Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Klafar og dekk
This topic contains 19 replies, has 1 voice, and was last updated by Hallgrímur Sigurðsson 19 years, 7 months ago.
-
CreatorTopic
-
19.06.2005 at 19:26 #196047
Hefur einhverjir hér heyrt eitthvað um að umferðastofa sé að skoða klafabúnað á jeppum sérstaklega? Einhver pæling um hvort eða hvaða klafar þola stærri dekk og jafnvel að bannað verði að setja stærri dekk en 35′ á klafabíla? Væri fróðlegt ef einhverjir hafa heyrt eitthvað um þetta.
Kv – Skúli
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
19.06.2005 at 20:00 #524246
Voru þeir ekki að tala um að reina koma þessu í gegn fyrir 1 sep 2005, merkilegt hvað mönnum liggur altaf á með alla hluti. Þetta er eins og með Halldór nú á að fækka ráðuneytunum helst strax í gær. Þetta táknar endalok klafanna. ég heppin að vera kominn á rör "takk Kjartan" Ps reyndar er Trooberinn minn enþá á verkstæði 4 vikuna í röð, en Toyotu hluta jeppans líður vel að venju.
19.06.2005 at 20:08 #524248Þessir bílar eru á klöfum, og virðast þola stór dekk nokkuð vel. Varla yrði bannað að setja blöðrur á þá? Er nokkuð hægt að setja bara blátt bann yfir alla klafabíla? En auðvitað eru hásingarnar alltaf beztar, það er sko ekki spurningin…
19.06.2005 at 23:07 #524250Hvað eru stjórnarmenn að reyna að vekja vefinn upp af þyrnirósarsvefni með því að koma af stað umræðu….
Ég vona það svo sannarlega – annars verð ég að renna niður í Umferðarstofu og sýna þessum mönnum að klafar eins og á mínum bíl þola 44" dekk mjög vel – algerlega vandræðalaust sem er annað en hægt er að segja um hásingar undir sumum af þessum margrómuðu toy bílum….
En annars væri þetta alveg til að kóróna vitleysuna hérna á þessu skeri —— það endar án nokkurs vafa með því að það verður bannað að keyra á stærra en 35" á götunum, manni virðist allt stefna í þá átt og öll umræða er á þeim nótunum.
Þetta verður eflaust á endanum þannig að maður sér 44" breytta bíla á 35" með kerru fulla af dekkjum þegar fara á í túr – ef þetta sport okkar verður hreinlega ekki algerlega bannað á endanum.
Benni
20.06.2005 at 00:21 #524252Jaaa. ég spurði bara hvort .!!!
En þessi framtíðarsýn sem þú lýsir Benni væri náttúrulega bara nákvæmlega afturhvarf rúm 20 ár aftur í tíman þegar jeppabreytingar voru í raun bannaðar og menn fóru með dekkin á kerru upp að jaðri siðmenningarinnar.En hvað, þola klafarnir þínir þetta örugglega ;o)
Kv – Skúli
20.06.2005 at 00:46 #524254Benni.
Hvað sem þer dettur nú í hug, þá bið ég þig fyrir hönd allra jeppamanna á íslandi, ekki sýna nokkrum manni sem vinnur við bíla hjá hinu opinbera, þessa 44" MMC dós sem þú átt, og stendur venjulega fyrir utan verkstæði upp á höfða. Ef vitrir menn færu að skoða þessi ósköp, gæti það þítt endalok jeppamensku hér á landi, því eftir skoðun á þessum MMC, yrðu allir breyttir jeppar bannaðir strax, og það tæki mörg ár að koma hlutunum aftur á rétt ról. Það dugar flestum í dag að draga kerru með milligírum, öxlum og öðru drasli, en dekkin vil ég hafa skrúfuð á hásingarnar.
Svo Benni, ég skal lána þér Pattann, ef þú vilt sýna einhverjum 44" bíl.
Góðar stundir
20.06.2005 at 00:54 #524256Ja þola þeir þetta…
Hingað til eru þeir að þola þetta – ég er búinn að keyra um 10 þ.km síðan ég keypti bílinn og þar af ca helminginn á fjöllum og engin vandamál… Aron Keyrði hann eitthvað svipað á þessum hjólum þó ég viti ekki hversu mikið var á fjöllum…
Þannig að allavega er búið að keyra hann um 20 þ. km á þessum hjólum og án vandræða – kannski ekki mikil reynsla, en eins og ég sagði – so far so good…
Svo eru 38" bílarnir orðnir fjölmargir og hafa ekki lent í neinum vandræðum sem ég veit til.
En ég hef alltaf sagt að ég ætla ekki að fullyrða að þetta sé í lagi fyrr en eftir næsta vetur – þá verð ég væntanlega búinn að keyra 20 – 30 þ.km í viðbót og örugglega helminginn á fjöllum – ef þetta verður enþá í lagi þá er ég allavega sannfærður – nú ef ekki þá set ég bara rör undir hann…
En það er alls ekki hægt að setja allan klafabúnað undir sama hatt – þetta er allt annar búnaður sem er t.d. undir eldri Pajero. Nú svo hef ég verið að horfa á þetta undir 4runner, hilux og 120 crusier og þar virkar þetta mun veikbyggðara en undir nýja Pajero – Svo er hægt að nefna terranoinn en hann virðist ekki þola stærra en 33" án þess að gliðna allur og teygjast…. Þannig að það er ekki það sama klafi og klafi….. Svo gæti ég byrjað að tala um föðrunina og munin á gormafjöðrun og vindustöngum, en…..
En annars finnst mér eðlilegt að ef þetta er í alvöru eitthvað sem er verið að ræða þá ætti tækninefndin að taka strax á þessu máli og reyna að koma þessum mönnum í skilning um að þessi búnaður er síst veikari en sumar hásingar og á alveg eins heima í þessum breyttu bílum eins og annað.
benni
20.06.2005 at 01:03 #524258Tókstu nú tvær Patrol pillur í morgun
Þarf ég að fara að bjóða þér í bíltúr og leyfa þér að finna hvernig alvöru bíll virkar…
Það er ekki nema von að menn verði geðvondir á að þvælast um á þessum blessuðu Patrolum – ég fékk nefnilega lánaðan bíl um daginn sem var með svipaðan inngjafarbúnað og Patrol – svona stíga í botn og það gerist ekki neitt pedala…..
En annars er gaman að segja frá því fyrst þú minnist á verkstæðisdvölina – það eina sem hefur ekki verið til friðs í þessum bíl er stykki sem er viðbót og er að mestu Amerískt – Crysler dót….
Benni
20.06.2005 at 12:19 #524260Ég var nú að keira á eftir einhverjum svona pajero á svona tuðrum fyrir helgina á leiðinni uppí Borgarnes. Þegar hann var á 80-100 þá leit vinstra afturdekkið út fyrir að vera rammskakt undir bílnum en þetta virtist minka all svakalega eða ekki bara hverfa alveg þegar hann var á rólegheita akstri við vegtollinn uppúr göngunum.??????
20.06.2005 at 12:37 #524262Ekkert óalgegnt að dekk undir bílum með sjálfstæða fjöðrun halli frekar skringilega stundum.
Skoðaðu t.d. stellingarnar á afturdekkjunum undir lestuðum Benz 190 næst þegar þú sérð svoleiðis apparat. Nú eða bara undir óbreyttum Pajero. Þau halla öll verulega og "eiga" að gera það. Hefur ekkert með stór eða lítil dekk að gera, heldur hleðslu.Fólk tekur kannski frekar eftir þessu á bílum með stór dekk, og ákveður með det samme að þetta sé stórhættulegt og allt dekkjunum að kenna.
Þessi hegðun eða sambærileg er á öllum bílum sem ekki hafa heila hásingu. Ástæðan er að heil hásing er eina setupið þar sem stelling dekkjana fer eftir veginum undir þeim og er óháð stellingunni á bodíinu yfir þeim. Á bílum með sjálfstæða fjöðrun, þá fer stelling dekkjana á einn eða annann hátt alltaf eftir stellingunni á bodyinu en ekki götunni.
Ef aðeins annað dekkið hallar, þá er nú líklega eitthvað annað í gangi. Líklega einhver stilling sem hefur vanstillst.
Kostur eða galli? Svarið er við þeirri spurningu er bara já.
kv
Rúnar.
20.06.2005 at 12:51 #524264Trúi því nú vart að umferðastofa sé að þessu.
Ef þetta er satt þá er verið að banna meira en 35" breytingar á öllum nýjum bílum, fyrir utan Defender (ennþá) og Patrol.
það er svolítið mikil breyting á núverandi reglum, og er eiginlega dauðadómur fyrir jeppabreytingar (sem maður hefur nú reyndar á tilfinningunni að sé draumur umferðastofu, einhverrja hluta vegna).
Frekar alvarlegt mál.
kv
Rúnar.
20.06.2005 at 13:50 #524266Ég skal játa að Benni hitti eiginlega naglan á höfuðið hér að ofan, enda eins og ég sagði, ég bara spurði hvort einhver hefði heyrt þetta því ég hef ekki heyrt þetta. En allavega þurfum við að vera vakandi fyrir umræðunni um hluti sem þessa og vera líka stöðugt á tánnum með að fylgjast með hvort það séu veikir punktar í breytingum, vera búin að uppgötvað þá áður en aðrir sjá þá. Við ættum líka að vera í aðstöðu til þess, bara spurning um að loka ekki augunum fyrir hlutunum þó það sé stundum einfaldasta leiðin. Þessi umræða um hvort tilteknir klafabílar þoli stærstu dekk hefur verið viðloðandi, en kannski ekki byggt mikið á rökum. Við þurfum að vita þetta fyrir víst, ásamt því hvað sé satt í fullyrðingum um að tannstangarstýri í Barbí þoli ekki álagið. Ef það þolir það ekki eigum við að gera kröfu um að því sé skipt út, þetta snýst jú um líf og limi.
Kv – Skúli
20.06.2005 at 14:33 #524268Þetta er prufa, Castor heldur mér frá spjallinum en festa og einurð bannar mér að gefast upp.
ekki kv. vals.
Es. það mætti halda að einhver ritskoðaði pósta, þetta gengur en ekki pósturinn sem ég ætlaði að senda inn ?????
20.06.2005 at 14:45 #524270Vals, gæti verið að þú hafir verið með gæsalappir í textanum? Ég hef orðið var við að það má ekki því þá heldur kerfið að þetta sé einhver html kóði. Í staðin er hægt að nota ‘ s.s. gæsalöpp, vera með einfætta gæs.
Kv – Skúli
20.06.2005 at 14:48 #524272Glymur hæðst í tómri tunnu svo hátt að þegar hásingakarlar berja tunnu og rör þar til rörin brotna heyrist hávaðinn inná Umferðastofu, svo hátt að þeir fara að trúa þessum fjanda.
Ég er með klafa undir mínum bíl sem ég er búinn að keyri um 105.000km og ekki undir 15.000 km. á jökli, plús að á sumrin hef ég farið um helminginn af hálendisvega Íslands á þessum klöfum. Fyrir utan nývert liðbrots, sem varð vegna slæmrar aðstæðna, hef ég skipt um efri spyrnurnar vegna eðlilegs slits annars hefur þessi búnaður þjónað mér á óaðfinnanlega máta. Hérna á vefnum er haugur af myndum af brotnum hásingum og margar sögur á spjallinu en aðeins fáeinar af klafabúnaði. Ég er alveg sammála Benna að undir sumum bíltegundum er klafabúnaður sem ætti ekki að leyfa stærri dekk en 33“ en þegar maður horfir á tannstönglana undir sumum af þessum rörabílum þá eru alveg sömu lögmálinn þar. Ég ætla rétt að vona að Skúli sé bara að fá í gang umræður hérna vefnum, ekki veitir af, heldur en einhver alvara sé í gangi. Ef þetta mundi verða að veruleika mundi þetta flokkast í sama flokk og Sivjarspellið við akstursbannið suður fyrir Hvannadalshnúk þar sem menn, og konur, eru að reisa sér minnisvarða til að aðrir minnst þeirra, þó fyrir slæmar sakir sé.kv. vals.
Es. rétt Skúli, maður er alltaf að læra en nú er komið í ljós að þú varst bara að efla spjallið og er það bara gott.
20.06.2005 at 15:01 #524274Bæring – Þetta hefur væntanlega verið ég sem þú ókst á eftir á leiðinni upp í Borgarnes.
Hafi svo verið er ekkert skrýtið að þér hafi þótt dekkin halla í allar áttir þar sem að ég hef verið að gera tilraunir með uppsetninguna á bílnum að aftan. Var að setja nýja gorma og prófa mig áfram með upphækunina.
Þessar tilraunir gera það að verkum að hjólastillingin fer til fjandans og þess vegna hallar þetta enn meira út og suður en venjulega.
Hann fer hins vegar í Hjólastillingu eftir nokkra daga þegar ég verð orðin ánægður með uppsetninguna að aftan.
En annars er það rétt hjá Skúla að við þurfum að vera vakandi fyrir því hvort tilteknar breytingar séu í lagi eða ekki – ég er ekki og mun aldrei reyna að fela það ef eitthvað við minn bíl virkar ekki sem skyldi – Þessi bíll sem ég er á fer inn á verkstæði í tékk á minnst tveggja mánaða fresti og fyrir og eftir alla stóra túra. Þannig er fylgst mjög vel með öllu sem er að gerast í hjólabúnaði og stýri og passað upp á að allt sé í lagi. Þetta geri ég af þeirri einföldu ástæðu að ég ferðast á þessu farartæki á 80 – 100 km hraða með konuna og þrjú börn í bílnum – ég hef ekki samvisku í það að aka með þennan farm á bíl sem ég er ekki viss um að sé öruggur.
Á þessum tékkum hefur ekkert komið í ljós í klafabúnaði, stýrisbúnaði né öðru undir bílnum sem er að bila. Það hefur þurft að skipta um spindilkúlur að framan, en það var strax eftir breytingu og var vegna þess að þær rákust utaní og brotnuðu – þessa breytingu er nú búið að bæta.
Að öðru leiti hefur bíllinn verið í nokkuð góðu lagi – milligírinn var örlítið að stríða, bæði lak olí og hélst illa í gírnum, en það tel ég smávægilegt þegar um frumsmíði er að ræða og þetta er Kári í Algrip búinn að laga.
Eitthvað hefur framlásinn líka verið að stríða og hefur það í bæði skiptin sem það hefur gerst tengst vacum kerfi bílsins – slanga úr sambandi og farið öryggi.
Þetta eru nú allar bilanirnar sem ég hef orðið fyrir á þessum bíl – en af því að Hlynur hefur svona mikklar áhyggjur af verkstæðisdvöl hans þá er það nú þannig að bínum er breytt á verkstæði og hann er enþá í breytingu – það er verið að stilla hann af að aftan, ganga frá aukatank, aukarafkerfi, ljóskösturum, loftkerfi o.fl. Þannig að Hlynur minn – þú getur örugglega dáðst að honum nokkrum sinnum í viðbót þegar þú keyrir Stórhöfðan á næstu mánuðum – annars ætti ég kannski bara að lána þér hann í einn túristatúr og sjá hvort þú vilt ekki bara fá leiðbeiningar niður í Heklu á eftir…..
Benni
20.06.2005 at 17:41 #524276Já ég orðaði þetta kanski frekar asnalega…. var nokkuð viss um að þetta væri þú og hefði hringt í þig og látið þig vita ef að ég hefði haft númerið hjá þér en þetta var áberandi mikið vinstra afturdekkið og var það hægra bara tiltölulega beint á móti því…. En ég var ekkert að reyna að skíta yfir klafan í þessum bílum því að þeir eru bara með þeim öflugri sem ég hef séð undir bíl… Það er stór munur á þeim og t.d. hilux. Og hef ég fulla trú á því að pajeroinn beri þessi dekk og vel það.
kveðja
20.06.2005 at 23:05 #524278Ef veröldin væri svart hvít, að í heiminum væri bara Ford og Chervolet eða Toyota og ekki Toyota.
Það að klafabúaður í Toyotu sé veikari en rörið í sama bíl þýðir ekki að það eigi við alla bíla (ss. Hummer og Pajero).
Það væri verra af bull manna innan 4×4 yrði til þess að banna fullbreytta klafa-bíla því það kæmi í bakið á okkur. Hásingabílar eru hægt og bítandi að hverfa af markaði nema í vörubílum (sumir kallaðir amerískir pick-up-ar).
Það er heldur ekki ómögulegt að þeir kasti 1914 hönnuninni líka einhvern daginn fyrir búnað sem gefur betri akstureiginleika.
mbk.
l.
20.06.2005 at 23:15 #524280Sælir félagar
Ég fór með bílinn í aukaskoðun í morgun eins og ég geri nú oft þegar ég er á leið úr bænum og farið var yfir klafabúnaðinn á Hiluxnum og hann er eins og nýr og það sér ekki á honum.
Það er mikið að mönnum hér sem segja hvað þeim fynst en ekki vegna þess að þeir hafi svo mikla reynslu af hlutunum.
Þessi bíll er ekki með jeppaveikina eins og svo margir hásingarbílar á stærri dekkjum og það er það sem mér fynst skipta miklu máli varðandi öryggimál.
kveðja gundur
21.06.2005 at 00:04 #524282Sælir félagar.
Langaði að deila með ykkur minni reynslu af klöfum og öðrum búnaði í framhjólastellinu í mínum Pajero sem er árg ’99. Hann er keyrður 165.þ km. þar af 115.þ km. á 38" og 39,5". Framan af var ég á 15" breiðum felgum en síðustu 45þ. km er ég búin að vera á 39,5 TrXus á 15,5" breiðum felgum með backspace 105 mm. Var sagt að þessi dekk og þessar felgur myndu hrista framhjólastellið í klessu mjög fljótlega En staðan er sú að ég er ennþá með allt orginal að framan nema 1 öxulhosa og sýírisupphengja sem þarf að skipta um reglulega, líka á óbreyttum Pajero. Hef ekki einusinni opnað legurnar og skpft um feiti á þeim eða hert upp á þeim, eins og mér skilst að margir þurfi að gera. Þetta finnst mér frábær ending og væri hissa ef margir ‘rörabílar’ gætu státað af slíku.
Sumarveðja, áhöfnin á Dittó
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.