Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Kaupa Patta – eyðsla
This topic contains 17 replies, has 1 voice, and was last updated by Kristján Hagalín Guðjónsson 16 years, 3 months ago.
-
CreatorTopic
-
03.07.2008 at 20:57 #202630
Kannski á þetta ekki við hér en læt það flakka …
Nú er ég loksins búinn að finna bílinn.
Fyrir valinu verðu líklega Nissan Patrol 2001 á 38″
Hann er með 3 l Di vélinni en nú er spurningin sem skiptir öllu máli.
Hvað eru þessi bílar að eyða í bænum og svo framv. miðað við normal akstur… ???B.kv.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
04.07.2008 at 13:43 #625396
Rosalega ertu með flott notendanafn 😉
Ertu ekki annars búinn að kaupa ?
Gaman að sjá að fleiri IceTroopers menn eru að stækka skónnakv.Bragi
[url=http://www.trukkurinn.com:2tb3tmjw][b:2tb3tmjw]trukkurinn.com[/b:2tb3tmjw][/url:2tb3tmjw]
[url=http://www.icetroopers.com:2tb3tmjw][b:2tb3tmjw]icetroopers.com[/b:2tb3tmjw][/url:2tb3tmjw]
04.07.2008 at 18:26 #625398sælir
Velkominn í hóp ánægðra Patrol eiganda, Patrolinn eyðir ekki olíu heldur notar hana 😉 Ég er með 2001 bíl breyttan fyrir 44" en keyri á 38 MTZ á sumrin. Ég er með beinsk bíl á 1:5.42 hlutföllum.
Ég myndi giska á að hann eyði hjá mér í venjulegum akstri hér innanbæjar í kringum 17 en þetta er ágiskun þar sem ég hef aldrei mælt það (mælirinn er ekki réttur fyrir 38").
Beinsk eyðir minna en sjsk, sérstaklega á fjöllum og hann eyðir meira á lægri hlutföllum en orginal á 38 tommunni. 38" hentar ekkert sérstaklega vel fyrir 1:5.42 hlutföllin eyðslulega séð þar sem hann er á frekar háum snúning.
Síðustu helgi ók ég ca 1000 km á Vestfjörðum á 38" með bílinn fullan af fólki og drasli, það var talsverður vindur og var á köflum ekið stíft ásamt því að mikið af þeirri vegalengd var ég með dekkin í 12 pundum. Eyðslan var eitthvað um 18 á hundraðið.
Eyðslan í langkeyrslu á löglegum hraða er 15-16 á 44" (mælt).kveðja
Agnar
04.07.2008 at 22:35 #625400Takk fyrir þessar upplýsingar
Jú Bargi..
Ég er kominn á Patrol
Buinn að selja þann hvíta..B.kv.
Zen
04.07.2008 at 23:42 #625402Ég er með eins bíl og Agnar og hann eyðir 14,5 að meðaltali innanbæjar á 38" og eyðir sömu tölu utanbæjar, hann er með nálægt 18 lítrum innanbæjar á 44" en er bara um 15 utanbæjar á 44"… Ath þetta eru svona sumartölur… hann er aðeins hærri á veturna.
08.07.2008 at 12:10 #625404Búinn að mæla hann innanbæjar eins og hægt er í fyrstu tilraun
Hann er með 17 l innan bæjar ef ekið er eðlilega.
Væntanlega er hægt að vera í einhverjum spar-akrstri en hver nennir því.Takk fyrir góð svör.
09.07.2008 at 08:00 #625406voðalegir eyðsluhákar eru þetta hjá ykkur..
minn er með 13 á hundraðið í langkeyrslu
árg 91 með 2.8L tdi á 38" Parnelli.
09.07.2008 at 09:21 #625408Þetta eru oft skemmtilegar umræður þegar talað er um eyðslu á bílum þó sérstaklega patrol.
Ég hef átt 2,8 patrol. Ég á núna nýjan ford f35o.
Ég get með góðri samvisku fullyrt að fordinn minn sem eyðir allveg óguðlega af olíu, eyðir samt minna heldur en 2,8 patrol.
Þá miða ég við þá notkun sem ég nota þá í.
Ég er að draga hjólhýsi yfir sumartímann.
Ég keyri frekar greitt.
fordin eyðir með hjólhýsið 18 til 20 á hundrað
Patrollinn eyddi 22-28 lítrum.
miðað við að keyra á 85-100.
Niðurstaðan er þess vegna sú að ford eyðir minna en patrol. Þess vegna hlæ ég inni í mér þegar ég sé vansæla patroleigendur lúsast upp brekkurnar með tilheyrandi kolaskýum.
Þessa aðferð nota ég til að ljúga því að sjálfum mér að það hafi verið skynsamlegt að kaupa ford
kveðja Ólafur
09.07.2008 at 11:40 #625410Einstaklega skemmtilegt hvernig umræða um bíla og það sem þeim fylgir breitist fyrst í hnýting og svo í hálfgert stríð.
Ég er búinn að lesa flest alla þræðina hér á þessum vef um eyðslu og orkugjafa. Flestir þræðirnir enda mér stríði.
Ég er sammála þér Ólafur Ragnarsson, með Patról að sumir þeirra eru helv. latir.Prufaði marga Patta og talaði við marga og flest svörin voru á saman veg.
Þeir eru eins misjafnir og þeir eru margir.Annar það sem gæti skýrt eyðsluna hjá mér er:
1. Hann er sjálfskiptur
2. Hann er á hlutföllum sem henta betur 44"
2.1 Af þeim ástæðum eyðir hann meira þar sem hann er á óþarflega háum snúningi ( OverDrive )Þetta með eyðsluna er nú alltaf þannig að menn vilja ekki viðurkenna eyðsluna.
Hef verið að ferðast með Ford F-150 (4×4 offroad ) og einnig Patrol 91 á 38".
Þegar í snjó eða annað þungt færi er komið eyða þeir ólýsanlega miklu og það gerir þessi bíll örugglega líka.
09.07.2008 at 15:26 #625412já þetta er oft skrautleg umræða og sérstaklega þegar menn eru að bera saman epli og appelsínur. Það er nú smá glettnistónn í þessu hjá Ólafi og hann getur alveg verið ánægður með að Fordinn sinn í þessa notkun, get ekki ímyndað mér að Patrol sé hentugasti bíllinn í að draga hjólhýsi, hvorki aflega né eyðslulega séð enda er vélin í honum of lítil í svoleiðis æfingar þó hann skili sér nú alltaf á áfangastað.
Það er eiginlega tilgangslaust að bera saman gamla 2.8 Patrolinn og nýja 3.0 lítra, sá nýji er þyngri og 3 lítra vélin er sannanlega eyðslufrekari, sérstaklega þegar borið er saman beinsk 2.8 Patrol á org hlutföllum (1:4.62) á móti sjsk 3.0 Patrol á 1:5.42 í langkeyrslu, það er ójafn leikur.
Ég hef átt nokkra 38" 2.8 patrol með eldra boddýinu og þeir sem voru á org hlutföllum eyddu í kringum 13-14, sá sem ég átti sem var á 1:5.42 eyddi í kringum 16 og það virtist ekki skipta neinu máli hvort það var í bænum eða í langkeyrslu.
Svo er enn einn vinkillinn en það er Patrol með 2.8 með nýja boddýinu en eyðsluna á þeim þekki ég ekki neitt.
Ég bíð spenntur eftir Benna Ak þegar hann segir okkur frá eyðslutölunum á 80 krúser en þær virðast vera svipaðar og á Corollu …..
kveðja
AB
09.07.2008 at 15:55 #625414Matti minn, þessi Patrol þinn eyðir örugglega ekki minna en minn F-150 (sem er btw FX4) í ófærum
"Ólýsanlega mikið" er helst til gróft, þar sem Fordinn virðist ekki vera að fara með meira en ca. 20-25l í lágadrifinu og skiptir engu hvort það sé í snjó eða öðrum ófærum. Bíllinn hjá mér er yfirleitt í gangi allan þann tíma sem (dags-) ferðalagið tekur og miðað við það er hann ekkert að eyða miklu meiru en aðrar "litlar díesel" vélar, tala ekki um stærri diesel vélar (>25l plus).
Annað er, að það er ekkert mál að láta bensínbíl eyða með því að vera með WOT allan timann, en það gengur bara svo miklu meira á annað í bílnum en eldsneytið
Snýst þetta ekki bara um að bíllinn skili manni þangað sem ætlað er og að sú ferð sé ánægjuleg. Mér er eiginlega skítsama um eyðsluna þar sem ég veit hversu miklu eldsneyti ég hef efni á og hvað þarf í túrinn. Ég keypti mér ekki bíl/trukk/jeppa til að spá í eyðsluna, heldur til að njóta þess að ferðast, á sem þægilegastan og öruggastan máta.just my $.02
Bragi
09.07.2008 at 17:39 #625416það skemtilegasta við þetta allt saman er að nú hefur $ bæði lagast heilmikið sem og verð á olíu lækkað umtalsvert erlendis, það verður fróðlegt að sjá hversu fljótt þetta skilar sér til okkar, allavega eru þeir búnið að hækka verð á olíu hér heima samdægus eigi sér stað hækkanir erlendis…
09.07.2008 at 17:41 #625418Agnar sá ekki þessi skilaboð frá þér, en þetta eru einhverjir 3 lítrar með 5 hesta kerru.
10.07.2008 at 00:37 #625420Þetta ætlar að enda eins og allir hinir þræðirnir.
Þetta verður alltaf jafn skemmtilegt. Allir dásama sína bíla þar sem hverjum þykir sinn fugl ( full ) fegur.Jú Pattinn minn eyðir nú umtalsvert hér í bænum.
Bragi minn. Gaman að vita hvað Fordinn var að eyða í þessar ferð okkar um helgina. Fór af stað með fullan tank og ákvað að mæla þetta.
Svo þegar þú verður kominn á fullorðins dekk væri gaman að fá tölur þar að lútandi. Aflið ætti ekki að vanta svo ekki er víst að hann eyði mera hjá þér. Sjáum til…B.kv.
Matti
12.07.2008 at 11:49 #625422Ný aðferð um að ferðast um bæginn og vera með segulsál í hendi g láta aðra draga sig
[img:324xvfbo]http://www.offroaders.com/news/images/Dolly-Man.jpg[/img:324xvfbo]
kv,,, MHN
14.07.2008 at 19:53 #625424Sælir allar
kanski er ég að skemma þennan þráð með því að vera að röfla um fleiri bíla en það er bara svo gaman að þessu.
ég gerði vísindalega tilraun á mínum ford f350 6,4
Ég var að fara upp bröttubrekku um daginn með hjólhýsið.
ég ákvað að keyra á 95 km hraða upp brekkuna á crúsinu, ég núllstillti eyðslutölvuna bara til að sjá hvað hann eyddi í brekkunni.
Ef ég hefði haldið áfram í 100 km undir þessu álagi þá hefði hann eytt 51 líter.
svo ég get nú allveg trúað að hann eyði svolítið í þæfingsfærð.
það eru nú ekki nema tæpar 20.000kr á hundraðið.
ekki hissa á að vestmann reyni að selja sinn.
kveðja Ólafur.
04.08.2008 at 22:35 #625426sælir
Mældi minn loksins í þjóðvegakeyrslu á 38" en reyndar með tjaldvagn aftan í allan tíman. Á ca 1350 km (nánast allt á þjóðvegi) þá eyddi hann rúmlega 16 á hundraði. Án tjaldvagnsins væntanlega þá 15-16 á 38" tommunni.
Hann eyðir síðan ca 15 á hundraðið á 44" eins og áður hefur komið fram.
kveðja
Agnar
04.08.2008 at 23:58 #625428Gamli á einn 2004 3.0l og hann eyðir á langkeyrslu 12-13l á hundraði á 38". Bíllinn er sjálfsk.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.