This topic contains 41 replies, has 1 voice, and was last updated by Klemenz Geir Klemenzson 18 years, 11 months ago.
-
Topic
-
Ég verð að fá að lýsa andúð minni á því þegar menn keyra um Reykjavík eða aðra upplýsta þéttbýliskjarna með kveikt á ljóskösturum. Þá á ég bæði við venjulega ljóskastara sem eru framan á bílum og líka svuntukastara sem eru mjög vinsælir. Oft eru talsverð óþægindi að mæta þessum bílum sökum sterkra ljósa fyrir utan hversu mikill óþarfi það er þar sem óvíða í heiminum eru jafnvel upplýstar götur og í Reykjavík.
Svo vill ég nú líka spyrja hvað málið sé með þessar parkljósaperur í köstörum? Mönnum þykir þetta voðalega töff að hafa þetta en þjónar þetta einhverjum tilgangi, sbr. þráð sem ég sá hér um daginn þar sem menn voru að elltast við marglitar parkljósaperur til að hafa í þessum kösturum? Þá á ég við ef ég er með dulítið bláar perur kemur þá svolítið blárri geisli úr kastaranum?
Var bara svona að spá…Kv. Davíð
You must be logged in to reply to this topic.