FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Klofningur

by Einar Kjartansson

Forsíða › Forums › Spjallið › Innanfélagsmál › Klofningur

This topic contains 39 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Þórður Ingi Bjarnason Þórður Ingi Bjarnason 17 years, 4 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 22.01.2008 at 21:27 #201690
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant

    Ég fékk eftirfarandi áðan í tölvupósti, sem stílaður var á stjórn og nefndir:

    Undirritaðir hafa hér með ákveðið að segja sig úr stjórn Ferðaklúbbsins 4×4 frá og með deginum í dag. Meginástæða þessarar ígrunduðu ákvörðunar er að við sjáum okkur ekki lengur fært að vinna að hagsmunum og uppbyggingu klúbbsins í núverandi stjórn. Fyrir því liggja margar ástæður bæði persónulegar en einnig tengdar stjórnsýslu og ákvarðantöku innan klúbbsins sem einkennist ekki lengur af lýðræðislegri umræðu og opnum samskiptum um starfssemi og ákvarðanir hvort sem þær snerta stjórn, ákveðnar nefndir eða hinn almenna félagsmann, eru um þetta fjölmörg dæmi svo sem nýleg lokun vefaðgangs eins félagsmanns. Við teljum að meðal annars sé upplýsingaflæði innan klúbbsins, og þá ekki eingöngu milli stjórnar og nefnda annars vegar og hins almenna félagsmanns hins vegar ábótavant heldur einnig milli stjórnar og nefnda og jafnvel innan stjórnar. Slíkt er ekki til þess fallið að teknar séu ígrundaðar ákvarðanir byggðar á málefnalegum forsendum og er slíkt mjög hættulegt fyrir opin áhugamannasamtök sem eru að berjast fyrir mikilvægum hagsmunamálum félagsmanna sinna.

    Jón G. Snæland
    Tryggvi R. Jónsson

    Af þeim 7 einstaklingum sem kjörnir voru í stjórn á síðasta aðalfundi, eru nú fjórir eftir, en Óskar Erlingsson gafst upp á vinnubrögðunum í september síðastliðnum.

    Undanfarnir mánuðir hafa einkennst af stöðugum útistöðum milli formanns og gjaldkera annarsvegar einstakra félagsmanna, nefnda og deilda klúbbsins. Sjálfur hef ég tvisvar sinnum fengið hótanabréf frá formanninum.

    Þó það sé minnihluti stjórnar sem hefur sagt skilið við hana, þá er það mitt mat að með þeim hafi svo til öll vitglóran tapast úr stjórninni.

    Eitt af ótalmörgum dæmum um þessi vinnubrögð, er síðasti félagsfundur, en þar kom ekki orð frá stjórn um innanfélagsmál. Þó stóð þá fyrir dyrum hin margumtalaða miðjuferð og búið var að segja klúbbnum upp húsnæðinu, hvort tveggja mál sem ég hefði haldið að kæmu félagsmönnum við.
    Annað dæmi er að við undurbúning áðurnefndar boðsferðar, var ekkert samband við formann tækninefndar, er sú nefnd þó önnur af þeim tveim nefndum sem ætlað er, samkvæmt lögum félagsins, að eiga samskipti við stjórnvöld.

    -Einar, tækninefnd 4×4.

  • Creator
    Topic
Viewing 19 replies - 21 through 39 (of 39 total)
← 1 2
  • Author
    Replies
  • 23.01.2008 at 02:23 #611242
    Profile photo of Gunnar Arngrímur Birgisson
    Gunnar Arngrímur Birgisson
    Participant
    • Umræður: 35
    • Svör: 284

    ég er meðstjórnandi í Sportkafarafélagi íslands og þar hafa komið upp svipuð mál það er alltaf leiðinlegt þegar svona mál koma upp og er mín reinsla er að í flestum tilvikum þar sem menn eru að reina að vinna fyrir félög og bæta ymind þeirra útávið virðist allur tími fara í það að réttlæta allar aðgerðir fyrir mislyndum félagsmönnum og í flestum tilvikum eru þeir sem hæðst heirist í einhverjir sem mæta ekki á aðalfundi og eru mest synilegir á netinu en ekki í félagsferðum.
    stjórn félaga á að vera útvalin hópur af félagsmönnum ég ber ómælda virðingu fyrir þeim sem hafa haft kjark í að gefa sig fram í stjórn hérna í þessu félagi
    sérstaklega mun ég bera virðingu fyrir næstu stjórn því sá sem mun hafa áhuga á að bjóða sig fram í stjórn eftir allt það skítkast og neikvæða umtal sem er búið ganga yfir hérna er með bein í nefinu og þykir greinilega vænt um þetta félag.
    eingin stjórn er fullkomin og er oft erfitt að taka ákvarðanir fyrir allt félagið.
    og okkur ber að taka tilit til þess og vera þakklát fyrir það SJÁLFBOÐA starf sem þetta fólk sinnir
    takk fyrir mig





    23.01.2008 at 09:36 #611244
    Profile photo of Ólafur Hallgrímsson
    Ólafur Hallgrímsson
    Participant
    • Umræður: 53
    • Svör: 544

    Ég get ekki séð að í lögum félagsins sé að finna rétt félagsmanna til að krefjast auka aðalfundar. Aðeins almenns félagsfundar sbr. 7. gr. Varamenn þeirra stjórnarmanna sem yfirgefið hafa stjórn hljóta að stíga fram. Það er undir stjórn komið að boða til aðalfundar með 7 daga fyrirvara og auglýsa dagskrá skv. lögum.
    P.S. vonandi eru lögin rétt hér á netinu.





    23.01.2008 at 10:36 #611246
    Profile photo of Kristján Arnór Gretarsson
    Kristján Arnór Gretarsson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 971

    Í þeim upplýsingum sem koma frá Jóni og Tryggva, kemur hvergi framm að þeir séu búnir að missa allann vilja til þess vinna fyrir klúbbinn, heldur treysta þeir sér ekki til þess að vinna áfram með núverandi stjórn, ásamt persónulegum ástæðum.
    Ég vona ég að þeir eigi afturkvæmt í félagstörfin við breyttar aðstæður.





    23.01.2008 at 11:31 #611248
    Profile photo of Ægir Sævarsson
    Ægir Sævarsson
    Member
    • Umræður: 26
    • Svör: 424

    ég gett ekki séð að gott sé að skifta um stjórn bara sísona vís að Óskar er ekki dauður úr öllum æðum eins og eik villdi meina svo ég stið þessa stjórn

    kveðja Ægir Sævarsson





    23.01.2008 at 12:12 #611250
    Profile photo of Ólafur Tryggvason
    Ólafur Tryggvason
    Member
    • Umræður: 3
    • Svör: 178

    Ég ætla svo sem ekki að leggja mat á það sem gerst hefur í stjórnkerfi félagsins – en í mínum huga er það nú samt þannig að kirkjugarðar heimsins eru fullir af ómissandi fólki – og er það sagt í því samhengi að ENGINN er ómissandi þó svo sárt sé að sjá á eftir góðum mönnum.
    –
    Núverandi stjórn verður að fá frið til að vinna og verður líka hafa getu og þroska til að vinna sig út úr þessari erfiðu stöðu sem hún hefur komið sér í og vonandi að hún sjái sér hag í láta ekki mótlætið ekki draga sig út í skítkast og leiðindi.
    –
    Ég vona líka innilega að fram komi einstaklingar sem hafi getu, þor og vilja til að starfa fyrir félagið í framtíðinni því það sé alveg ljóst að upp á síðkastið hefur mjög margt ekki verið upp á marga fiska hverjum svo sem það er um að kenna.
    –
    Að lokum vill ég benda á gamalt máltæki sem segir, "eftir höfðinu dansa limirnir" því það er jú þannig að stjórnun er ekki á allra færi og oft á tíðum lendir mjög gott fólk í því að taka að sér stjórnunarstöður (í fyrirtækjum og félagasamtökum) í góðri trú en ferst það ekki úr hendi eins og vonir stóðu til.





    23.01.2008 at 12:55 #611252
    Profile photo of Bæring J. Björgvinsson
    Bæring J. Björgvinsson
    Participant
    • Umræður: 101
    • Svör: 1919

    og okkur ber að taka tilit til þess og vera þakklát fyrir það SJÁLFBOÐA starf sem þetta fólk sinnir

    þessi setning hérna að ofan hjó svoldið í hjá mér.

    Agnes er formaður ? er það ekki rétt….
    Barbara er Gjaldkeri ? er það ekki líka rétt…
    hver er þá starfsmaður klúbbsins. ? minn skilningur var sá að úrslita valdið hefði formaður, og þar fyrir neðan væri starfsmaður/framhvæmdastjóri klúbbsins.

    áður en Benni lét af störfum sem formaður, var þá ekki agnes framhvæmdastjóri klúbbsins…????

    segið mér nú að ég sé að miskilja þetta alltsaman all hrikalega því annars erum við með formann sem spyr framhvæmdastjóran að ráðum og öfugt og útkoman verður sú að hún gerir það sem hún vill?

    er það kanski það sem er að gerast hérna.

    ath ég þekki agnesi nánast ekki neitt, bara fín stelpa að mínu mati, ég hef ekkert ´fyrir þessu nema það sem stendur hérna á síðunni um stjórnina og klúbbinn..

    kv. bazzi





    23.01.2008 at 13:14 #611254
    Profile photo of Íris Mjöll Valdimarsdóttir
    Íris Mjöll Valdimarsdóttir
    Participant
    • Umræður: 30
    • Svör: 454

    Ég þekki Agnesi það vel að ég veit að hún starfar að fullum heilindum fyrir klúbbinn og hefur hagsmunamál hans efst í huga sér.
    Þar sem tveir stjórnarmenn hafa sagt af sér og segi ég hér og nú að það er alveg hreint með ólíkindum hversu mikið er hægt að þola og láta bjóða sér í nb. sjálfboðastarfi !!
    Skítköstin og drullan er búin að dynja á stjórnar og nefndarmönnum undanfarið. Ég segi fyrir mína parta …..
    Ég er hissa að fólk hafi yfir höfuð áhuga á að starfa fyrir klúbbinn undir þessum kringumstæðum og kemur þessvegna afsögnin sem slík manni ekki mikið á óvart.
    Ég legg mitt traust á nýja stjórn og er sannfærð um að þau geri allt sem í sínu valdi stendur til að koma klúbbnum á réttan kjöl. Við félagsmenn gætum lagt þar hjálparhönd svo að dæmið gangi upp. Reynum aðeins að hugsa okkar gang og hættum þessum persónulegu skítköstum. Leggjumst frekar á það eitt að koma hlutunum í lag.
    Auðveldum stjórn vinnuna og bjóðum frekar aðstoð.
    Það er ekki hagur neins að vera með leiðindi og sérstaklega ekki hagur klúbbsins !!!
    –
    Óska nýju stjórninni velfarnaðar með von um að þau fái öll að starfa í friði og ró að hagsmunum jeppamanna.
    Ég treysti á ykkur
    Kveðja
    Íris Mjöll





    23.01.2008 at 14:34 #611256
    Profile photo of Andri Már Johnsen
    Andri Már Johnsen
    Participant
    • Umræður: 18
    • Svör: 62

    Alveg burtséð frá því hversu vel einhver þekkir aðilann og hver það er, þá getur það aldrei gengið upp að sami aðili sé formaður og starfsmaður ef það sem bassi var að segja er rétt.





    23.01.2008 at 14:46 #611258
    Profile photo of Skúli Haukur Skúlason
    Skúli Haukur Skúlason
    Participant
    • Umræður: 86
    • Svör: 2442

    Það heitir að vera með starfandi formann og er hreint ekki óþekkt. Ég er ekki viss um að það sé kannski heppilegasta fyrirkomulagið, en heldur djúpt í árina tekið að það gangi aldrei, allavega eru til dæmi um að það gangi ágætlega. Ég efast líka um að það sé meginþáttur í þessu máli, án þess að vita það.
    Kv – Skúli





    23.01.2008 at 14:51 #611260
    Profile photo of Helena Sigurbergsdóttir
    Helena Sigurbergsdóttir
    Member
    • Umræður: 115
    • Svör: 2416

    Formaður / starfsmaður það er búið að taka nokkra þræði um þetta mál.
    Þessi staða kom óvænt upp korteri fyrir síðasta aðalfund og mun vera fram að næsta aðalfundi.
    Lesiði gömlu þræðina um þetta og hlífið Agnesi við þessari umræðu einu sinni enn.
    Kveðja Lella





    23.01.2008 at 15:01 #611262
    Profile photo of Bæring J. Björgvinsson
    Bæring J. Björgvinsson
    Participant
    • Umræður: 101
    • Svör: 1919

    ef menn eru ekki með nógu breitt bak til að svara einföldum spurningum, eiga þeir að hafa vit á því að koma sér útúr þeirri aðstöðu að þurfa að svara fyrir sig.

    Eins og ég setti þetta upp í fyrri pósti er bara aðstæður sem poppaði upp í kollinum á mér, þegar ég var að maula brauðið mitt áðan, ég hef ekki mikinn tíma eða áhuga til að vera að velta mér uppúr svona hlutum, en ef þetta er rauninn fynnst mér það alvarlegt mál, bara hreinlega útaf því að ef agnesi fynnst eithvað eigi að vera á einn veg þá er enginn sem í rauninni spáir í því með henni, og hefur hún þessvegna svoldið öfluga stöðu til að hafa hlutina bara eins og hún vill…..

    ég vil samt endurtaka það að ég stend algjörlega fyrir utan þessi mál og sé bara það sem kemur fram hérna, ég hef ekkert uppá agnesi að sakast og óska henni alls hins besta en er hræddur um að hún sé dottin í aðstæður sem ganga ekki upp….

    athugið að þetta eru hugleiðingar.
    Getur vel verið að agnes sé wonder woman og ráði vel við þetta ég veit það ekki.

    Ég stið Óskar Erlings heilshugar, hef trú á að Þorgeir sé jaxl en aðra í stjórn þekki ég lítið, Jón og tryggvi eru bestu drengir en það er enginn ómissandi í þessu lífi, Jón var búinn að vera viðverandi klúbbinn í mörg ár, ég hef ekki trú á því að hann hverfi frá klúbbnum en það er kanski bara kominn tími til að hann hvíli sig aðeins.

    En annars vil ég bara óska ný myndaðri stjórn hins besta, og vona að þetta gangi alltsaman upp…





    23.01.2008 at 15:24 #611264
    Profile photo of Ágúst Þór Guðbergsson
    Ágúst Þór Guðbergsson
    Participant
    • Umræður: 71
    • Svör: 702

    Þegar maður les þessa þræði um þessi mál þá fær maður sterklega á tilfinninguna að aðilar í stjórn séu beittir hörðu einelti, og það af verstu sort. Söguþráðurinn eins og besta James Bond mynd, útsendarar, handlangarar, hitmen og alles. Allt gengur út á að gera lítið úr þessu fólki og snúa út úr öllu á versta veg, engin rök, bara undirróður, blaður og bull. Svo langt gengur þetta að sumir tala þannig að þetta og hitt sé ómögulegt og handónýtt en samt hafi viðkomandi enga sérstaka skoðun á þessu, hann sé bara að éta brauð og detti þetta í hug svona í forbífartinn. Það eru greinilega margir bessirvisserar í þessu sem allt geta og kunna en vilja ekkert gera nema skammast og röfla út af hinu og þessu. Ég er t.d. einn af þeim, enda var ég að drekka kaffi og varð að fá útrás eins og allir hinir, og fannst alveg tilvalið að tjá mig um þetta og skammast þó ég viti sko akkúrat ekkert um þetta og la la la. Enda er það þannig að þegar einn hundur byrjar að gelta þá fara allir hinir líka að gelta, ekki síst tíkurnar. Mæli með því að menn hætti þessu bulli og snúi sér að því að skemmta sér, keyra í snjónum og koma svo á réttum vettvangi og leysa þessi mál s.s. á aðalfundi.





    23.01.2008 at 16:24 #611266
    Profile photo of Agnar Benónýsson
    Agnar Benónýsson
    Participant
    • Umræður: 101
    • Svör: 3080

    Ég átta mig ekki á því hvað þú ert að fara með framkvæmdastjóra og völd hans gagnvart formanni. Er nokkur framkvæmdastjórastaða hjá F4x4 ?
    Skv lögum félagsins er æðsta vald félagsins í höndum stjórnar en þar er ekki einu orði minnst á framkvæmdastjóra (og reyndar ekki á starfsmann heldur).
    Mér þykir því ljóst að þótt formaður gegni starfi starfsmanns félagsins þá ætti það ekki að hafa neina hagsmunárekstra í för með sér gagnvart stjórn / nefndum / félagsmönnum varðandi ákvarðanir eða vald til ákvarðanatöku í félaginu.
    Menn hafa þó áður rætt annars konar hagsmunaárekstra hér á spjallinu en um þá hluti læt ég aðra um að velta fyrir sér.
    kveðja
    Agnar





    23.01.2008 at 18:20 #611268
    Profile photo of Rögnvaldur Guðbrandsson
    Rögnvaldur Guðbrandsson
    Participant
    • Umræður: 0
    • Svör: 4

    Ég bara spyr er eitthvað athugavert við það að menn hætti í stjórn.
    Fólk á ekki alltaf að vera sammála öllu. En ég þekki það af eigin raun að þessi klúbbur er mjög duglegur að traðka á þeim sem vinna vel fyrir hann.
    Ég lýsi yfir fullum stuðningi við Agnesi og hennar fólk sem kemur til með að sitja með henni í stjórn klúbbsins. Ég veit ekki betur en að klúbbnum farnist vel og það er ekki neinum einum að þakka og þakka ég Jóni og Tryggva bara vel fyrir þeirra störf í gegnum tíðina. Vona nú samt að þeir eigi eftir að sjást hressir í starfinu. Hættum svo að vera með skítkast hér á netinu og hugum að hagsmunum okkar klúbbs sem er jú að meiga breita Jeppum og ferðast um hálendið.

    Baráttu kveðjur til stjórnar um áframhaldandi gott starf.

    Kveðja Röggi kokkur félagi nr.R22





    23.01.2008 at 19:40 #611270
    Profile photo of Bæring J. Björgvinsson
    Bæring J. Björgvinsson
    Participant
    • Umræður: 101
    • Svör: 1919

    Agnar þetta er akkúrat það sem ég var að reyna að veiða…. ég hef nánast ekkert fylgst með gangi mála hérna seinasta ár. Mér datt þetta bara alltíeinu í hug, hélt ég væri að fynna upp hjólið og varð bara að deila þessu með ykkur. En fyrst að það eru engir hagsmuna árekstrar og alltí gúddí með þetta, þá hlítur þetta alltsaman að vera í góðu lagi.
    Það eru eflaust allir í stjórn fullorðið fólk sem getur talað saman án þess að allt fari í loft upp.

    með að leggja fólk í einelti…. ef einhver tekur það inná sig að ég sé að deila hugsunum mínum með ykkur… ég vona að ég hafi ekki grætt neinn, en ég hef bara vanið mig á það að vera ekkert að fela það sem ég hugsa, ég eiði ekki löngum tíma í hvern póst og les þá sjaldnast yfir. Það getur vel verið að ég sé fífl í skrifum mínum, en þið ættuð að hafa nógu breitt bak til að missa ekki svefn yfir þessu frekar en ég.

    kv. Bæring…

    bassi@ans.is





    27.01.2008 at 00:46 #611272
    Profile photo of Ásgeir Jóhannsson
    Ásgeir Jóhannsson
    Member
    • Umræður: 0
    • Svör: 14

    Ég er nú nokkuð nýlegur félagi þannig að ég þekki ekki mjög vel til þessarar stjórnar. En eftir að hafa spurt mann og annan þá virðist álit fólks á henni almennt vera nokkuð neikvætt.

    Eins og ég segi þá veit ég ekkert um þetta fólk, þekki það ekkert og hef aldrei spjallað við það. En þetta er viðhorfið sem ég hef skynjað hjá eldri meðlimum.

    Hef fengið að heyra sögur um harðorð bréf, símhringar o.s.frv. Svo náttúrulega þetta miðjuferðardæmi, lokun aðgangs fólks að spjallinu. Þetta eru bara þau dæmi sem ég hef talið trúanleg. Svo núna afsögn tveggja stjórnarmeðlima vegna persónulegs ágreinings.

    Afsögn tveggja stjórnarmeðlima er ekki einkamál stjórna og nefnda þannig að ég tel að þessi birting sem á sér hér stað sé í fínu lagi. Auk þess að þetta er á innanfélags spjallinu þannig að við erum ekki að tala um hættu á slæmu "PR" fyrir klúbbinn.

    Annars verð ég nú að minnast á það að spjallið hérna er verra heldur en unglingaspjallið þar sem að ég er einn af nokkrum stjórnendum. Krakkarnir kunna grundvallar kurteisi og sýna hana þar. Annað væri ekki "kúl", held að fullorðna fólkið hér ætti almennt að geta það líka.

    En hvað varðar þetta stjórnarmál, og það sem fólk vill meina að það sé sífellt skítkast í gangi þá getur alltaf verið að skítkast eigi rétt á sér. Og eins og ég sagði þá leiddi mín skoðun á málinu það í ljós að ég heyrði fátt jákvætt. Og ef að þetta er það álit sem almennt er við lýði varðandi núverandi stjórn þá er eitthvað mikið að.





    27.01.2008 at 02:24 #611274
    Profile photo of Helena Sigurbergsdóttir
    Helena Sigurbergsdóttir
    Member
    • Umræður: 115
    • Svör: 2416

    Lestu þennan þráð spjaldanna á milli.
    Spurðu fleiri menn með breiðari grunn og myndaðu þér svo sjálfstæða skoðun út frá því.
    það eru að minnsta kosti tvær hliðar á öllum málum.

    kveðja Lella





    27.01.2008 at 11:56 #611276
    Profile photo of Guðmundur Guðmundsson
    Guðmundur Guðmundsson
    Participant
    • Umræður: 90
    • Svör: 1091

    Sælir félagar

    Sameinaðir stöndum vér sundraðir föllum vér!

    ps. kveðja til Rögga kokks

    Guðmundur Guðmundsson





    27.01.2008 at 12:12 #611278
    Profile photo of Þórður Ingi Bjarnason
    Þórður Ingi Bjarnason
    Member
    • Umræður: 13
    • Svör: 440

    Ég hef verið í félaginu í tvö ár og ég get ekki annað en sagt að það sem ég hef heyrt um stjórn og margt sem stjórn hefur verið að gera er gott. Það er alltaf hægt að finna neikvætt á alla ef viljinn er fyrir því. Ég hef þurft að hafa samband við Agnesi og var hún fljót að redda þvi sem ég var að athuga með. Horfum jákvætt á félagið og vinnum saman í að byggja það upp. Nú er aðrir komnir í stjórn fyrir Jón og Tryggva og nú skulu félagar stiðja við bakið á stjórn og byggja félagið upp. Hættum þessu skítkasti á alla það bættir ekkert.





  • Author
    Replies
Viewing 19 replies - 21 through 39 (of 39 total)
← 1 2

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.