Forsíða › Forums › Spjallið › Umhverfismál › Kerið – athyglisverð frétt
This topic contains 23 replies, has 1 voice, and was last updated by Björn Pálsson 16 years, 6 months ago.
-
CreatorTopic
-
26.06.2008 at 18:39 #202598
Datt í hug að benda ykkur á þessa frétt á mbl
.
Í stuttu máli þá hefur kerið ehf sem á kerið í grímsnesi ákveðið að takmarka aðgang að kerinu með því að stöðva skipulagðar hópferðir, ástæðan er sú að mikil ásókn á síðustu árum hefur valdið náttúruspjöllum á svæðinu.
.
Persónulega þá fagna ég því að það skuli yfir höfuð vera gert eitthvað í því að vernda þessa náttúruperlu.
.
Ætli við komum til með að sjá fleiri svona aðgerðir þar sem náttúruperlur eru í einkaeigu?
.
Kv.
Óskar Andri -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
26.06.2008 at 19:41 #625002
þetta er frábært en jahh ég held að ríkisstjórnin eigi ekki eftir að leggja neitt og mikið á sig í að vernda náttúruperlnurnar okkar svo við verðum held ég að treysta á þá sem eiga perlurnar eins og t,d kerið ehf
27.06.2008 at 12:58 #625004Um að gera loka öllum flottu stöðunum okkar sem við erum svo hreyknir af og folk kemur til að skoða
loka geysir,loka gullfossi best að virkja hann bara
þa þarf ekki að hafa ahyggjur af hopum að skemma.
Haleluja banna banna lok lok og læs
frabær hugsun vona að þið verðið svona hlynntir
boðum og bönnum þegar verður farið að banna okkur að aka um halendið a veturnaloka loka loka
hneyksliskveðja Helgi
27.06.2008 at 17:22 #625006Það ætti að loka Geysis svæðinu fyrir allri umferð, girða það af, og rukka inn til að standa straum af kostnaði sem því fylgir að varðveita og vernda svæðið fyrir ferðamannaflaumnum og umhverfissóðum.
Nú þegar liggur það undir stórum skemmdum og er alveg hreint skammarlegt að sjá ferðamannahópanna vafra út um allt, inn fyrir snærin, sparka í hveraútfellingar og henda grjóti í hverina.
28.06.2008 at 06:15 #625008Ef þessar náttúruperlur eða svæðið í kring er að verða fyrir skemmdum vegna ágangi ferðamanna og/eða umhverfissóða vill ég frekar sjá þeim lokað alveg eða á svipaðan hátt og kerið. Þar er bara lokað fyrir hópferðir en ekki Jóa og Gunnu á sínum einkabíl. Af tvennu illu myndi ég frekar vilja seinni kostin.
.
Kv
Óskar Andri
28.06.2008 at 08:41 #625010Þegar þölmörk svæða er að springa þá þarf að grípa til einhverja ráðstfanna. Einn kosturinn er að loka allveg en hinn er að takmarka aðgang. Þessi leið sem tekinn var við kerið er mjög góð Þar sem svæð er ennþá opið fyrir almenning en ekki fyrir fjöldaferðamennsku eins og rútuhópar flokkast undir.
Það sem eigendur kerisins verða núna að gera er að skoða hvað þeir geta gert til að gera svæðið þannig að hægt verði að taka á móti öllum sem vilja skoða svæðið. Með því þarf að búa til góða stíga og afmarka hvað fólk má ganga og f.l það er hægt að útbúa svæðið þannigð að það beri fjöldaferðamennsku en það þarf að vanda vel til verks en á meðan er best að takmarka þá umferð sem fer um svæðið.
kv
Þórður Ingi
Ferðamálafræðingur
28.06.2008 at 08:54 #625012Umræðan um hvort rétt sé að innheimta aðgangseyri vegna umferðar um vinsæla ferðamannastaði er ekki ný. Hvort menn borga eða ekki bætir lítið umgengni um þessa staði er ég hræddur um. Vandamálið er líklegast ekki hópar erlendra ferðamanna eins og fullyrt er hér að ofan. Heldur frekar illa upplýstir Íslendingar sem láta jafnvel börnin sín hlaupa eftirlitslaust um hverasvæði og erlendir ferðamenn sem ferðast á eigin vegum (þ.a.l. ekki í eiginlegum hópum með leiðsögumönnum) svo dæmi sé tekið. Sjálfur fer ég all oft t.d. um Geysissvæðið með hópa og geri ég ferðamönnum það ljóst áður en ég hleypi út úr rútunni að eingöngu megi ganga um stígana. Bannað sé að fara inn fyrir kaðlana. Vara við hættunum og fylgi svo hópnum og reyni að vaka yfir öryggi allra. Fullyrði ég að þannig haga sér flestir leiðsögumenn. Ef ekki af uhyggju fyrir fólkinu og landinu. þá af þeirri eigingjörnu ástæðu að við (leiðsögumenn) höfum einfaldlega ekki tíma til að standa í vandræðunum og töfum sem fylgja slysum sem geta orðið á svæðum eins og hjá Geysi.
Oft velti ég því fyrir mér hvar þessi eftirlitsmaður sem ráðin er til að gæta Geysissvæðisins er. Lýsi ég hér með eftir honum – hefur einhver séð hann? Sumar vikur fer ég nokkra Gullhringi og hef aldrei séð þennan vörð. Ég er eiginlega sannfærður um að ef til þess kæmi að innheimt yrði gjald fyrir aðgang að náttúruperlum þessa lands myndi ekki ein einasta króna skila sér í að bæta aðstöðuna á sömu stöðum. Tekjurnar færu allar í umstangið við innheimtuna enda ekki ókeypis að byggja miðasöluskúra kynda þá og lýsa, um land allt. Manna þá á vöktum og svo framv. Nær væri að leggja þá frekar smá-skatt á hafnargjöld og flugvallagjöld sem allir sem heimsækja okkur leggðu etv 100 kr í. Ef hingað koma 500.000 gestir á þessu ári væru þetta 50.000.000,- sem er etv. engin ósköp en þó meira en ekkert. Það væri þá etv. til peningur fyrir nýjum köðlum og varúðarskiltum á Geysi.Var við kerið með hóp á fimmtud. var og þar var engin tilk. um lokun. En auðvitað er það sorglegt ef satt er að ferðamenn séu að eyðileggja staði eins og Kerið. Eftir stendur spurningin, er rétt að náttúruperlur sem eru í landi í einkaeigu séu ekki aðgengilegar öllum almenningi? Eða er það eitthvað sjálfsagt að allir hafi aðgang að stöðum í almenningseign? Ef einhver kaupir land sem áratuga hefð er fyrir umferð ferðamanna og er etv. í almanna leið. Hefur þá ekki skapast svokallaður réttur til umferðer líkt og um allt ógirt land til sveita á Íslandi. Eða svipað og "right of way" í Bretlandi svo farið sé út fyrir landsteinana eftir fyrirmynd.
Kveðja
Steini
28.06.2008 at 10:21 #625014Vandamálið er ekki íslenskur almenningur. Vandamálið er álagið sem túristabændur búa til með ofbeit túrista utan úr heimi í hundruðum þúsunda á örfá staði í íslenskri náttúru. Það er eina orsök þessa vanda. Þeir einu sem láta sér detta í huga að reyna að halda öðru fram eru túristabændur eða menn sem ekki hafa komið á þessa staði yfir há annatímann.
28.06.2008 at 12:11 #625016Vandamálið er ekki Íslenskur almenningur, er fullyrt hér að ofan. Það er etv. ekki rétt að kalla Íslenskan almenning vandamál. Umgengni mjög margra sem teljast til Íslensks almennings er vandamálið. Nefni ég hér sem dæmi reykingafólk. Reykingafólk hendir stubbum um allt. Það má vel vera að annara þjóða ferðamenn geri þetta líka, en Íslendingar eiga að ganga á undan með góðu fordæmi og henda ekki rusli á víðavangi. Flestir vilja ganga vel um og telja sig ferðast í sátt við umhverfið og gera það eflaust. Það er þessi hópur sem eftirlitslaus vafrar um landið vítt og breitt og er ekkert frekar bundið við svokallaða ferðamannastaði og skilur eftir sig slóðan af rusli. Það er bæði sorglegt og ergilegt að koma í þá vin sem Veiðivatnasvæðið er og sjá þar alla vatnsbakka útbíjaða í stubbum. Þessir stubbar eru að lang mestu ef ekki öllu leiti eftir Íslendinga sem margir hverjir eru þó einlægir aðdáendur Íslenskrar náttúru. Vandamálið er "mentalítet" þjóðarinnar. Íslendingar eru því miður ekki komnir lengra á þróunarstiganum en raun ber vitni.
Ég er mjög oft spurður af erlendum ferðamönnum sem ég leiðsegi hvernig okkur takist að halda landinu okkar svona óspiltu og hreinu. Ég lýsi gjaran hróðugur mikilli umhverfisvitund okkar og að börnum sé innrætt virðing fyrir náttúrunni. Ég læt ósagt frá þeirri staðreynd að hér býr nánast engin til að sóða út. Hér búa rúm þrjúhundruð þúsund manns á 105.000 km2. Það tekur marga mannsaldra að sóða það allt út. En sem betur fer, fer umgengni batnandi en á sama tíma stingur slæm umgengni og sóðaskapur meira í stúf.
Hér að ofan er talað um að landið þoli ekki þetta álag og þessa umferð. Það getur verið rétt í mörgum tilfellum. Það má til dæmis ekki hleypa flokk túrista út í mosavaxið hraun til að klöngrast og tæta. Það þarf að útbúa aðstöðu til móttöku ferðamanna hverra þjóða þeir kunna að vera. Ef bornir eru saman staðir eins og Þingvellir, Blá lónið annarsvegar og svo Geysir og Gunnuhver hinsvegar má auðveldlega sjá hvernig fer ef aðstaðan er ófullnægjandi. Á Þingvöllum og í Bláa lóninu breytir það litlu hvort 50 eða 5.000 manns heimsækja staðinn á einum degi á meðan alsherjar kaos ríkir við gunnuhver ef 50 mans eru þar samtímis og allt fer úr böndunum ef nokkrar rútur koma á sama tíma að Geysi. Þetta þarf einfaldlega að laga. Tökum ísbjarnarbjörgunarféð sem sparaðist við að fella þessa tvo bangsa sem felldir voru og leggjum stíga fyrir það. Svo ekki sé nú talað um ef mætti koma fyrir upplýsingaskiltum, ruslatunnum og almennilegri salernisaðstöðu á ferðamannastöðum.
Ferðamannafjöldin vex svolítið í augum margra er ég hræddur um. Afkastageta ferðaþjónustunnar er mjög takmörkuð af framboði á gistirými, fólksflutningum, leiðsögumönnum og fleiri þáttum. Hér á landi eru ekkert margir á sama tíma borið saman við marga staði erlendis. Við gætum margfaldað þessa tölu með betri skipulagninga nokkurra hamlandi þátta sem virka sem flöskuhálsar. Hitt er svo annað mál að við (Íslendingar) eigum auðvitað að velja okkar gesti með því að verðleggja Ísland eins og lúxushótel og stjórna þannig fjöldanum og stilla í viðráðanlegt magn.
Auðvitað er rétt að hafa áhyggjur af landinu og þessum perlum sem við erum svo stollt af. En engin ástæða er til að fyllast skelfingu og fara um landið með boðum, bönnum og lokunum. Aukin fræðsla eftirlit og hærra þjónustustig er það sem vantar. Þá vantar auðvitað að gera fleiri fallega staði aðgengilega sem hægt væri að stýra hópum á og hafa eitthvað uppá að bjóða.
Gaman væri ef spjallverjar á þessum vef tækju sig til og stofnuðu þráð með hugmyndum um slíka staði og hvernig ætti að standa að málum á hverjum stað. Ófáir eru jafn víðförlir og fróðir um landið og einmitt þeir sem hér stinga niður stílvopni.
Kveðja
Steini
28.06.2008 at 18:50 #625018Mikið er eg sammala þorsteini herna um velflest.
En gummi j segir vandamalið er ekki Islendingar
þarna verð eg að staldra við og kommenta a þetta
eg keyri turista nanast daglega a sumrin og lika
mikið a veturna og eg verð að segja að Islenskir
ferðamenn eru langt i fra þeir bestu til dæmis við
umræddan stað Kerið þar eru kaðlar sem eiga að beina folki til hliðanna upp malbikaða stiga en ekki
beint upp holinn i moldarfarið þar sem allir foru aður fyrr, en a hverjum degi se eg hvar Islendingar
klofa yfir kaðalinn hlaupa upp moldina eða grasið
taka eina eða tvær myndir og hlaupa svo niður sömu leiðina og turistarnir sem eg er með lita hissa a þessar aðfarir og eg verð að viðurkenna að þetta
eru samlandar minir, eg fullyrði af fenginni mikilli
reynsluaf akstri með erlenda ferðamenn að þeyr
umgangast landið af einstskri virðingu þvi að þeir
einfaldlega dyrka að geta farið um þessa staði an þess að detta um isbuðir og minjagripaverslanir og eg se aldrei illa gengið um þo svo að örugglega megi finna svarta sauði innanum einsog alltaf,
til dæmis eins og þorsteinn segir með sigarretturnar
turistar taka undantekningarlaust með ser stubbana.
Eg hreinlega skil ekki þennan lokunarhugsunar-
hatt herna a þessu spjalli, hvarflar helst að mer að
þessir aðilar haldi að þeir einir megi njota natturu-
perlanna og halendissins.
Eg segi bara littu þer nær kæri Islendingur
Ferðakveðja Helgi
29.06.2008 at 08:20 #625020Þetta eru áhugaverðar vangaveltur og skemmtilegt að sjá fólk í ferðamannageiranum skrifa. Ég sakna þess þó að sjá ekki fleiri tjá sig um þennan málaflokk. Auglýsi t,d eftir fleirum úr stjórn og nefndum. ( allavega mætti minna einhverja á hagsmunaþátt klúbbsins ) sem virðist furðu oft gleymast. Nú þekki ég ekki vel aðstæður við Kerið, enda langt síðan ég hef komið þar við. En þarna virðist vera að gerast nokkuð merkilegur hlutur. Ef ég skil málið rétt. Samkvæmt mínum skilningi er þarna um það að ræða að þarna er náttúruperla í einkaeign. Sem ekki lengur þolir ágang svona mikils fjölda ferðamanna. Og eigendur ætla því að takmarka aðgang ferðamanna að staðnum. Síðan ætla þeir að laga aðstöðuna á sinn kostnað. Þessar vangaveltur vekja margar spurningar. Maður veltir því þá fyrir sér hvort eigendur Kersin getir ekki fengið styrk frá hinu opinbera til aðgerða. Eða hvort þeir gætu einfaldlega skellt í lás, til þess að þurfa ekki að standa í einhverju brölti við það að bæta aðstöðu fyrir ferðamenn. Maður veltir líka fyrir sér, hver sé ábyrgð eiganda af náttúruperlum gagnvart almenningi. T,d mega þeir einfaldlega loka þeim náttúruperlum sem hafa dregið að sér ferðamenn í aldir. Einsog t,d eigendur Reykja í Fnjóskadal hafa gert með Biskupalaugina, þar sem var margra aldar hefð á notkun laugarinnar af almennum ferðamönnum.
Ég held að þetta mál sé hluti af mjög stórum málaflokk, sem klúbburinn hefur ekki sinnt til þessa. En það er aðgengið að landinu. Á seinni árum hefur fjölgað mjög skiltunum EINKAVEGUR, AÐGANGUR BANNAÐUR, RJÚPANVEIÐI BÖNNUÐ, og fleiri og fleiri bannskilti, keðjum og lásum hefur einnig fjölgað. Og jafnvel hafa vírar verið strengdir yfir slóða ( Skorradal ) einsog má lesa um á motokross.is.
Ég setti inn nokkrar myndir í albúmið mitt ( Velkominn á vesturland ) til útskýringar, kann bara ekki að búa til link sorrý. Ætlaði nú að setja inn fleiri myndir en fékk of oft hina sí vinsælu tilkynningu Server Error in ‘/new’ Application.
Kv Ofsi
29.06.2008 at 09:29 #625022Þessi leið að takmarka aðganga hefur oft verið í umræðuni. t.d hefur verið talað um það að grípa til eihverja aðgerða í Dimuborgum ef ekkert verður aðgert og ein leiðinn þar er að takmarka aðgang eða loka svðinu fyrir ferðamönum þar sem gögnnustígar eru orðinir mjög slæmir. Búið er að gera við stíga þar sem mest er gengið er það er samt mikið sem þarf að gera í viðbót til að varna því að ekki skemmist meira vegna ásóknar.
Við kerið er göngustígur sem ekkert hefur verið viðhaldinn og var longukominn tími til að gera eitthvað. Þess vegna er best að takmarka aðgang tímabundið meðan verið að er að finna góða lausn til að laga það svæði. Við kerið er ekki mikið mál að gera aðgengi gott fyrir alla og vonandi verður unnið að lagfæringum til að allir geti notið þess að skoða þessa náttúruperlu.
kv
Þórður Ingi
29.06.2008 at 10:41 #625024Ég held að þetta sé óumflýjanleg þróun sem hefði mátt sjá fyrir. Við ferðafólk höfum verið sofandi á verðinum og tekið ferðafrelsinu sem sjálfsögðum hlut á meðan peningamennirnir hafa keypt sér landsvæði til að fá frið og græða. Ég vil líka meina að umgengni um landið hafi hnignað. Ef maður skoðar myndir á icejeep.com má sjá myndir frá árdögum jeppamennskunar og þar sjást menn gera hluti sem síðar varð að helsta baráttumáli klúbbsins. Nefni ég sem dæmi spól í öxlabrekkunni við Emstrur og fleira. Á síðustu árum hefur það hins vegar verið viðleitnin að ef að einhver vogar sér að benda á slæma meðferð á landinu þá hefur hann heldur fengið bágt fyrir. Við förum þó létt með að breyta þessu ef við snúum okkur aftur að upprunanum.
29.06.2008 at 13:04 #625026Það eru ábyggilega ýmsar hliðar á þessu. Athyglisverður puntkur sem Ofsi bendir á, þetta er ekkert einstakt tilfelli þar sem landeigendur eru mjög víða að loka fyrir aðgengi almennings að náttúrunni. Það hvort það er gert með því að strengja keðju yfir veginn eða banna túristarútum að koma skiptir ekki máli, eðli aðgerðarinnar er hið sama. Þó má kannski segja að í þessu tilfelli geta eigendurnir rökstutt aðgerðina með því að benda á náttúruskemmdir af völdum átroðnings en oft er því ekki til að dreifa, keðjan einfaldlega sett vegna þess að viðkomandi vill hafa ‘sína’ náttúru útaf fyrir sig.
Annað í þessu. Þarna er tekin sú ákvörðun að minnka áganginn með því að banna tilteknum hópum að koma, ef þú ert að ferðast í hóp með rútu ertu ekki velkominn, ef þú kemur á einkabíl máttu koma. Það er enginn eðlismunur á þessu eða því ef eigandi eða umráðamaður einhverrar náttúruperlu segir: þú mátt koma ef þú kemur gangandi en ekki ef þú kemur á jeppa! Slíkum reglum höfum við viljað beita okkur gegn (að því tilskyldu að ekki sé ekið utan vega), stefnan hefur verið að ekki eigi að mismuna mönnum eftir ferðamáta.
Ég hef hins vegar enga patentlausn á þessu með átroðninginn og örugglega þarf að gera eitthvað.
29.06.2008 at 13:50 #625028Sennilega er þetta einungis ein af mörgum líkum aðgerðum sem missa marks. Þannig er mál með vexti að í nokkurn tíma hafa leiðsögumenn í skipulögðum hópferðum (hér er aðalega átt við s.k. skipaferðir) bannað gestunum sínum að ganga hringinn í kringum Kerið. Þetta höfum við gert skv. fyrirmælum ferðaskrifstofa vegna óska landeigenda. Þetta gerist einnig sjálfkrafa vegna þess að tíminn sem áætlaður er til að heimsækja Kerið er knappur og leyfir ekki göngutúr umhverfis gíginn.
Eftir stendur sú staðreynd að þeir sem ganga hringinn og hafa þannig tíma til að vinna spjöll eru líklega á eigin vegum. Eru þetta bæði Íslendingar og erlendir gestir. Þar af leiðandi er líklegast skárri kostur að leyfa hópa undir eftirliti leiðsögumanna, heldur en ferðamenn á eigin vegum sem hafa ekki fengið varúðarpistil lesin yfir sér og lesa líklegast ekki upplýsinga-, bann, og varúðarskilti.
Ég óttast mest að aðgerðirnar skili ekki tilætluðum árangri og Kerinu verði einfaldlega lokað fyrir allri umferð.
Ástæðan fyrir því að aðgerðir sem þessar missa marks er einfaldlega sú að líklegast hefur ákvörðunin verið tekin út frá tölulegum rökum. Þ.e.a.s. 1.000 manns hljóta að spilla meiru en 100. En auðvitað er það þannig að 1.000 manns sem staldra við í 10-20 mínútur hafa einfaldlega einiungis tíma til að ganga upp að gígbrúninni og taka ljósmynd. Á meðan einhver sem dvelur í 30-60 mínútur getur gengið hringinn og jafnvel niður í gíginn, fengið sér snarl með tilheyrandi umbúða-rusli.
Er það ekki siðferðileg skylda þeirra sem eiga landið að búa svo um hnútana að náttúruperlur líkt og Kerið og fl. staðir séu aðgengilegir almenningi og að þannig sé um hnúta búið að gestkomendur fari sér og öðrum ekki á voða eða valdi spjöllum á viðkomandi stað.
Þetta má gera á ýmsa vegu. T.d. bjóð þeim sem hafa hagsmuni af heimsóknum á þessa staði eins og t.d. fyrirtækjum í ferðabransanum, ríki og sveitafélögum (sem magnið af öllum tekjum situr eftir hjá í formi beinna og óbeinna skatta) að koma að viðhaldi og uppbyggingu aðstöðu.
Steini
29.06.2008 at 21:34 #625030Þetta er góð og þörf umræða. Nu vill ég taka fram að það sem ég set fram hér er eingöngu það sem reynsla mín hefur sýnt mér á ferðalögum mínum um landið, ég er hvorki fræðingur né atvinnumaður af neinu tagi þegar kemur að ferðamennsku. Ef við lítum til fjölfarinna ferðamannstaða út um heim, t.d. Yellowstone þjóðgarðsins í USA(hvar ég hef ekki komið) og til Stonehenge í Bretlandi (hvar ég hef komið) þá blasir það við að á þessum stöðum báðum er mjög vel að öllu staðið. Í Yellowstone eru að því að mér skilst allir stigar klárlega afmarkaðir, mikil gæsla og mönnum er gerð grein fyrir því að þarna gilda reglur sem SKAL fara eftir og ef menn ekki gera það þá hefur það afleiðingar. Í Stonehenge er allt klárlega afmarkað með stígum og köðlum, aðstaða öll hvort sem er bílastæði eða túristasjoppur og greiðasala eða salerni til fyrirmyndar. Í heimsókn minni til Stonhenge sá ég t.d. engan fara inn fyrir kaðla, enginn skildi eftir drasl nema í þar til gerðum ruslatunnum og svæðið var hreint og fínt frá a til ö. Og n.b. engir sígarettustubbar. Geta má þess að kaðlar eru í nokkurri fjarlægð frá steinunum þannig að ekki er unnt að sjá þá í návígi, hvað þá að snerta þá og allir virtust sætta sig við þetta. Þarna var greinilega borin virðing fyrir því sem var verið að sýna og svæðinu þar i kring. Og þarna komum við einmitt að kjarna málsins. Virðing. Mér hefur sýnst að skipulagðir túristahópar sem ég hef séð til hér á landi beri meiri virðingu fyrir áhugaverðum svæðum en þeir sem þetta land byggja, ég held því að vandamálið sé meira heimatilbúið en innflutt. Og þetta er erfitt við að eiga. Það er hægt að koma upp góðri aðstöðu og reglum við alla þessa staði hér á landi með ærnum tilkostnaði en ég er efins um hverju það skilar ef þeir sem bera viðingu fyrir hlutunum eins og þeir eru halda áfram að bera virðingu fyrir þeim, en hinir ekki þrátt fyrir uppbygginguna. Ég hef t.d. ekki ennþá séð erlenda túrista kasta frá sér sígarrettustubbum við þessa fjölförnu ferðamannstaði en þeir innfæddu virðast ekki víla það fyrir sér. Því miður. Nú er ég ekki að setja alla inlenda ferðamenn undir sama hatt en það er og verður alltaf svo að svörtu sauðirnir í hvítu hjörðinni verða alltaf meira áberandi en hinir hvítu. Hvað varðar gjaldtöku til uppbyggingar þá tel ég að hún eigi fyllilega rétt á sér en framkvæmdin kann að vera snúin. Hugmynd þorsteins um einhvern hundraðkall ofan á greidda ferð til Íslands er góð, það munar engan um svona smáupphæð þegar kemur að því að panta ferð til Íslands og svona upphæðir draga sig fljótt saman í að verða peningur en með okkur hin sem höfum hingað til ekki þurft að borga fyrir aðgang að Gullfoss og Geysi verður þetta snúnara, sé ekki að hinir innfæddu verði ýkja hrifnir að því að borga aðgang að þesstum stöðum, það er mál sem þarf að hugsa vel um ef út í gjaldtöku til uppbyggingar verður farið. En eins og málin standa í dag sé ég ekki að lokun svæða sé það sem við þurfum á að halda. Það væri annars gaman að heyra frá einhverjum sem hefur komið til t.d. Yellowstone, eða annarra svæða erlendis þar sem traffík er mjög mikil og fá þeirra sýn á þessa hluti. Kveðjur, L.
02.07.2008 at 23:10 #625032Aðgangur að Kerinu í Grímsnesi takmarkaður
Kerfélagið ehf, eigandi Kersins í Grímsnesi, hefur ákveðið að takmarka aðgang að Kerinu við umferð almennings en stöðva skipulagðar hópferðir rútubíla.
Í tilkynningu frá Kerfélaginu kemur fram að ástæða þessarar ákvörðunar sé sú að mikil ásókn á undanförnum árum hefur valdið náttúruspjöllum við Kerið, sem nauðsynlegt er að sporna við áður en í meira óefni fer. Þá segir að langstærsti hluti ferðamanna komi í hópferðum sem rútufyrirtækin bjóða gegn gjaldi og því sé réttast að takmarka þær en veita almenningi í einkaferðum áfram óheftan og ókeypis aðgang að Kerinu eins og verið hefur.
Samtök ferðaþjónustunnar lýsa furðu sinni yfir þessari ákvörðun þar sem kveðið er á um það í náttúruverndarlögum að almenningi sé heimil för um landið í lögmætum tilgangi. Auk þess sé það undarlegt að mismuna ferðamönnum eftir því hvort þeir eru í rútu eða á einkabíl. Þá segir í tilkynningu frá samtökunum að Vegagerðin og Ferðamálastofa hafi staðið straum af kostnaði við bílastæði við Kerið, göngustíga og uppsetningu upplýsingaskilta og er Kerið kynnt sem áfangastaður á heimasíðu Vegagerðarinnar.
Samtök ferðaþjónustu segja þessa ákvörðun hafa verið tekna eftir viðræður Kerfélagsins við stærri ferðaskrifstofur um að þær greiði gjald fyrir hvern farþega sem stoppar við Kerið. Ferðaskrifstofurnar hafi hins vegar hafnað greiðslum.
Spurning að nú verði farið með ferðamenn á bílum í stað langferðabíla.
kv
Agnes Karen Sig
R-252
03.07.2008 at 07:30 #625034Það er mjög slæmt þegar eigendur svona svæða loka þar sem ferðaskrifstofur vilja ekki borg fyrir komu ferðamanna. Náttúruperlur eins og kerið á að vera opið öllum á gjaldtöku. Það er lægi að takmarka umferð ef svæðið liggur undir skemmdum og verið sé að skoða hvað hægt sé að gera en þessi lokun fór yfir strikið.
03.07.2008 at 08:17 #625036Nú veit ég ekki hvort þessi lokun á túristana vegna of mikils ágangs sé yfirskyn til að ná í smá aur hjá landeigendum. Hins vegar hef ég séð það með náttúruperlurnar okkar þar sem rútur stoppa með ferðamenn að fólk veður út um allt og yfir öll bönd, hreinlega labbar þangað sem því langar til að ná einni góðri mynd. Fólk virðir ekki þá göngustíga og þau afmörkuðu svæði sem eru í boði og þar er kannski fararstjórum mikið að kenna um, fararstjórar eiga að fylgjast mikið með sínum hópum og tilkynna fólki og brýna vel fyrir því að það megi ekki fara innfyrir ákveðnar leiðir. Það getur vel verið að það sé látið ferðamenn vita hvað þeir megi gera og hvað ekki og þeir hunsi það bara en þá er ekkert annað að gera en að rukka inn og bæta aðstöðu til að svæðin þoli allan þennan ágang. Geysissvæðið er nú einmitt einn staðurinn, þar eru einhver bönd og eitthvað… en að sjálfsögðu þyrftu að vera starfandi tveir til þrír "landverðir" uppi á svæði til að fylgjast með að allt sé í lagi og fólk fari eftir þeim reglum sem settar eru þarna uppfrá. Var það ekki bara síðast í fyrra að það var mikið talað um að Geysissvæðið væri eins og stór ruslakista, kókflöskur og nammibréf út um allt… og enginn til að þrífa upp vegna þess að enginn vildi borga fyrir það. Rukka inn fyrir allar skipulagðar hópferðir segi ég og helst líka erlendu ferðamennina sem ferðast um á Yarisinum sínum en leyfum Íslendingum áfram að njóta landsins síns ókeypis.
03.07.2008 at 11:53 #625038Góðan dag
Mér sýnist nú á öllu að eigendur Kersins séu nú etv bara að ná sér í auka aur auk þess sem þeim blöskrar nú alveg örugglega hvernig svæðið er orðið útlítandi. Hér hafa nokkrir skrifað sem hafa augljóslega einhverja fjárhagslegra hagsmuna að gæta af ferðaþjónustu (massatúrisma) og eru að sjálfsögðu á móti öllum boðum og bönnum (skiljanlega) enda hafa þeir ríkra hagsmuna að gæta í þessum málum. Einn kallar eftir hugmyndum að fleiri náttúruperlum sem hægt er að taka undir ferðamannastrauminn og menn benda á að hægt sé að gera stíga og setja upp bönd til að skoða fyrirbærin án þess að skemma þau. Menn kalla til sögunnar stóra og fræga þjóðgarða máli sínu til stuðnings og róma skipulagið og reglurnar þar, allir labbi nú þægir í röð meðfram böndunum þar.
Ég verð nú að segja að fyrir mér er þessi tegund ferðamennsku, massatúrisminn, ekkert sjálfsagt fyrirbæri sem allir eiga að beygja sig undir og samþykkja. Í mínum augum hafa Geysir og Gullfoss verið "virkjaðir" undir þennan massatúrisma og skiptir mig þá engu hvort þessir blessuðu saklausu ferðamenn labbi á sléttum og helmerktum stígum eða ekki, svæðið er hvorki náttúrulegt lengur né óspjallað. Það breytir litlu í mínum augum hvort hveranibburnar séu óspjallaðar eða ekki þegar 500 manns labba eftir malbikuðum stíg innan girðingar í 5 metra fjarlægð frá honum á hverjum degi.
Við erum fyrir löngu búin að missa þessa merkilegu staði í hendur massatúrismans og fáum þá aldrei aftur. Þeir eru mengaðir á hverjum degi af rútum, átroðningi massans og hamborgarafýlu 😉
Þetta er í mínum augum hvorki sérlega umhverfisvænn iðnaður né eins sjálfsagður og menn vilja vera láta og ég ætla að vona að útbreiðsla hans verði heft í sem lengstu lög svo "við hinir" sóðarnir, Íslendingar og erlendir gestir sem kjósa að ferðast og upplifa landið á eigin forsendum og á tiltölulega heilbrigðan hátt (svo langt sem það nær) getum haldið okkur í fjarri þessum vályndu stöðum. Hversu margir ykkar fara á Gullfoss og Geysi á laugardegi bara af því ykkur langar svo að skoða þessa staði (nema auðvitað þegar erlendur gestur er í heimsókn) ?
Kannski eru þessar skoðanir einstrengislegar, eigingjarnar, jafnvel þjóðernislegar og kannski óraunhæfar, jú einhvers staðar verðum við að fá tekjur í þetta þjóðarbú, en hversu langt eru menn tilbúnir að ganga ? Ég er td skíthræddur við þessa þjóðgarða sem menn róma svo mikið. Ég get bara ekki séð neitt náttúrulegt eða skemmtilegt við það að kaupa sér tilbúna upplifun af náttúrunni þar sem menn mega horfa en ekki snerta. Kannski er ég bara einn um þessa skoðun ?
bestu kveðjur
Agnar
10.07.2008 at 01:27 #625040Hér að ofan hafa komið fram sjónarmið sem vert er að virða. Hins vegar vill ég benda á umræðu í þjóðfélaginu þegar Sif Friðleifsdóttir var Umhverfisráðherra og stakk upp á gjaldtöku á Þingvöllum. Einnig hafa komið fram hugmyndir síðustu dag um gjaldtöku a ýmsum svæðum eins og t.d. Kerið, Gullfoss, Gyesir ofl. Varðandi aðkomu ríkisins að gjaldtöku vísa ég til þess að þau gjöld sem innheimt hafa verið að almenningi hafi ekki farið í þá málaflokka sem þeim er ætlað. T.d má nefna gjald af eldsneyti.
Sem dæmi um hvert þetta er að stefna er að ég fór í dagsferð um daginn og var m.a. ekið um Grafardal. Þar kemur maður að hlið sem stendur á EINKAVEGUR – ÓVIÐKOMANDI UMFERÐ BÖNNUÐ. Ég skil þetta þannig að bændur eru farnir að takmarka nú þegar umferð um lönd sín og tel ég að þetta sé að hluta til vegna samskipta bænda við yfirvöld, virkjun landa þeirra og eingnaupptöku síðustu ára.
Hins vegar er ég sammála þeim aðilum sem telja rétt að rukka túristana.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.