This topic contains 1 reply, has 1 voice, and was last updated by Rúnar Ingi Árdal 16 years, 11 months ago.
-
Topic
-
Sæl öll. Nú er ég í þeirri stöðu að þurfa nokkuð af varahlutum til að endurbyggja Dana 60 hásingu undir RAM. Ég hef verið að skoða verð á t.d. bremsudiskum, spindilkúlum, lokum, hlutföllum og hvað eina. Verðið á þessu hlutum er auðvitað bara brandari í USA miðað við hér. Eru einhverjir fleiri í sömu pælingum? Það sem ég er auðvitað að fiska eftir er hvort einhverjir séu tilbúnir í að panta svona saman. Finna einhvern góðan söluaðila, það er nóg af þeim, sem gæti boðið okkur þá hluti sem okkur vantar. Mig vantar t.d. læsingar, hlutföll, lokur, allar legur, spindla, bremsudiska, stillanlega dempara, loftdælu, Xenon ljos, spil, loftkút svo að eitthvað sé nefnt. Það er t.d. hægt að fá 5.13 hlutföll í Dana 60 á $160, bremsudiska frá $45 og uppúr og svo frv. Hvað segið þið, það hljóta einhverjir að vera í sviðuðum hugleiðingum!
Mér sýnist að það séu fjölmargir að flytja inn búnað fyrir sjálfa sig svo að því ekki að taka sig saman.
Kansi gæti Benni kaupfélagsstjóri bara reddað þessu??Kveðja:
Erlingur Harðar
(sjálfskipaður aðstoðar kaupfélagsstjóri)
You must be logged in to reply to this topic.