This topic contains 36 replies, has 1 voice, and was last updated by Þorvarður Hjalti Magnússon 16 years, 8 months ago.
-
CreatorTopic
-
02.03.2008 at 16:56 #202001
Lögðum af stað í gærdag kl. 15.00 og stefnan tekinn á Kerlingafjöll. Vorum 9 manns á 4 bílum og áttum við pantaða gistingu í einum af skálunum þarna upp frá. Veðrið lofaði mjög góðu er lagt var af stað og sól og blíða alveg þangað til að komið var að Geysi að ský fór að draga fyrir sólu. Ekki létum við það draga úr okkur og lagt var á kjöl.
Snjóalög á kili voru frekar fátækleg og greinilegt að vel hafði tekið upp af snjó í þýðukaflanum um daginn. 20 til 30 cm. jafnfallinn snjór var yfir öllu og stutt í urð og grjót sem að sást frekar illa undir nýföllnum snjónum. Þetta varð til þess að 3 felgur skemmdust á leiðinni en viðgerð tókst með groddaralegum aðferðum með sleggju einni, sem að hefur bjargað okkur áður í neyð :).
Við höfðum verið vöruð við áður en lagt var af stað að vöð við Kerlingafjöll gætu verið varasöm út af krapastíflum og klaka sem ekki væri bílheldur. Þegar að þessum vöðum var komið reyndist þetta ekkert tiltökumál enda hafði frosið vel í þessu og enginn hætta á ferðum.
Við vorum kominn að Kerlingafjöllum kl. 00.00 og þar blasti við okkur fjöldi vélsleða og komumst við að því að þarna væri einhverskonar landsmót vélsleðamanna og 120 manns á staðnum. Hófst þá leit að staðarhaldara til þess að fá lykil að þeim skála sem við áttum pantaðan og gekk sú leit brösulega. Fararstjóri ferðarinnar var margbúinn að reyna að hringja upp eftir að reyna að ná símasambandi við þennan einstakling og gekk ekkert. Síðan komumst við að því að viðk. einstaklingur var sofandi í skála þarna rétt hjá og örkuðum við þangað upp eftir. Maðurinn var vakinn og hann tilkynnti okkur þá að skálinn sem að við áttum pantaðan var útleigður og ekkert sem að hann gæti gert fyrir okkur. Ótrúleg framkoma við fólk með eitt ungabarn og til háborinnar skammar fyrir þá sem eru með þessa aðstöðu á sinni könnu. Maðurinn reyndi ekkert til þess að bjarga málunum. Þarna vorum við kominn eftir 9 klst. ferðalag með fyrirfram lofaða gistingu og sviknir!
Þarna var illt í efni og fréttir af öðrum skálum í nágrenninu voru að þeir voru fullir líka þannig að ekkert annað var í stöðunni en að leita sér að gistingu á láglendinu á þessum tíma sólarhringsins eða að leggja á okkur annað eins ferðalag til baka. Ferðalag til baka varð ofan á og vegna ótrúlegrar frammistöðu staðarhaldara þarna upp frá þurftum við að leggja á okkur maraþonakstur til kl. 07.30 um morguninn með tilheyrandi pirring og þreytu.
Verð samt að fá að hrósa fararstjóra ferðarinnar fyrir alveg einstaka skapfestu við þessar aðstæður. Fararstjórinn var með eiginkonu sína og 1 árs strák, sem að er stórefnilegur jeppamaður, og það hefðu einhverjir misst skap sitt við þennan einstakling sem að réð ríkjum þarna upp frá og skiljanlega.
Í von um að þessi skrif verði til þess að svona nokkuð gerist ekki aftur.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
02.03.2008 at 17:15 #615844
þetta er´nátúrulega stðahaldaranum til skammar að geta ekkert skipulagt
en annað sem mer langar að spyrja ekkert að fynna að bara forvitnast. eru menn ekkert hræddir við að taka ungabörn með ser upp á hálendið?
02.03.2008 at 17:28 #615846Enda held ég að meiri hætta sé á ferðum með akstri hér innanbæjar.
02.03.2008 at 18:08 #615848Já þetta er ótrulega fúllt að lenda í þessu helvíti, lentum í þessu sama upp í Grímsvötnum, áttum pantað þar en þegar við mættum á svæðið var skálinn fullur af sofandi fólki. EN verð alltaf jafn hneigslaður þegar fólk er að fara með ungabörn upp á fjöll að vetritil, það gerðist nú nýlega að það veigtist 9 mán gamalt barn hér í fjallaskála og það gat einginn sofið í skálanum útaf öskrum í vesalings barninu.
02.03.2008 at 18:20 #615850En ég hef líka lent í því upp í grímsfjalli að ekki var svefnfriður fyrir fólki sem að ákvað að sitja að svambli fram eftir öllu án tillits til þreytts ferðafólks.
02.03.2008 at 19:01 #615852já ég veit ekki veikindi er kanski fyrirgefanlegt en eg væri hræddastur umhversu lengi hjálp er að berast eða jafnvel kemst ekki vegna slæms færis eða óveðurs en bara svo umhuksun´hjá mer
02.03.2008 at 20:30 #615854Ja kannski væri ráð að banna börn og aðra minna þroskaða menn í fjallaskálum !!!!!!!!!!!!
nei ég er nú bara að grínast, ég hef ekki séð neitt athugavert við það að fara með börn á fjöll. En ég held að fólk sé ekki að fara í neinar tvísýnur að gamni sínu með börn. Allavega hafa mín börn sofið án vandræða þegar maður hefur lent í því að vera alla nóttina á leiðinni eða langt fram á nótt.
Ég hef fengið gagnrýni á að fara með börn sérstaklega á jökul, en mér finnst þeim meiri hætta búin í höfuðborginni en á jökli.
Og í sambandi við að það taki langan tíma að fá hjálp þá er það eins hvort sem um er að ræða börn eða fullorðna. Ef eitthvað gerist í vetrarferðum þá stöndum við frammi fyrir því að það tekur langan tíma að fá hjálp og jafnvel getum við ekki fengið hjálp.
Í sambandi við fyrsta póstinn, dem ég hefði brjálast.
Ekki góð auglýsing fyrir Kerlingafjallamenn.
kveðja Lella
02.03.2008 at 20:36 #615856Ef ungbörn veikjast alvarlega þarf þá hjálp að berast fyrr en til annarra barna?
Og mér er spurn, veikjast ungbörn oftar alvarlega en aðrir aldurshópar? (mínir drengir gera það ekki)Ég er þeirrar skoðunar að börn eiga fara á fjöll við fyrsta tækifæri eða um leið og foreldrarnir treysta sér til. það er aftur á móti ekki einfallt mál að vera með ung börn á fjöllum og ber ég ómælda virðingu fyrir fólki sem nennir að standa í því "veseni" sem fylgir því að vera með ung börn á fjöllum.
02.03.2008 at 20:53 #615858Ég og mínir ferðafélagar ferðumst næstum alltaf með börnin okkar með okkur. Dóttir mín fór í sína fyrstu jöklaferð ca 3 mánaða gömul og hefur ekki slegið slöku við síðan, enda er þetta fjölskyldusport. Maður þarf auðvita að vera meðvitaður um það að maður er að ferðast með börn, enda eru mínir ferðafélagr það.
Hvað bókunina í Kerlingafjöllum varðar, þá þykir mér þetta skrítið. LÍV hittingurinn var planaður fyrir mörgum mánuðum síðan svo eitthvað hefur misfarist þarna.
Góðar stundir
02.03.2008 at 21:13 #615860Skiptir engu hvort barnið var með eða ekki.
Þetta er til skammar fyrir staðarhaldara. Að mínu mati eiga börn að fá að fara með í svona ferðir um leið og foreldrar treysta sér til. Ferðalög eru hjá flestum áhugamál fjölskyldunnar.
02.03.2008 at 23:40 #615862Hehe…. fyndið hvað fólk sem aldrei fer á fjöll er hrætt við eitthvað sem hugsanlega aldrei getur gerst og setur upp hneikslunar svip við svona löguðu. Það er víða á byggðu bóli hér á Íslandi sem er vont að aðhafast eitthvað "ef eitthvað kemur hugsanlega fyrir".
Kannsli er bara best að vera heima í lokuðu glerbúri og drepast úr leiðindum.
.
Ég hefðir verið vægst sagt BRJÁLAÐUR ef mér hefni verið vísað á dyr við þessar aðstæður, enda skaphundur hinn mest.
.
Kv. Atli E. (með fullan bíl af börnum á fjöllum)
03.03.2008 at 13:06 #615864Ég held það sé allt í lagi að fara með ung börn á fjöll, svo lengi sem barnið á sér ekki sögu veikinda eða ofnæmis og er líklegt til að þola ekki þunna loftið.
Ef eitthvað kemur alvarlegt kemur upp, þá er alltaf þyrla Landhelgisgæslunnar neyðarúrræði og fyrstu hjálpar búnaður er í skálunum, auk þess sem margir eru með sjúkrakassa í bílum sínum.
03.03.2008 at 13:09 #615866Vil bæta við að það er algjör hneisa að vísa fólki frá sem búið er að panta, vegna handvammar þess sem tók pöntunina niður.
Ferðaþjónustuaðilar eiga bara að vera skaðabótaskyldir í svoleiðis málum.
07.03.2008 at 00:18 #615868Þess má geta að í framhaldi af þessum pósti hafði maður, sem er eitthvað viðkomandi rekstri þessa staðar, samband við undirritaðan. Hann var að kanna hvernig við höfðum pantað og í hvaða númer við hringdum og útskýrðum við það fyrir honum. Maðurinn hafði miklar áhyggjur af þessum þræði og að hann væri að skaða kerlingafjöll sem ferðamannastað. Ekki kom ein afsökunarbeiðni eða hvort eitthvað væri hægt að gera fyrir okkur vegna þessa klúðurs. Eitt er öruggt að með svona hugarfari verður þetta ekki einhver draumaáningarstaður okkar jeppamanna.
Í von um að rekstraraðilar bæti sig svo svona komi ekki fyrir aðra í framtíðinni.
07.03.2008 at 01:39 #615870Ég tek dóttur mína með mér í mínar ferðir og vona að sem flestir taki sín börn með í ferðir. Ef að etthvað myndi nú gerast sem að ég vona nú að svo verði ekki að þá myndi ég fyrst og fremst reyna að ná sambandi við lækni eða björgunnarsveit og reyna að ath hvað hægt væri að gera í stöðunni. Robbi, hvað fynnst þér að við sem að eigum börn okkar ættum að gera við þau? Hafa þau inn á barnaspítala hringsins þangað til að þau séu orðin nógu stálpuð að þau geta farið að hugsa um sig sjálf? Eða hvað með fólk sem að býr á landsbyggðinni. Á að banna þeim að vera með ungabörn heima hjá sér vegna þess að það væri hugsanlega svo langt og kannski ekki alltaf hægt að ná í eða sækja lækni ef að barnið veikist? Eiga börnin okkar ekki jafni mikið að fá að ferðast með okkur um hálendi Íslands meðan það er eins fallegt og það er af því að etthvað gæti hugsanlega (vonandi ekki) gerst, og barnið gæti veikst. Hvað ef að allir myndu nú hugsa þannig. Ætti kannski að banna fólki að fá að ferðast um landið því að etthvað gæri komið fyrir það. Eru þið alveg gjörsamlega búin að tapa ykkur. Hvörslags bull er þetta orðið í ykkur.
Ég sem að stóð í þeirri meiningu að þetta væri svo skemmtilegt sport; myndi sameina fjölskylduna, börn fá að ferðast með okkur. Vinir og kunningja hittast og svo myndi við jafnvel kynnast fleira mis skemmtilegu fólki. En þetta er þá bara er einn risa stór miskilningur hjá mér og að hef ég haldið það í öll þau ár sem að ég hef verið í þessu félagi. Þá er nú barasta best að fara selja gripinn, hætta að ferðast eða fara út eða bara hreyfa mig því það gæti ,,kannski" etthvað komið fyrir. Ég veikst eða álíkaVirðufyllist;
Mjög vonsvikinn Spotti.
07.03.2008 at 09:13 #615872Stóri Bjór skrifar neikvæðan pistil hér um Kerlingarfjöll og móttökur þar. Við sem rekum ferðaþjónustuna í Kerlingarfjöllum [url=http://www.kerlingarfjoll.is:1365s51k][b:1365s51k]www.kerlingarfjoll.is[/b:1365s51k][/url:1365s51k] viljum gjarnan sjá sem flesta jeppaferðamenn og taka vel á móti þeim. Það er rétt að við höfðum samband við hann og fararstjórann sem hann vitnar til þar sem svona skrif skaða staðinn og við vildum vita nákvæmlega hvað gerðist þarna áður en við kæmum fram með athugasemdir okkar og/eða afsökunarbeiðni . Eftir ágætt spjall okkar þar sem við ræddum málin er ég undrandi á því að hann heldur skrifum sínum áfram í sama tón og áður.
Athugun okkar leiddi í ljós að nokkurrar ónákvæmni gætir í skrifum Stóra Bjórs. Því þarf að leiðrétta og útskýra nokkur atriði og sagan er svona frá okkar sjónarhóli:
Fararstjóri ferðarinnar hringdi efir hádegi á föstudegi í GSM síma staðarhaldara, sem þá var á leið inneftir (var sunnan við Bláfellið) til að sjá um landsmót vélsleðamanna, til að panta gistingu í Kerlingarfjöllum. Fararstjórinn fékk þau svör hjá staðarhaldara að þar yrði vélsleðamót um helgina og allt væri fullt. Ferðamönnum var því fullkunnugt um það áður en þeir lögðu af stað að þarna væri vélsleðamannamót og allt fullt, annað skrifaði Stóri Bjór.
Sá misskilningur virðist hafa komið upp í samtalinu að staðarhaldari taldi að hér væri um vélsleðamenn að ræða og það ekki marga en fararstjórinn taldi sig vera að panta fyrir jeppamenn, ca 8 -10 manns. Staðarhaldari lét þess getið að ef til vill væri hægt að koma þeim fyrir í skála sem stæði afsíðis og ekki væri almennt notaður. Athugið, staðarhaldari taldi að hér væru vélsleðamenn að hringja og leit ekki á þetta sem staðfesta pöntun en farastjóri jeppamannanna taldi hér með að hann væri kominn með pöntun fyrir 10 jeppamenn.
Fararstjóri jeppamanna reyndi ítrekað að hringja í báða NMT símana sem eru í skíðaskólanum. Því miður hefur NMT símasambandinu hrakað mjög í þessu ári og á síðasta sumri voru sífelld vandræði að ná sambandi. Í vetur hefur þetta verið þannig að ef NMT símarnir hafa sýnt samband (sem er ekki alltaf), þá hefur yfirleitt ekki náðst lína. Þennan dag var einhver nálægt símunum allan daginn, þeir sýndu samband, en aðeins eitt símtal náði inn. Fararstjóri jeppamanna hefur staðfest að hann fékk alltaf tilkynningu um að símanir væru utan þjónustusvæðis þegar hann reyndi að hringja. Þar er ekki við staðarhaldara að sakast. Á staðnum er líka VHF stöð með góðu loftneti sem við látum skanna allar VHF rásir sem við höfum. Fararstjóri jeppamanna hefur staðfest að hann reyndi ekki að kalla á VHF, enda var hópurinn með lokaða einkarás sem hann notaði á milli bíla. Þarna valda fjarskiptavandræði því að ekki næst að staðfesta pöntunina betur eða leiðrétta þann misskilning sem var uppi. Vonir standa til að með vorinu komi bæði Tetra samband og VodafoneGSM samband á svæðinu.
Yfir 120 sleðamenn mættu á mótið og staðarhaldari hafði í nógu að snúast ásamt aðstoðarfólki sínu, enda báru þau fram matarveislu fyrir allan hópinn á laugardagskvöldinu. Starfsfólkið skipti liði síðar um kvöldið, tveir vöktu og sáu um veitingar, staðarhaldari og aðrir fóru að sofa enda skyldi dagurinn tekinn kl. 5 um morguninn til að sjá um frágang eftir veisluna.
Uppúr miðnætti var staðarhaldari vakinn og honum sagt að úti væri -hópur af jeppum- og að fólkið bæði um gistingu. Hér kom upp annar misskilningur, staðarhaldari setti þetta ekki í samhengi við símtalið frá föstudeginum og áttaði sig ekki á að þetta væri sama fólkið. Hann taldi saman möguleika á að setja 4-5 í eitt hús þar sem sleðamenn hefðu ekki skilað sér enn (taka sénsinn á að þeir kæmu ekki um nóttina) og etv. væri hægt að troða einum inn í annað hús, þetta væri í raun útilokað fyrir stærri hóp. Hann lét því skila til baka að hann gæti ekki tekið þennan hóp í gistingu. Staðarhaldari hafði ekki hugmynd um að barn væri með í förinni. Fararstjóri jeppamanna lét sér þetta lynda og hópurinn fór. Rétt er að taka fram að fararstjóri talaði ekki beint við staðarhaldara, skilaboð voru borin á milli.
Í samtölum mínum við fararstjóra jeppamanna kom fram mikil gremja þeirra yfir að koma á svæðið, finna ekki staðarhaldara strax og -það var eins og enginn gestanna (sleðamannana) á svæðinu vildi hjálpa þeim-. Þeir fundu þó fljótt konu sem var í veitingasölunni og hún bauð þeim að koma sér fyrir á dýnum í salnum ef þau vildu. Jeppafólkinu leist ekki á það þar sem enn var gleðskapur í gangi í húsinu, skiljanlega. En staðreyndin er samt sú að þeim var boðið húsaskjól, hlýtt og rúmgott með aðgangi að salerni, þetta boð hefði mátt nýta ef neyð væri á ferðum.
Fararstjóri jeppamanna gerir ekki mikið úr því að hann var með 1 árs strák og tók skýrt fram í samtölum okkar að þar var engin neyð á ferðum. Okkur finnst miður að Stóri Bjór skuli í pirringi sínum reyna að sverta okkur frekar með því að blanda barninu í máið.Í samtölum mínum við fararstjórann kom fram að þeim var kunnugt um að fólk væri í Svartárbotnum. Sá skáli er við Kjalveg, rétt norðan við afleggjarann inn í Kerlingarfjöll. Skálinn er mjög stór og tekur marga í gistingu. Aðspurður sagðist fararstjórinn ekki hafa kannað þetta frekar heldur hafi móralinn í hópnum verið orðinn þannig eftir vonbrigðin í Kerlingarfjöllum að fólkið vildi bara koma sér til byggða. Þau könnuðu ekki heldur með gistipláss í Árbúðum en hópurinn keyrði eftir Kjalvegi í nokkur hundruð metra fjarlægð frá þeim skála.
Svona teljum við eftir nokkra eftirgrennslan að þetta hafi gengið fyrir sig.
Ljóst er að ákveðnir hlutir fóru úrskeiðis og okkur er ljúft að biðja hópinn hér með afsökunar á því sem að okkur snýr. Það er helst, að staðarhaldari okkar skyldi misskilja samtalið við fararstjóra jeppamanna og ekki átta sig á því að jeppahópurinn tengdist því símtali.
Við viljum gjarnan sjá sem flesta jeppamenn í Kerlingarfjöllum, staðurinn er alveg frábær og mjög góð aðstaða er á staðnum á veturna þær helgar sem opið er, sjá [url=http://www.kerlingarfjoll.is:1365s51k][b:1365s51k]www.kerlingarfjoll.is[/b:1365s51k][/url:1365s51k]. þessi helgi var mjög óvenjuleg vegna þess að staðurinn var einfaldlega yfirfullur og í raun frátekinn af vélsleðamönnum.
Snorri Ingimarsson
07.03.2008 at 11:23 #615874Ekki eina dæmið um skálavesen þessa helgina. Fórum fimm á tveimur bílum í Jökulheima síðastliðið
föstudagskvöld með 20 þús. kr. greiðslukvittun upp á vasann frá Jörfa um gistingu í litla skálanum. Þegar við greiddum gistinguna þá var okkur sagt að það hafi verið 18 manna hópur að vera falast eftir skálanum en verið neitað því við höfðum pantað áður. Hefði þeir því fengið 10 rúmpláss. En viti menn þegar við renndum í hlað í Jökulheimum um miðnætti þá var þessi sami hópur búinn að koma sér fyrir í skálanum og nú um 20 manns. Þeir byrjuðu á að segja okkur að það væri 1 rúmstæði laust og þeir ætluðu að "reyna hliðra til" svo við gætum sofið á gólfinu. Ég brást reiður við en sagði svo sem ekkert dónalegt eða eitthvað sem lítur illa út á prenti. Þó svo að einn þeirra hafi boðist til að sofa í bílnum fórum við í stóra skálann upp á von og óvon því von var á hópi þangað. Kom hann stuttu seinna, viðgerðarhópur frá Jörfa sem var boðinn og búinn að hliðra til svo allir gætu lagst á sitt græna eyra þó svo það væri á gólfinu eða út í bíl. Ég hef svo sem lent í ýmsu í skálum en þetta er nú mesta frekjan og yfirgangurinn. Auðvitað geta skálar fyllst við vond veður, bilarnir og þess háttar en þetta var bara planað fyrirfram.
07.03.2008 at 11:43 #615876Ég veit að þetta umrædda kvöld/nótt var fólk í Árbúðum – um 15 manns og því verið laus á milli 15 og 20 rúm þar, ef eftir því hefði verið leitað.
En það að ferðast með börn – ég held nú að þeir sem hafa hátt um að ekki eigi að gera það eigi annað hvort ekki börn eða ferðist lítið – ég hef ferðast með mín börn frá því að þau voru nokkurra mánaða og tel ekki meiri hættu fólgna í því heldur en að fara með þau til útlanda – svo dæmi sé tekið, þar sem heilbrygðisþjónusta er bágborinn og maður talar jafnvel ekki mál innfæddra.
En af þeim Kerlingafjallabændum þá hef ég ekki nema góða sögu að segja og ávalt fengið þar frábærar móttokur hafi ég leitað þangað – en auðvitað getur orðið misskilningur og á öllum málum eru fleiri en ein hlið – það er því flott að fá pistilinn frá Snorra líka…. Annars hélt ég að nánast allir sem þvælast eitthvað á fjöllum vissu af vélsleðamótinu í Kerlingafjöllum um þessa helgi…
Benni
07.03.2008 at 11:49 #615878Ég vil nú byrja á að þakka Snorra fyrir greinagóða lýsingu á þessari uppákomu, ég skil að Stóri Bjór skuli vera reiður en bið samt um að menn sýni stillingu í skrifum sínum hérna á vefnum. Það eru skýringar á flestu og tvær hliðar á öllum málum. Ég ætla samt sem áður ekki að taka afstöðu í þessu máli en sýnir að við verðum að undirbúa svona ferðir vel, hafa pappíra og lykla með í för.
Hvað uppákomu Tómasar varðar þá er það ofur einfalt, þeir sem höfðu komið sér fyrir fara út, þeir sem hafa pantað fara inn og svo má athuga með pláss.
Ég átti pantaðan skálann í Sveinstindum eitt haustið og var með hóp sem fyllti skálann. Þegar við komum að skálanum var hópur búinn að koma sér fyrir. Með réttu augnaráði og hljóm í röddinni ásamt þumlinum tók þessi hópur saman föggur sínar og yfirgaf staðinn, ég vona að þau hafi fengið inn einhversstaðar.
Þetta er ofur einfalt, þeir sem undirbúa sig og panta ganga fyrir. Þeir sem fara í von og óvon verða að kyngja því ef óvon verður upp á, það er ekkert um að semja.
kv. vals.
07.03.2008 at 17:16 #615880Sæll Snorri,
Okkur finnst heldur halla á okkur ferðalangana í þessum pistli þínum og fyrst þú kýst að leysa málið opinberlega þá er sennilega réttast að við gerum það líka.Satt að segja hef ég orðið fyrir miklum vonbyggðum með hvernig þið hafið tekið á þessu máli, og þessi grein þín á old.f4x4.is getur aldrei talist sem afsökunarbeiðni, hún er döpur tilraun til að réttlæta misgjörðir ykkar og reyna koma einhverri sök á þessu klúðri yfir á okkur.
Það er með ólíkindum að ykkar maður hafi misskilið þetta líkt og þú heldur fram. Það var aldrei í umræðunni að við værum á sleðum en ekki það að ég sjái hverju það breyti.
– Við hringdum og pöntuðum gistingu fyrir 8-10 manns
– Fengum í fyrstu það svar að allt væri fullt en var svo tjáð að eitt hús væri laust og að við gætum fengið það.
– Við létum vita að við yrðum seint á ferðinni
– Við buðumst til að greiða fyrir gistinguna strax, en starfsmaður Kerlingafjalla vildi það ekki, vildi að við gerðum bara upp þegar á staðinn væri komið.
Það getur ekki breytt klúðri rekstraraðila Kerlingafjalla hvort við náðum sambandi við ykkur eða ekki – því við vorum búin að fá úthlutað skála fyrir 8-10 manns og ef það breyttist eitthvað og búið væri að ráðstafa skálanum til annarra hefði staðarhaldari átt hið minnsta að reyna hafa samband við okkur og láta vita (sem hann gerði ekki).
Ég keyri líka alltaf með VHF stöðina í bílnum á skönnun og varð ég ekki var við neinar tilraunir starfsmanns Kerlingafjalla til að kanna hvort við (sem áttum skálann pantaðan) værum á leiðinni eða ekki.
Það að við erum með lokaða einkarás hefur ekkert með málið að gera og lagar ekkert YKKAR KLÚÐUR.Við Komum á svæðið um kl 23:30 og fóru fyrstu 30 mín í að grafa upp hvar staðarhaldari var niðurkominn. Við komum EKKI á svæðið og vorum að BIÐJA um gistingu – við komum á svæðið og tilkynntum að við ættum PANTAÐA gistingu í húsi sem væri aðeins fyrir utan svæðið, flestum gestum landsmóts LÍV sem við ræddum við fyrir utan aðalskálann fannst skrítið að við ættum pantaða gistu þetta kvöld.
Fyrsta sem við fengum að vita var að enginn vissi hvar staðarhaldari var niðurkominn og enginn gat hjálpað okkur þrátt fyrri ítrekaðar tilraunir okkar til að fá einhver svör. Hópurinn ræddi málinn og þá skringilegu stöðu sem upp var kominn, við vorum á þessum tímapunkti farin að brosa út í annað yfir þessu öllu saman, þ.e. við mætt á svæðið og enginn á vegum svæðisins til að ræða við okkur og lífsins ómögulegt að fá að tala við einhvern sem eitthvað vissi og reikistefnan algjör, við einfaldlega trúðum því ekki að þetta væri að gerast.
Við fórum aðra ferð til að reyna finna staðarhaldara í aðalskála og loks fundum við einn gest sem var tilbúin að aðstoða okkur þar sem hann taldi sig vita hvar staðarhaldari var niðurkominn.
Nú héldum við að björninn væri unnin og staðarhaldari myndi koma og leysa málið – EN NEI – við fengum aldrei þann heiður að tala við manninn heldur lét hann sendiboða (þennan ágæta gest sem bauð fram aðstoð sína) bera upplýsingar í okkur, upplýsingar sem voru – ALLT FULLT EKKERT HÆGT AÐ GERA, – [við] já en við áttum pantað – SORRÝ ALLT FULLT EKKERT HÆGT AÐ GERA.Ég hef starfað við sölu og þjónustu alla tíð og verð ég að viðurkenna að álíka uppákomu hef ég aldrei lent í – þessi ágæti staðarhaldari Kerlingafjalla (sem nota bene virtist vera eini maðurinn á svæðinu sem vissi eitthvað) gat engan veginn stigið úr rekkju og kannað hvað málið var, það getur ekki annað en talist nokkuð alvarleg staða þegar 8 manna hópur mætir á svæðið og heldur því fram að hann eigi pantaða gistingu. Ef ég set mig í hans spor og ég væri vakinn upp "um miðja nótt" og mér væri sagt að komið væri fólk sem segðist eiga pantaða gistingu, myndi ég hið minnsta rísa úr rekkju og kanna hvað málið væri frá fyrstu hendi. Ég færi svo bara að sofa aftur þegar málið væri leyst.
Í SÖLU OG ÞJÓNUSTU STÖRFUM LEYSIRÐU ÞAU MÁL SEM KOMA UPP EF ÞESS ER EINHVER KOSTUR, ÞÚ HELDUR EKKI ÁFRAM AÐ SOFA.Þegar þarna er komið við sögu er kl langt genginn í 01:00 og við ekki með gistingu. Þetta boð um að hluti hópsins fengi að gista í glensinu í stóra skálanum með ákaflega hressum og glöðum vélsleðamönnum var í sjálfu sér ekki slæmt en fyrir okkur var alveg eins gott að vaka og keyra eins og að vaka og djamma með vélsleðamönnunum.
Við ákváðum því að rúlla af stað og í fyrstu atrennu að keyrða inn á Kjöl og taka stöðuna þar, það var alveg eins inni í myndinni að rúlla norður fyrir og reyna við gistingu þar. Við vissum af öllum þessum skálum á svæðinu, en við vissum líka af því að það var mikið af fólki á fjöllum þessa helgi.
Við mátum stöðuna þannig að fara eiða drjúgum tíma á þessum tíma dags í að keyra upp að skálunum á svæðinu til að kanna gistimöguleika væri ekki það besta í stöðunni og myndi líklega tefja það enn frekar að við kæmumst á náttstað og því varð það úr að við keyrðum suður og endaði sá akstur heima í heiðardalnum, réttilega okkar val en klárlega "ykkur að þakka" að svona fór.Það að það séu fleiri skálar á miðhálendi Íslands lagar ekkert stöðuna fyrir ykkur ágætu herramenn, VIÐ ÁTTUM PANTAÐ HÚS HJÁ YKKUR hvort sem starfsmaður ykkar misskildi okkur fyrir að vera skíðagöngumenn, vélsleðamenn, jeppamenn eða aðrir ferðalangar á fjöllum. Ykkar starfsmaður lofaði gistingu (húsi) og við buðumst til að borga strax, sem hann afþakkaði og vildi heldur taka við greiðslu á staðnum (hefði hann þá ekki þurft að vakna?). Það var enginn viðleitni af ykkar hálfu á staðnum til að sjá hvernig væri hægt að leysa málið, þess í stað hélt starfsmaður ykkar áfram að sofa og hafði greinilega engan áhuga á að ræða við okkur til að kanna hvað málið var.
Ég vill leggja áherslu á að sú staðreynd að barn væri með í för hefur ekkert með þetta mál að gera og var aldrei nein krafa okkar hálfu að á okkar máli væri tekið á sértækan máta af því það var barn í hópnum. Við vildum einfaldlega fá þá gistignu sem við pöntuðum og okkur var lofað og hópurinn var búin að ferðast inn á mitt hálendið til að koma í. En svona lítur þetta út fyrir okkur sem fórum í þessa ferð og þess vegna finnst okkur að menn eigi að geta beðist afsökunar án þess að afsaka sig.
Mbk, Óli, Svali leiðangursstjóri og allir hinir sem fóru með
07.03.2008 at 23:00 #615882Það má kalla pistil minn neikvæðan og ónákvæman. Eftir stendur þó að við vorum með pantaðan skála og þegar upp eftir var komið, gekk það ekkert eftir. Það að þú hafir ákveðið að túlka það að ég sé að ræða um eins árs gamalt barn í pistli mínum bara til þess að sverta ykkur er þvæla. Ég var eingöngu að tala um stöðu okkar sem ferðalanga og hvort sem að þér líkar betur eða verr að þá lítur ykkar mál verr út í ljósi þess að ungabarn var með í för.
Meðan að þið eruð að gefa upp þessi símanúmer á síðunni ykkar er ykkur ekki stætt á því að kvarta yfir því að lélegt samband er þarna upp frá, Þá eigið þið að segja fólki að hafa samband á annan hátt.
Ein spurning að lokum, hvað kemur það málinu við að það hafi verið pláss í öðrum skálum? Þið stóðuð ekki við það sem um var samið og þannig standa málin
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.