This topic contains 3 replies, has 1 voice, and was last updated by Birkir Rútsson 15 years, 11 months ago.
-
Topic
-
Ég hef stundum velt því fyrir mér varðandi herslur á heddboltum, að í flestum tilfellum er gefinn upp ákveðin hersla t.d 65 Nm og síðan 90° í viðbót. Við þetta hlýtur herslan að enda í einhverri ákveðinni tölu sem maður í raun veit ekki hver er. Spurningin er þessi af hverju er þetta gert svona en ekki bara gefinn upp hersla í tveimur þrepum, kannski fyrst í 65 Nm og svo kannski í 75 Nm eða þar um bil. Sé ekki alveg muninn ef herslan endar í sömu tölu. Þessar tölur sem ég nota hér eru ekki neinar sérstakar herslutölur heldur bar eitthvað til að sýna fram á hvað ég er að fara. Ég veit að það er fullt af furðulegheitum í kringum herslur á heddboltum eins og herða fyrst og slaka svo og herða svo aftur í fulla herslu og stundum + 90° og svo gildir auðvitað ekki það sama um teygjubolta og ekki teygjubolta.
Langar bara að vita hvort einhver veit þetta og væri til í að deila því með okkur hinum (kjánunum)Kv. BIO H-1995
You must be logged in to reply to this topic.