Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › kastaragrindur
This topic contains 14 replies, has 1 voice, and was last updated by Einar Kjartansson 22 years, 1 month ago.
-
CreatorTopic
-
19.12.2002 at 00:05 #191915
AnonymousEg gleymdi að senda ykkur svar frá Umferðarstofu (skráningarstofa sem var) um bann á kastaragrindum, en það er svona orðrétt.(Þessar reglur hafa ekki komið til kasta enn þá, en verða fljótlega. Þær munu ekki virka aftur fyrir sig þ.e ef þú ert nú þegar með grindur þá þarftu ekki að taka þær niður. Kveðja Sigurjón.). Þetta fljótlega hef ég heirt að sé núna um áramótin. Er á sama verði og ég fékk það. kv. S.B.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
19.12.2002 at 14:11 #465740
Þetta er nokkuð sem tækninefnd 4×4 þyrfti að berjast á móti af sinni miklu snilld því aldrey hefur verið jafn mikil þörf á grindum framaná jeppana. Nýjustu jeppar eru nefnilega ekki með stuðara að framan en bara eitthvað plastdrasl sem fer til andsk… í næsta árbakka þessvegna er grindin bæði stuðari (sem vantaði á bílinn í upphafi) og til að hengja kastara,spil og fleiri nauðsinlega hluti á.
19.12.2002 at 19:30 #465742Ég hef sagt það áður og segi það enn, maður á bara að fá sér alvöru stuðara (með ljósafestingum að sjálfsögðu…..
Ekki satt Hlynur?
Kveðja
Rúnar
21.12.2002 at 13:37 #465744Umferðastofa er sú stofnun sem ég vildi helst af öllum stofnunum leggja niður kostar tugi milljóna.
Hún rekur áróður gegn fólki á stórum bílum segir það fara ógætilega í umferðinni og að það séu enginn vetrardekk sem virki nema nagladekk sem spæna upp göturnar (sjálfsagt vegna þess að þetta eru allt meira og minna orðin titrandi gamalmenni og þeir sjálfir treysta sér ekki til að vera á öðru).
Ekki veit ég hvað þeir gera þarna í þessari stofnun, annað en að gaspra í útvarpinu um eitthvað fólk sem aðeins nennti að skafa pínulítið gat á rúðuna með kretitkorti , sem þeir urðu að sjálfsögðu vitni að áleiðinni í vinnuna.Einu sinni man ég eftir því að kellingin sem talar stundum þarna í útvarpið var að tala um að menn töluðu allt of mikið í símann í bílnum og að það væru ábyggilega einhverjir se væru bara að þykjast vera að tala,(til þess að þykjast vera eihverjir stórkallar með síma
Hún byggði þetta á því að hún var í banka í biðröð og á undan henni í röðinni var einhver verðbréfagutti sem var að kaupa og selja verðbréf í gegnum gsm-símann fyrir milljónir og svo hringdi síminn upp í eyrað á honum og það var þá mamma hans HA ha ha.
Við vitum þá að það var þessi kona sem lenti í þessu.Svo er annað það er í sambandi við einkanúmer sem margir eru með.
Það kostar í kringum 30.000 að fá slíkt númer og viti menn það rennur í umferðaráð og ekki nóg með það eftir 7.ár þarf maður að borga 30.000 aftur það rennur líka í umferðráð og svo koll af kolli á 7 ára fresti FÁRÁNLEGT.
Ok allt í lagi að borga 30.000 í byrjun og það á bara að láta það gott heita.
jæja ég kem með meira síðarKveðja,
GLANNI
21.12.2002 at 16:35 #465746Sæll Glanni.
Ég held þú sért nú aðeins að ruglast núna.
Veistu hvað Umferðarstofa er?
Ef ekki, lestu þetta:Umferðarstofa hóf störf 1. október 2002
Umferðarstofa er ný stofnun sem fer með stjórnsýslu á sviði umferðarmála, einkum varðandi umferðarreglur, ökutæki, ökupróf og ökunám, umferðarfræðslu, slysarannsóknir, slysaskráningar og fleira. Í Umferðarstofu sameinast Skráningarstofan ehf. og Umferðarráð og einnig flytjast til stofnunarinnar verkefni frá dómsmálaráðuneytinu.Þú ert trúlega að tala um það sem áður hét Umferðarráð.
Ég get alveg verið þér sammála um að það er ekki allt jafn skemmtilegt sem það ágæta fólk hefur talað um í útvarpi. En þau segja líka oft margt af viti. Og er það ekki marg sannað að áróður virkar? Ef það er tuðað nógu oft um eitthvað, síast það ekki inn á endanum?Þú nefnir þetta sívinsæla umræðuefni hvort stórir bílar séu hættulegri en litlir. Auðvitað eru þeir það. Göturnar eru ekki hannaðar fyrir trukka, og ef þú værir að keyra um á t.d. Toyotu corollu, hvort vildir þú lenda í árekstri við annan þannig bíl, eða Econoline á 44" dekkjum? Það má kanski segja að allir væru öruggastir ef þeir væru á stórum bílum. En væri það hagkvæmt fyrir buddurnar okkar allra? Ég held ekki. Og mengunarlega? Efast um það.
Svo er það þetta með hvort allir sem aka stórum bílum séu glannar og ökuníðingar. það eru þeir náttúrulega ekki. En hver hefur ekki séð ökumenn troðast áfram og nota stærð ökutækisins sér í hag? Eða jafnvel gert það sjálfur? Fólk víkur jú frekar fyrir stórum bíl en litlum, ekki satt? Ég fyrir mitt leyti get ekki svarið það algerlega af mér.
Mín skoðun er að í þessari stöðugu umræðu um hvort banna skuli breytta jeppa, verðum við sem ökum þeim að sýna gott fordæmi og vera til fyrirmyndar í umferðinni. Ekki svína á litla bíla, og alltaf að skafa almennilega af framrúðunni. Og ekki gera eins og svo margir, að leggja alltaf uppi á köntum og öðru sem ekki er ætlað sem bílastæði. Hafið þið t.d. farið framhjá Kringlunni í dag? þar eru jeppar uppi á öllum upphækkunum og túnblettum sem finnast.Þá eru það einkanúmerin.
Ég er þér algerlega ósammála þar. það er enginn sem neyðir mann til að kaupa þau. Ég veit svosem ekki hvað er gert við hagnaðinn, en ef hann rennur til forvarnarstarfa í umferðarmálum er þeim krónum vel varið. Ég skil heldur ekki þá þörf sem margir virðast hafa að setja t.d. nafnið sitt á bílinn. En auðvitað er til fullt af flottum einkanúmerum. En menn verða þá bara að gera það upp við sig hvort þeir tími. En hvað eru 30.000.- kr. stór hluti af rekstrarkostnaði bíls á 7 árum?Umferðarkveðja,
Emil Borg
21.12.2002 at 19:06 #465748Sælir.
Ef nú á að banna að bæta grindum framan á bíla þurfa þeir sem þegar hafa slík háskatól ekki að tryggja á einhvern hátt að áframhaldandi notkun þeirra verði viðurkennd ?
Ég á við hvort þetta sé skráð eins og aðrar stórbreytingar á bílunum.
Hvað segja sérfræðingarnir um það ?Wolf
21.12.2002 at 20:23 #465750Ég heyrði af þessu í haust og þá var talað um að umboðin fengju ekki að selja bílana með þessum grindum framan á bílunum en ekki stæði til að banna mönnum að setja þetta á bílana eftir á.
Sem er ágætis mál því að meðal Terrano II og RAV4 sem er notaður sem innkaupakerra í Reykjavík hefur ekkert með þetta að gera.
21.12.2002 at 23:26 #465752Ég er nú sammála Glanna í því að umferðaráð sem er búið að sameina skráningarstofu í dag er trúlega ein ónauðsynlegasta stofnun sem hefur verið búin til og ætti að leggja niður hið fyrsta og nota þá peninga sem sparast í eitthvað nitsamlegra en þetta áróðurskjaftæði, en mig minnir að umferðaráð hafi kostað ca 100 millur árið 2000 og það er bara sóun á peningum og ekki neitt annað.
Eins dettur manni í hug Rannsóknarnefnd umferðaslysa sem var seinast þegar ég vissi ekki skipuð neinum manni sem var sérstaklega mentaður í bíltæknifræði enda hefur maður séð úrskurði frá þeim sem bera vott um algjöra fáfræði.
Þar fyrir utan er það nagladekkjaáróðurinn en mín skoðun er sú að það ætti að banna þau eða skattlegja þau mun hærra en önnur dekk enda er talið að kostnaður á höfuðborgarsvæðinu við viðhald á götum sé ca 300 millur á ári sem rekja megi til notkunar á nöglum.
Kveðja Hlynur
21.12.2002 at 23:34 #465754það er bara ein stofnun sem blaðrar oft á dag í útvarpið og ég held að allir viti hvað ég átti við.
Hva ertu að vinna hjá umferðaráði Emil?
Það sem ég meina er það að ég þoli ekki svona forsjárhyggju.
Ég þarf ekki mann eins og Sigurð Helgason til að segja mér að skafa af framrúðunni eða gefa stefnuljós eða hvað sem er.
Ef þú vilt láta tyggja þetta ofan í þig oft á dag af þessu fólki uppí umferðaráði sem er detta á þann aldur að það er svo nervust í umferðinni að það treystir sér varla til að taka aðra hendinni af stýrinu til að skipta um gír,(sem er í raun hættulegasta fólkið í umferðinni)þá væri td. hægt að semja bara við útvarpsstöðvarnar um að segja bara á klst.fresti: spennið beltin,kveikið ljósin,gefðu stefnuljós osfrv.Það þarf ekki heila stofnun til til að segja þér þetta.
Lögreglan er að keyra um göturnar til þess að minna fólk á svona.Einu stóru bílarnir sem ég man í svipinn eftir að eru að troðast í krafti stærðar er Strætó.
maður er miklu meira var við fólksbíla sem skjótast og sikk sakka á milli akreina.það eru fáránleg rök fyrir kostnaði sem fylgir bílum ofl. að segja:ISS 30.000 þú hefur alveg efni á því það er bara 7,5% af heildarrekstrarkostnaði bílsins.
Ég veit að það er engin að neyða því upp á mig að vera með einkanúmer. En það er samt ekki þar með sagt, að allt sem ekki sem ekki er verið að neyða upp á fólk að þá þurfi það að borga fyrir það dýrum dómum þótt að þú sért búinn að réttlæta þennan kostnað útaf því að þetta er bara X% af rekstrarkostnaði bílsins.Notum skynsemina keyrum eins og menn og eftir umferðalögum.
Menn sem eru svona þokkalega í lagi í kollinum þurfa ekki að láta segja sér hitt og þetta.
Sem sagt verum sjálfstæð.Kveðja,
GLANNI.
22.12.2002 at 00:54 #465756Ég held að það væri ráð að taka upp þar reglur sem gilda í Austurríki um nagladekk, það er leyft að nota þau, en hámarkshraðinn er 80 km/klst. á nagladekkjum. Ég held að þessi regla yrði fljót að lækna Íslendinga af nagladekkja sýkinni.
22.12.2002 at 14:25 #465758Samkvæmt vegamálastjóra kostar um 150-200 millur á ári að viðhalda götum borgarinnar, hluti af því viðhald myndi vera ef engir væru nagladekk. Það er sannað frá rannsókn í Svíþjóð, Japan og fleiri stöðum að nagladekk séu um 40% öruggar en önnur dekk, þ.e. hefur 40% styttri hemlunarvegalengd en þau dekk sem næst koma.
Fyrir fáeinum árum lenti tvítugur drengur í umferðaróhappi sem varð í hálku á Reykjanesbrautinni. Þetta var ekki mikill árekstur en nóg til að hann fékk höfðuhögg sem gerði hann ósjálfbjarga og algjörlega upp á aðra kominn.
Ef við reiknum með að hann lifi í fjörtíu ár í viðbót þá, samkvæmt einföldum reikningi, mun hann kosta þjóðfélagið um 500 milljónir á þessum tíma.SVO (Capslock) EKKI TALA UM AÐ BANNA NAGLADEKK EÐA SETJA EINHVERJAR HÖMLUR, því að miklu má forna til að auka öryggi í umferðinni.
22.12.2002 at 15:23 #465760Ég held að það sé rétt að hemlunarvegalengd sé eitthvað styttri við vissar aðstæður með nagladekkjum, en með öðrum
dekkjum. Þetta þýðir þú ekki að þau dragi úr fjölda alvarlegra slysa, ég held að í reynd séu áhrifin þveröfug. Nagladekkin valda því að menn aka hraðar en annars væri, sem veldur því að slysum fjölgar og þau verða verri.Undanfarin ár hefur dauðaslysum í umferðinni á Íslandi fjölgað verulega. Flest þessi slys verða vegum úti, þegar aðstæður eru eins og best verður á kosið. Ástæðan er að eftir því sem vegirnir batna og einbreiðu brúnum fækkar, þá eykst hraðinn. Nagladekkin hafa svipuð áhrif og endurbætur á vegakerfinu, ökumenn fyllast falskri öryggiskennd og auka hraðinn, með tilheyrandi fjölgun alvarlegra slysa.
23.12.2002 at 02:45 #465762
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég man eftir að hafa heyrt minnst á þessa fölsku öryggiskennd, þó svo enginn hafi bent á neinar rannsóknir máli sýnu til stuðnings. Vissulega geta nagladekk verið einn þáttur í að veita ökumanni aukna öryggiskennd, ásamt, loftpúðum, öryggisbeltum og stórum jeppum. Spurningin er þó væntanlega hvort ökumenn á nagladekkjum aki að jafnaði hraðar en þeir sem eru ekki á nagladekkjum.
Þangað til þeirri spurningu hefur verið svarað er ekki hægt að fjalla orsakasamband milli falskrar öryggiskenndar og nagladekkja.
Aukinn hraði veldur alvarlegri slysum, ekki spurning. Samt dettur allavegna fáum í hug að setja alvarleg slys í beint samband við endurbætur á vegakerfinu sem m.a. hafa það að markmiði að auka umferðahraðann.
23.12.2002 at 08:30 #465764Alvarleg slys á Íslandi eru það fá að það er erfitt að fá tölfræðilega marktækar niðurstöður úr rannsókun á þeim. Tryggingafélögin á Íslandi byggja sinn áróður á tölfræði fyrir smáárkstra, ég get alveg trúað því að nagladekk geti fækkað þeim. Erlendis er hægt að rannsaka svona hluti tölfræðilega en ég veit ekki til að notkun nagladekkja sé neinstaðar almenn nema á Íslandi, þó hún sé sumstaðar leyfð.
Ég bjó í tæp þrjú ár í Salt Lake City, sem er í um 1300 m hæð yfir sjó. Þar snjóar mun meira en í Reykjavík. Maður varð mjög lítið var við nagladekk þar og ekkert við tjörubaðið sem einkennir götur Reykjavíkur eftir 15. október.
Ég er ekki viss um að það sé ráðlegt að banna nagladekk alveg, þár aðstæður geta skapast, sérstaklega á fáförnum vegum, að þau geri verulegt gagn. Slíkar aðstæður eru afskaplega sjaldgæfar í Reikjavík og nágrenni, því finnst mér að það ætti að draga úr notkun þeirra og að láta þá sem þau nota taka þátt í kostnaðinum sem af því leiðir.
23.12.2002 at 09:06 #465766Ég vil hvetja menn til að kynna sér [url=http://www.rnu.is/skyrslur.htm:qwojv07r]skýrslur[/url:qwojv07r] Rannsókarnefndar umferðarslysa. Í skýrslu um Banaslys 2001 er listi yfir orsakir banaslysa frá því nefndin hóf störf (1998-2001). Hálka kemur ekki við sögu sem aðalorsök í neinu slysi en er talin aukaörsök í 3% tilfella. Ekki er minnst á nagladekk í skýrslunni en slitnir hjólbarðar eru taldir sem aukaorsök í 0.5% tilfella.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.