This topic contains 39 replies, has 1 voice, and was last updated by Þórður Ingi Bjarnason 16 years, 12 months ago.
-
Topic
-
Ég fékk eftirfarandi áðan í tölvupósti, sem stílaður var á stjórn og nefndir:
Undirritaðir hafa hér með ákveðið að segja sig úr stjórn Ferðaklúbbsins 4×4 frá og með deginum í dag. Meginástæða þessarar ígrunduðu ákvörðunar er að við sjáum okkur ekki lengur fært að vinna að hagsmunum og uppbyggingu klúbbsins í núverandi stjórn. Fyrir því liggja margar ástæður bæði persónulegar en einnig tengdar stjórnsýslu og ákvarðantöku innan klúbbsins sem einkennist ekki lengur af lýðræðislegri umræðu og opnum samskiptum um starfssemi og ákvarðanir hvort sem þær snerta stjórn, ákveðnar nefndir eða hinn almenna félagsmann, eru um þetta fjölmörg dæmi svo sem nýleg lokun vefaðgangs eins félagsmanns. Við teljum að meðal annars sé upplýsingaflæði innan klúbbsins, og þá ekki eingöngu milli stjórnar og nefnda annars vegar og hins almenna félagsmanns hins vegar ábótavant heldur einnig milli stjórnar og nefnda og jafnvel innan stjórnar. Slíkt er ekki til þess fallið að teknar séu ígrundaðar ákvarðanir byggðar á málefnalegum forsendum og er slíkt mjög hættulegt fyrir opin áhugamannasamtök sem eru að berjast fyrir mikilvægum hagsmunamálum félagsmanna sinna.Jón G. Snæland
Tryggvi R. Jónsson
Af þeim 7 einstaklingum sem kjörnir voru í stjórn á síðasta aðalfundi, eru nú fjórir eftir, en Óskar Erlingsson gafst upp á vinnubrögðunum í september síðastliðnum.
Undanfarnir mánuðir hafa einkennst af stöðugum útistöðum milli formanns og gjaldkera annarsvegar einstakra félagsmanna, nefnda og deilda klúbbsins. Sjálfur hef ég tvisvar sinnum fengið hótanabréf frá formanninum.
Þó það sé minnihluti stjórnar sem hefur sagt skilið við hana, þá er það mitt mat að með þeim hafi svo til öll vitglóran tapast úr stjórninni.
Eitt af ótalmörgum dæmum um þessi vinnubrögð, er síðasti félagsfundur, en þar kom ekki orð frá stjórn um innanfélagsmál. Þó stóð þá fyrir dyrum hin margumtalaða miðjuferð og búið var að segja klúbbnum upp húsnæðinu, hvort tveggja mál sem ég hefði haldið að kæmu félagsmönnum við.
Annað dæmi er að við undurbúning áðurnefndar boðsferðar, var ekkert samband við formann tækninefndar, er sú nefnd þó önnur af þeim tveim nefndum sem ætlað er, samkvæmt lögum félagsins, að eiga samskipti við stjórnvöld.-Einar, tækninefnd 4×4.
You must be logged in to reply to this topic.