Forsíða › Forums › Spjallið › Innanfélagsmál › Kayakmenn
This topic contains 23 replies, has 1 voice, and was last updated by Skúli Haukur Skúlason 19 years, 2 months ago.
-
CreatorTopic
-
01.11.2005 at 12:26 #196562
Við á jeppunum höfum stundum þurft að berjast gegn einkennilegum reglum sem skerða ferðafrelsið en við erum ekki einir um það. Nú eru Kayakmenn í baráttu vegna þess að einhverjir telja sig eiga meiri rétt á náttúrunni en aðrir. Kíkið á þetta:
http://www.utivera.is/frettir/nr/459Ég spurði formann Kayakklúbbsins út í málið. Þeir eru að vinna í málinu og hafa reyndar víða mætt skilningi. Þeir hafa líka rætt við stangveiðimenn og komust að því að þar eru fæstir með þá þröngsýni að leiðarljósi sem liggur að baki þessarar tillögu.
Hvernig er það, standa 4×4 félagar ekki þétt að baki þeim í þessari baráttu.
Kv – Skúli
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
02.11.2005 at 14:02 #530602
Þið svarið svo hratt að ég hef ekki undan…..
Halldór,
Gönguferðamennska hefur þegar fengið að loka aðgengi að Hvannadalshnjúk á ákveðnum tímum og í sjálfu sér hef ég skilning á þeirra afstöðu þó svo að ég sé alls ekki sáttur – en þar hefur verið sett reglugerð og hana ber að virða.
Hvað tekjur varðar þá ætlast ég ekki til þess að áhugamál manna skili tekjum í þjóðarbúið – en staðan með Laxveiði er hins vegar svona og það er ég að benda á – og þar finnst mér einfaldlega fara meiri hagsmunir en í hinu.
Annars held ég þó að við séum í grundvallaratriðum ekkert ósammála – þið viljið stunda þetta sport á ánum og á tíma sem ætti að vera sársaukalaus fyrir alla laxveiðimenn. En það er í þessu eins og öðru að þessir svörtu sauðir eins og þú kallar þá sem eru að sigla niður veiðiár á veiðitíma skemma mjög fyrir heildinni og það kæmi mér ekki á óvart að það sé einmitt það sem litar afstöðu Stefáns Jóns í málefni Elliðaánna.
Benni
02.11.2005 at 14:55 #530604
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það er ánægjulegt að sjá að við kayakmenn eigum stuðning vísan hjá öðrum félögum sem stunda útivist, enda eigum við það sameiginlegt að okkur er annt um þann rétt sem við höfum til að fara um landið okkar.
Til að glöggva menn á því hvað þetta svokallaða Elliðaármál okkar kayakmanna snýst um fer ég hér yfir helstu atriði málsins;
Kayakklúbburinn var stofnaður 7.apríl 1981 það sama vor fóru félagar klúbbsins fyrst að stunda æfingar í Elliðaánum. Fyrstu tíu árin nýttu menn sér aðallega aukið vatnsmagn í formi leysingavatns á milli Elliðavatns og Árbæjarstíflu. Uppúr 1990 uppgötva menn síðan hversu ákjósanlegt svæðið neðan við Elliðaárstöð er, á þeim tíma sem virkjunin er keyrð en vatnsmagnið þar er þá um 8 til 11 m²/sek. Síðan þá hafa æfingar okkar farið fram á þessu svæði og þá fyrst og fremst á 500 metra kafla fyrir neðan rafstöð, þó einstöku sinnum sé farið alla leið niður að Geirsnefi. Æfingatími fyrstu árin var á milli fimm og átta á kvöldin á þeim tíma sem stöðin er keyrð frá 1.október til 1. maí. Þegar leysingar eru róa menn ánna frá vatni og niður í sjó. Fyrir þrem árum styttist þessi tími, þar sem keyrslutími virkjunarinnar var skertur og er nú skrúfað fyrir kl fjögur og eins er samkomulag við OR að vera ekki í ánni á haustin þegar hrygning fer fram ( reyndar að sögn vísindamanna fer ekki fram hrygning á þessu svæði sem við erum á).
Kajakróður er algerlega vistvænn og stundaður í Elliðaánum utan veiðitímabils. Straumkayak er ekki nema rúmir tveir metrar að lengd og er lítill í samanburði við straumþunga árinnar, og þar sem mestu átökin fara fram í straumkastinu hefur það engin áhrif á umhverfið, vitum við ekki til þess að lax hafi drepist af okkar völdum.
11. apríl síðastliðinn barst Kayakklúbbnum bréf frá Orkuveitu Reykjavíkur þar sem félaginu var tilkynnt; -Af gefnu tilefni, að kayakróður hverskonar eða önnur umferð slíkra tækja er með öllu bönnuð á Elliðaánum-.
Allar æfingar og kennsla kemur í veg fyrir slys. Ef æfinga í ánni nyti ekki við, legðust straumvatns æfingar klúbbsins af, þar sem ekki er til sá staður á landinu þar sem mögulegt er að stunda æfingar á þessum árstíma. Þess má jafnframt geta að ekki er til sá staður í ám landsins þar sem jafn gott er að stunda æfingar og þarna neðan við virkjunina. Síðastliðna þrjá vetur, eftir að keyrslutími virkjunarinnar var styttur, þ.e. hætt kl 16 í stað kl. 20, þá hefur dregið verulega úr mætingu í ánna þar sem menn eru uppteknir í vinnu eða skóla, og er áberandi hvað dregið hefur úr nýliðum í straumvattróðri á sama tíma!
Víða erlendis leggja bæjarfélög í tugmiljóna kostnað til að búa til æfingasvæði fyrir kayakræðara, aftur á móti er þessi aðstaða til hér og ætti borgin að monta sig af því að geta boðið uppá þvílíka aðstöðu fyrir kayakróður!
Reyndar lítur nú útfyrir að þetta Elliðaármál fá farsæla lausn, eftir að við kayakmenn höfum kynnt þessi mál fyrir Samstarfhópi um Elliðaár, SVFR og veiðimálastofnun virðast menn vera að átta sig á mikilvægi þessara æfinga og eins hversu lítilli truflun við völdum.
Svo ég beini nú aðeins orðum mínum til Benidikts veiðimanns og þá líka til annarra veiðimanna; þá fara okkar hagsmunir saman, við viljum jú að okkar íslensku ár fái að renna óspilltar frá upptökum til ósa, en nokkuð ljóst er að veiði og kayakróður fer ekki vel saman á sama stað á sama tíma (reyndar hef ég orðið vitni af því að veiðimaður hefur fengið fisk á á sama tíma og kayak var róið um hylinn). Flestar okkar bestu kayakár eru ekki veiðiár svo árekstra okkar á milli eru afar sjaldgæfir og tel ég það verða oftast fyrir þær sakir að á ferð eru óreyndir kayak menn sem eru ný búnir að kaupa græjurnar og eru spennti að fara að prófa og spá ekki í hvar þeir eru staddir. Benidikt; hvar og hvenær fékkst þú þessa kayaka í hylinn ? Það væri ekkert að því að veiðimenn létu okkur vita þegar svona uppákomur verða. Svo eitt að lokum; það hversu mikið menn greiða fyrir að njóta útivistar gefur mönnum ekki neinn auka rétt umfram aðra, heldur að taka fullt tillit hver til annars og leitast við að njóta útivistar í sameiningu hvort sem menn séu að róa, veiða, gangandi, á hestbaki eða í bíl.
Þorsteinn Guðmundsson
http://www.kayakklúbburinn.is
02.11.2005 at 22:24 #530606Þetta mál er einn angi af stærra máli sem snýst um að hinir ýmsu hópar útivistarfólks eru að nota sameiginlega auðlind sem er náttúran. Flestir sjá þetta þannig að þessir hópar þurfa annars vegar að sýna hver öðrum gagnkvæma tillitsemi og sýna skilning og í einstaka tilfellum ákveða einhverjar samskiptareglur sín á milli í þeim örfáu tilfellum sem hitt dugar ekki til. Einstaka aðilar, og þá sérstaklega ef þeir tengjast pólitík og opinberri stjórnsýslu, sjá hins vegar aðeins eina lausn sem er að setja opinber boð og bönn sem þá oftar en ekki hyglir einum hóp á kostnað annarra. Sést best á því orðalagi sem umræddur borgarfulltrúi viðhafði, s.s. að það þurfi að setja reglur um umgengnina þar sem ‘. sífellt meiri ásókn væri í að nota þær (þ,e, Elliðaárnar) undir alls kyns uppákomur, jafnvel sem leikvöll, auk þess sem Eilliðaárdalur væri afar vinsælt útivistar- og reiðsvæði.’ (skv. frétt á http://www.svfr.is) Það er greinilegt að það þarf að stoppa slíka óhæfu að almenningur sé að leika sér þarna og njóta útivistar án þess að vera bundin af opinberum reglugerðum, boðum og bönnum. Tala nú ekki um ef þessi óhæfa raskar ró hinnar æðri útivistar.
Nú stunda ég hvorki kayaksiglingar né stangveiðar, en í mínum huga er það nánast mannréttindi að menn fái að stunda bæði þessi sport (sem og öll önnur) með sem minnstum opinberum afskiptum. Þetta hefur ekkert með pólitíska skoðun mína að gera (aðra en þá að oftast nær finnst mér pólitík spilla því sem hún kemur nálægt, þó ekki sé það undantekningalaust), þetta er ekki einhver frjálshyggjukenning, heldur er þetta bara hluti af því að vera Íslendingur. Í náttúrunni eigum við að fá að vera eins frjáls og kostur er, allt annað er bara í andstöðu við eðli náttúrunnar. Ég vona því innilega að niðurstaða þessa máls verði sú að kayakmenn og stangveiðimenn komist að sameiginlegri afstöðu og helst leggi fram sameiginlega áskorun til borgaryfirvalda um að tryggja báðum aðilum sem best tækifæri til að njóta þessarar náttúruperlu allra Reykvíkinga. Ég trúi því nefnilega að flestir stangveiðimenn séu skynsemdarmenn sem aðeins vilja fá að stunda áhugamál sitt í friði og í sátt við aðra útivistarmenn og hafi engan áhuga á að gera aðra brottræka frá ánnum.
Kv – Skúli
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.