Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Kastljós
This topic contains 20 replies, has 1 voice, and was last updated by Benedikt Magnússon 17 years, 8 months ago.
-
CreatorTopic
-
02.04.2007 at 20:20 #200050
Hvað fannst mönnum um kastljós í kvöld þ,e,a,s um breytta gamla bíla ???
dkd
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
02.04.2007 at 20:28 #586860
Finnst þatta alveg réttlát að bílar sem eru að detta í sundur af riði eiga ekki að vera í umferð hvort sem þeir eru breyttir eða ekki.
02.04.2007 at 20:29 #586862Mér finnst kannski fullmikið að vera að skrá bíl hafa verið ónýtann fyrir slysið þar sem boddýfestingar hafa gefið sig og því hafi bíllinn farið í tvennt..
svo er meira í Kastljósi á morgun
02.04.2007 at 22:20 #586864
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
þetta er alger púðurtunna hvernig þeir setja þetta framm…… eitt atvikid er bens folksbill sem var svo ryðgadur að hann veitti enga vernd,,, vard bara harmonikka…. slysid þar sem hásing a að hafa farið undan grunar mig að sé landroverinn sem valt fyrir sottlu sidan enn mig minnir að hásingin hafi rifnad af eftir að billinn for utaf og valt og held eg að ekki sé hægt að ætlast til að hásing þoli slika bylltu og sennilega gæti það verid kostur að hun losni bara af, minnkar þyngdin…… allavega veit eg um,, þá nylegan patrol björgunarsveitabil sem fekk folksbil aftan á sig og aftruhásingin fór innundir midjan bil…… og ætlum við að kenna lélegum frágangi þar?????? nei held ekki og svo er það þessi patrol þarna sem boddyið rifnar af ??? jú þetta er gamall bíll sennilega orðin eitthvad rydgadur…. enn þa er spurningin rifnudu boddyfestingarna sjalfar eða slitnudu boltarnir sem foru i gegnum festingarnar??? það þurfa ju að vera alvöru boltar sem hafa eitthvad slitþol í þessu.
þetta þarf að liggja uppi a borðinu áður enn nokkud er hægt að stadhæfa i þessu… Seinast þegar eg vissi voru lögreglumenn upp til hopa ekki löggildir skoðunarmenn svo það hefði átt að leita til þeirra sem hafa þau mal a sinni könnu… svo med skoðunarmennina þá held eg almennt að þeir séu samviskusamir med þetta þótt!!!!! ég viti um bíla sem hafa farið i gegn enn hefðu ekki átt að fara i gegnum skoðun enn þetta eru undantekningarv enn það er vist frammhald a morgun og skulum við sjá hvada metnadur verður lagður í það hja þeim enn mer findist eðlilegt að hagsmunaadilar eins og 4×4 klúbburinn letu heyra eitthvad i ser….
02.04.2007 at 22:48 #586866Ég ætla svosem ekki að fullyrða mikið um þessi einstöku mál sem þarna voru til umræðu, en það lítur hreint ekki vel út þegar boddý fer af grind við árekstur og á sama tíma benda aðstæður og áverkar til að högg hafi komið ofan frá. Það er hins vegar alveg klárt í mínum huga að hagsmunir jeppaeigenda er að skoðun á bílum þeirra sé sem best og nákvæmust og að jeppar í hættulegu ástandi séu stoppaðir. Það er engum greiði gerður með því að sleppa honum út í umferðina á einhverju sem ekki er þokkalega öruggt. Það hefur margoft verið umræða hér um hættuna sem felst í því að boddý sé hækkað alfarið með klossum í stað þess að boddýfestinga séu færðar upp. Líklega eru slíkar aðferðir aflagðar í dag (vonandi) en hugsanlegt að finnist í eldri jeppum og þá hætta á að ryð sé farið að gera vart við sig. Nú veit ég ekki hvort það hefur verið málið með þennan Patrol en spurning hvort bílar með slíkum hækkunaraðferðum séu stoppaðir af í skoðun.
Með Landroverinn í Þjórsárdal þá fór hásingin af í veltunni, en var ekki orsök slysins skv. skoðun Rannsóknanefndar umferðaslysa. Hvort það að hún færi undan hafði áhrif á veltuna er svo aftur annað mál sem ég treysti mér ekki til að fullyrða um.
Ágætt að þessi mál séu til umræðu og mín skoðun er að klúbburinn eigi bæði að fagna umræðunni og taka þátt í henni. Það er hins vegar alltaf hætta á að umræðan fari út í einhverja vitleysu og fram komi sleggjudómar eða fullyrðingar sem ekki standast raunveruleikann. Því miður höfum við alltof oft orðið vitni að því, en þá er bara að svara því með vitrænum hætti. Til þess höfum við tækninefndina auk ýmissa sérfróðra manna sem kunna vel að koma fyrir sig orði. Bara gott mál að upp komi tækifæri til að ræða hlutina og koma um leið staðreyndum málsins á framfæri
Kv – Skúli
02.04.2007 at 22:54 #586868Hér er [url=http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4301768/2:3nwkn4g1][b:3nwkn4g1]kastljós[/b:3nwkn4g1][/url:3nwkn4g1]
kvöldsins.
Er tækninefnd búin að skoða umrædd tilvik?
02.04.2007 at 23:02 #586870Það er nátturulega til endalaust af bílum sem eru boddý hækkaðir með allt of háum klossum. Þegar settir eru ja t.d. 10 cm klossar á milli grindar og yfirbyggingar þá er búið að mynda þar gífurlegan álagspunkt og þarafleiðandi bil á milli grindar og yfirgrindar. EF að jeppi sem er mikið hækkaður og með slíka boddýhækkun lendir í árekstri við fólksbíl þar sem allt álagið fer á grindina á bílnum þá segir sér það sjálft að boltarnir í boddyhækkuninni gefi sig eða boddyfestingin, gefið að eitthvað er búið að mixa í þessu. (+ ryð)
Mér finnst persónulega að það ætti að vera einhver takmörkun á þessum boddy hækkunum.
kv
Gunnar, boddyhækkunar mótmælasinni 😛
02.04.2007 at 23:11 #586872Sælir félagar.
Ég verð nú að játa það að það sem kom fram í þessum þætti í kvöld fór ekki fyrir brjóstið á mér, amk ekki á þann veg að ég ætti að taka þetta til mín persónulega, þótt ég sé jeppamaður. Menn mega ekki fara á taugum og heimta að klúbburinn sem hagsmunafélag fari af stað með predikun þótt svona umfjöllun fari af stað, hún á alveg rétt á sér.
Hef fyrst og fremst samúð með fólki sem missir sína nánustu í slysum og skil það vel að það vilji skoða og velta fyrir sér ástæðum slysa. Og ef það er rétt að viðkomandi Patrol jeppi hafi verið að detta í sundur í skoðun einhverjum mánuðum á undan, þá hefur hann væntanlega ekkert batnað á þeim dögum sem liðu fram að slysi. Amk hef ég ekki séð ryð batna af sjálfsæðum. 20 ára gamall bíll, hugsið út í það og kannski breyttur fyrir 16 árum síðan og jafnvel ekki á þann máta sem við þekkjum í dag.
Og ég get tekið undir það að skoðun á þessum jeppum okkar á að vera miklu betri og ítarlegri en hún er í dag. Og jafnvel ætti að skoða þá oftar á ári en einu sinni. í rallinu, þurftum við að mæta með bílinn í skoðun fyrir hverja einustu keppni og menn þar keppast við að hafa þar alla hluti í lagi fyrir rall, svo sem minnstar líkur séu á að mennn dyttu úr keppni þá helgina. Mér finnst á sumum/nokkrum/mörgum jeppamönnum að menn vilji helst komast af með sem minnstan kostnað við allt, vælandi yfir félagsgjöldum uppá nokkra þúsundkalla, en fá allt félagsgjaldið til baka með kaupum á einu kastarasetti hjá einhverjum velvildarvini klúbbsins. Og þessir sömu menn eru tilbúnir til að gagnrýna allt og ekkert. Og jafnvel gorta sig á því að hafa sloppið með jeppann í gegnum skoðun, vitandi af nokkrum atriðum sem hefði mátt vera í betra standi. Þetta vitum við öll.
Farið nú frekar út í skúr, skoðið jeppann ykkar sjálfir og kannið hvort þið séuð sáttir við alla smíðina, allar festingarnar, alla upphækkunarklossana, allar suðurnar og fl í þessum dúr. Amk er þetta það sem ég geri fyrir hvern einasta túr sem ég fer í. Og í einum túr sem við Ella og fl fórum í fyrir tveimum árum hrökk í sundur stýrisendi við högg. Þá var farið og keypt allt nýtt í stýrisganginn, upphengjur og legur. Svoleiðið á að vinna þetta, ekki skítmixa hlutina. Sumir laga bara það sem er brotið, svo hægt sé að leggja af stað í einn túr enn, en ekki að stúdera kemst ég heim ?
Ég treysti Oddi Árnasyni lögreglumanni á Selfossi, hann er maður orða sinna og það sem hann sagði í Kastljósinu er bara nákvæmlega eins og hlutirnir eru. En þetta með hásinguna á bílnum sem valt uppí Þjórsárdal, hvort það gerðist áður en hann valt eða ekki, get ég ekki sagt til um. Að sama skapi veit maður ekkert um það hvort höggið gæti hafa orðið miklu meira beint framan á bíl strákanna ef þessi Patrol hafi ekki dottið í sundur. Þessum spurningum verður sennilega seint svarað.
Kv,
Palli
02.04.2007 at 23:15 #586874Sælir félagar.
Já tækninefnd skoðaði málið í Þjórsárdal eins og hægt var, en okkur var því miður ekki hleypt í flakið, en einn aðili sem heur verið mikið í að breyta Land Rover sagðist hafa séð breytinguna og ekki gera hlutina eins, en ekki er um að ræða að ástand ökutækisins hafi verið lélegt, heldur var hugsanlega um ekki bestu breytingunasem hægt er að gera. Varðandi slysið sem varð við Þrengslavegamótin, þá er líkleega um að kenna sliti í boltagötum fyrir festingarnar, þar sem þau voru orðin kjöguð og styrkur því lítill, ásamt og með því að bíllinn var orðinn ryðgaður. Slíkt má vel sjá á myndunum í fréttinni. Varðandi slysið á Suðurlandsvegi, þar sem gert hafði verið við bílinn meðal annars með kítti, þá er ekki um breytta bifreið né heldur um jeppa að ræða heldur var það fólksbifreið.
02.04.2007 at 23:16 #586876Eins og svo oft áður, þá er heilmikið til í því sem Skúli lætur frá sér.
Ég vil sérstaklega taka undir það sjónarmið að klúbburinn taki jákvæða afstöðu gagnvart umræðu sem þessari, í fyrsta lagi á hún rétt á sér út af fyrir sig, og í öðru lagi er það hagsmunamál okkar allra að breytt ökutæki séu í skikkanlegu ásigkomulagi.
Hvað breytta bíla varðar, þá liggur vandinn þannig séð einhversstaðar á milli breytingarreglugerðarinnar og skoðunarstöðvanna. Ég man ekki eftir að hafa séð reglur um frágang, hönnun eða gæði á fjöðrunarbúnaði þannig að sérstakt mark sé takandi á(reglurnar eru að vísu settar gróflega varðandi hækkun o.þ.h.).
Ég vil þó taka það sérstaklega fram að ég er ekki að kalla eftir einhverju bákni sem takmarkar skynsamlegt felsi til framþróunar á því sviði.
Málin liggja nefninlega þannig akkúrat núna, að hægt er að koma breyttum bíl, með illa frágengna, eða jafnvel algerlega fíflalega hönnun í gegn um skoðun ef vilji er til. Sem betur fer er það frekar undantekning en regla.
Skoðunarstöðvarnar hafa hreinlega ekki nothæf viðmið, jafnvel þó að staðreyndirnar blasi við.
Hver á þá að ákveða hvað er í lagi og hvað ekki?
Þetta er spurning sem við komum til með að þurfa að svara fyrr eða seinna, þannig er nú það. Þess vegna held ég að við náum okkar hagsmunum einna best fram með því að halda áfram að leggja línurnar, fyrst og fremst með fræðslu, sem fer til dæmis fram í stórum stíl hér á vefnum, og svo, ef að í harðbakkann slær, með samvinnu við yfirvöld um framlengingar á reglum sem skarast við okkar núgildandi frelsi til jeppabreytinga.Grímur
03.04.2007 at 04:21 #586878Að mínu viti var þessi umfjöllun Kastljóssins einhliða villandi og smekklaus Í skýrslu rannsóknanefndar umferðarslysa er það afdráttarlaust að það var ekki orsakavaldur í slysinu við Þrengslavegamótin, þegar boddyfestingar gáfu sig við mjög harðan árekstur.
Það er ekki skemmtilegt að þurfa að segja það, en í báðum þessum tilfellum létust ungir ökumenn vegna eigin mistaka.
Mér finnst það lýsa dómgreyndarleysi, bæði hjá Selfoss lögreglunni og Kastljósi, að vera að velta sér upp úr þessum hörmulegu atburðum.Í mjög ítarlegri greiningu á umferðarslysum sem greint var frá í fyrirlestri í Háskólanum fyrir nokkrum mánuðum síðan, kom m.a. fram að þegar borin er saman slystíðni eftir aldri bíla, þá er hún hærri hjá nýlegum bílum en þeim sem eldri eru.
-Einar (tækninefnd)
03.04.2007 at 10:14 #586880Einar þú gerir þér væntanlega grein fyrir því að þó svo að sumir hlutir séu ekki endilega grunnorsökin að slysum, þá geta þeir gert þau mun alvarlegri en þau hefðu annars orðið?
.
Mér finnst þetta mjög gott mál hjá þeim að fjalla um þetta, það er alveg kominn tími til að skoðunarmenn fari að vinna vinnuna sína og hætti að hleypa hverju sem er í gegn. Hvers hagur er það annars að handónýtir bílar séu í umferð? Ekki minn í það minnsta!
03.04.2007 at 10:35 #586882Ég hef oft verið að velta fyrir mér hvort það sé heppilegt að bifvélavirkjar skoði og taki út breytingar á jeppum. Skoðunarmenn eru jú oftast bifvélavirkjar. Bifvélavirkjar eru að sjálfsögðu sérfræðingar í að finna út slitna og bilaða hluti hluti. En þeir hafa kannski minni reynslu í að meta uppbyggingu burðarvirkis, fjöðrunarkerfis og gæði suða og smíðavinnu. Það væri að mínu mati æskilegra ef að þeim þætti, smíða þættinum, kæmu vélsmiðir, stálvirkjasmiðir, véliðnfræðinagr eða tæknifræðingar með reynslu í suðu og smíði.
Ég hef séð margar suður í breyttum jeppum sem ættu ekki að sjást og eins með efnisval.Kveðja Olgeir
03.04.2007 at 11:28 #586884Kannski rétt að nefna það hér að skv. því sem fróðir menn hafa sagt mér má líka finna suður eftir róbota í nýjum bílum sem eru þannig að enginn bílskúrsfúskari myndi láta sjá það eftir sig. Margt af því sem er verið að gera í bílskúrum jeppakarla er vandaðra og betra en gert er í bílaverksmiðjum. En það er kannski önnur saga, þó ágætt sé að halda því til haga.
Kv – Skúli
03.04.2007 at 15:05 #586886Hvernig stendur á því að í húsbyggingum þarf bæði teikningar af útliti og burðarvirki ásamt lögnum áður en hafist er handa við verklegar framkvæmdir en ekki í bílum? Ég vill bara leggja það til að til að meiga breyta jeppa verið að gera fullnaðar hönnun af framkvæmdinni (framkv. af löggiltum hönnuðum) og sækja um leyfi þá til t.d. Umferðarstofu (alveg eins og byggingarfulltrúa) og þegar það er komið þá verður einhver meistari t.d. bifvélavirki eða vélvirki að skrifa uppá og ber hann þar með ábyrð alveg eins og byggingarframkvæmdir sér að ræða. Á þessu er enginn grundvallarmunur. Í báðum tilvikum er verið að breyta útliti, burðarvirki, lögnum og það er bara ekki eðlilegt að hver og einn sé að vesenast með þetta hver í sínu horni eða verkstæði og alveg án þess að hafa nokkurn raunhæfan bakgrunn til þess.
03.04.2007 at 15:34 #586888Ef þetta fyrirkomulag sem Magnús er óska eftir, hefði verið í gildi undanfarna áratugi, þá væri engir breyttir jeppar á Íslandi.
Reynslan hefur líka sýnt óvönduð vinnubrögð í breytingum koma ekkert síður frá sórum breyginaverkstæðum, heldur en bílskúrum.
[b:2rnp4p6m][url=http://www.f4x4.is/new/forum/default.aspx?file=bilarogbreytingar/965:2rnp4p6m]Kannanir[/url:2rnp4p6m][/b:2rnp4p6m] hafa sýnt að slysatíðni á breyttum jeppum er lægri en óbreyttum.
-einar
03.04.2007 at 15:42 #586890Olgeir-Einfari
Varðandi skoðunarmennina þá eru þeir ekki bara oftast, heldur ALLTAF bifvélavirkjar, því reglugerð boðar að svo sé. Það er svo aftur umdeilanlegt hvort það sé heppilegt, en þeir eiga að hafa til þess menntun og þjálfun. Í náminu er tekið meðal annars á burðarvirki og tæringu svo og fjöðrunarkerfum g er heill áfangi sem tekur eina önn um það, en grunnnámið er það sama hjá bifvélavirkjum, vélvirkjum, bifreiðasmiðum og gott ef ekki bílamálurum líka. Þeir síðasttöldu eru í mörgum tilfellum bara bifreiðasmiðir með meiri menntun.
Kristinn
Að skoðunarmenn fari að vinna vinnuna sína er nokkuð djúpt í árina tekið. Þeir eru jú bara mannlegir eins og þú og ég og allir hinir hér á spjallinu. Það má jú kannski segja um suma en reglurnar eru bara þannig að það er því miður ekki alltaf hægt að stöðva ökutæki þó skoðunarmanninum lítist illa á hlutina. Ég hef persónulega reynslu af því. Það er rétt sem Skúli segir að það voru teknar myndir af ónefndri tegund þar sem róbótinn hafði ekki hitt á suðustaðinn, og þegar umferðastofu voru síndar myndirnar var svarið stoppa hann strax, þessar myndir fóru á þjónustustjóra ráðstefnu hjá þessum framleiðanda, þar var uppi fótur og fit, en verksmiðjan sagði þetta er nógu gott.
Magnús Orri
Þetta er góð spurning, og eins og oft þegar stórt er spurt, verður fátt um svör.Held ég láti þessari langloku lokið
Siggi tæknó(tækninefnd)
03.04.2007 at 16:40 #586892
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
finnst skrýtið að þegar verið er að tala um þetta slys að þá er ekki spáð í því á hvaða hraða bílarnir voru sem ætti að geta haft töluverð áhrif. Síðan fannst mér ekki nógu skýrt koma fram hvernig bíllinn lendir á jeppanum en ef hann lendir á hliðinni á honum má telja líklegt að húddið geti hafa stungist undir sílsann og á grindina. Mér fannst þessi atriði alveg vanta í vonda umfjöllun í kastljósinu í gær enda kannski ekki við miklu að búast þegar svona pottormar eru fengnir í fréttamennsku.
Jafnframt finnst mér hæpið af þessum lögregluvarðstjóra að vera með þessar fullyrðingar í nafni lögreglunnar mér fannst hann ekki vera líklegur til að hafa næga þekkingu til þess að vera með fullyrðingar af þessu tagi.
En fjölskylda þess látna á alla mína samúð og ég er alveg sammála því að ef bílar sem eru í umferðir að þá verður að taka þá úr umferð.
03.04.2007 at 20:08 #586894Jæja hvað fannst mönnum svo um Kastljós í kvöld??
Mér fannst þetta nokkuð gott hjá Palla og þá sérstaklega það að bílskúrinn getur komið þessvegna betur út en viðurkennt verkstæði því allir eru mannlegir og gera mistök endrum og sinnum einnig var góður punkturinn sem hann kom með breytingarskoðunina þ,a,s bara skoðað hæð breidd og þyngd en ég er sammála að ef bílar eru breyttir rétt að þá eru þeir jafnvel sterkari en orginal því jú þeir eru ætlaðir til aksturs á öllum mögulegum ófærum sem og malbiki, hvað fannst ykkur???
Kv Davíð Karl
03.04.2007 at 20:13 #586896hann fær öll mín stig.
03.04.2007 at 20:24 #586898Þetta var mjög gott hjá Palla, enda reyndur maður sem þekkir þessi mál mjög vel. Það var greinilega góð ákvörðun að fá hann í þetta….
Mér fannst allt það sem skiptir máli koma vel fram og þetta hnykkir bara á því sem við höfum áður bent á… þ.e. að skoðun breyttra bíla má vera miklu mun betri og nákvæmari enda hljóta það að vera hagsmunir okkar allra sem viljum fá að ferðast á þessum farartækjum að það séu ekki gallaðir bílar á ferðinni.
Benni
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.