This topic contains 6 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 21 years, 10 months ago.
-
Topic
-
Þó að erindið eigi máski ekki við hér heldur undir öðrum þræði vil ég leyfa mér að koma með þá tilllögu að félagið taki upp á kennslu í akstri jeppa í mismunandi snjó. Ástæðan er einfaldlega sú að ég lagði inn spurningu um gildi mismundandi dekkjastærða og notkunar þeirra við akstur t.d. í snjó og var haft á orði að hæfni og kunnátta ökumanns réði oft meiru en dekkjastærð. Því vil ég leyfa mér að óska eftir að þessari hugmynd verði komið á framfæri og reynt að reynt verði að skipuleggja þetta kennslu í slíku. Ekkert er á við verklega fræðslu í samanburði við samtöl, vangaveltur og uppástungur. Ég þekki það vel úr heimi flugsins sem flugkennari þar sem álíka umræður um getu loftfara eiga sér stað en hæfni flugmannsins ræður oft endanlega úrslítum um það hvað loftfarið kemst á endanum.
You must be logged in to reply to this topic.