Forsíða › Forums › Spjallið › Innanfélagsmál › Kastljósumræða
This topic contains 17 replies, has 1 voice, and was last updated by Magnús Sigurðsson 17 years, 9 months ago.
-
CreatorTopic
-
03.04.2007 at 21:12 #200065
Líklega hefur lögreglan/sýslumannsembættið á Selfossi haft frumkvæði að þessari umræðu í Kastljósi ríkisimbans um „hættulegar breyttar bifreiðar“ í umferðinni. Okkar maður stóð sig náttúrulega vel eins og hans er von og vísa. Það sem olli mér hinsvegar heilabrotum var hvernig stóð á því að fulltrúa FÍB var stillt upp sem einhverskonar „andmælanda“ F4x4 í þessu samhengi. Hver hefur skapað það viðhorf í þessum málum? Manni getur svo sem dottið í hug að við þetta Selfossembætti þykir mönnum að það þurfi að slá keilur og vinna peð í einhverjum meira og minna ímynduðum slag við eigendur 4×4 bifreiða. Er einhver í okkar félagsskap sem skilur þessi mál meira og betur en ég?
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
03.04.2007 at 23:57 #587196
Er það ekki bara hann Runólfur sem hefur skapað þessa "andstöðu" með því að hafa öðru hverju reynt að skíta út jeppa, breytta og óbreytta, í sínum málflutningi.
Enda hefur manni heyrst á málflutningi FÍB að það eina sem sé í lagi sé lítill fólksbíll með díselvél….
Þannig að ég held að fréttamenn hafi bara gripið þetta á lofti og stillt okkur upp sem andstæðingum.
Benni
04.04.2007 at 00:18 #587198Sæll Ólsari og takk fyrir hlý orð í minn garð.
Jú, þetta er auðvitað rökrétt pæling hjá þér. Og hver getur svo sem áttað sig á því hvað Sýsli á Selfossi er að pæla. Persónulega hef ég meiri álit á Oddi löggu, en sýsla sjálfum, þekki þá báða frá veru þeirra á Ísafirði. En það má vera að Sýlsi sé að finna glufur á allt og öllu, eftir að hafa fengið á baukinn í málaferlum sínum nýverið.
Eins og ég skildi þáttinn í gær var aðalatriðið það, af hverju má það vera að bíll sem fær ekki skoðun vegna ryðs, fær síðan skoðun mánuði seinna og er síðan í tvennt eftir árekstur við annan bíl. Þetta eitt og sér er alveg nóg til þess að allir eigi að fara hugsa sín mál, hvað má fara betur. Ég mun bara tapa á því að reyna að stinga hausnum í sandinn, því þetta mun koma í bakið á okkur jeppamönnum seinna meir. Auðvitað má skoða jeppana okkar betur, auðvitað má smíða þá betur, auðvitað eru til jeppamenn sem verða að hugsa sitt ráð betur.
En að þættinnum í kvöld. Hann var svo sem ágætur, en ég held að þeir Sigmar og Runólfur hafi nú helst viljað fá mann í heimsókn sem hefði verið meiri öfgamaður en ég, þeas maður sem á druslu, finnst hlutirnir bara í góðu lagi eins og þeir eru, og væri bara með kjaft við þá. Bara steitt hnefa. Við hinir vitum alveg hvernig það hefði endað, enn eitt kjafthöggið fyrir okkur jeppamenn.
En það er svo skrítið þegar maður er kominn í svona þátt og þykist sæmilega undirbúinn, þá fer umræðan kannski eitthvað annað en maður átti von á og um leið gleymir maður einhverju sem stóð til að segja, eða að það passar ekki að tala um það þegar næsta spurning er komin. Td ætlaði ég að segja mína skoðun á því að breyttur jeppi sem er bíll no 3 á heimilinu, virðist vera betur tilbúinn á fjöll, en sá jeppi sem er notaður í vinnu alla daga. Þá á ég við, það er oft tími til að dudda eitthvað í þeim bíl sem er lítið notaður, en þeim sem er í notkun alla daga. Bara mín skoðun.
Einnig var ég með á blaði að tala um Íslensku bílana sem hafa farið til Grænlands, á Suðurpólinn, til Afganistan og víðar. Þessir bílar og eigendur þeirra hefðu aldrei farið eitt né neitt, nema vegna þess að fyrir all mörgum árum datt mönnum í hug að breyta jeppum í fyrsta sinn.
Svo eru einhverjir sem telja að mín orð í kvöld hafi ekki verið gáfuleg, að viðurkenna svona vandann. Við þá menn vil ég bara segja eitt. Ef við gerum ekki eitthvað sjálfir í þessum málum, þá gera það einhverir aðrir fyrir okkur og þá erum við ekkert með í ráðum.
Annars bara allt fínt, gleðilega páska og vonandi koma allir heilir heim eftir ferðir helgarinnar.
kv
Palli
04.04.2007 at 01:19 #587200Það sem mér finnst svoldið skrýtið að ég horfði á þáttinn í gær og í dag og báða dagana var talað um breytta jeppa með hálf niðrandi tón, banaslys vegna breyttra jeppa en svo rétt minnst á það að slæmt ástand vegs er einnig valdur af þessu, mér finnst að það megi vera látið heyrast aðeins betur því mikið af vegum í t,d reykjavík og nágrenni eru í slæmu ástandi og hafa jafnvel verið það svo árum skiptir! á ekkert að gera í því????
og Palli Þetta var flott hjá þér í kvöld
Kv Davíð Karl
04.04.2007 at 07:47 #587202Mér fannst þátturinn í gær vera nokkuð góður að mörgu leiti,og hreinskilin og heiðarleg framkoma okkar manns vera okkur og honum til sóma,en eins og hann segir þá er umræðan þarna svolítið á skjön við veruleikann.Mér finnst það skrítið að breyttir bílar séu teknir fyrir á meðan stærsti hluti slysa er öðru að kenna og breyttir bílar koma ekki þar við sögu.
En það sem mér finnst helst koma út úr þessum umræðum er að við þurfum að fjármagna framkvæmdarstjóra sem hefur tíma til að vinna markvisst að okkar málum út á við og halda fram okkar skoðunum,þetta hefur komið fram hjá formanninum og það verður brýnna með hverju árinu sem líður að koma þessu í8 framkvæmd.
Kv Klakinn
04.04.2007 at 09:13 #587204Fer ekki að verða tími til að bjóða fjölmiðlum í góða vetrarferð, eins og gert var með þingmennina um daginn. Sýna þeim út á hvað sportið gengur, að það það snústi ekki bara um að breyttir jeppar keyri smábíla í klessu, heldur séu aðrar ástæður fyrir þeim breytingum sem gerðar eru á bílunum.
Bara hugmynd……
kv. Ólafur M.
04.04.2007 at 10:34 #587206Að það skuli alltaf vera fílstroðið yfir jeppa landsmanna,ef það er ekki breytingin þá eru það ljósin og ef það eru ekki ljósin þá eru það grindurnar,,,,en það sem er merkilegt að mínu mati er að það er ekki fílstroðið yfir flutningabílanna með heilu seríurnar framan á,ekki sagt aukatekið orð yfir grindum sem þekja 2fm.
Svo sér maður suma fólksbíla í svo lélegu ástandi á götunum að maður er kjaftstopp,einnig sér maður bíla sem eru að draga handónýtar kerrur fullestaðar,en það virðist vera allt í lagi.En Páll Halldór stóð sig með stakri prýði og finnst mér að hann ætti að vera kosinn talsmaður klúbbsins við fjölmiðla,enda reynslubolti mikill og frábær keyrari.
Þingmenn sem hafa þegið ferðaboð klúbbsins ættu nú að geta sagt þjóðinni sína reynslu hvernig þessi jeppar eru,,Jónína Bjartmarz ætti kannski að geta sagt sína reynslu á einum stærsta jeppa landsins eftir síðustu þingmannaferð.
Kv
Jóhannes
04.04.2007 at 13:21 #587208Ég er ekki ánægður með þáttinn.
Fólk sem þekkir ekki til í þessum bransa, stendur kanski upp frá sjónvarpinu í þeirri trú að allar þessar skoðanir og jéppa breytingar eru í ólagi, nema hjá Palla.
Menn ættu að fá einhvern utanaðkomandi og sýna þáttinn, og kanna viðbrög hanns við þessu.
04.04.2007 at 14:41 #587210Sælir
Nú verð ég að vera sammála Degi. Ég var að enda við að horfa á þáttinn og verð að viðurkenna að mér fanns Palli komast illa frá þessu. Auðvitað er ekki auðvelt að koma fram í beinni útsendingu í sjónvarpi og augljóst að Runólfur er langtum vanari því.
En eftir að hafa horft á þáttinn virðist mér að bílarnir okkar flestra séu hættulegir og slæmir í akstri. Eftirlitið sé sama sem ekkert og reglurnar ekki til staðar. Það kom aldrei fram að við höfum strangar reglur til að fara eftir sem mikil vinna hefur farið í að móta á undanförnum árum. Það vantaði ansi mikið upp á að okkar sjónarmið kæmist vel að. Ég geri ráð fyrir því að stress hafi haft mikið að segja, því ég veit vel að Palli veit meira og betur.Emil
04.04.2007 at 15:13 #587212Ég sný ekki til baka með það gegn minni sannfæringu. Hitt er svo annað mál, að Sigmar þessi er greinilega´haldinn fordómum í garð breyttra jeppa og er líklega með stimuleringu frá Selfossi farinn í einhverja krossferð á móti þeim. Mér fannst nefnilega eins og oft gerist t.d. þegar Jóhanna Vilhjálms er spyrill, að þáttarstjórnandi sé fyrirfram búinn að taka afstöðu með öðrum viðmælandanum en móti hinum og leyfi þeim aðila sem þeim er ekki að skapi helst ekki að komast að með sín rök. Það er því miður alltof mikið um það í íslenskum fjölmiðlum, sjónvarpi sem öðrum, að þáttastjórnendur séu í "trúboði" fyrir eitthvert tiltekið efni og rökfræðin endilega ekki í lagi. Svo er þetta lið búið að setja sig á stall sem einskonar heilagar kýr, sem alls ekki megi kritisera og það telur sig eiga að fella dóma og þeim megi ekki áfrýja. En pointið í þessu öllu saman ætti nú að vera það, að ALLIR bílar eigi að fá vandaða skoðun og þeir eigi að vera útbúnir til að framkvæma það sem til er ætlast, eins og t.d. draga kerrur eins og kemur fram hér að ofan, sem þurfa þá líka að vera öruggar í umferðinni.
04.04.2007 at 16:36 #587214Ég er nú ekki sammála þeim Degi og Emil, Mér fannst Páll koma sérlega vel fram og einmitt ræða hlutina opinskátt.
Það er staðreynd að sérskoðun er verulega ábótavant í dag.
Það er staðreynd að á götunum eru breyttir bílar sem eru ekkert annað en tifandi tímasprengja vegna lélegra vinnubragða við breytingar.
Það er staðreynd að breyttir bílar þurfa gott – og jafnvel betra eftirlit en aðrir bílar, það fá þeir ekki frá eftirlitsaðilum í dag.
Ég hef orðið þess "heiðurs" aðnjótandi að fá að skoða nokkra af þessum bílum sem fljúga í gegnum breytingaskoðun en eru svo að hrynja í sundur á suðum og festingum eftir nokkurra daga notkun. Ef að slíkur bíll lendir í alvarlegu óhappi þá er sportið okkar í stórum vanda. Þessir bílar eru jafnvel nýjir og breytt á viðurkendum verkstæðum….
Það var í raun heppni – ef hægt er að orða það þannig, að bíllinn sem lenti í óhappinu við þrengslaveg var gamall. Þá er skuldinni skellt á það… Það eru til nýlegir bílar sem eru það illa hækkaðir að þeir hefðu jafnvel geta farið jafn illa og þessi… Hvernig hefði þá verið brugðist við núna ???
Það er staðreynd að á þessu vandamáli þarf að taka og það áður en fleiri alvarleg slys verða sem gætu þegar upp er staðið riðið þessu sporti okkar að fullu. Og ef að klúbburinn fer ekki fremstur í flokki við það að auka öryggi breyttra bíla og hvetja til nákvæmara eftirlits þá veit ég ekki hver á að gera það. Við vitum af vandanum og það er til skammar að þegja yfir honum.
Páll kom fram í Kastljósi í gær í umboði og eftir beiðni stjórnar og hann stóð sig með stakri prýði.
Benni
04.04.2007 at 22:02 #587216Ég verð að segja það að ég var mjög sáttur við framgöngu Palla í þessu viðtali, ég efast um að nokkur hefði getað látið okkur líta betur út en akkurat hann í þessu viðtali því hann sýndi að það eru ekki tómir ymbar í þessum klúbb.Við viljum náttúrulega allir umferðaröryggi trúi ég og þó að hann hafi ekki komið að öllum okkar sjónarmiðum í þessum örstutta þætti þá sýndi hann að við viljum vera ábyrgur klúbbur sem eru tilbúnir að kosta einhverju til en ekki fljóta sofandi að feigðarósi.
ég segji áfram Palli.
kv:Kalli ábyrgi
05.04.2007 at 11:10 #587218Úr því þráðurinn er farinn að snúast um diskusjón um frammistöðu Palla þá fær hann hiklaust mitt atkvæði. Það er örugglega rétt sem Dagur segir að þessi umfjöllun getur hafa farið öfugt ofan í einhverja sem ekki eru innvígðir í sportið, en það er klárt mál að ef fulltrúi klúbbsins þarna hefði tekið þann pól að halda því fram að allt sé í himna lagi og afneita öllum vandamálum hefði það ekki bara farið öfugt ofan í fólk heldur hreinlega sannfært þjóðina um að þessir breyttu jeppar séu ekki bara hættulegir heldur líka stýrt af vitleysingum. Þá er skárra að þjóðin viti að eitthvað sé ekki nógu gott í eftirlitsþættinum en jeppakarlar hafi þá ímynd að vera flestir ábyrgir einstaklingar sem taka þessi mál alvarlega. Það var sú ímynd sem Palli presenteraði í þættum og gerði það mjög vel. Staðreyndirnar sem Benni telur upp hér að ofan hverfa nefnilega ekkert þó svo reynt sé að þaga yfir þeim. Nú myndi ég vilja sjá tækninefndina og stjórnina nota þetta tækifæri til að koma viðræðum í gang við þá aðila sem ráða eftirlitsþættinum, koma þessu í það horf sem við getum verið sátt við og stolt af og svo komum við þeim betrumbótum í fréttir og allir verða voðalega glaðir. Ef við hins vegar gerum ekkert til að koma hreyfingu á þessi mál, þá gera einhverjir aðrir það og þá mjög líklega af vanþekkingu og málin færu í einhvern miður heppilegan farveg. Það er búið að vera yfirvofandi nokkurn tíma, óháð þessari Kastljósumfjöllun.
Góð blaðagrein væri líka tilvalin núna sem útskýrir hvað sé í lagi og hvað sé í ólagi og hvað skiptir máli í þessu.
X-Palli
Kv – Skúli
05.04.2007 at 12:32 #587220Mér fannst palli standa sig vel. Hann kom hreint fram og sagði hvað betur má fara í skoðun á bílum. Það verður að taka á þessum málum til að breitir bíalr fái viðunandi skoðun.
05.04.2007 at 16:15 #587222Ég tek undir orð Skúla um að vinna þurfi í þessum málum og frumkvæðið verði að koma frá F4x4.
Atvik úr [url=http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4301769/0:2hjt3n2m][b:2hjt3n2m]þættinum[/b:2hjt3n2m][/url:2hjt3n2m]
Eru breyttir jéppar hættulegir smábílum? Svar: Já
Þetta er hættuleg spurning og svona einfalt svar er einnig hættulegt.
Auðvitað fara litlir bílar halloka í árekstri við stóra bíla og á þetta líka við strætó og er því spurningin röng eins og svarið, fallin til að skapa ótta.
Fullyrt er að margir breyttir bílar eru í þannig ástandi að þeir eru hættulegir í umferðinni, en bílar eru yfirleitt eins og eigendur þeirra.
Þetta kallar hreinlega á að menn verði að sýna þekkingu og dug til að halda sínum bíl í góðu ástandi og eigum við þá að taka upp skoðunarferli innan klúbbsins þar sem bíll og eigandinn er skoðaður.
Eða þurfa menn að sýna færni og þekkingu til að fá að vera með breyttann bíl (4×4 próf).
Þetta viðtal er opinskátt og hreinskilið af hálfu Palla og verðum við að taka til hjá okkur og hafa allt okkar á hreinu þegar löggjafinn og eftilitsbatteríið fer af stað.
05.04.2007 at 22:36 #587224Við verðum að hafa í huga að Páll Halldór fékk varla tíma til að svara neinni spurningu, þáttarstjórnandinn nánast leyfði honum það ekki. Ég efa ekki að PHH hefði einmitt á þessu momenti viljað koma einhverju sambærilegu að og Dagur er að benda á, en fékk bara ekki að ljúka máli sínu. Þessi blessaður Runólfur virðist manni af því sem frá honum kemur bæði í mæltu máli og rituðu vera búinn að stilla þeim hluta íslenskra bifreiðaegenda og bifreiðastjóra sem ekur á jeppum, sérstaklega breyttum jeppum, upp sem andstæðingum annarra ökumanna, sem er náttúrulega þvílík steypa. Ég vil nú reyndar leyfa mér að efast um að árekstur við breyttan jeppa á t.d. 38" + dekkjum sé alvarlegri fyrir fólksbíl en t.d. að lenda á amerísku "teppi". Það eru nefnilega mestar líkur á að lenda á uppblásnu gúmmíi ef fólksbíll lendir t.d. á bílnum hans Benedikts formanns. Þáttarstjórnandinn í þessu tilviki er hinsvegar í því sama og aðrir í sama bransa, að reyna að finna eða búa til hasar, helst finna einhvern sem hægt er að stilla upp sem óvini "almennings" og hægt er að leggja í einelti sem óbótamanni. Þau eru að keppa við "Ísland í dag" með áhorf þetta Kastljóslið og í þessum slag er einskis svifist og má einu gilda hvað er rétt og hvað er rangt og hver verður fyrir þeim. En eins og Skúli bendir á hér að ofan, þá er kannski tilefni til þess að fá birta gagnorða blaðagrein, sem geri grein fyrir málefnum og því starfi að öryggismálum í umferðinni, sem unnið er að af hálfu F4x4, og er áreiðanlega umfangsmeira, ábyrgara, faglegra og gagnlegra en fjas og flugeldasýningar sjónvarpsþáttagerðarfólks.
07.04.2007 at 00:09 #587226Ég er í tækninefndini og þetta er ekki í fyrsta skiftið sem svona umræða er. Ég hef verið að afla mér upplýsingar um breitinga ferlið og á niður púntað nokkur atriði sem Palli hefði getað notað. Ég er á því að skoðunin sem slík er ekki vandarmálið, heldur þeir sem eru að reina að svinda á skoðuninn. Er það virkilega skoðunamaninum að kenna að nýr bíl kemur í skoðun eftir 3 ár. Á skoðunarmaðurinn að vita að þegar jeppin var breitingaskoðaður var hann á flatjárnum og með óbreit hjólabil, síðan er búið að setja á gorma og leingja hjólabil um 50 cm. Ég hef viðrað mínar hugmyndir um úrbætur á breitum jeppum og undirtektir verið dræmar. Ef men vilja svindla í skoðun þá er það ekkert mál. Ég átti einu sinni Lödu, hún fékk ekki skoðun vegna riðgata. Ég sprautaði kvoðu í riðgötin og málaði yfir fékk fulla skoðun eftir það, ég plataði skoðunamanin. En ladan var ekki örugari fyrir vikið.
Kveðja Magnús.
07.04.2007 at 00:22 #587228Það eru t.d eingar reglur um það þegar það er bodíhækkað að það þurfi að færa upp 1 set að bodífestingum en flestir vita að ef það er ekki gert þá jagast bodí festingar, og eftir ca 20 dettur bodíð af.
Kveðja Magnús
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.