FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Kjölur

by

Forsíða › Forums › Spjallið › GPS og leiðir › Kjölur

This topic contains 3 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Guðbrandur Þorkell Guðbra Guðbrandur Þorkell Guðbra 19 years, 3 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 04.02.2006 at 11:56 #197234
    Profile photo of
    Anonymous

    Hálendisvegur um Kjöl
    Þar sem þráðurinn um Kjalveg var orðinn svo langur ákvað ég að hefja nýja, einnig þar sem ferskari upplýsingar hafa borist frá Norðurveg ehf.

    Kynningarfundur var haldinn á Selfossi, 2 febrúar 2006, um hálendisveginn um Kjöl.
    Til fundarins boðaði Atvinnuþróunarfélag Suðurlands, voru boðaðir ýmsir hagsmunaraðilar, meðal annarra ferðaþjónustu aðilar í Kerlingafjöllum og við Skálparnes ásamt fulltrúum Ferðaklúbbsins 4×4. Einnig voru mætti Samgönguráðherra, Landbúnaðarráðherra og formaður samgöngunefndar alþingis.
    Auk þeirra voru sveitarstjórnarmenn og fulltrúar Norðurvegar ehf.
    Kjartan Ólafsson þingmaður sunnlendinga var síðan fundarstjóri, enda mikill áhugamaður um verkefnið.

    Landbúnaðarráðherra Guðni Ágústsson setti síðan fundinn, með ræðu um allt og ekki neitt, enda einvörðungu á staðnum sem skraut, til þess gert að afla verkefninu stuðning sunnanmanna. Eina sem ég hjó eftir í ræðu Guðna var það þegar hann minntist á uppbyggingu Sprengisandsleiðar. ( en til útskýringar á því sjá ýmsir fyrir sér að Kjalvegur, Sprengisandsleið, Fjallabaksleið og Kaldidalur verði í framtíðinni uppbyggðir hálendisvegir ).

    Samgönguráðherra Sturla Böðvarsson, talaði að hætti stjórnmálamanna og fór mikinn en sagði nánast ekki neitt, þó var hægt að lesa á milli línanna að ríkið myndi ekki leggja krónu í veginn, enda tækju lálendisvegir allt fjármagn til ársins 2012. En hann sagðist þó styðja verkefnið og lagði blessun sína yfir það að öðru leiti.

    Halldór Jóhannesson stjórnarformaður Norðurvegar, var næstur á mælenda skrá.
    Hann fór í gegnum fyrstu áform Norðurvegar, þ.a.s vegalagningu um Kaldadal, Arnavatnsheiði og Stórasand og hvers vegna þau höfðu runnið út í sandinn. Og virtist á máli hans að þar hafi fyrst og fremst verið um að ræða. Takmarkanir á flutningum í gegnum þjóðgarðinn á Þingvöllum að ræða vegna umhverfissjónarmiða.
    Síðan fór hann í gegnum, endurskipulagningu Norðurvegar ehf, vegna breyttra aðstaðna. Og nýrra hugmynda um hálendisvegar, þar sem Kjalvegur var kominn inn í myndina. Það kallaði á samstarf við sunnlendinga og endurskipulagningu stjórnar Norðurvegar og aukið hlutafé úr 12 miljónum í 20 miljónir.
    Síðan fjallaði Halldór um Kjalveg, og styttingar möguleika og önnur rök sem styddu verkefnið. Var þarna talað um stytting um 35-40 km og síðar á fundinum um allt að 60 km.

    Páll Gíslason frá Fannborg í Kerlingafjöllum, var næstur á mælendaskrá og fjallaði hann aðeins um sögu Kjalvegar og hagsmuni ýmissa útivistarsamtaka og tiltók hann meðal annars vélsleðamenn og jeppamenn. Páll kom með athygliverðan vinkil á máli, fyrir okkur spjallverja f4x4.is. En Páll sýndi á skjávarpa umræður okkar á f4x4.is um Kjalveg.
    Þar voru sýndar ýmsar tilvitnanir úr þráðum. Sem voru mest á þeim nótum að við gerður gín að lálendisfólki og þekkingarleysi þeirra á hálendinu og veðurfari til fjalla. Veit svosem ekki hvort þetta hafi verið okkur til framdráttar, en minnir þó spjallverja á það að vefurinn er lesinn af fleirum en innvígðum 4×4 köllum og kerlingum.

    Páll Bjarnason verkfræðingur var síðan næsti ræðumaður, en hann kemur frá verkfræðistofu Suðurlands. Páll hefur reynslu af vegalagningu á Sprengisandi. Þ.a.s hann hefur unnið við vegina norður að Vatnsfelli. Ef ég gat lesið rétt út úr þessu. Reyndar get ég ekki látið vera að vera með smá hroka varðandi það að því er slegið upp að Páll hafi reynslu að vegagerð á Sprengisandi. Í dag er enginn uppbyggður vegur á Sprengisandi, og aðeins heflaður slóði um Nýadalsleið ( Ölduleið ) frá Versölum norður í Bárðardal.
    Og svokallaður Kvíslaveituvegur nær ekki norður á Sprengisand. Reynda skiptir það svo sem ekki máli.
    Páll fjallaði aðeins um hina ýmsu möguleika og minntist t.d á vegalagningu inn Hrunamannaafrétt norður á Kerlingarfjallaleið. Og þá hjó ég eftir sérkenniælegum fullyrðingum. Þ.a.s ef Kjalvegur væri lagður þá leiðina, þá þyrfti aðeins 2 brýr. En ég held að þar hafi gleymst að minnast á Melrakkaá, Blákvísl, Búðará, Stangará, Svíná, Rauðá, Fúlá, Kerlingará, Stóralæk, Grjótá í tvígang og Fremri Ásgarðsá. Og svo auðvita nýja brú á Jökulfallið. Síðan má ekki gleyma Blákvísl og Fossrófulæk allt eftir því hvernig vegurinn væri lagður. Síðan virtist ekki vera hugsað út í þá staðreynd að þessar ár eru flestar dragár sem margfaldast í leysingum og vætutíð. Sem umhverfisnefnd 4×4 þekki vel af eigin raun. Annað sem var athyglivert að því var haldið fram að þarna væri krapalítið svæði. Af eigin reynslu get ég nú ekki verið sammála þeirri fullyrðing og mætti benda á þá staðreynd að fáir slóðar á hálendinu hafa eins margar krapakrækjur og einmitt leiðin um Hrunamannaafrétt, þó svo að vegarstæðið hafi verið afskaplega illa valið í upphafi. Einnig kom fram í pistli hans að km í vegalagningu kostaði 20 miljónir. Það gæti svo sem verið rétt, ef gengi er út frá því að það eigi ekki að brúa árnar og miðað sé við, veg sem gengur undir heitinu F 26 sem liggur um mjög þægilegt svæði, þar sem lítið er um ár og læki og að hluta ekið um hraun.

    Nína Guðbjörg Pálsdóttir frá Landsbankanum var næst á mælandaskrá. Innkoma hennar var aðalega að útskýra fjarmögnunarleiðir og var þá t.d fjallað um Spöl og Hvalfjarðargöngin og tengd verkefni. Og þá staðreynd að tekjustreymið vegna vegarins þyrfti að vera nægjanlegt til þess að greiða upp veginn á 20 árum. En fram kom áður að vegakostnaðurinn væri 5,1 miljarður. Sem þó er erfitt að átta sig á þar sem. Það var algjörlega óvíst hvar vegurinn átti að liggja í framtíðinni. En að lokum hnykkti hún út með það að Landsbankanum þætti þetta áhugavert verkefni.

    Í máli manna hafði það komið fram áður, sem ein af þungu rökunum fyrir vegalagningunni, væri umhverfisþátturinn. Þ.a.s stytting leiðarinnar milli suður og norðurlands og þá vísað í það. Hjá mönnum að minna yrði um mengun bílaflotans með styttri akstri. Þau rök hrundu um sjálft sig þegar sama fólk fullyrti það að Kjalvegur myndi skapa meiri umferð. Svo sleppa hefði mátt þeim rökum sem voru aðeins þarna til þess að slá ryki í augu fólks. Síðan má einnig draga í efa þá fullyrðingu að aksturstími muni styttast um 60 mínútu. Þetta vita menn og konur sem aka hálendisvegi að staðaldri, en þar getur á til að snjóa, rigna, rok, krapi og slabb, hálka, þoka og almenn blinda og er því oft betra krókur en kelda. Og því held ég að oft muni vera fljótfarnara að aka þjóðveg 1 og halda jafnari ferðarhraða.

    Friðrik Pálsson ferðamálafrömuður á Hótel Rangá, var næstur á mælendaskrá. En Friðrik fór á kostum og fjallaði um ferðamál allmennt og þó sérstaklega sín erlendra ferðamanna á íslandi. Einu hjá ég eftir í málflutningi hans, vona þó að ég muni það rétt. En Friðrik kom inn á það að það þyrfti að efla samgöngur í byggð. Og þar hefur hann verið að ýja að því að efla þurfi tengileiðir við nýjan Kjalveg, nokkuð sem við í ferðaklúbbnum vorum búnir að fjalla nokkuð um á okkar spjallþræði. Og þá held ég að við höfum verið með vegarkaflann sunnan og í gegnum Geysi í huga. Svo það væri viðbótarkostnaður fyrir ríkið sem ekki er inn reiknaður.

    Eftir framsöguræður, fengu fundarmenn að leggja fyrir frummælendur spurningar.
    Nokkrum spurningum var varpað fram. T.d spurði ferðaþjónustuaðilinn í Skálparnesi hvar fyrirhugað vegatollskýli yrði staðsett og þá hvort ferðaþjónustuaðilar þyrftu að borga fullt gjald, þó þeir ækju aðeins stutta vegalengd inn á nýjan Kjalveg.
    Við því fengust enginn svör. Þar sem því hafði ekkert verið velt upp á Norðurver ehf.
    Einnig var spurt um það hvort fyrirhugað væri að vera með gjaldfrjálsa aukaleið um Kjalveg og hefur fyrirspyrjandinn þá sennilega verið með gamlaveginn í huga. Einhverjar fleiri spurningar komu frá sama aðila. En Kjartan Ólafsson svaraði þessu einungis með hroka og dónaskap og sagði að þeir aðilar ætu notað reiðleiðina. Þó gott að vita það að við getur ekið reiðleiði. Þurfum bara að fá alþingismenn til þess að skrifa upp á það.
    Ljóst er af öllu þessu að gjaldtaka verður á Kjalvegi ef farið verður út í þessar framkvæmdir og það gjald verður að vera hátt ef það á að takast að endurgreiða framkvæmdirnar á 20 árum eins og áður sagði.
    Ómar Ragnarsson stakk upp á því að einungis væri beðið væri með framkvæmdir þar sem hvort eð er yrði virkja í Kerlingafjöllum og þá kæmi uppbyggður vegur í kjölfarið greiddur af virkjunaraðilum og málinn leystust því að sjálfum sér.

    Mín persónulega greining á þessum gjörningi, eftir að hafa hlustað á hvern vitringinn á fætur öðrum, er eftirfarandi. Þeir vita ekkert hvar þeir eiga að hafa veginn. T.d hvort hann eigi að liggja yfir Bláfellsháls, þar sem aðstandendur verkefnisins telja það vafasaman kafla vegna vinda og snjóa. Einnig var sú hugmynd að leggja veginn sunnan með Bláfelli um Fremstaver og Innstaver en þar er gil mjög til trafala, en þeir höfðu sent þá leið göngumann til þess að kanna aðstæður, hann taldi það þó gerlegt að leggja þarna veg. Ég vill þó setja fyrirvara um vegalagningu þarna þar til könnuð verður snjóflóðahætta og hætta á sviptivindum. Svo var þessi hugmyndu um vegalagninguna um Hrunamannaafrétt og Leppistungur. Að norðan, voru síðan vangaveltur um það hvort fara eigi norðan eða sunnan við Blöndulón. Það sem amatörinn hefði gert í þessu máli. Væri fyrst að ákveða hvar ég ætlaði að hafa vegarstæði, því með því móti væri hægt að reika út kostnaðinn vegna framkvæmdanna. Og þá loks hægt að fá bankann að málinu. Það er nú sú forgangsröð sem ég myndi hafa á málinu. Þá væri líka hægt að fullyrða hver styttinginn væri, en ekki varpa fram óábyrgum tölum eins og 35-40-60 km. Nú nenni ég hreinlega ekki að hafa þetta lengra að sinn þó svo að full þörf væri á því. Því maður hefur ekki velt fyrir sér hlutum einsog hver kemur til með að viðhalda veginum, eru það Norðurvegur eð Vegageriðin og þá á kostnað skattgreiðanda. Hvernig verður öryggismálum háttað. Verður t.d byggð upp ferðaþjónusta á Hveravöllum með gistingu, eldsneytissölu og útkalls þjónustu neyðarbíls.

    Hver á Hálendisvegina. Þið verðir eiginlega að fyrirgefa mér og ég skuli ekki geta lokið mér af í þessu máli. En ég gleymdi jú því sem mér finnst kannski mikilvægast í þessu öllu, þar sem ég var að fara á handahlaupum í gegnum ræður og fyrirlestra, þá datt þetta nú svona upp fyrir.
    En málið er einfaldlega það, á að leifa einkaaðilum að fara út í vegaframkvæmdir ofaná gömlum þjóðleiðum sem eru verndaðar í lögum og leifa þeim síðan að rukka okkur um vegagjald. Ef það verður leift í þessu tilfelli er þá nokkuð til fyrirstöðu að Sprengisandsleið verði næst fyrirvalinu að öðrum hópi einstaklinga sem sjá fram á gróðra von og síðan færu fleiri þjóðleiði inn í þennan sama ramma koll af kolli. Eða á að stoppa þetta strax í fæðingu. Eða þarf að kóta væða þetta eins og allt annað í þessu þjóðfélagi.

    Lálendingavæðing
    Síðan er það stóra spurningin, hvort við viljum lálendisvæða hálendið og þá hvort það yrði spennandi fyrir okkur íslenska og erlenda ferðamenn að bruna um hálendið á uppbyggðum malbikuðum hraðbrautum, það efa ég. Þá held ég að mesti sjarminn færi af ferðalögunum. Einn fyrirspyrjandinn á fundinum minntist eða kom aðeins inn á þessar brautir. Þar sem hann hélt því fram að við jeppamenn værum egoistar og frekjur að vilja vera einir um það að njóta hálendisins. Þetta er að sjálfsögðu sagt af vanþekkingu. Og þar sem þessi aðili hefur lengi verið baráttumaður fyrir uppbyggðum Kjalavegi. Ætti honum að vera ljóst að það er hægt að aka Kjalveg á fólksbíl og fólksbílafært er um fjölda hálendisvega og hærri bílar komast Sprengisand og viðar. Auk þess ar hægt að ferðast með ýmsu móti um hálendið t.d með ferðaþjónustum af ýmsu tagi, með rútum, gönguhópum ofl, ofl. Svo má ekki gleyma því að allir geta gerst jeppamenn, því ekki er verðið á jeppum þannig háttað að sporti sé einungis fyrir þá ríku. Það er aðeins spurning um forgangsröðun.

    Jón G Snæland

  • Creator
    Topic
Viewing 3 replies - 1 through 3 (of 3 total)
  • Author
    Replies
  • 05.02.2006 at 12:49 #541540
    Profile photo of Skúli Haukur Skúlason
    Skúli Haukur Skúlason
    Participant
    • Umræður: 86
    • Svör: 2442

    Þetta er alveg tveggja kaffibolla ritgerð hjá Ofsa og margt athyglisvert í þessu. Kannski enginn þrælað sér í gegnum þetta nema ég. Persónulega vona ég að það sé rétt mat hjá honum að framkvæmdin sé óraunhæf með þessum hætti, þ.e. alfarið í einkaframkvæmd og kostuð með veggjöldum. Fyrir einhverju síðan var skoðanakönnun hér á vefnum þar sem var spurt nákvæmlega um afstöðuna til þessa:

    Ert þú sáttur/sátt við uppbyggða hálendisvegi með veggjöldum
    Já 11,8%
    Nei 85,9%
    Alveg sama 0,7%

    Fjöldi atkvæða: 135
    (Sjá https://old.f4x4.is/new/polls/)

    Það væri vægast sagt sérstakt ef stór hluti hálendisins væri tekin undir samgöngumannvirki sem þetta með þeim hætti að ekki aðeins stór hluti náttúrunnar á svæðinu yrði eyðilögð heldur einnig að við þyrftum að borga “skemmdarvörgunum“ fyrir að fá að njóta þess sem eftir væri. M.a. að við þyrftum að borga þeim ef við ætluðum Kerlingafjallaleiðina inn í Setur.

    Það er margt athyglisvert þarna. Jón vitnar þarna í einhvern sem sagði það frekju í jeppamönnum að vilja njóta hálendisins einir. Þetta er afskaplega grunnt sjónarmið. Fyrir það fyrsta nýtur maður ekki hálendisins í vegkantinum á uppbyggðum vegi með þungaflutningum eins og þarna er verið að tala um. Það er talað um að áhrifasvæði svona vegar sé 5 km. til hvorrar áttar og það er held ég ekkert ofmat nema síður sé. Svona vegur verður því aldrei til þess að fjölga þeim sem fara þarna til að njóta hálendisins. Í öðru lagi geta allir sem vilja farið inn á Kjöl eins og hann er í dag og notið þeirrar náttúru sem þar er. Það þarf hvorki stórkostlega breytta né dýra jeppa til þess. Í þriðja lagi er langur vegur frá að þetta snerti bara jeppamenn. Menn ferðast um náttúruna á Kili ekki síður gangandi eða ríðandi og svona vegur snertir þessa hópa ekki síður. Hjá Útivist höfum við ekki verið mikið á þessu svæði en þó eitthvað, en Ferðafélagið er með mjög skemmtilega gönguleið þarna um Kjalveg hinn forna. Þetta hefði því veruleg áhrif á FÍ. Það er því verulega stór hópur sem er á ferðinni á Kili til að njóta náttúrunnar. Á Kili er þröngt á milli jökla þannig að uppbyggður vegur þarna er nánast að hafa áhrif á svæðið allt. Ég ætla ekki að tala gefa neinum þá einkunn af stýrast af frekju en það að að taka þetta svæði undir sig með þeim hætti sem þarna er fyrirhugað og í ofanálag krefjast greiðslu fyrir að fara þarna um flokkast tæplega undir að taka tillit til hagsmuna annarra.

    Annað sem ég hjó eftir þarna í grein Ofsa er afstaða Páls í Fannborg, rekstraraðila Kerlingafjalla. Páll hefur talsvert reynt að vinna í því að auka notkun okkar jeppamanna á aðstöðunni í Kerlingafjöllum, bæði með því að bæta aðstöðuna á margvíslegan hátt og eins vekja athygli okkar á því sem þarna býðst. Að mínu mati eiga þeir heiður skilinn fyrir tilraunir sínar til að rífa staðinn upp. Það kemur því nokkuð á óvart að hann lýsi yfir stuðningi við þessa framkvæmd, því tæplega tel ég jeppa- og vélsleðamenn verða markhópur fyrir gistingu í Kerlingafjöllum eftir að þessi vegur er kominn. Til þess verður þetta allt of stutt frá byggð og hefur ekki lengur þann sjarma sem við erum að leita eftir. Hugsanlega sér hann fyrir sér að þetta opni á nýja markhópa og hugsanlega er það rétt mat. Ég hef grun um að þrátt fyrir ágæta viðleitni þeirra í Fannborg séu allavega 4×4 félagar ekki að nýta aðstöðuna í Kerlingafjöllum neitt rífandi mikið, enda staðurinn stutt frá okkar eigin skála.

    Það er örugglega rétt að það rennur talsvert jökulvatn niður Kjöl til sjávar áður en þessi framkvæmd verður að veruleika. Ég held samt að það sé full ástæða fyrir alla sem hafa áhuga á hálendinu að fylgjast vel með framþróun þessa verkefnis.

    Kv – Skúli





    05.02.2006 at 17:45 #541542
    Profile photo of Karl Guðnason
    Karl Guðnason
    Member
    • Umræður: 28
    • Svör: 1154

    gott hjá ofsa og formanninum. Þetta æfintýri má ekki verða, því ef það gerist þá hverfur öll "mystik" af þessu svæði (1/2 hálendið) og það er ferðaþjónustu bara til trafala.
    Kv: Kalli ÍSLENDINGUR
    Ps:Vá hvað sumir nenna að skrifa.





    05.02.2006 at 20:40 #541544
    Profile photo of Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Member
    • Umræður: 78
    • Svör: 2584

    Það er þakkarvert framtak hjá vini mínum Jóni Snæland að gera þessa þörfu úttekt og leggja á sig að sitja þennan umrædda fund.
    – Eins og stundum hefur komið fram í mínum innleggjum á spjallþræði hér á vef 4×4 þá var ég í upphaflegu samvinnunefndinni um svæðisskipulag miðhálendisins. Á fund þeirrar ágætu nefndar komu ýmsir með erindi sín og m.a. vegna innleggs þeirra var þar samþykkt að gera ráð fyrir s.n. "mannvirkjabeltum" bæði um Sprengisand og Kjöl, sem og Fjallabaksleið nyrðri. Sú niðurstaða varð ein af ástæðum þess að ég kaus að vera ekki þátttakandi í nefndarstarfinu til enda, en það er önnur saga. Þetta þýðir að svo miklu leyti sem ég skil hugtakið svæðisskipulag, að það sé þegar búið að taka ákvörðun um það frá skipulagslegum forsendum að á þessum leiðum verði byggðir upp vegir, þótt í raun sé ekki búið að taka endanlega afstöðu til nákvæmrar staðsetningar. Við munum líklega öll að ein höfuð ástæðan fyrir því að þessi umræða fór á flug á síðasta ári var tillaga Halldórs Blöndals og fleiri þingmanna NA-kjördæmis um að byggja upp hálendisveg til að minnka ferðatímann milli Rvíkur og Akureyrar. Það má auðvitað segja sem svo, að þau rök Akureyringa að byggðirnar við Húnaflóa muni hvort eð er fara í eyði á næstu 15 – 50 árum, geri vegalagningu um byggðir Húnavatns- og Skagafjarðarsýslna tilgangslausa í sjálfu sér séu fullgild. Þá veltir maður hinsvegar fyrir sér, hvort ekki verði þá skynsamlegra að notfæra sér þær miklu vegabætur, sem þegar hafa verið gerðar upp úr sveitum Suðurlands vegna virkjanaframkvæmdanna við Þjórsa og Tungnaá og ná núna upp undir Þórisvatn og raunar lengra. Vinna sig svo áfram til norðurs frá því og auka og bæta tengingar milli Suðurlands og þeirrar byggðar, sem áfram kemur til með að vera til staðar norðanlands. Stefna síðan að því að gera veginn yfir Kjöl vel færan öllum bílum frá júní til september en láta þar við sitja. Á móti kemur að veðurfar á Sprengisandsleið er til muna lakara en milli Langjökuls og Hofsjökuls. En mér finnst alveg fullgilt að við höldum áfram að ræða þetta viðfangsefni, ekki síst fyrst að okkar bollaleggingar vekja jafn mikla athygli og Jón segir okkur að í ljós hafi komið þarna á fundinum.
    kv. gþg





  • Author
    Replies
Viewing 3 replies - 1 through 3 (of 3 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.