottfarir í ferðir hjá sér bara í júni í sumar, en fá fer 4×4 í frí og heldur ekki fundi.
Það er nokkuð ljóst að ef menn vilja ferðast um hálendið að vetri til verða þeir að hafa félagsskap til að ferðast með og menn geta kannski ekki ætlaðst til að mæta á einn fund og einhver hópur bjóði þeim með í ferð um næstu helgi því flestir ferðast með sínum hóp og eru kannski ekki æstir í að taka með einhverja sem eru ekki með reynslu og þeir þekkja ekki og eru trúlegir til að hanga í spotta alla helgina ef færið er þungt og hálf skemma ferðina fyrir hinum ferðafélögunum.
Kveðja Hlynur R2208
26.02.2003 at 08:43 #469254Þetta er akurat hugsunarhátturin innan félagsins nenna ekki að vera með eitthvert seinagengi með sér því við eru svo klárir og verðum helst að geta keyrt á 90-100 í snjónum þetta hefur alltaf verið svona síðan ég man frá 1986
og breytist sennilega ekki eins og ég hef sagt þá er vítlaust nafn á klubbnum á að vera 38+Ferðaklúbburinn 4×4
26.02.2003 at 09:09 #469256Ég verð að leiðrétta Matta örlítið þar sem hann nefnir dæmi um verðlagningu sem er ekki rétt. Nema kanski eigi við um 4 daga páskaferð á Grímsfjall eða Drangajökul.
Dæmi um verðlagningu ferða hjá Jeppadeild Útivist:
Hveravalla ferð sem felld var niður vegna veðurs og færðar en átti að vera um síðustu helgi.
Verð: 6.500kr á manninn. Innifalið: Gisting 2 nætur, matur (1xkvöldmáltíð), farastjóri og undanfari. 28 manns voru skráðir í þessa ferð.Önnur dæmi:
Aðventuferð Jeppadeildar Útivistar í Bása síðasliðinn desember.
2.000kr fyrir manninn, gisting 1 nótt innifalinn.13. ferð Jeppadeildar Útivistar í Bása í janúar 03.
2.300kr fyrir manninn gisting 1 nótt innifalinn.Algengt verð á vetrarferð um helgi með farastjóra hefur verið 3.900-4.900kr á bílinn sé gisting eða matur er ekki innifalinn.
Jepparæktin í janúar og febrúar: Ókeypis / þar mættu síðast 30 bílar!
Dæmi hver sem vill!
Það er rétt að eðlismunur á þessum 2 félögum er svolítill og þó!
Útivist er ferðafélag sem skipuleggur og auglýsir ferðir. Megin fjáröflun Útivistar eru félagsgjöld, ferðir og sala gistingar í eigin skálum. Útivist hefur verið í fararbroddi í því að hvetja fólk til ferðalaga um landið okkar.
Það er rétt að Jeppadeild Útivistar reynir að sameina alla fjölskylduna í ferð, þ.e. hafa skíðin með, skipuleggja gögnskíðaferðir samhliða jeppaferðum og reynum að nota gönguskóna svolítið líka.
Útivist á og eða rekur í samvinnu við bændur. 7 skála sem eru: 2 í Básum, Strút, 5VH, Álftavatnakrók, Skælinga og Sveinstind.
Ég hef litið á 4×4 sem hagsmunafélag Jeppamanna og ferðaklúbb (+/-) t.d. T.d. er í mínum huga verndun landsinns sem við eru að ferðast á í hagsmunamál klúbbsinns! (en um þetta má eflaust rífast endalaust)
Svo eru það þeir sem eru aðalega inní bílskúr og ferðast meira þar í orði en í verki.
Bæði er góðra gjalda vert enn!!!! þegar á botninn er hvolft snýst þetta um að vera í góðum félagsskap með svipuð eða sömu áhugamálin að ferðast í orðum eða verki um óspillta nátturu Íslands.
kv,
Viðar
26.02.2003 at 10:58 #469258Mig langaði að taka þráðinn upp þar sem hann byrjaði þar
sem ég tók það til að Einar Sól svaraði fyrir sjálfan sigÞað gerði hann ekki enda kannski alger óþarfi að svara svona umræðum,Strumparnir voru með sína árlegu afmælishátíð
og er auðvitað eðlilegt að þeir hafi viljað nota sinn eigin
skála (Setrið)enda enginn annar staður sem kom til greina þar sem strumpagengið eru allir mjög virkir í félagsstarfi
4×4 klúbbsins og hafa verið í mörg ár og klúbbnum til sóma.Síðan Einar hætti í skemmtinefnd 4×4 klúbbsins hefur verið auðsótt mál fyrir núverandi skemmtinefnd að leita eftir aðstoð hans.
Enda kannski enginn furða þar sem hann og stjórn 4×4 leystu
þetta ágreiningsmál sem kom upp í haust með miklum sóma þar
sem allir gengu full sáttir frá borðum.kveðja Lúther
P.S Vonandi kemst Viddi Elliða fljótlega í Setrið til að
máta Mussóinn á planið(hefur gengið eithvað erfilega hingað til:)
26.02.2003 at 11:07 #469260Sælir.
Athyglisverð sýn sem VP36 hefur á móralinn innan klúbbsins. Auðvitað er það bara eðlilegt að ferðahópar verði til í gegnum kunningsskap. Reynslan hefur sýnt að þeir hópar sem myndast eru langlífastir, ef búnaður og geta bílanna er svipuð. Þetta er í mínum huga svo eðlilegt, að það tekur því varla að minnast á það.
Hins vegar hafa þeir sem hafa meiri reynslu af ferðalögum efnt til svokallaðra Nýliðaferða sem VP36 hefur sennilega ekki heyrt um. Þá er nýliðum boðið sérstaklega að koma með á fjöll, oft að undangengnum fundum og/eða námskeiðum sem haldin eru til undirbúnings. Í fjölda ára hefur verið farin svona ferð um mánaðarmót nóv/des og hafa þær notið mikilla vinsælda. Til langs tíma var farið í Setrið og Árbúðir, en árið 2000 var Hveravallaferð bætt við flóruna. Í síðustu ferð var 3ju ferðinni bætt inní, sem var ferð í Jökulheima. Mikil lukka hefur ætíð verið með þessar ferðir, þótt náttúran og veðurguðirnir hafi ekki alltaf farið mjúkum höndum um nýliðana. Líklega hafa milli 80 og 90 bílar tekið þátt í síðustu nýliðaferð(um).
Þessu til viðbótar hafa svo nefndir innan klúbbsins staðið að nýliðaferðum, t.d. umhverfisnefnd og skálanefnd. Svo er sumarhátíð og fjölskylduhátíð á hverju ári, þar sem óbreyttir bílar og jafnvel fólksbílar eru oft í meirihluta. Nú stendur fyrir dyrum 1000 bíla ferð, þar sem ÖLLUM jeppaeigendum á Íslandi er boðið að taka þátt.
Að halda því svo fram að "strákarnir á stóru dekkjunum" geri ekkert fyrir hina á minni hjólunum er því bara alrangt. Það er einmitt svona ómálefnanleg umræða sem dregur kraft úr öllum þeim fjölda topp fólks sem er að gefa vinnu sína allt árið um kring út um allt land, í þágu þessa áhugamáls okkar. Gagnrýni á alltaf rétt á sér, hún er bara svo leiðinleg ef hún byggist ekki á rökum.
Ferðakveðja,
BÞV
26.02.2003 at 11:15 #469262hættiði nú alveg. Maður er gersamlega hættur að geta skrifað nokkurn hlut nema að gleyma helmingnum…
Tillagan til VP36 var sú, að hann (ásamt fleirum sem langar e.t.v. til þess) sæki nú um það til stjórnar að fá að halda nýliðaferð(ir). Alveg tæki ég ofan fyrir honum ef hann beislaði nú óánægju sína með ástandið á jákvæðan hátt með því að gera eitthvað í málinu. Eiga frumkvæðið félagar, ekki ætlast endalaust til að það komi frá öðrum!
BÞV
26.02.2003 at 12:20 #469264
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Held að Hlynur og BÞV séu búnir að skýra nokkuð vel út tilgang félagsins, enda best fyrir þá sem ganga í félagið að kynna sér markmið og lög félagsins.
Til upplýsinga fyrir VP 36 ef farið er 20 ár aftur í tímann þá fengu menn ekki einu sinn að keyra um á 33" dekkjum, hvað þá stærri hjólum en það. Í dag fengist þetta aldrei samþykkt á Íslandi að breyta bílum eins gert er, en þökk sé starfi 4×4 klúbbsins sem er eini félagsskapurinn á landinu sem hefur barist fyrir því að þetta sé leyft. Þannig að VP 36 vertu bara ánægður með þetta, þú værir ekki akandi á þínum Patrol á 38" nema vegna starfsemi 4×4 .
VP 36 settu svo upp góðaskapið finndu þér ferðafélaga við þitt hæfi og drífðu þig á fjöll og hafðu gaman af. Hver veit nema, ef þú( brosandi) kemst upp að hliðinni á reyndari mönnum að þú fáir að fara með þeim í ferð.
Kveðja jon
26.02.2003 at 12:29 #469266
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ef mig minnir rétt var maturinn í boði artic truck ekki inní verði.
Matti R1625
26.02.2003 at 12:35 #469268ég er mjög sáttur við félagið ekki spurning var bara að velta því upp hvort væri hugsað nó til þeirra á óbreyttu bílunum
ég hef ferðast með mjög reyndum mönum úr klúbbnum og þar á meðal BÞV og mörgum öðrum ég held að 38" bílarnir haldi ekki klúbbnum uppi eingöngu þar þarf fleyrri til að taka þátt í þessum félaskap ER BARA HRESS OG BROSI :))))
26.02.2003 at 12:40 #469270R12 – 1978 átti ég Bronco Sport á 33" Armstrong Desert Dog ef ég man rétt, 1980 settum við 36" Mudder undir Lapplander, þannig að fyrir tíma 4×4 voru menn og konur farin að ferðast á stærri "túttum", afturámóti eru margar af viðurkenndum tæknibílabreitingum góðri tæknikunnáttu 4×4 manna að þakka.
vatnakveðjur
Jon
26.02.2003 at 12:48 #469272Sælir.
Ég vil benda ykkur öllum á að kíkja ágömlu eintökin af Setrinu sem er að finna hér á vefnum. Þegar flett er í gegnum þau má sjá hvaða málefni hafa verið efst á baugi hjá félagninu á hverjum tíma.
þar má t.d. sjá að fyrir allnokkrum árum var stóðum félagsmönnum til boða fræ og ruslapokar til að taka með í ferðir undir slagorðinu "fræ á fjöll – ruslið heim" Þetta átak miðaðist að sjálfsöggðu við sumarferðir sem eru jú á færi allra jeppa, óháð dekkjastærð.
Þetta er aðeins eitt dæmi um þá margháttuðu starfssemi sem klúbburinn hefur staðið fyrir og má lesa um í gömlum heftum af Setrinu.
Emil Borg
26.02.2003 at 12:52 #469274
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Varðandi Útivist þá hafa margir byrjað sýna jeppamennnsku þar,sumir stoppa stutt við og færa sig yfir í 4×4 og ferðast með þeim svo eru aðrir sem staldra lengur við og eru í báðum klúppunum.Ég held að þeir sem eru að byrja í jeppamennsku ættu að fara með Útivist þar sem boðið er uppá skipulagðar ferðir sumar sem vetur svo verði menn bara að sjá til með frammhaldið.
Matti R1625
26.02.2003 at 20:49 #469276Sælir félagar.
Tvennt í framhaldi af þessu síðasta. Ég er alls ekki sammála því að vont sé að byrja sem nýliði í F4x4 (ég var nú einu sinni nýliði sjálfur). Ég t.d. hóf mitt starf í klúbbnum með því að fara í landgræðsluferð, en það er einmitt mjög hentugur vetvangur fyrir nýliða og menn á lítið breyttum bílum. Fastar nýliðaferðir á sl. árum eru Jónsmessuferð og ferð í okt/nóv. Með þessu er ég alls ekki að kasta nokkurri rýrð á Jeppadeild Útivistar.
Jón. Langt síðan heyrst hefur í þér! Árið 1978 og 1980, þegar þú varst að æfa þig með þessi stóru hjól, þá varstu kolólöglegur og fékkst ekki skoðun á bílinn þinn… Það breyttist með þrautseigri baráttu félaga okkar í F4x4.
Skilaðu svo kveðju til snillinganna í jeppaklúbbnum þínum (Nesbirnir) og takk fyrir síðast!
Ferðakveðja,
BÞV
26.02.2003 at 23:06 #469278
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Mikið er ég hissa á skrifum þínum BÞV um Einar Sól
Mig langar aðeins að renna í gegnum þau
VP36 spyr í fávísi sinn er klúbburinn að
klofna Því Einar og félagar voru með þorrablót
í Setrinu (Ekki að blóta B Þorra)
Þá segir þú BÞV þetta er umræða sem hlaut fyrr eða síðar að skjóta upp kollinum
Hvaða umræða spyr ég
Annað Er Einar í samkeppni við 4×4 ef hann heldur
þorrablót í Setrinu helgina á eftir klúbbnum
Í fjórðu málsgrein segir þú að það sé ömurlegt að
núverandi stjórn hefur talið ser skylt af tillitsemi við
viðkomandi að ræða málin obinberlega
Ég segi hættu því strax Þú ert ekki í stjórninni
og ekki þeirra málsvari Ég vei allan vega ekki betur
Þettað mál er best gleymt og grafið Sjaldan veldur einn
þegar tveir deila
Og íhugaðu svo loka orð þín í greininni þar sem þú segir
Að mínu viti eiga þeir sem finna sig í því að vinna gegn
hagsmunum félagsins og svo framvegis
Takk fyrir og ferðakveðja GPP
26.02.2003 at 23:23 #469280Rétt er það að fyrir tilkomu Ferðaklúbbsins þá var verið að setja jeppa á stærri dekk og á upphafsárum hans. Einhver tímann á fyrstu árum klúbbsins þá ætluðu yfirvöld að setja reglur um breytingar og dekkjastærðir á jeppum. Ekki man ég alveg hvernig þeirra hugmyndir voru, en allavegana ef ég man rétt þá voru þær þannig að það mátti litlu breyta og lítið stækka dekk. Á þeim tíma vann tækninefndin í því að hafa áhrif á þessar reglur og ef ekki væri fyrir þá vinnu þá værum við ekkert að eiga við jeppana og akandi í snjó. Þessar reglur eru lítið eða óbreyttar í gildi ennþá.
Það hefur kanski verið einn af höfuð málum klúbbsins að standa vörð um "réttindi" jeppamanna.
Fyrir allmörgum árum stóð til að gefa út reglugerð sem bannaði alveg allan akstur utan vega, fyrir tilstuðlan umhverfisnefndar var komið inn í þá reglugerð að mætti aka utan vega svo fremi sem jörð væri snævi þakin.
Það hefur alltaf þurft að vera vakandi yfir ýmsum svona málum svo að ekki verði lokað á okkur.Kveðja Helgi
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.