Forsíða › Forums › Spjallið › Innanfélagsmál › Kayakmenn
This topic contains 23 replies, has 1 voice, and was last updated by Skúli Haukur Skúlason 19 years, 2 months ago.
-
CreatorTopic
-
01.11.2005 at 12:26 #196562
Við á jeppunum höfum stundum þurft að berjast gegn einkennilegum reglum sem skerða ferðafrelsið en við erum ekki einir um það. Nú eru Kayakmenn í baráttu vegna þess að einhverjir telja sig eiga meiri rétt á náttúrunni en aðrir. Kíkið á þetta:
http://www.utivera.is/frettir/nr/459Ég spurði formann Kayakklúbbsins út í málið. Þeir eru að vinna í málinu og hafa reyndar víða mætt skilningi. Þeir hafa líka rætt við stangveiðimenn og komust að því að þar eru fæstir með þá þröngsýni að leiðarljósi sem liggur að baki þessarar tillögu.
Hvernig er það, standa 4×4 félagar ekki þétt að baki þeim í þessari baráttu.
Kv – Skúli
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
01.11.2005 at 12:34 #530562
Það að banna alfarið siglingar á ánni er út í hött. Mér finnst það allt of langt gengið ef einhverjir veiðimenn ætla að einoka einhver vatnsföll, hvað myndu þeir segja ef kayakmenn/konur ætluðu að banna þeim að veiða í gjöfulli veiðiá vegna þess að veiðin truflar siglingarnar???
01.11.2005 at 12:35 #530564Á sjálfstögðu styðjum við þá í þessu máli, líkt og þeir styðja okkur varðandi reglugerðina um Skaftajökulsþjóðgarð. Raunar fara hagsmunir okkar og kayakmanna saman víðar en ætla mætti því þeir þurfa að komast að ám, á öðrum stöðum en t.d. veiðimenn (sem virðast telja sína hagsmuni öðrum æðri).
Mér finnst það líka út í hött að setja reglur sem banna krökkum að sulla í Elliðaánum, sama þó það sé á veiðitíma.
-Einar
01.11.2005 at 13:05 #530566Takk Takk Skúli fyrir að bera þetta mál upp hérna á þessum öfluga vef.
Þessar deilur eru ekki nýjar af nálini milli stangaveiðimanna og kayakmanna, þær hafa staðið í all nokkur ár og því miður erum við kayakmenn að verða undir í þessu máli. Persónulega finnst mér að náttúruunnendur og útivistarfólk hérna á klakanum mættu oft tala meira saman og reyna að skilja betur allar hliðar málana. Hver man ekki eftir því þegar jeppamönnum var bannað að aka uppá Snæfelsjökul, (ég verð reyndar að viðurkenna að ég veit ekki hverjar urðu málalyktir í því máli).
Það sem skilur mannin frá skepnuni á þessari jörð er að hann er fær um að tala og tjá sig.
Hvað Elliðaána varðar á hún auðvitað að nýtast útivistafólki hvort heldur er þeim sem siggla hana, veiða í henni eða labba með bökkum hennar og njóta. Allir ættu að hafa jafnan aðgang því við getum notið á svo mismunandi hátt.
Tölum saman í staðinn fyrir að dæma eftir einni hlið málsins.
Skál fyrir snjónum félagar!! Ragnar Karl X-5708
01.11.2005 at 15:07 #530568Kannski gaman að bæta við að kayakmennska er einungis stunduð við Elliðá á meðan hleypt er úr stýflunni. Snertir þess vegna kayakmennskan í ánni á engan hátt veiðarnar því þetta fer fram í mismunandi mánuðum (kayak frá janúar til loka apríl).
Því miður endurspeglar þessi grein vinnubrögð hjá veiðafanatík sem vill ekki einbeita sér að eina áhugamálinu sem virkilega skemmir stofnin í Elliðaránum, en það er laxveiðar.
Það hafa verið gerðar rannsóknir á hvaða áhrif kayakmennska hefur á laxinn og eru niðurstöður að þær hafi engin áhrif.
kv
Dóri
01.11.2005 at 19:20 #530570Að borgarfulltrúum finnist eitt sport merkilegra en annað, sérstaklega í ljósi þess að kayakmenn virðast ekki vera að trufla lífríkið á ánni. En hinsvegar vilja stangveiðimenn vera með puttana í lífríkinu og ráðskast með það. En ekki er öll nótt út enn því það fer mjög að styttast í það að við losnum við Samfylkinguna út úr borginni og væri því eðlilegast fyrir kayakmenn að snúa sér beint að næstu borgarstjórn eða næsta borgarstjóra og beina spjótum sínum að Vilhjálmi og Gísla Marteini.
Annars eru þessi mál gríðarlega yfirgripsmikil, þ.a.s umgengnisréttur og nytjaréttur yfir höfuð á íslandi fyrir íslendinga. En víða er pottur brotinn á þeim vettvangi. Og væri eðlilegast að útivistafólk, bændur, nýríkir reykvískir landeigendur, fyrirtæki í ferðamannaiðnaði og aðrir ynnu saman í sátt og samlindi. En í dag er langur vegur frá því að svo sé.
Í því sambandi mætti benda á hvernig stangveiðimenn og netaveiðimenn vilja loka á umferð um veiðisvæði. Landeigendur keðja af gamlar þjóðleiðir og rekstrarleiðir. Og mætti í því sambandi benda á einn ríkan sem búinn er að kaupa upp gríðarlega stórt landsvæði og girða það allt af og setja keðjur fyrir alla slóða á landareigninni, auk þess sem hann gerir alla veiðimenn brotræka af landareigninni.
Því væri eðlilegast að við færum að standa vörð um það, að ísland er fyrir íslendinga alla en ekki fáa útvalda. Þetta er eitthvað sem jeppamenn og annað útivistarfólk verður að fara að taka alvarlega.
01.11.2005 at 19:26 #530572Stoppum veiðar í Eliðaárnum. Það er ofveiði þar og stoppa skal nú þegar.
Við getum eflt túristaþjónustuna með Laxaskoðun t.d. á kayökum líkt og hvalaskoðun.
Hvalaskoðunarmenn og "einhverjir svokallaðir náttúruverndarsinnar" hafa náð langt með þessum rökum, og því skyldum við félagarnir ekki styðja okkar félaga í kayakklúbbnum.
Þjóðartekjur allavega ykust, því ekki eru verulegar þjóðartekjur af laxveiði í Elliðaárnum.
Sýnum samstöðu með ferða og útilífsfólki.
Kveðja.
Elli.
01.11.2005 at 20:54 #530574Þó svo að ég hafi mikinn áhuga fyrir veiði og fari í nokkrar veiðiferðar yfir árið,þá tek ég undir að það eigi að banna veiðar í Elliðaránum.
Elliðarár eiga að vera útivistar svæði fyrir alla landsmenn og ættu þeir að geta nýtt það svæði fyrir kayaka og aðra hluti nema stangir.
Persónulega finnst mér hálfhallærislegt að sjá fólk vera að veiða á malbikinu og rekur svo næstum hvern og einn í burtu sem á leið framhjá og stoppar til að fylgjast með.
Er þessi á kannski orðin bara fyrir einhverja útvalda,kayak sportið hefur verið leyft á flestum veiðiám erlendis án þess þó að hafa haft einhver áhrif á fisk.
Ég tek allavega að ofan minn hatt fyrir kayak fólki og styð þeirra sjónarmið heilshugar.
Kv-JÞJ
01.11.2005 at 22:19 #530576það er ótrúlegt hvað sumir geta verið þröngsýnir. oft eru árekstrar að verða vegna þekkingarleysi og tillitsleysi. Við hljótum að hafa vit á því að bera virðingu fyrir sporti annara. við getum öll notið náttúrunnar svo fremi sem náttúran beri ekki skaða af. Stangveiði er í lagi í Elliðaánum svo fremi sem þeir gangi ekki of nærri stofninum. kæjakróður á ánum get ég ekki séð að geti skaðað nokkuð, sama er með Hestamennsku. Mótorhjólamenn. jeppakalla og göngufólk á hálendinu. þetta getur gengið allt saman með rétta hugarfarinu tillitsemi og virðingu gagnvart náttúrunni og hvort öðru.
02.11.2005 at 02:36 #530578er ábyrgðin gagnvart landinu okkar, virðing og ræktun.
Sýni þessir aðilar fram á vilja til samstarfs, þá gott og vel.
Við sem sýnum náttúrunni virðingu með því að sáldra fræum og græðlingum trjáa (sem dæmi) á fjöllum, hljótum að spyrja hver sé tilgangur þessara höfunda pistla sem við höfum heyrt nú undanfarið.
Hef vanþóknun á slíkum skrifum. (stundum held ég að sumt fólk sé út úr öllu samhengi við raunveruleikann) þegar kemur að náttúruvernd og nýtingu landsins.
Kveðja
Elli
02.11.2005 at 09:17 #530580Freysi segir :
það er ótrúlegt hvað sumir geta verið þröngsýnir. oft eru árekstrar að verða vegna þekkingarleysi og tillitsleysi. Við hljótum að hafa vit á því að bera virðingu fyrir sporti annarra. við getum öll notið náttúrunnar svo fremi sem náttúran beri ekki skaða af. Stangveiði er í lagi í Elliðaánum svo fremi sem þeir gangi ekki of nærri stofninum. kæjakróður á ánum get ég ekki séð að geti skaðað nokkuð, sama er með Hestamennsku. Mótorhjólamenn. jeppakalla og göngufólk á hálendinu. þetta getur gengið allt saman með rétta hugarfarinu tillitsemi og virðingu gagnvart náttúrunni og hvort öðru.Auðvita er ég sammála þessu hjá Freysa, en málið er ekki svona einfalt, því það eru mun fleiri hópar sem við þurfum að taka tillit til og þeir okkar útivistarmanna. Það eru Bændur, nýríkir landeigendur af höfuðborgarsvæðinu, sveitastjórnir, allrahanda umhverfis hópar bæði á vegur ríkisins og aðrir, Landsvirkjun ofl, ofl.
Freysi segir að oft séu árekstrar vegna þekkingarleysis og tillitleysis. En ég held að það sé ekki endilega tillitsleysið heldur peningagræðgi og egoisma.
T.d það sem ég benti á hér að ofna, einstaklingur kaupir tvær stórar jarðir og girðir að víðfermt landsvæði og hleypir engum þangað inn og síðan eru settar upp keðjur á alla slóða á landareigninni. Og einnig um hálendisslóðirnar.
Eða þegar atvinnu göngu menn hamast yfir jeppamönnum, vegna þess að þeir vilja sitja einir að Vonarskarði og Bárðargötu. Einungis í þeim tilgangi að ná inn meiri aurum af ferðamönnum.
Eða þegar bændur vilja ekki leyfa rjúpnaveiðar nema menn kaupi leiðsögn af þeim.
Sama á við um menn einsog Tryggva og Snjófell, sem hafa reynt allt til þess að eignast Snæfellsjökul með manni og mús. Og vilja banna alla vélknúna umferð um jökulinn nema þeirra eigin.
Eða bændur sem girða yfir þekktar þjóðleiðir.Því get ég ekki verið samála þér að það sé einungis málið að við útivistarfólk komum okkur saman um það að sýna hve öðru tillitsemi. Ég held reyndar að við gerum það yfirleitt, ef undan eru skildir göngumenn og hestamenn.
Það mætti nú t.d benda á það hvernig hestamenn í samstarfi við Landmælingar reyna að breyta sem flestum ökuslóðum í reiðgötur. Þar eru t.d leiðir einsog Þingvallavegurinn gamli. Þeir hafa farið þannig að. Að merkja leiðir sem reiðvegi á kortum Landmælinga í von um það að ekki verði mótmælt og síðan hafa þeir sett upp eigin skilti sem á stendur Reiðvegur, þetta gera þeir án þess að leita eftir leyfi.
02.11.2005 at 09:59 #530582Þessi þráður er gott innleg í umræðu okkar kayakmanna í baráttu okkar við borgina um Elliðaárnar. Þegar ég rúlla yfir þræðina sé ég að flestir eru okkur sammála og meira til. Þessi barátta okkar kayakmann er búin að standa í nokkur ár því OR er lengi búin að reyna að koma okkur í burtu úr ánum. Afhverju veit ég ekki en þeir bera við verndun lífríkis og fleira í þeim dúr. Besta verndunin væri fólgin í að banna veiðar í ánum í svona tvö ár og sjá hverju það mundi skila. En ég skil líka veiðmenn sem gætu ekki sætt sig við það. En afhverju má ekki busla á kayak í ánum um hávetur í skítakulda og gaddi þegar veiðmenn vaða um árnar allt sumarið í þegar hitin í vatninu er sem mestur og sýkingarhættan er í toppi.
Enn ánamaðkur að sumri hefur örugglega meiri áhrif á lífríki ánna en einn kayak að vetri þegar hiti vatns er svona 0.1° – 4° en svona er lífið sum dýrin í skóginum eru jafnari en önnur.
02.11.2005 at 10:30 #530584
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
ef að það á að vernda lífríkið með því að banna kæjakróður, þarna, á þá ekki líka bara að banna gönguferðir, fólk fer nú utan í trén og gæti borið sjúkdóma á milli þeirra, eða getur komið með sjúkdóma úr görðum inn í dalinn
mér fynnst að OR eigi að sjá sóma sinn í því að hætta þessu væli, það er ekki nokkur hlutur sem að þessir kæjakar geta gert við lífríkið þarna meðan hleypt er af, þar sem það er gert um miðjan vetur þegar það er enginn fiskur í ánni, svo liggur straumurinn niður í sjó svo að það berst allt þar í þennan tíma sem líður þar til að fiskurinn fer að ganga…
02.11.2005 at 11:06 #530586Ég get ekki með nokkru móti séð að OR sé að vernda lífríkið í Elliðaránni með því að þurrka upp ánna á milli stíflunar og stöðvarhússins á hverju hausti, það fer allavega ekki mikið fyrir seiðauppeldi á því svæði.
kv. vals.
02.11.2005 at 11:31 #530588Ætli sé ekki rétt að einhver taki aðeins upp hanskann fyrir okkur veiðimenn. Ég er einn af þeim sem stunda laxveiðar í miklu mæli og kaupi mér veiðileyfi fyrir hundruð þúsunda á ári.
Eftirfarandi saga er sönn og kom fyrir mig við eina af betri og dýrari laxveiðiám landsins:
Klukkan var um 11 um morgun, sól og logn og áin frekar vatnslítil og viðkvæm. Ég átti besta veiðistaðinn klukkan 11 og var að hugsa hvernig væri best að standa að málum til að ná laxi þarna.
Ég taldi vænlegast að læðast að hylnum og til að styggja ekki fiskinn þá skreið ég síðustu 50 metrana á hnjánum til að ég bæri ekki við himinn. Þegar ég átti um 15 metra í hylinn byrjaði ég að kasta flugunni enþá liggjandi á hnjám – og viti menn, það er strax líf og ég sé tvo laxa elta fluguna hjá mér. Ég veðrast að sjálfsögðu allur upp og kasta aftur – en þá fer ég að heyra undarleg hljóð í kyrðinni, skrækir og hróp ofar úr ánni…. Stuttu seinna koma þrír Kajakar niður ánna, steypa sér niður flúðirnar að hylnum sem ég var að veiða í og réru með bægslagangi yfir hylin og skeyttu engu um það að þarna væri maður að reyna að veiða….. Ég benti þeim frekar kurteysislega á að þetta væri mjög dýr laxveiðiá og mér þætti óeðlilegt að hún væri notuð til siglinga á veiðitíma – en svörin voru langatöng upp í loft og róið áfram. Ég þarf varla að taka fram að fiskur lét ekki á sér kræla það sem eftir var af mínum tíma þennan dag og reyndar kom ekki fiskur úr þessum besta hyl árinnar þennan daginn.Svona sögur hafa heyrst allt of oft eftir að Kayaksportið var vinsælla og meðan að kayakmenn koma svona fram þá hef ég því miður enga samúð með þeim. Fyrir þennan umrædda dag þá borgaði ég hátt í 60.000 til veiðileyfissalans. Salinn hafði aftur á móti borgað tugi milljóna til eigenda árinnar til að hafa hana á leigu 90 daga á ári og nota til STANGVEIÐA ekki siglinga.
Það er bara því miður þannig að þessi sport fara ekki saman – alveg sama hversu viljugir menn eru til að reyna að taka tillit hver til annars. Laxveiðar og laxveiðiár skapa þjóðfélaginu tekjur upp á 3 – 4 milljarða á ári skv. nýlegri úttekt og ég tel að það séu einfaldlega meiri hagsmunir fyrir alla aðila að laxveiðiárnar okkar fái að vera í friði fyrir hvers kyns öðru áreiti á veiði- og hrygningartíma. Ég veit ekki til þess að Kayakróður skili miklum tekjum í þjóðarbúið….
Og þá að Elliðaánum – Ég vona að menn skilji að veiðimenn geta illa sætt sig við að hafa borgað Kayakverð fyrir einn dag sem svo er eyðilagður af siglingum eða annari truflun við ánna á veiðitíma.
Á sama hátt held ég að menn verði að reyna að skilja að október og nóvember eru þeir mánuðir sem að laxinn er á sínu viðkvæmasta stigi, við hrygningu og gengur þá upp á grynningar í ánum og má mjög illa við truflun til að hrygning misfarist.
Því finnst mér öll rök benda á að viðkvæmar ár eins og Elliðaár o.m.fl. eigi að fá að vera í friði fyrir siglingum og allri annarri truflun frá miðjum maí og til loka desember. Þar með talið er líka það að Orkuveita Reykjavíkur sé að fikta í rennsli ánna og reyndar er ég á þeirri skoðun að virkjun í Elliðaám eigi að loka og breyta í safn.
Það er einfaldlega nóg til af minna viðkvæmum ám og jökulám sem hægt er að sigla á. Það ætti því að vera hægt að láta þessar fáu laxveiðiperlur sem eftir eru í friði – í það minnsta þangað til Kayakróður fer að skila sömu tekjum og laxveiðin…..
Benni
02.11.2005 at 13:01 #530590Það er ágætt að þessi saga komi fram en ég vil líka segja að hún er algert einsdæmi því kayakróður er ekki stundaður í neinni af laxveiðiám landsins. Nema ef vera skyldi Stóru Laxá í þeim hluta sem engin veiðir í og þá aðeins á vorin þegar ekki er verið að veiða í henni. Í Elliðaánum er EKKI róið á veiðitíma því þá er áin algerlega vatnslaus og ekki hæf til róðra. Áin er nýtt á vetrunar til æfinga þegar rafstöðin er keyrð sem er frá október byrjun og fram í enda apríl. Og að auk má benda þér á að það er ekki verið að stunda eiginlegan róður í ánum því aðeins er verið í einum hyl og þar snarsnúast menn og konur í svokallaðri "holu" sem er svona ca 3 metra löng. Ég veit ekki um neinn sem hefur farið í Elliðaárnar á sumrin.
Auðvitað má lengi halda því fram að ekki veiðist branda ef verið er að róa í sömu ánum. Ég á samt góðar myndir af því þegar drengur setur í vænan lax undir kayak sem verið er að róa í sömu ánni.
Vatnalög eru bara þannig að ekki er hægt að banna róður en 99% þeirra sem eru að róa bera fulla virðingu fyrir þeim sem eru að veiða í ám landsins. Það má bæta við þetta að austur á fjörðum var eitt sinn skotið með haglara á fólk sem var að róa með ströndini þar sem bóndi var að byrja með æðavarp. Hvort ætli hafi hrætt æðarfuglana meira, bátarnir að skothríðin ?
02.11.2005 at 13:08 #530592Benni minn skemmtileg veiðisaga, verst að þú skildir fá grasgrænu í veiðibuxurnar í ofánálag. En að samvinnumaðurinn skuli vera orðinn svona mikill mammonsmaður kemur á óvart. Og verst er niðurlagið þar sem þú hnykkir á því að það sé í raun peningarnir sem skipta höfuð máli. Hræðilegt nú snýr Hriflu Jónas séð við í gröfinni.
Annað sem var skondið í pistlinum langa. Þegar þú hélst því fram að þið veiðimennirnir veidduð í nokkrum sprænum, ég taldi mig vita að veitt væri nánast í hverri hlandsprænu og öllum bæjarlækjum landsins. Og einnig jökulám. T.d er Blanda u.þ.b 50% jökulá. Þess vegna ber hún svona hugmyndaríkt nafn. En héra að neðan eru nokkrir veiðistaðir, svo þú þurfir ekki alltaf að fara í sömu sprænurnar félagi.Veiðistaðir
Affall
Andakílsá
Apavatn
Aravatn
Argentína – Rio Grande
Arnarvatnsheiði að norðanverðu
Arnarvatnsheiði að sunnanverðu / 4 manna hús
Arnarvatnsheiði að sunnanverðu / 8 manna hús
Arnarvatnsheiði að sunnanverðu / veiðileyfi
Álftá
Ánavatn
Bakkaá í Hrútafirði
Bakkavatn
Baugstaðaós
Baulárvallavatn
Berufjarðarvatn
Bjarnarfjarðará / sjóbleikjuveiði….. ATH !!! 50% Afsláttur
Bjarnarvatn og Mávsvatn
Blanda I
Blanda II
Blanda III….. ATH !!! 50% Afsláttur
Blikalón
Blönduvötn
Botnsá
Botnsvatn
Breiðavíkurós
Breiðdalsá
Brennan á Hvítá
Brókarvatn og Brókarlækur
Brunná í Öxarfirði
Brunnvatn
Brúará í landi Spóastaða
Brynjudalsá
Búðardalsá
Dalsá
Dalsá og Tunguá
Deildará
Deildarvatn
Djúpavatn
Dunká
Dyrhólaós
Eiðisvatn
Eiríksvatn
Ekkjuvatn
Eldvatn
Elliðavatn
Eyjafjarðará
Eyrarvatn
Eystri Rangá
Ferjukotseyrar / laxveiði
Ferjukotssíkin
Fjarðará
Fjarðarhornsá
Flekkudalsá – Kjarlaksstaðará
Fljótaá
Flókadalsá
Flókadalsá Fljótum
Fnjóská
Fremra – Selvatn
Fremra og neðra Selvatn
Fögruhlíðará
Galtalækur
Gedduvatn
Geitabergsvatn
Gljúfravatn
Gljúfurá
Gljúfurá í Húnavatnssýslu
Grafará
Grenlækur – Seglbúðasvæði
Grenlækur sv. 7
Grenlækur sv. I
Grenlækur sv. II og Steinsmýrarvötn
Grenlækur sv. III
Grenlækur sv. IV – Fitjaflóð
Gripdeild
Grímsá
Grænland – Hreindýraveiðar
Grænland – Sjóbleikja
Gufuárvatn
Gunnvararvatn
Haffjarðará
Hafrafellsvatn
Hafralónsá (lax)
Hafralónsá (silungur)
Hafravatn
Hagaós Brúará
Hagavatn og Staðará
Hallá
Hamarsá
Haukadalsá
Haukadalsvatn
Heiðarvatn í Mýrdal
Héðinsfjarðarvatn og Fjarðará
Hítará
Hítarvatn
Hjaltadalsá og Kolka
Hlíðarvatn í Hnappadal
Hlíðarvatn í Selvogi
Hlíðarvatn í Þingeyjarsýslu
Hofsá
Hofsá í Álftafirði
Hólavatn
Hólmavatn
Hólsá – vesturbakki / silungur og lax
Hópið
Hraunhafnarvatn
Hraunsfjarðarvatn
Hreðavatn
Hróarslækur
Hrófá
Hrútafjarðará – Síká
Hrútsvatn
Húseyjarkvísl
Hvalvatn
Hvannadalsá
Hvítá í Árnessýslu
Hvítárvatn
Hvolsá – Staðarhólsá
Hæðargarðsvatn
Höfðabrekkutjarnir
Höfðavatn
Hörðudalsá
Hörgá
Hörgsá
Höskuldsvatn
Íshólsvatn
Jónskvísl & Sýrlækur
Kálfá í Gnúpverjahreppi
Kálfborgarárvatn
Kerlingadalsá – Vatnsá
Kleifarvatn
Kleppavatn og Fiskivatn
Kollavíkurvatn
Kráká
Kringluvatn og Langavatn
Krossá
Krossá í Bitru
Krókavatn
Kúðafljót
Lagarfljót
Langadalsá
Langavatn í Múlasýslu
Langavatn í Staðarsveit
Langavatn í S-Þingeyjarsýslu
Langá
Langholt – Hvítá í Árnessýslu – laxveiði
Langholt – Hvítá í Árnessýslu – sjóbirtingur
Laugarbólsvatn
Laugardalsá
Laxá á Ásum
Laxá í Aðaldal
Laxá í Aðaldal – Árbót – (lax og silungur)
Laxá í Aðaldal – Árbót – (silungur)
Laxá í Dölum
Laxá í Hrútafirði
Laxá í Hvammssveit
Laxá í Kjós
Laxá í Leirársveit
Laxá í Mývatnssveit
Laxá í Nesjum
Laxá í Refasveit
Laxá í Skefilsstaðahreppi
Laxá Skógarströnd
Lágafellsvatn
Lárós
Leirvogsá
Leirvogsvatn
Litla Laxá
Litlá í Kelduhverfi
Ljá
Ljárskógavötn
Ljósavatn
Lónsá
Lögurinn
Másvatn
Meðalfellsvatn
Mexico
Miðdalsá í Steingrímsfirði
Miðdalsvatn
Miðfjarðará – Kverká
Miðfjarðará (laxveiði)
Miðfjarðará / silungur….. ATH !!! 30% Afsláttur
Miðhúsavatn
Miklavatn
Minnivallalækur
Múlatorfa (urriði og lax)
Mýrarkvísl
Mývatn
Neðra og Efravatn
Norðfjarðará
Norðlingafljót
Norðurá
Norðurá í Skagafirði….. ATH !!! 60% Afsláttur
Núpá
Nykurvatn
Oddastaðavatn
Ormarsá
Ólafsfjarðarvatn
Ósá – Syðradalsvatn
Purkuvatn
Reyðarvatn
Reykjadalsá í Borgarfirði
Reykjadalsá í S-Þing.
Reykjavatn
Reynisvatn
Réttarvatn
Sandá
Sandvatn
Sauðaneslón
Sauðanesvatn
Scotland – River Dee
Seiðisá / silungasveiði….. ATH !!! 70% Afsláttur
Selá í Strandarsýslu
Selá í Vopnafirði
Seltjörn á Reykjanesi
Selvallavatn
Selvatn og Silungatjörn
Setbergsá
Sigurðarstaðavatn
Skjálfandafljót
Skjálftavatn
Skorradalsvatn
Skuggi í Hvítá
Sog – Þrastalundur / silungsveiði
Sog – Þrastarlundur / laxveiði
Sólheimavötn
Staðará í Steingrímsfirði
Staðatorfa (urriði og lax)
Stangarlækur í Grímsnesi
Steinsmýrarvötn / sjóbirtingur
Stíflisdalsvatn
Stífluvatn
Stóra Eyjavatn
Stóra Langadalsá
Stóra Laxá
Stóra Viðarvatn
Stóru Ármót í Hvítá
Straumarnir
Straumfjarðará
Stæðavatn
Suðurvatn og Skejalón
Sumarhús á Eldvatni til leigu – Tilboð á agn.is
Svalbarðsá
Svarfaðardalsá
Svartá / silungsveiði….. ATH !!! 50% Afsláttur
Svartá í Bárðardal (urriði)
Svartá í Húnavatnssýslu
Svartárvatn
Svarthöfði
Svínavatn
Svínavatn í Grímsnesi
Sæmundará
Sænautavatn
Tangavatn
Tannastaðatangi / laxveiði
Tannastaðatangi / silungsveiði
Tjarnará
Tunguá
Tungufljót í Biskupstungum….. ATH !!! 50% Afsláttur
Tungufljót í Skaftártungu
Urriðavatn í Múlasýslu
Úlfarsá
Vaðall og Stæðavötn
Varmá – Þorleifslækur
Vatnamótin
Vatnasvæði Lýsu / lax og silungur
Vatnsdalsá
Vatnsdalsá í Vatnsfirði
Vatnsdalsvatn
Vatnsholtsvötn
Veiðivötn
Vestmannsvatn
Vesturdalsá
Vesturhópsvatn
Vikravatn
Víðidalsá
Vífilsstaðavatn
Víkingavatn
Víkurá
Víkurflóð
Vötn á Auðkúluheiði
Vötn á Grímstunguheiði
Vötn á Rangárvallaafrétti
Vötn á Skaftártunguafrétti
Vötn í Svínadal
Ytralón
Ytri – Rangá
Ytri – Rangá (urriðasvæði)
Ytri – Rangá vorveiðisvæði / sjóbirtingur
Ytri Rangá – Geldingalækur
Ytri Rangá – Heiði / Bjallalækur….. ATH !!! 60% Afsláttur
Þernuvatn Hvilftarvatn og Deildarvatn
Þingvallavatn
Þjórsá
Þjórsá í landi Akbrautar
Þórisstaðavatn
Þórisvatn í Múlasýslu
Þórisvatn og Kvíslárveitur
Þórutjörn
Þríhyrningsvatn
Þuríðarvatn
Ölvesvatn Gegnisvatn og Þorgeirsvatn
02.11.2005 at 13:20 #530594Ýmislegt áhugavert sem þú kemur með þarna en mig langar til að benda á nokkra punkta.
1. Ef laxveiðiiðnaðurinn getur útilokað önnur áhugamál frá svæði þá er það álíka réttlátt og þegar gönguferðamannaiðnaðurinn útilokaði akstur vélknúnna ökutækja við Hvannadalshnjúk. Þá veita sömu forsendur réttlætingu a því. Ef öll sport ættu að skila tekjum í þjóðarbúið þá væri laxveiði væntalega eina sportið sem væri stundað (kannski hreindýraveiðar).
2. Það er/var almennt róið í tveim dýrum laxveiðiám á Íslandi. Sú sem er enn róið í er Laxá í Aðaldal en í hana er farið á vorin (til miðjan maí) og á haustin í lok tímabils. Þarna hafa aldrei svo ég viti til orðið árekstrar á milli kayak manna og laxveiðimanna. Hin áin var Stóra Laxá. Ég man ekki eftir neinni ferð að sumri til í hana síðastliðin 7 til 8 ár. Menn hafa verið að freistast í hana á vorin en þá er leysingarvatn svo mikið að hún verður ófær. Því miður nefndir þú ekki í hvaða á þú varst eða tímann sem þessi atburður kom fyrir því en ég man eftir að það lenntu 3 kayakmenn í útistöðum við veiðimenn í einmitt Stóru-Laxá fyrir svona 8 árum.
3. Kayakmenn hafa tekið mikið tillit til Elliðaránna (svolítið sem OR gerir ekki með að hleypa vatni á hana í okt og nóv) og róa hana einungis frá janúar (að tilliti til seiða) til loka apríl (þá er haldið lokunarmót kayakmanna í ánni) á mjög afmörkuðu svæði sem er 15 metrar. Enda var svipaður umræðuþráður á heimasíðu SVR þar sem þeir skyldu ekki kröfur Stefáns.
4. Lagalega séð er aðgangur að ám og niður ár tryggður í landslögum. Leigusali hefur ekki á að leigu heldur veiðihlunnindin.
Sjálfur hef ég verið að róa straumkayak í 10 ár núna og hef aldrei lennt í útistöðu við veiðimann en það eru svartir sauðir í öllum sportum og er eina leiðin að reyna að mennta þá í almmenri umgengi við bæði náttúru og aðra menn.
kv
Dóri
02.11.2005 at 13:48 #530596Sæll Guðmundur,
Því miður þá er þessi saga ekki einsdæmi og félagar mínir hafa svipaða sögu að segja. Reyndar eru tilvik frá því í fyrra sumar sem ég þekki úr Stóru Laxá. Og ef marka má þær sögur sem maður hefur lesið á vefjum eins og veidi.is og svfr.is þá er svona truflun nokkuð algeng í þeirri á, og því miður þá halda menn sig ekki við svæði sem ekki er veitt á.
En ég hef ekkert á móti því að menn stundi þessa íþrótt á ám utan veiði- og hrygningatíma eins og ég sagði áðan og ég sé enga ástæðu til að loka elliðaánum né öðrum ám á tímabilinu janúar – 15. maí.
Auðvitað er hægt að veiða fisk þó svo að bátar séu á ferð – og reyndar getur í sumum tilvikum verið gott að styggja fisk og koma á hreyfingu til að fá hann til að taka – en oftast er það nú þannig þegar að átt er við styggan fisk eins og lax þá gefst hitt betur, þ.e. að fara varlega að honum.
Ofsi minn,
Ég þakka kærlega listann langa – gott að hafa eitthvað að miða við – það vantar þó eina af bestu ám landsins þarna og þá sem ég veiði hvað mest í, Kjarrá.
En auðvitað snýst þetta á endanum um peninga í þjóðarbúið – ef menn hafa ekki þroska til að sjá heildarmyndina, þ.e. til að lifa því góða lífi sem við lifum þá þarf að afla tekna, þá eiga þeir að vera í vinstri grænum – þar sem peningarnir vaxa á trjánum og menn gera "eitthvað annað" til að afla þjóðarbúinu tekna – og Jónas kallinn, hann var nú líka hálf vinstri grænn þegar hann var að vasast í Alþýðueitthvað…..
Ef þú tekur Borgarfjörðinn sem dæmi þá skilar laxveiði og tengd þjónusta mjög stórum hluta tekna þess sveitarfélags – slíku er einfaldlega ekki hægt að horfa framhjá og meiri hagsmunir verða einfaldlega að fá að ráða.
En því miður þá er það þannig að þrátt fyrir þennan langa lista sem samanstendur að mestu af silungsveiðiám og vötnum – þá er ekkert of mikið af góðum Laxveiðiám sem laða að efnameiri útlendinga til að kaupa veiðileyfi. Halda menn að veiðimenn sem kaupa leyfi í dýrri á á besta tíma sætti sig við svona truflun og komi aftur – ef menn halda það þá þurfa þeir að hugsa upp á nýtt.
Í annari af mínum uppáhalds ám, Laxá í Kjós, kostar dagurinn á besta tíma 150.000 og þú verður að kaupa 3 daga lágmark + þjónustu í veiðihúsi og guide. Sem sagt hátt í 600.000 fyrir 3 daga. Ég hef ekki efni á svona löguðu og veiði á ódýrari tíma, en ef ég væri í veiði þar sem greitt hefði verið svipað fyrir þá myndi ég sennilega missa stjórn á mér ef ég sæi Kayak sigla niður ánna….. Og kæmi aldrei þangað aftur…
Þessu horfir að mínu mati allt öðruvísi við í vötnum – þar er mér alveg sama um báta, svo lengi sem þeir sigla ekki yfir línuna hjá mér eins og kom einu sinni fyrir.
Varðandi skothríð þá finnst mér slíkt vera dæmi um öfgana í hina áttina og menn sem haga sé þannig á einfaldlega að loka inni.
En enn og aftur – ég hef ekkert á móti því að menn sigli utan veiði- og hrygningartíma á hvaða á sem er – en Laxveiði og Kayaksiglingar fara aldrei saman á sama stað og tíma.
Benni
02.11.2005 at 13:56 #530598Hann hræðir ekki fuglana því þeir ganga meira að segja frekar í land þar sem skotið er því þeir vita að það er ekki verið að skjóta á sig. Því verða æðabændur að passa sig hvar þeir skjóta á vorin til að fá ekki fuglinn upp á röngum stöðum.
En það að skjóta að mannveru er galið.
kv
Dóri
02.11.2005 at 14:00 #530600Ég rakst á þennan texta í mjög góðri grein og langaði til að bæta þessu við 4×4
korkinn, en gat það ekki.Í vatnalögum er kveðið á um að öllum sé rétt að fara á bátum og skipum um öll
skipgeng vötn. Hefur almenn umferð um vötn verið heimil frá fornu fari, sbr.
45. kapítula Landsleigubálks Jónsbókar. Þess ber jafnframt að geta að í
frumvarpi til nýrra vatnalaga, sem lagt var fram á 131. löggjafarþingi 2004-5
(þingskjal nr. 546) kemur skýrt fram að almenningi sé heimilt að fara um vötn á
bátum og skipum. Er lagt til í 43. gr. frumvarpsins að ákvæði 115. gr. vatnalaga
verði felld inn í lög nr. 44/1999 um náttúruvernd. Þótt kayakræðarar telji rétt
sinn ótvíræðann leitast menn við að trufla ekki veiðimenn við sína iðju, enda
skiljum við vel að þeir vilji vera í friði. Nokkrar af okkar uppáhalds ám eru
líka í miklu uppáhaldi hjá stangveiðimönnum, s.s. Laxá í Þing. og Elliðaárnar.
Þessar ár róum við ekki á veiðitíma. Nokkrar ár eins og Eystri- og Ytri Rangár
eru líka vinsælar hjá kayakmönnum, en í þeim erum við það ofarlega að
stangveiðin nær ekki inn á róðrar svæðið. Stjórn Kayakklúbbsins hefur átt
góðan fund með fulltrúum Stangveiðfélags Reykjavíkur og sannfærði það okkur enn
frekar að stangveiðimenn eru hið ágætasta fólk upp til hópa, enda veldur það
yfirleitt ekki vandræðum þegar kayakmenn og stangveiðimenn rekast hverjir á
aðra í ánum.….
Það hlýtur að skjóta skökku við að banna kayakróður í ánum og rökstyðja það með
vísun í náttúruvernd þegar ein af mælistikum velgengni náttúruverndarinnar er
aukin fiskveiði.Höfundur: Jón skírnir
Dags: 02. Nóvember 2005
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.