Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Kjörþyngdardreifing milli hásinga?
This topic contains 17 replies, has 1 voice, and was last updated by Davíð Karl Davíðsson 17 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
24.01.2007 at 01:57 #199481
Sælir,
Ég sá á vef Arctic trucks að drifgeta í snjó er meiri á jeppum með hærra þyngdarhlutfall á framhásingu en aftur en það var hvergi minnst á hvert þyngdarhlutfallið ætti að vera. Þess vegna langar mig að forvitnast hvað menn telja vera kjörhlutfall á þyngdardreifingu milli hásinga í snjóakstri og þá líka hvort ekki séu einhver efri mörk, þ.e. framþungi hreinlega hamli drifgetu?
Ástæðan fyrir þessum pælingum er sú að ég á Hilux extra cab á 35″ sem ég er nokkuð viss um að sé þyngri að framan en aftan en ég var að spá hvort hann gæti hreinlega verið of þungur að framan?
Kveðja,
Jón -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
24.01.2007 at 03:54 #576974
ég mældi minn bíl í fyrra og fékk út 2,2 tonn með hálfann tank og 2 í bílnum svo setti ég helming og helming á viktina og fékk nánast 50/50 þyngdardreyfingu og hefur hann allavega flotið ágætlega hjá mér á jöklum og í snjó almennt. er á V6 4runner á 38"
Kv Davíð R-2856
24.01.2007 at 08:41 #576976Það er gott að bíll sé heldur þyngri að framan en aftan, þegar hann er lestaður í fjallaferðum. Þar sem mest af hleðslunni kemur fyrir aftan miðju (miðað við hjól) þá er slíkur bíll verulega þyngri að framan tómur.
Ástæðan fyrir því að það er betra að bíllinn sé heldur þyngri að framan er að þegar tekið er af stað, og þegar farið er upp brekkur, þá flyst hluti af þunganum á afturhjólin. Flotið í dekkjunum nýtist best þegar sami þungi hvílir á öllum hjólum, t.d. þegar tekið er af stað upp brekku með bílinn full lestaðan. Ég held að það séu mjög fáir jeppar það fram þungir, að það sé til skaða. Toyotur eru upp til hópa er sérlega rassþungar 😉Bíllinn minn var vigtaður 980 kg að framan en 700 kg að aftan. Þegar ég hleypi úr reyni ég að hafa sama þrýsting á fram og afturhjólum. Ég sé ekki mun að því hvað dekkin bælast framan eða aftan. Þessi þyngdardreifing er góð, en það væri ekki verra þó aðeins meira af þunganum væri að framan.
-Einar
24.01.2007 at 09:53 #576978Alltaf gaman að sjá svona hressandi pælingar í byrjun dags. Bíllinn hjá eik er mjög vel dreifður 58/42 væntanlega fulllestaður með ökumanni, eldsneytisbirgðum og nauðsynlegum búnaði til fjallaferðar.
Ég gerði heilmiklar mælingar á bílnum mínum með upphaflega meingallaða Toyota-hjólabilið og svo er ég byrjaður að safna mælingum eftir breytingu.
[img:jxhz8er8]http://www.f4x4.is/new/files/photo/default.aspx?file=files/photoalbums/4212/38539.jpg[/img:jxhz8er8]
Ég á ennþá eftir að fá fully-loaded mælingu eftir breytingu en um síðustu helgi með viðbótar 120L af olíu í skottinu virtist hann enn vera að bæla framdekkin meira en afturdekkin m.v. sama þrýsting.
Það sem ég sá sem var mögulega neikvætt við að færa þyngd of mikið fram var að gormarnir að aftan yrðu of stífir (hægt að laga með loftpúðum), framhásingin myndi verða fyrir meira álagi og brotna frekar (veik fyrir … hægt að laga með Patrol-hásingu) og svo hugsanlega í miklu púðri myndi framþungur bíll etv stoppa nokkrum metrum fyrr. Við langflestar aðstæður myndi samt bíll með nokkur % af þyngd til viðbótar á framdekkin virka betur. Væntanlega er samt spurning um hvenær jafnvægið veltur yfir og afturdekkin fá "raun" 51% þunga (t.d. upp brekku).
Ætli hlutfall þyngdar að framan milli 55-60% sé ekki bara mjög æskilegt?
Annað sem ég hef verið að spá í þegar þyngd er svona misdreifð, á maður að hleypa meira úr léttari endanum til að dekkin bælist eins eða halda sig við sama þrýsting allan hringinn?
24.01.2007 at 10:24 #576980Núverandi bíll er með hlutföllin 57/43 á milli fram og afturhásingar. Þá er m.v. fulllestaðan bíl á leið á fjöll.
Kosturinn við það að hafa meiri þyngd á framhásingu er fjölþættur og Einar hefur þegar bent á nokkur atriði. Fleir atriði eru að þá þjappa framhjólin förin vel og afturhjólin fljóta betur og eru ekki að ryðja líka eins og á bílum sem eru afturþungir. Eins er það þannig að þegar þú ert kominn í festu á framþungum bíl þá áttu meiri möguleika á að bakka út úr festunni en á afturþunga bílnum sekkur afturendinn við það að bakka.
Pajeróinn minn var með þyngdardreyfingu 55/45 tómur og því var hann orðinn afturþungur fulllestaður og hlutföllin veru þá orðin ca þau sömu nema viðsnúin. Þetta háði mér oft í ferðum og þá sérstaklega við að bakka úr festum.
Benni
24.01.2007 at 10:48 #576982Flott, það er sem sagt draumur hvers manns að vera á t.d Ford pic-up með risa vél í húddinu og alvöru hásingu að framan:)
Eigið góðan dag.
LG
24.01.2007 at 11:04 #576984Lúther minn, það á hver sína drauma. Átta gata sjálfskipt teppi höfða bara ekki til mín, e.t.v. vegna þess að ég ók um á slíku í 5 ár þegar ég var fátækur námsmaður. Þessa bíll reyndist mjög vel, ég ók honum m.a. yfir þvera Norður Ameríku, frá New York til San Francisco og hann bilaði nánast ekkert. Hann var bara ekki eftir mínum smekk.
Varðandi loftþrýsting, þá hef ég þá reglu að reyna alltaf að vera með sama þrýsting í öllum hjólum.
-Einar
24.01.2007 at 11:39 #576986Benni kemur einmitt inn á hér að ofan það sem að mér finnst skipta hvað mestu máli varðandi þyngdardreifingu. Þ.e. helsta ástæða þess að ég vill hafa bílinn nokkuð þyngri að framan en aftan tilbúinn á fjöll er að reynslan sýnir að afturhluti þarf að hafa meira flot en framhluti við flestar aðstæður.
Framhjólin brjóta leiðina en minnka um leið oft flot á yfirborði og þess vegna reynist yfirleitt betra að vera ívið léttari að aftan.
Þegar þetta á ekki við og færið er þannig að framhjólin þjappa hreinlega nánast malbikað færi undir afturhjólin þá skiptir þetta að sjálfsögðu bara engu máli og ALLIR geta þá drifið eitthvaðMér hefur hins vegar oft reynst vel við erfiðar aðstæður að hafa svona eins og 1/5-1 pundi minna í bílnum að aftan á flestum bílum sem ég hef átt, en það er mjög líklega a.m.k. til helminga bara mín sérviska.
Kv. Baddi
24.01.2007 at 13:28 #576988Maður er nú bara nýbyrjaður í þessu jeppasporti en ástæðan fyrir þessum pælingum er sú að ég tók eftir því á sunnudaginn ofan við Gjábakka að bíllinn minn gróf sig niður úr förum eftir aðra bíla að framan þegar ég var að rembast við að komast upp brekku sem hinir bílarnir rétt mörkuðu í. Þeir voru reyndar á 38" þannig að trúlega hafa þeir bara haft meira flot. Annars þarf maður að vigta trukkinn og sjá hvað kemur út.
kv.
Jón
24.01.2007 at 14:01 #576990Ef bíll grefur sig niður í förum eftir aðra, þá stafar það af því að það er hærri loftþrýsgingur í dekkjum. Dekkja stærð og þyngd koma hér ekki beint við sögu, en hafa að sjálfsögðu áhrif á það hversu mikið er hægt að hleypa úr.
Ef bílar sem ferðast saman, mis þungir og á misstórum dekkjum, eru allir með sama loftþrýsing í dekkjum, þá verða hjólförin eftir þá alla jafn djúp.
Það er oft til vandræða, þegar menn ferðast saman á missþungum bílum, er að stórubílarnir hleypa minna úr, það veldur því að þeir gera djúp hjólför sem lágfættari bílar ná ekki niður. Þetta er miklu algengara í upphafi ferðar, á heimleiðinni eru menn oftast allir komnir með svipaðan þrýsting.
-Einar
24.01.2007 at 17:10 #576992Það er betra að hafa minni þyngd að aftan þar sem þyngdarmiðjan breytist þegar jeppa er ekið af stað og upp brekkur, ég rissaði voðalega einfalda mynd upp þar sem ég reyni að sýna þetta.
Neðri myndin sýnir bíllinn kyrrstæðan, þyngdarmiðjan er fyrir framan miðju bílsins þar sem bíllinn er þyngri að framan.
Efri myndin sýnir bílinn í brekku þar breytist þyngdarmiðjan(þar sem hún er alltaf lóðrétt) í bílnum og færist nær afturhásingunni og bíllinn verður þyngri að aftan, það hefur einnig áhrif á bílinn hversu hár hann er. Þess vegna er betra að hafa hann léttari að aftan, efri myndin á við líka í þungu færi á sléttu þar sem bíllinn þarf að vinna á móti, eins og þegar handbremsan er sett á og tekið af stað þá leggst bíllinn á rassgatið.
Vona að þetta skiljist en svona hugsa ég þetta allavega.
[img:js1oooif]http://www.123.is/MogG/albums/679489486/Jpg/021.jpg[/img:js1oooif]
24.01.2007 at 19:44 #576994Jón, hvaða þrýsting varstu með í blöðrunum þarna í brekkubaslinu?
Hjölli.
24.01.2007 at 21:37 #576996Þessi umræða minnir mig á þegar ég fór fyrstu ferðina á 4hlauparanum uppá langjökul, var eitthvað að spara bæjarloftið og sat fastur í brekkunni á leiðinni upp frá Jaka. Uppgötvaði síðan að ég svíndreif ef ég bakkaði, og tók framúr ferðafélögunum bakkandi upp brekkuna….
Verst að drifið þolir ekki mikil átök aftur á bak ;P
Bakkkveðja, SÚÞ
24.01.2007 at 22:41 #576998Sæll Hjölli,
Loftþrýstingurinn var um 10 psi, sem var svipað og hjá félaga mínum sem flaug upp brekkuna á barbí cruiser á 38"
Ulfr, aldrei að vita nema maður prófi bakkgírinn á næstu brekku:) Hvað gerist ef maður hefur það ekki alla leið upp, er nokkur leið að keyra aftur niður brekkuna með megin þungann á framhásinguna…
Kv.
Jón
24.01.2007 at 23:03 #577000Þú þarft ekki að gráta það að bíllin hafi ekki staðið sig vel síðasta sunnudag þar sem færið þarna uppfrá var ömurlegt. 10cm skel og sykur undir, við vorum á 5 38" bílum og allir fengu sinn skerf af festum og hjakki.
24.01.2007 at 23:54 #577002það er ekki að hleypa úr minn td. gerir ekki neitt fyrir ofan 3 pund og virkar ekki að neinu gagni með meira en 1 pund ef færið er þungt.Er reindar á stærri hjólum(44 t)og tæp 2 tonn en byrjaðu allavega á því að hleypa úr og sjáðu svo til.
Kveðja jeepcj7
25.01.2007 at 01:12 #577004Stebbi, þakka hughreystinguna. Ég var að skipta úr 33 í 35" s.l. föstudag og hélt maður yrði óstoppandi á þeim óháð snjóalögum, loftþrýstingi og öðrum þess háttar smáatriðum! Annars gáfumst við upp á slóðanum eftir ca 5 km sökum skorts á snjó og offramboðs á grjóti. Ákváðum þess í stað að kíkja inn á Uxarhryggi en urðum frá að hverfa fljótlega þegar félaginn keyrði á stein og kengbeygði eina álfelgu. Þannig að maður á enn eftir að fullreyna kaggann eftir breytingu í snjó með alvöru úrhleypingum og tilheyrandi ráðstöfunum.
Kveðja,
Jón
25.01.2007 at 02:04 #577006þú getur fengið að prufa hann á laugardaginn með litlu deildinni þar að segja ef farið verður sökum snjóleysis. þarf að yfirheyra klakann betur og fá þetta á hreint er sjálfur að koma 2 í sportið svo ég þarf að nota ferðina til að kenna þeim:D
með von um skjóta ferð Dabbi R-2856
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.