Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › KLOFNINGUR
This topic contains 36 replies, has 1 voice, and was last updated by Helgi Valsson 21 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
24.02.2003 at 13:32 #192224
Er félagið að klofna upp ég sá hér að Einar Sól var með þorrablót upp í setri og svo var félagið líka með blót
Getur hann ekki blótað með okkur ? -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
24.02.2003 at 14:15 #469210
Ég kannast ekki við að klúbburinn sé að klofna.
Það er hverjum félagsmanni frjálst að taka Setrið frá fyrir einkasamkvæmi svo framalega sem hann borgi fyrir það.
Einar Sól og margir sem voru með honum inni í Setri eru enn félagar í klúbbnum og ég hef ekki heyri að þeir séu á leið út.Kv.
kjartan
24.02.2003 at 14:56 #469212Ég held að félagið verði að halda vöku sinni og skoða hvað sé að gerast þegar aðeins 350 af 1000 hafa greitt fjelagsgjöld í janúar. Er ekki eitthvað að þegar önnur útivistarfélög og klúbar stækka sem eru með jeppa deildir innan sinna vébanda Kanski er í félaginu of mikil hópamyndun?
24.02.2003 at 15:15 #469214Ég hef nú jafn litlar áhyggjur af þessu og hann Kjartan
en nú væri gaman að fá línu frá Einari Sól sjálfum.kv. Lúther
24.02.2003 at 16:00 #469216Sælir.
Ég er einn þeirra sem fór í þetta svokallað "Einarsblót". Að halda því fram að við séum að kljúfa okkur úr félaginu er eins fjarri sannleikanum og verið getur. Allavega er þannig farið með mig.
Þannig vildi til að þetta var helgi sem hentaði mér og mínum félögum vel, og einnig sóttumst við í félagsskapinn sem var okku að skapi. þarna var meðal annara hópur manna sem ekki hefur sést mikið á fjöllum undanfarin ár.
Þetta má ekki skiljast þannig að ég (nú tala ég fyrir mig sjálfan) sé of góður til að umgangast einhvern ákveðinn hóp félagsmanna. Síður en svo. En eins og kom fram í fyrri pósti er mönnum heimilt að haga sínum ferðum að vild, eftir eigin hentuleika og velja sér ferðafélaga. Þannig var það í þetta skiptið.Að halda því fram að ef menn taka sig saman um ferðalög og borði saman skemmdan mat, séu þeir að kljúfa sig úr félaginu er ávísun á slúður og leiðindi. Ég vona að það hafi ekki verið tilgangurinn með skrifum Guðmundar.
Með kveðju,
Emil Borg
24.02.2003 at 16:41 #469218Það eru ekki ætlun mín að vera með nein leiðindi síður en svo er bara að vekja menn til umhugsunar um félagið. Menn verða að halda vöku sinni það eru komnin fleirri félög sem bjóða upp á það sama
24.02.2003 at 18:50 #469220Er ekki bara gott mál að fleiri félög séu með starfsemi í kringum jeppasportið?
24.02.2003 at 20:05 #469222Jú jú besta mál en við þurfum félagsmenn til að standa undir félaginu það kostar sitt að reka þetta
24.02.2003 at 22:01 #469224Sælir allir.
Ég er feginn því að Guðmundur var ekki að reyna að koma af stað umtali, og átti alls ekki von á því.
En það er réttmætt og tímabært að hugsa aðeins um hvers vegna önnur jeppafélög stækka eins hratt og raun er vitni. Sjálfur þekki ég nokkra sem eru í jeppadeild Útivistar, og sjálfur var ég nánast innlimaður í hana í haust. Það virðist líka vera fínasti félagsskapur.
Þessir ágætu menn finna okkar félagi það helst til foráttu að það sé erfitt fyrir nýja félaga að komast inn. Ég er ekki hissa á að það sé rétt. Mánaðarlegu fundirnir eru ekki vel til þess fallnir, enda að mestu orðnir auglýsingafundir að mínu áliti. Félagsmálin virðast vera aukaatriði, en kynningar á öllu mögulegu og ómögulegu taka ótrúlega mikinn tíma. Ég sakna þeirra tíma þegar stór hluti fundar fór í að ræða félagsmál á breiðum grundvelli. Menn létu í sér heyra og höfðu skoðanir. það leit út fyrir að aðeins ætti að taka á þessum málum um daginn þegar boðaður var liður á dagskrá sem hét önnur mál. En svo undarlegt sem það nú virðist var sá liður síðastur á dagskrá, og flestir farnir heim þegar að honum kom.
Þetta var nú smá úturdúr frá því sem ég var að hugsa um í upphafi. Þ.e. möguleiki nýrra félagsmanna að kynnast okkur hinum.
En hvernig er með fimmtudagskvöldin? Í örfá skipti hef ég sjálfur komið í Mörkina, en ekki stoppað lengi. það er rétt sem Björn Þorri skrifað í örðrum þræði að þar má hitta fugla af ýmsum gerðum, og hlusta á góðar sögur. En er þetta heppilegur vettvangur til að kynnast mönnum? Ég veit ekki. Þeir sem ég hef spurt segja svo ekki vera.
Ég hef enga töfralausn á þessu máli, en hef trú á að við þurfum að gera eitthvað í því.
Hefur einhver skoðun á þessu??
Ekki væri ég hissa á því.
Kveðja,
Emil Borg
24.02.2003 at 22:33 #469226Sælir.
Þetta er umræða sem hlaut fyrr eða síðar að skjóta upp á yfirborðið. Það er ánægjulegt að heyra að Emil mætti ekki á blótið hjá Einari Sól til að kljúfa félagið. Reyndar held ég að fæstir sem mættu á hans blót hafi mætt í þeim tilgangi (vona það í það minnsta).
Hins vegar verður því ekki á móti mælt, að þetta uppátæki, í kjölfar liðinna atburða, er varla til þess fallið að sameina félagsmenn eða lægja öldur innan félagsins, enda lofaði Einar því hátíðlega að efna ekki til "einkateita" í samkeppni við uppákomur í félaginu á sáttafundi í haust, en virðist hafa kosið að ganga á bak orða sinna í því efni. Skemmst er að minnast umræðu á mánudagsfundi í haust, þar sem mætur félagsmaður lýsti því að hann teldi að a.m.k. 100-120 manns hefðu ákveðið að sækja ekki árshátíð félagsins "til að styðja Einar Sól" eins og hann orðaði það. Hvað er undirróðurstarfsemi eins og sú að fá fólk til að mæta ekki á helsta skemmtiviðburð félagsins annað er til þess fallin að skapa klofning?
Ég þekki mæta félagsmenn sem kusu að fara á ekkert blót í ár til þess eins að taka ekki þátt í þessu átakamáli og láta ekki draga sig í dilka skv. því. Ömurlegt!
Það ömurlega er, að núverandi stjórn hefur talið sér skylt, af tillitssemi við persónu viðkomandi, að ræða málin ekki opinberlega og því þekkja margir bara aðra hlið málsins. Hins vegar voru menn hreinskilnir og opinskáir á þeim "sáttafundi" sem ég nefndi áður og fullyrði ég að þar kom mörgum sem ekki mættu á árshátíðina á óvart hvernig málin voru raunverulega í pottin búin.
Ég minni á að þegar Einar Sól sá um þorrablót og árshátíð félagsins, þá valdi hann sjálfur á uppákomurnar og oft hafa nýliðar kvartað undan því að fá ekki miða á þær uppákomur, jafnvel þótt aðrir "góðkunningjar" fengju síðar miða. Það þekki ég sjálfur persónulega.
Reyndar veit ég ekki til þess að innheimta félagsgjalda sé með minna móti í ár en undanfarin ár og ég hélt reyndar að nýjum félagsmönnum fjölgaði nú með meiri hraða en oft áður. Vour ekki 250 manns á síðasta mánudagsfundi??
Að mínu viti eiga þeir sem finna sig í því að vinna gegn hagsmunum félagsins og félagsmanna að finna sér annan vetvang til að nýta krafta sína. Ég lofa ykkur að það mun ég gera ef ég mun nokkru sinni finna slíka hvöt hjá mér!
Ferðakveðja,
BÞV
24.02.2003 at 23:27 #469228Sælir.
Ég er oft undrandi þegar ég hugsa um hversu mikil áhrif menn haldi að Einar Sól hafi í þessu félagi. Mér líkar ljómandi vel við Einar, en mér dettur ekki í hug að hann hafi þau áhrif á stóran hluta félagsmanna í 20 ára gömlu félgi að uppákomur þess standi og falli með honum. Því má heldur ekki gleyma að Einar hefur unnið mjög gott starf þó það sé greinilega ekki alltaf öðrum þóknanlegt, eða allavega hans starfsaðferðir.
Ég tel reyndar að stjórnin hafi gert mikil mistök með því að ræða ekki opinskátt um þennan ágreining þeirra Einars sem ég var að vona að væri gleymdur og grafinn. Það hefði verið öllum fyrir bestu að (Warn)spilin væru lögð á borðið. Sú aðferð að reyna að þegja málefni í hel virkar sjaldnast, og er til þess eins fallin að koma einhliða umræðu og rangfærslum af stað.
Mér finnst líklegra að aðrar ástæður en flokkadrættir hafi ráðið úrslitum um dræma aðsókn á árshátíðina, þó ég viti ekki hverjar. Sjálfur hef ég ekki farið á þær í nokkur ár, en var að velta þessari fyrir mér. það voru þó aðrar ástæður en innanfélagsmál sem komu í veg fyrir mína þáttöku í henni. Þær árshátíðir sem ég hef sótt hafa alltaf verið hin besta skemmtun. Lengi vel voru þær haldnar á sama kvöldi og Eurovision, en það var nú fyrir löngu síðan.
Mig langar aftur að velta því upp sem ég nefndi í síðasta pósti, og það er hvað við getum gert til að gera félagsstarfið aðlaðandi fyrir nýliða. Mig langar sérstaklega að fá álit þitt, Björn Þorri, því þú hefur ákveðnar og írgundaðar skoðanir á mörgu. (þetta er hól) Það er rétt að á síðasta fundi var mjög margmennt, og fundurinn fínn, en var það ekki aðallega hremmingum þorrablótsfara að þakka??
Og að lokum vil ég taka undir það sem Björn Þorri sagði um þá sem vinna gegn hagsmunum félagsins, og treysti þvi að hann telji mig ekki í þeirra hópi.
Emil
24.02.2003 at 23:42 #469230Ég tel nú ástæðuna fyrir því að t.d. jeppadeild Útivistar hefur verið að stækka eins og Emil benti á vera þá að þar koma aðilar að sem 100% þiggjendur. Ferðin er skipulögð fyrirfram, búið að ráða fararstjóra og jafnvel kaupa mat og svo framvegis. Staðreyndin er sú að það er til fullt af fólki sem vill ekkert hafa of mikið fyrir hlutunum, heldur mæta á fyrirfram ákveðnum tíma og fara í jeppaferð. Þó veit ég vel að einhverjar erfiðari ferðir á vegum Útivistar eru undirbúnar með svipuðum hætti og nýliðaferðir klúbbsins, sem hafa tekist vel undanfarin ár og eru nátturulega kjörinn leið fyrir nýja félagsmenn til að komast af stað.
Þeir sem hafa komið að skipulagninu slíkra ferða vita að þetta er umtalsverð vinna og ég held að Ferðaklúbburinn 4×4 muni seint fara að gera alfarið út á slíkar ferðir, enda menn þá komnir í bullandi bísniss.
kveðja,
Eiki
24.02.2003 at 23:55 #469232Sælir.
Eiki, þetta held ég sé nú ekki alveg rétt hjá þér. Allavega ekki að öllu leiti.
Þeir sem ég þekki hjá Útivist eru akkúrat þeir sem eru í því að skipuleggja ferðirnar há þeim.
Hér væri gaman að fá álit ykkar Útivistarmanna, t.d. þína Viðar. Ég geri ráð fyrir að þú lesir þetta, enda góður og gildur félagi beggja vegna.
Emil
25.02.2003 at 00:04 #469234Auðvitað hefur Einar Sól áhrif. Eins og við allir. það sem meira er, Einar er eldhugi og tekur þau mál sem hann tekur að sér föstum tökum og stýrir því sem hann vill stýra. Það sanna störf hans fyrir félagið í gegnum tíðina.
Menn verða hins vegar að skilja það, jafnvel þótt þeim þyki gott og notalegt að fá klapp á bakið, að þegar þeir taka að sér að starfa fyrir klúbb eins og félagið okkar, þá eru þeir að starfa á þess vegum en ekki eigin. Menn í slíkri stöðu mega ekki gera viðburðina að "eigin uppákomum". Þetta er ekki flókið. Ég tek það fram að ég hef sjálfur hælt Einari fyrir þau mál sem hann hefur klárað vel, bæði við hann sjálfan beint og eins útávið (m.a. á fundum). Orð mín og skoðanir má alls ekki skilja svo að Einar sé alslæmur, hins vegar gleymdi hann sér vegna þess að hann var of upptekinn af eigin persónu í þeim störfum sem hann tók að sér fyrir klúbbinn. Hætti að ráðfæra sig við stjórn, setti árshátíðina á sömu helgi og landsfundinn í Setrinu og var ófáanlegur til að hnika til o.fl. o.fl. (ég nenni ekki að telja það allt upp hér.)
Þetta með árshátíðina nefni ég bara af því að ég VEIT það. Þessu var bara óvart lýst á mánudagsfundi á Loftleiðum, eins og ég lýsti áður. Þetta er ekki minn tilbúningur.
Auðvitað hefði hreinskiptin og opin umræða um þessi mál verið góð, strax í upphafi. Hins vegar tók núverandi stjórn ákvörðun um það (Einars vegna) að reyna til þrautar að leysa málin í sátt. Þrátt fyrir mörg handabönd og loforð hefur bara engin sátt orðið… og ég varð sjálfur vitni að síðasta loforði Einars á sáttafundinum. Annars er það þyngra en tárum taki að vera að rifja þetta upp hér, en því miður nauðsynlegt úr því sem komið er.
Um nýliðana get ég bara sagt það, að ég held að þeirra hagur sé góður í okkar ágæta félagsskap. Auðvitað verða þeir að vera pínu framfærnir og kynna sig í Mörkinni, komast í ferðir með öðrum og ástunda mannleg samskipti á þann hátt að öðrum þyki þeir eftirsóknarverður félagsskapur. Það er ánægjulegt að segja frá því, að stór hluti þess góða hóps sem kom með okkur í nýliðaferð í Jökulheima í desember sl. mætti á þorrablót í Setrinu nú í febrúar. Þorrablótin í ár voru ÖLLUM opin og var það vel.
Ferðakveðja,
BÞV
25.02.2003 at 10:40 #469236Er ekki bara vitlaust nafn á þessum klubbi á hann ekki að heita 38+f4x4 er ekki þessvegna sem Útivist stækkar þeir sinna hinum betur enda mun fleyrri
25.02.2003 at 15:52 #469238Sælir strákar,
Ég held að það sem þið eruð að ræða um geti varla talist nema eðlileg þróun. Í Útivistarferðum verða menn að leggjast allir á eitt að gera ferðina sem skemmtilegasta og þó svo sé búið að leggja línum um hvert eigi að fara og stundum farastjórar eða undanfarar, verða menn að hjálpast að eins og í nýliðaferðum hjá 4×4.
Ferðirnar hjá Útivist skiptast í nokkar flokka (þ.e. vetrarferðirnar) Lítið breittir , meira breittir og mikið breittir jeppar. Megin reglan er sú eins og hjá 4×4 að ferðin verður að standa undir sér fjárhagslega og verða þáttakendur að standa undir þeim kostnaði. Séu fararstjórar fá þeir dagpening sem dugar fyrir eldsneyti og kanski 1-2 samlokum. Bissness telst þetta varla enda væri ég þá mjög slæmur í Bissness eftir að hafa farið margar ferðir í nafni Útivistar án nokkurar þóknunar.
Sumar ferðir eru ókeypis eins og t.d. Jepparæktin (dagsferðir annan laugardag í mánuði án farastjóra og allir hjálpast að) og aðrar ferðir eru hugsaðar sem fjáröflunarferðir og enn aðrar eru á þeim tímum t.d. páskum að farastjórar fást ekki til þess að fara án þóknunar.
En aðal málið er það að út úr þessum ferðum verða til nýir ferðahópar sem ferðast á eigin vegum og jú líka með Útivist, taka að sér hin og þessi sjálfboða verk eins og sækja skíta tunnurnar á 5VH, fara með olíu á skálana eða byggja nýja eins og Strút á Mælifellssandi núna í haust.
Nú og þannig varð sá ferðahópur sem ég ferðast mest með til! stundum með Útivist og eins stundum á eigin vegum!
Það er samt gott að muna að við vorum allir einhverntímann nýliðar og leggja okkar að mörkum til þess að opna félagsskapinn fyrir nýju fólki og leggja hönd á plóg í viðhaldi, byggingu skálum eða vera tilbúnir að taka með okkur nýtt óreynt fólk í þessa fjalla paradís.
Ég held að við eigum líka að umbera hvoru öðru það að fara á þeim tíma sem hentar okkur best þó það sé ekki endilega í nafni félagsinns.
kv,
Viðar
25.02.2003 at 21:34 #469240
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir félagar
Ég hef ferðast dáldið með Útivist (jeppadeild):Það gleymdist að minnast á eitt það er verðið,þegar fólk er farið að borga 14-16000 fyrir hjónin ekki matur innifalinn þá er ferðin orðin dáldið dýr fyrir utan rekstur bílsinns.Þar liggur munurinn á Útivist og 4×4 þar sem er ekki borgað fyrir farastjórn auglýsingar og rekstur (ferðaskrifstofu).Annars eru Útivistarferðirnar mjög skemmtilegar og góður mórall í ferðunum.
Matti R1625
25.02.2003 at 21:41 #469242Strákar, nú verð ég að játa að vera algerlega áttavilltur.
Um hvaða gjöld eruð þið að tala??þarf að borga fyrir að fara í nýliða- eða aðrar skipulagðar ferðir hjá okkur í Ferðaklúbbnum??
Ég er ekki að rengja það sem þið segið, hef bara aldrei heyrt á það minnst. Um hvaða upphæðir er verið að tala?
Emil
25.02.2003 at 21:58 #469244Sælir félagar
Eins og ég var að benda á og Viðar og fleiri staðfesta, þá er Útivist fyrst og fremst að gera út á skipulagðar ferðir þar sem eins og kemur fram hér að ofan menn eru að borga 14-16 þúsund fyrir utan mat, enda fá fararstjórar greitt bæði fyrir mann og bíl eftir því sem mér skilst.
Ferðaklúbburinn 4×4 er auðvitað með miklu meiri starfsemi í þágu sinna félaga heldur en Útivist hvað varðar jeppamennsku, þó með fullri virðingu fyrir þeirri starfsemi sem þar fer fram. Þar má nefna stöðuga vinnu við að viðhalda því sem áunnist hefur í sambandi við breytingar á bílum, akstur á snjó, skálamál og margt fleira.
Ferðaklúbburinn 4×4 tekur ekkert gjald nema fyrir þeim kostnaði sem af ferðum hlýst, þ.e. sameiginlegur matur skálagjöld og þess háttar. Allir þeir sem koma að skipulagningu ferða og vinnu við þær taka ekkert kaup fyrir.
Kveðja,
Eiríkur
25.02.2003 at 22:20 #469246Hvað er Ferðaklúbburin 4×4 að gera meira enn útivist það er aðalega hugsað um breytingar á bílum enn það eru fleyrri jeppar óbreyttir en hinir Svo hefur verið borgað fyrir eldsneiti fyrir þá sem standa fyrir ferðum á vegum klúbbsins sem er besta mál.
25.02.2003 at 22:34 #469248Ja, ég gæti til dæmis nefnt uppbyggingu VHF kerfisins
kv.
Eiríkur
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.