This topic contains 36 replies, has 1 voice, and was last updated by Þorvarður Hjalti Magnússon 16 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
02.03.2008 at 16:56 #202001
Lögðum af stað í gærdag kl. 15.00 og stefnan tekinn á Kerlingafjöll. Vorum 9 manns á 4 bílum og áttum við pantaða gistingu í einum af skálunum þarna upp frá. Veðrið lofaði mjög góðu er lagt var af stað og sól og blíða alveg þangað til að komið var að Geysi að ský fór að draga fyrir sólu. Ekki létum við það draga úr okkur og lagt var á kjöl.
Snjóalög á kili voru frekar fátækleg og greinilegt að vel hafði tekið upp af snjó í þýðukaflanum um daginn. 20 til 30 cm. jafnfallinn snjór var yfir öllu og stutt í urð og grjót sem að sást frekar illa undir nýföllnum snjónum. Þetta varð til þess að 3 felgur skemmdust á leiðinni en viðgerð tókst með groddaralegum aðferðum með sleggju einni, sem að hefur bjargað okkur áður í neyð :).
Við höfðum verið vöruð við áður en lagt var af stað að vöð við Kerlingafjöll gætu verið varasöm út af krapastíflum og klaka sem ekki væri bílheldur. Þegar að þessum vöðum var komið reyndist þetta ekkert tiltökumál enda hafði frosið vel í þessu og enginn hætta á ferðum.
Við vorum kominn að Kerlingafjöllum kl. 00.00 og þar blasti við okkur fjöldi vélsleða og komumst við að því að þarna væri einhverskonar landsmót vélsleðamanna og 120 manns á staðnum. Hófst þá leit að staðarhaldara til þess að fá lykil að þeim skála sem við áttum pantaðan og gekk sú leit brösulega. Fararstjóri ferðarinnar var margbúinn að reyna að hringja upp eftir að reyna að ná símasambandi við þennan einstakling og gekk ekkert. Síðan komumst við að því að viðk. einstaklingur var sofandi í skála þarna rétt hjá og örkuðum við þangað upp eftir. Maðurinn var vakinn og hann tilkynnti okkur þá að skálinn sem að við áttum pantaðan var útleigður og ekkert sem að hann gæti gert fyrir okkur. Ótrúleg framkoma við fólk með eitt ungabarn og til háborinnar skammar fyrir þá sem eru með þessa aðstöðu á sinni könnu. Maðurinn reyndi ekkert til þess að bjarga málunum. Þarna vorum við kominn eftir 9 klst. ferðalag með fyrirfram lofaða gistingu og sviknir!
Þarna var illt í efni og fréttir af öðrum skálum í nágrenninu voru að þeir voru fullir líka þannig að ekkert annað var í stöðunni en að leita sér að gistingu á láglendinu á þessum tíma sólarhringsins eða að leggja á okkur annað eins ferðalag til baka. Ferðalag til baka varð ofan á og vegna ótrúlegrar frammistöðu staðarhaldara þarna upp frá þurftum við að leggja á okkur maraþonakstur til kl. 07.30 um morguninn með tilheyrandi pirring og þreytu.
Verð samt að fá að hrósa fararstjóra ferðarinnar fyrir alveg einstaka skapfestu við þessar aðstæður. Fararstjórinn var með eiginkonu sína og 1 árs strák, sem að er stórefnilegur jeppamaður, og það hefðu einhverjir misst skap sitt við þennan einstakling sem að réð ríkjum þarna upp frá og skiljanlega.
Í von um að þessi skrif verði til þess að svona nokkuð gerist ekki aftur.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
07.03.2008 at 23:36 #615884
Ég var beðin um að koma þessari athugasemd frá manni sem að er ekki skráður inn á þetta spjall en vildi endilega leggja orð í belg.
Kæru lesendur, það er ekki laust við að hjá mér blossi upp slík reiði vegna fyrrgreindrar framkomu staðarhaldara í Kerlfingafjöllum að ég missi mig í einhvern dónaskap, en ég ætla þó að vera málefnalegur.
Ég vil bara byrja á því að segja að sú staðreynd að barn var með í för finnst mér hafa tekið allt af mikið pláss í þessum spjallþræði. HVAÐA MÁLI SKIPTIR ÞAÐ AÐ BARN VAR MEÐ Í FÖR??? Það er ekki þungamiðjan í þessu máli.
Þarna var 10 manna hópur sem keyrði í sólarhring nánast samfleytt vegna þess að staðarhaldari í Kerlingafjöllum virðist engan áhuga haft á að leysa vandamál sem upp kom, að öllum líkindum vegna gáleysis starfsmanns ferðaþjónustunnar í Kerlingafjöllum. Þarna var beinlínis búið til lífshættulegt ástand fyrir fólkið á bakaleiðiðinni. Það keyrði nánast samfleytt í sólarhring.
Þessi framkoma hjá staðarhaldara í Kerlingafjöllum finnst mér fyrir það fyrsta, rýra allan trúverðgleika í yfirlýsingu Snorra hér á undan. Bara sú staðreynd að staðarhaldari sjái ekki sóma sinn í að koma í eigin persónu og reyna að leysa vandamálið tel ég nógu stóran hlut í vandamálinu. Þarna á að heita, að vera maður sem þekkir vel til umhverfisins og annarra staðarhaldara í nágrenninu að hann hefði vel getað sett sig í samband við aðra staði til að kanna laus gistipláss. Hér hefur nefnielga verið bent á að svo hafi verið.
Ef ég hefði verið þreyttur og pirraður ferðalangur í þessum kringumstæðum, hefði ég hvorki haft skap né þolinmæði í að fara að rúnta um svæðið í leit að gistingu sem ég vissi ekkert um hvort væri laus eða ekki. Auðvitað er hægt að deila um að það sé á mína ábyrgð hvort ég kjósi að byrja á því veseni eða ekki.
Niðurstaðan í stuttu máli frá mínu sjónarhorni er því; yfirklór hjá Snorra Ingimarssyni. Það má deila um einhver smáatriði í allri þessari uppákomu eins og Snorri gerir í þessari fleiri þúsund orða riðtgerð sem að nokkrum hluta fer í að koma sök á ferðalangana en hér finnst mér staðarhaldari gjörsamlega hafa brugðist.
Kveðja, Hans.
08.03.2008 at 08:15 #615886Þetta eru nú meiri leiðindin. Ég held að Kerlingarfjallamenn verði nú að rasskella vertinn fyrir það að nenna ekki á lappir, það er nú lámarksrefsin fyrir ( Glæpnum ) svefnsýkinni.
En hinsvegar finnst mér nú væl leiðangursmanna ( jeppamannanna ) farið að vera heldur mikið. Sérstaklega þar sem þeir gerðu EKKERT í því að redda sér öðrum skála. Frá Kjalvegi að Árbúðum eru 144 metrar. Og aksturstími ca 10 sek.
08.03.2008 at 08:34 #615888Það er klárlega rétt hjá þér jón, 10 sekúndur eru ekki mikið. en eftir liggur spurningin, hversu langt er frá kerlingarfjöllum niður í árbúðir??? Það eru einhverjir kílómetrar… Persónulega hefði ég leyst málið öðruvísi, fundið svefnstað einhversstaðar en ég skil líka afstöðu ferðamanna með að fara heim.
kv. Axel Sig…
08.03.2008 at 13:06 #615890Kerlingafjalla bændur hafa sennilega miskskilið þessa pöntun ykkar og ættuð þið bara að læra af þessu og vera pottþétt á þessu næst… Þið hefðuð allavegana getað farið og talað við manninn, fyrst að gesturinn/veitinga konann gat það… afhverju gerðuð þið það ekki…
En samt hvernig datt ykkur í hug að reyna að fá gistingu í Kerlingarfjöllum þessa helgi. Og ef við horfum á þetta öðruvísi. Ég er ekki að segja að menn eigi að horfa á vélsleða menn og jeppa menn sem eithvað öðruvísi fólk. En hvort hendiru
Jeppamanninum eða sleða manninnum út í kuldann?
þið gátuð alltaf í versta falli tekið þetta pláss sem ykkur bauðst og restinn hefði getað dottað í bílnum… mér heirðist hann svali og þeir grislingar vera hæst ánægðir með helgina töluðu allavegana um það hvað það hefði verið æðislega gaman að keira í 18 klst. þegar maður spáir í þessu frá öðru sjónarhorni þá virkar þetta eins og þið hafið mætt á svæðið… nú enginn gisting ok flott hei partý heima hjá mér… og allir aftur í bæinn.
08.03.2008 at 14:56 #615892Þessi þráður er einn miskilningur:o/ Ég var að tala um ungabörn, að mínu mati held ég að ungabörn hafi ekkert sérstaklega gaman af því að hossast í bíl 10-20 kls eins og það vill nú oft verða í þessum vetrarferðum og oft finnst mér að maður hafi bara nóg með sjálfan sig þegar td krapi er mikill og vitlaust veður svo maður se nú ekki að skipta á skítableium líka, og þetta með að fá læknishjálp upp á hálendi er ekkert svipað og að fá hjálp í eh bæjarfelagi út á landi. Þessi tvö skipti sem við höfum þurft að kalla til þyrlu vegna óhapps tók það um 6kls í seinna skiptið með fullri virðingu fyrir því. En auðvitað hafa menn misjafnar skoðanir á þessu öllusaman.
08.03.2008 at 15:29 #615894Eins og svo oft áður hér á þessum vef eru menn snillingar að beina sjónum að einhverju allt öðru en því sem máli skiptir.
Af hverju voguðum við okkur að panta gistingu í Kerlingafjöllum þegar landsmót LÍV stóð yfir?
– Það var góð veðurspá og okkur langaði á fjöll, við byrjuðum á að reyna við Hveravelli en þar var allt fullt, því næst hrindum við í Kerlingafjöll og þar var okkur sagt að við gætum fengið hús. Að sjálfsögðu tókum við því og skipulögðum för okkar þangað. Ef okkur hefði verið neitað um gistingu í Kerlingafjöllum hefðum við aldrei farið þangað, heldur hefðum við haldið áfram að finna skála til að gista í og það skal líka tekið fram að við hefðum aldrei lagt af stað ef við værum ekki með örugga gistingu – En lærdómur minn af þessu öllu er að ekki er hægt að treysta því sem rekstraraðilar Kerlingafjalla segja og reyna þeir frekar að kenna þér um klúðrið heldur en að taka það á sig.Eins og sést kannski á meðlimanúmeri mínu þá er ég ekki með reynslu og aldur á við Móse gamla líkt og Ofsi og fleiri snilldar öldungar í þessum félagsskap og er ég ekki með í kollinum stærðir skála og líkur á að þeir séu fullir – enda skiptir það engu máli í þessu samhengi.
– Það sem skiptir máli er að við óskuðum eftir gistingu (skála/hús) sem við fengum en vorum svo svikin með –
Máltækið segir þú kennir ekki gömlum hundi að sitja og þar sem ég er byrjaður að kenna Snorra hinn mikla leyndardóm fræðanna á bak við þjónustu þá ætla ég að taka kúrs tvö fyrir hann.
– Ferðaþjónusta "201" ef allt fer á versta veg!
#1 þú reynir ekki að kenna kúnnunum um klúðrið
#2 Þú reynir ekki allt hvað getur til að finna leið til að kenna kúnnanum um.
Og að lokum ætla ég að kenna þér að skrifa afsökunarpóst.
______________________________________
Ágæta ferðafólk
Mér þykir ákaflega leitt að svo fór sem fór. það er ljóst að sú staða sem upp kom á laugardagskvöld er ekki samkvæmt þeim gæðastöðlum sem við í Kerlingafjöllum höfum einsett okkur að fara eftir.
Ég get fullvissað ykkur um að við munum fara yfir allt ferlið hjá okkur og komast að því hvað brást og leiddi til þessa klúðurs. Við tökum svona uppákomu mjög alvarlega og vonumst við til að geta komið í veg fyrir svona í framtíðinni.
Að lokum vill ég ítreka afsökunarbeiðni mína til ykkar fyrir hönd rekstraraðila Kerlingafjalla og vona ég innilega að við höfum tækifæri til að taka á móti ykkur aftur í nánustu framtíðMbk Rekstraraðili Kerlingafjalla.
_______________________________________Kæri Snorri, ég skal gefa þér þennan texta og er þér frjálst að nota hann í framtíðinni ef svo ólíklega vill til að þú þurfir að biðjast afsökunar fyrir hönd þess félags sem þú ert í forsvari fyrir.
08.03.2008 at 17:01 #615896og enn meira fjör. kv Móse
08.03.2008 at 18:53 #615898… þú ert í guðatölu ;o)
Ekki slæmt það LOL
08.03.2008 at 20:53 #615900skemmtilegur póstur hjá þér hr. King….
hel sáttur við þig
09.03.2008 at 17:01 #615902Og nú hefur þú unnið þér inn texta af eigin vali!
09.03.2008 at 19:55 #615904Eftir að hafa lesið þennan þráð þá langar mig til að leggja orð í belg.
Ég vil byrja á að minna þá sem skrifa opinberlega, á þennan vef sem og annars staðar, að gæta kurteisi, fara rétt með staðreyndir, líta í eigin barm og lesa efni yfir áður en það er birt. Í hita leiksins er auðvelt að missa frá sér lítt ígrundaðar yfirlýsingar og kröfur á aðra og gleyma eigin aðkomu. Jafnframt þarf að virða sjónamið annarra sem að svona máli koma, eða eru dregnir inní þau, því það er ekki bara ein hlið á neinu máli.
Fólk upplifir sömu atvikin á mismunandi hátt og túlkar samræður á mismunandi veg. Það er því sjaldan til hinn eini sannleikur.
Jafnframt er það þannig að hver og einn ber ábyrgð á sínum gjörðum og viðbrögðum. Það er ekki hægt að kenna öðrum um. Ákveði einhver að bregðast illa við tilteknum atvikum þá gerir hann það.
Hann getur líka ákveðið að bregðast með öðrum hætti við og reyna að leysa málið á jákvæðan hátt fyrir alla aðila.Varðandi mál það sem þessi þráður snýst um þá sé ég ekki annað en að Snorri Ingimarsson geri heiðarlega tilraun til að varpa ljósi á atburðarásina og leita skýringa.
Hans hlið á þessu máli fellur greinilega í grýttan jarðveg hjá ferðalöngunum og sýnist mér þeir ekki taka neitt mark á hans frásögn, þrátt fyrir að
hann tali við báða aðila málsins og fái fram sjónarmið beggja. Þessi viðbrögð ferðalanganna finnst mér bera vott um hroka og óbilgirni.
Ég tel að fulltrúar jeppahópsins opinberi sjálfa sig, því svona málflutingur segir meir um þá sjálfa heldur en þá sem ráðist er að.
Svo finnst mér áberandi að ferðalangar skrifa ekki undir nafni, en nafngreina endurtekið þá sem þeir ráðast að.
Er ekki lágmarkskurteisi að setja nafn sitt undir slík skrif?Ég tel að komast hefði mátt hjá þessum árekstrum ef ferðalangar hefðu kynnt sér gistimöguleika í Kerlingarfjöllum fyrirfram því á
heimasíðunni www. kerlingafjöll.is var sett inn tilkynning þann 17.2. 2008 um að vélsleðamótið 2008 yrði haldið í Kerlingarfjöllum helgina 29-2.mars. og því líklegt að lítið yrði um gistipláss þar þessa helgi.Hjalti R-14
09.03.2008 at 19:55 #615906Eftir að hafa lesið þennan þráð þá langar mig til að leggja orð í belg.
Ég vil byrja á að minna þá sem skrifa opinberlega, á þennan vef sem og annars staðar, að gæta kurteisi, fara rétt með staðreyndir, líta í eigin barm og lesa efni yfir áður en það er birt. Í hita leiksins er auðvelt að missa frá sér lítt ígrundaðar yfirlýsingar og kröfur á aðra og gleyma eigin aðkomu. Jafnframt þarf að virða sjónamið annarra sem að svona máli koma, eða eru dregnir inní þau, því það er ekki bara ein hlið á neinu máli.
Fólk upplifir sömu atvikin á mismunandi hátt og túlkar samræður á mismunandi veg. Það er því sjaldan til hinn eini sannleikur.
Jafnframt er það þannig að hver og einn ber ábyrgð á sínum gjörðum og viðbrögðum. Það er ekki hægt að kenna öðrum um. Ákveði einhver að bregðast illa við tilteknum atvikum þá gerir hann það.
Hann getur líka ákveðið að bregðast með öðrum hætti við og reyna að leysa málið á jákvæðan hátt fyrir alla aðila.Varðandi mál það sem þessi þráður snýst um þá sé ég ekki annað en að Snorri Ingimarsson geri heiðarlega tilraun til að varpa ljósi á atburðarásina og leita skýringa.
Hans hlið á þessu máli fellur greinilega í grýttan jarðveg hjá ferðalöngunum og sýnist mér þeir ekki taka neitt mark á hans frásögn, þrátt fyrir að
hann tali við báða aðila málsins og fái fram sjónarmið beggja. Þessi viðbrögð ferðalanganna finnst mér bera vott um hroka og óbilgirni.
Ég tel að fulltrúar jeppahópsins opinberi sjálfa sig, því svona málflutingur segir meir um þá sjálfa heldur en þá sem ráðist er að.
Svo finnst mér áberandi að ferðalangar skrifa ekki undir nafni, en nafngreina endurtekið þá sem þeir ráðast að.
Er ekki lágmarkskurteisi að setja nafn sitt undir slík skrif?Ég tel að komast hefði mátt hjá þessum árekstrum ef ferðalangar hefðu kynnt sér gistimöguleika í Kerlingarfjöllum fyrirfram því á
heimasíðunni www. kerlingafjöll.is var sett inn tilkynning þann 17.2. 2008 um að vélsleðamótið 2008 yrði haldið í Kerlingarfjöllum helgina 29-2.mars. og því líklegt að lítið yrði um gistipláss þar þessa helgi.Hjalti R-14
09.03.2008 at 21:25 #615908Þar sem staðarhaldari í Kerlingarfjöllum umrædda helgi er komin til landsins, þá ætla ég að birta hér í heild sinni hans hlið á máli því sem hér hefur verið til umræðu. Staðarhaldari var Páll Gíslason stjórnarfomaður Fannborgar ehf., sem rekur ferðaþjónustuna í Kerlingarfjöllum. Yfirlit þetta var sent í tölvupósti til leiðangursstjóra ferðarinnar fyrr í kvöld.
Póstur hefst:
Sæll Sigvaldi – minnir reyndar að þú hafir kallað þig Svala þegar við heyrðumst síðast.Ég vil með þessu emaili koma nokkrum atriðum á framfæri, atriðum sem ég held að rétt sé að halda til haga varðandi okkar samskipti, en þannig man ég atburðarrásina:
Aðdragandinn:
1 Við ræddum saman eftir hádegi á föstudag, ekki viðvikudag. Þegar þú hringdir þá var ég á leið í Kerlingarfjöll, nánar tiltekið um það bil að detta útúr GSM sambandi við Sandá.
2 Þú spurðir um undirbúning sleðamótsins og hvort allt væri fullt. Ég sagði að mér þætti seint pantað, einkum vegna matarbirgða. En eins og þú væntanlega veist og fram kemur á heimasíðunni okkar, þá var pakkaverð í gangi þessa helgi gisting + matur á laugardagskvöldi á kr 6.000 pr mann. Menn réðu hvort þeir voru eina eða tvær nætur. Þetta kemur allt fram á netinu og þér átti að vera þetta ljóst hefði ég haldið.
3 Þú sagðir síðan samkvæmt mínu minni "við erum 2 – 3, reddar þú okkur ekki?" ég svaraði að ég myndi eflaust geta það, ég væri reyndar með hús sem væri afsíðis og gæti ennþá skotið mönnum þangað inn, þótt seint væri pantað. Húsið heitir La Plata og þar geta 8 manns gist. ég minnist þess ekki að þú hafir nefnt jeppamenn og ef þú hefðir nefnt 4 hjón með barn hefði ég að sjálfsögðu sagt nei á stundinni, það eignlega segir sig sjálft?? Það er ekki það sama að fá 2 – 3 kalla á sleða eða 4 fjölskyldur og ég hefði örugglega ekki sett konur og börn í umrætt hús – það er að mínu mati tæplega konum og börnum bjóðandi undir þessum kringumstæðum.
4 Við ræddum eitthvað meir, ekki ætla ég að tíunda það, ég man ekki eftir að þú segðist koma seint, eflaust hefur þú sagt það, en eftir miðnætti á laugardagskvöldi er nú fjandi seint í góðu veðri og draumafæri??
5 Ég sagði samferðamanni mínum Jóhanni Sigurðssyni frá samtali okkar, næst þegar við stoppuðum. Hann sagði "já – ætlar Svali að koma, hann er hörku sleðamaður.." Þessvegna tel ég mig geta tímasett símtalið og ályktað aftur að þú kæmir á sleða. Fyrir helgina hafði ég fyrir reglu að segja öllum að senda mér tölvupóst með pöntun, svo ég hefði á hreinu hvað sagt var, menn voru svosem miskátir, en ég get sýnt þér tölvupósta frá meirihluta þeirra sem koma, að frátöldum fastagestum, kem ávallt panta hús að ári fyrir brottör. Það var einfaldlega of seint að biðja þig um tölvupóst, þar sem ég var farinn af stað. Það er væntanlega skaðinn, þeas við getum ekki í dag séð svart á hvítu hvað þú baðst um?
6 Hvað átti ég að halda klukkan 23.00 á laugardagskvöldi, ég hafði ekkert heyrt frá þér?? Settu þig í mín spor. Ég átti kanski von á 1 – 3 sleðamönnum, sem Ebba, sem hafði samþykt að sinna starfi staðarhaldara eftir að ég fór að sofa, vissi að hún gat komið fyrir
Mér finnst þetta atvik mjög leiðinlegt og bið afsökunar á því að hafa ekki skilið betur þitt erindi, þá hefði þetta aldrei komið til, en afsökun er væntalega létt í vasa eins og komið er??………..
Svo er það afgreiðslan.
Ebba var beðin um að líta til með hlutunum og hún hafði því fullt umboð staðarhaldara, það sem hún bauð var í mínu nafni og ég held ég hefði ekki boðið neitt annað, enda ekki neitt annað að bjóða en gistingu í á lofti aðalbyggingar, eins og hún gerði eða reyna að hola hluta hópsins í önnur hús, sem þegar voru upphituð.
það að ég kom ekki er auðvitað heldur peysulegt, ég get reynt að afsaka mig, en sleppi því… Verð að lifa við athugasemdir sem þegar eru komnar á netið og bera þann kaleik sem mér er réttur þar. Það er reyndar umhugsunarefni hvað menn missa sig, held ég að sumum muni finnast þegar frá líður.
Hinsvegar er vert að spyrja sig hversvegna þú komst ekki á minn fund. ‘Eg hef séð það sem þú skrifar en…. Skilaboðin sem ég fékk voru að það væru jeppamenn á ferð sem spyrðu um gistingun, en sættu sig ekki við að sofa í salnum.
Kjarni málsins er þessi, ykkur var boðin lausn, hver sem bauð hana, ég eða Ebba. Miðað við umtalið um mig á netinu, þá voruð þið væntanlega bara heppin að þurfa ekki að mæta þessu skelfilega manni? Sem hefði í besta falli boðið ykkur að vera "holað niður" í einu eða fleiri húsum, eða í köldu, röku og óupplýstu husi, sem auðvitað hefði hitnað með tímanum. Og svo bendi ég á að öllum átti að vera ljóst að staðurinn var frá tekinn fyrir sleðamenn, á föstu verði pr mann, 6.000 kr, óháð því hvort gist var eina eða tvær nætur. Hefði ég getað verið með annað verð fyrir ykkur? ´Þetta stóð á netinu og átti þér að vera fullkunnugt um það?
Að lokum:
Ég er svosem ekki viss um að þessir harðorðu menn sem hafa tjáð sig á netinu viti mikið hvað þeir eru að tala um, það verð ég að segja. Það er lærdómsríkt að vera ljóti strákurinn þessa dagana:-) Hvað reka margir þeirra ferðaþjónustu? Eða hefur þú gert það? Ferðaþjónustu sem er afskekkt eins og Kerlingarfjöll.
Veist þú – eða þeir vísu menn sem hafa tjáð sig af tilfinningahita – hve oft við höfum fengið pantanir manna sem svo ekki mættu?? Mér er vorkun held ég, klukkan 23:00 var ég hættur að eiga von á ykkur (1 – 3 sleðamönnum).
Sambandsleysið er bagalegt, það er reyndar mun verra fyrir okkur heldur en þú gerir þér grein fyrir.
Ég írteka afsökunarbeiðni mína og get ekki spólað tímanum til baka en boðið ykkur gistingu án endurgjalds síðar, þú lætur vita ef það er eitthvað sem þú eða þitt fólk hefur áhuga á
Með kveðju
Páll Gíslason
Pósti lýkur:Frá sendanda: Ég get ekki annað en undrast þau stóru orð og skítkast sem fallið hafa hér á þessum þræði (og yfirleitt undir dulnefni). Af skrifum að dæma þá virðist þessi uppákoma hafa verið ein mesta mannraun sem þessi hópur hefur lent í á fjöllum, ef svo er þá eigi þeir margt eftir ólært í fjallaferðamennsku.
Kveðja; Friðrik Halldórsson R-11
09.03.2008 at 21:32 #615910Kæri Hjalti
Ef þú skoðaðir málið af kostgæfni myndir þú sjá að svo sannarlega er ég ekki að skrifa nafnlaust þó svo að notendanafn mitt hér á síðunni innihaldi ekki skírnarnafn mitt líkt og hjá þér og í raun gef ég upp töluvert ítarlegri upplýsingar en þú sjálfur. Það krefst einungis lágmarks tölvukunnáttu til að fá ansi ítarlegar upplýsingar um okkur ferðafélagana sem hafa skrifað hér.
_______________________________
Hjalti Magnússon
Veffang
http://
Bíllinn notandans
Chevrolet Suburban, árg. 1980, Chevy V8 6.5L vél, beinskiptur. Hásingar: 14 bolta að aftan, Dana 60 að framan.
Bílategund
Chevrolet Suburban
Árgerð bíls
1980
_______________________________________
Ólafur Tryggvason
king (hjá) internet.is
R-3795
Álfholt 16
220
GSM: 8638611
NMTs: 8545987
Veffang
http://www.king.is
Bíllinn minn
Toyota LC 90 – árgerð 1999 en 2000 módel
38" Mudder – negld – vetrardekk : 37" DC II sumardekk.
Læstur að framan og aftan.
GPS – VHF – NMT – DVD –
Tveir aukatankar.
Bílategund
Toyota Landcruiser 90
Árgerð bíls
1999
Bílnúmer
UA 758
_______________________________________Það má vera að ég sé hrokafullur og ókurteis (að þínu mati) en ég er samt sem áður af flestum talinn hvers manns hugljúfi og drengur góður.
En eina ástæða þess að ég skrifaði hér á síðuna er að pistill Snorra er líkt og hjá þér ákaflega döpur tilraun til að skella skuldinni á þessu klúðri yfir á okkur, tilraun sem ég satt að segja skil ekki tilganginn með.Eins og ég hef sagt áður þá breytir það engu hvort landsmót Sniglanna eða einhverra annarra hafi verið í Kerlingafjöllum þessa helgi, málið snýst ekkert um það!
Það eina sem við höfum unnið okkur til "saka" er að setja okkur í samband við starfsmann Fannborgar ehf sem er rekstraraðili Kerlingafjalla og falast eftir gistingu. Og það sem meira er að við viðhéldum glæpnum með að fara eftir því sem starfsmaðurinn sagði okkur að gera og það var að mæta á svæðið – USSSSS – ég held ég fari ekki út úr húsi framvegis nema með lambhúshettu.
Það eina sem við báðum um er afsökunarbeiðni en ekki 1000 orða ritgerð uppfull af rangfærslum um sýn Snorra á málinu.
09.03.2008 at 22:49 #615912Mér þykir þetta virðingarvert af þér að biðjast afsökunar á greinilegum misskilningi milli þín og okkar. Vonandi verður það til þess að þetta mál sé loks til lykta leitt. Takk fyrir þetta.
Friðrik, ég á erfitt með að skilja það hvar þú ákveður að lesa út úr skrifum okkar stór orð og skítkast þegar að við erum að þylja upp atburði sem að ofbuðu okkur greinilega. Þú hefðir kannski keyrt hamingjusamur í bæinn eftir að vera búinn að fjárfesta í olíu, og þú veist að olían er ekki gefins í dag, og mat bara til þess að keyra upp eftir og til baka aftur. Fyrir þær konur sem að voru með okkur og voru að fara á fjöll í fyrsta skipti var þetta ekki til þess að þær séu neitt sérstaklega spenntar fyrir næstu ferð og það er svo sannarlega hægt að kalla það mannraun
Ef að þú klikkar á "Dulnefnið" sérðu allar upplýsingar um mig nema nærbuxnastærð Kannski rangnefni hjá þér að kalla þetta dulnefni, frekar viðurnefni. Ég er ekkert að fela neitt enda hef ég öngva ástæðu til þess né mínir ferðafélagar.
09.03.2008 at 23:21 #615914Mér sýnist þú nú gerast full hörundssár. Þessu með nafnlausus skrifin var hvorki beint að þér eða Stóra Bjór. Það var hins vegar innlegg frá einhverjum sem kallar sig Hans sem að þessari athugasemd var beint gegn. Reyndar er það innlegg í pistli sem Stóri Bjór setti inn. Jafnframt var þessu beint gegn öllum þeim sem hafa skrifað nafnlaust inn á vef Ferðaklúbbsins og þeir taki það til sín sem eiga.
Hjalti R-14
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.