Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Kastarafetish
This topic contains 41 replies, has 1 voice, and was last updated by Klemenz Geir Klemenzson 18 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
29.01.2006 at 21:36 #197191
Ég verð að fá að lýsa andúð minni á því þegar menn keyra um Reykjavík eða aðra upplýsta þéttbýliskjarna með kveikt á ljóskösturum. Þá á ég bæði við venjulega ljóskastara sem eru framan á bílum og líka svuntukastara sem eru mjög vinsælir. Oft eru talsverð óþægindi að mæta þessum bílum sökum sterkra ljósa fyrir utan hversu mikill óþarfi það er þar sem óvíða í heiminum eru jafnvel upplýstar götur og í Reykjavík.
Svo vill ég nú líka spyrja hvað málið sé með þessar parkljósaperur í köstörum? Mönnum þykir þetta voðalega töff að hafa þetta en þjónar þetta einhverjum tilgangi, sbr. þráð sem ég sá hér um daginn þar sem menn voru að elltast við marglitar parkljósaperur til að hafa í þessum kösturum? Þá á ég við ef ég er með dulítið bláar perur kemur þá svolítið blárri geisli úr kastaranum?
Var bara svona að spá…Kv. Davíð
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
30.01.2006 at 22:43 #540742
Sælir
Jú ég er sammála þér Guðbrandur með flest.
En ég er enn á þeirri skoðun að það er betra að lækka ljós of snemma en of seint. Það eru hverfandi litlar líkur á því að það stökkvi dýr inn á veginn og að þú sjáir það ekki, á þessum metrum sem þú ert ekki nú þegar búin að sjá með háu ljósunum þínum áður en lækkað var niður.
Nema um sé að ræða að lækka ljósin þeim mun fyrr, sem því miður tíðkast líka.Svo veit ég ekki með aðra en þegar einhver er búin að keyra á móti mér of lengi með háu ljósin þá sé ég ekki eins vel og annars í svolitla stund eftir það. Þá eru meiri líkur á að keyra á eitthvað.
Hitt er svo annað mál, þótt ég viti að það tíðkist ekki. Maður á aldrei að keyra hraðar en svo að maður nái að stöðva bifreiðina á þeirri vegalengd sem þú sérð og er auð framundan. Ef þessari viðmiðun væri fylgt þá myndi maður hreinlega hægja á sér eftir að maður lækkar ljósin og með því móti snarminnka líkur á að keyra á eitthvað.
Þó er það nú svo að ef maður ætlaði að vera svona skynsamur þá myndi maður allavega stundum skapa meiri hættu því það má strax búast við að bílar byrji að taka fram úr manni ef það er einhver umferð á annað borð.En nú hljóma ég kanski þannig að ég lækki ljósin um leið og ég sé glitta í bíl á móti, hægi niður í 30km/h og byrji að blikka eins og vitleysingur stuttu síðar 😉
Það er alls ekki þannig.Það er alveg prýðis góð viðmiðun að lækka ljósin þar sem ljósgeislarnir á bílunum mætast. En það sem ég vill koma frá mér er það að ef maður er ekki viss hvenær maður á að lækka ljósin þá er betra að gera það fyrr en of seint.
Og svona til að hafa þetta aðeins lengra…
Þá er það einnig mjög góður ávani að lækka ljósin sín í augnablik þegar maður er á leið upp t.d. háa blindhæð til að athuga hvort maður sjái glita í ljós á leið upp á móti. Og að sjálfsögðu ávallt að lækka ef maður sér að það er að koma farartæki.Kveðja
Arnór
30.01.2006 at 22:44 #540744Samkvæmt þessari reglugerð má bara vera með 1 par af kösturum eins og við notum á jeppa. Og hver skilgreinir hvað er aukaháljós og aukaljós?
30.01.2006 at 23:24 #540746Sæll Izan
Ég man ekki nákvæma dagsetningu en þetta er tekið af netinu og er síðan 2004 og heitir því skemmtilega nafni: Reglugerð um gerð og búnað ökutækja 822/2004.
Linkurinn er meðfylgjandi en ekki rétt virkur. Bara copy/paste. http://www.us.is/id/1074
Kv
Siggi tæknó
30.01.2006 at 23:37 #540748Sæl öll
Þetta er að vissu leyti ekki alveg réttur vettvangur fyrir mig að rausa um há og lág ljós því það er algjör undantekning ef ég mæti breyttum jeppa sem lækkar ekki ljós.
Ekki það að það séu alltaf betri bílstjórar á breyttum jeppum en það er nú bara svo að þegar bílar eru manns aðal áhugamál þá hugsar maður kanski meira út í akstur en ella.
Kveðja
Arnór
31.01.2006 at 01:30 #540750
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
það er nu ekki nóg að þessir hnakkar lækki ekki ljósin þegar maður mætir þeim eg a nu hægfara faratæki að hann leyfir nu bara ekki meira 80-90 km hraða i halku og bara þeirri færð sem er þegar maður er að þvælast a fjöll þa eru bilar að taka fram ur mer i tima og ótima og það er kannski 3 hver maður sem lækkar ljósin þegar hann er i fyrir aftan og fer fram ur og það er alveg jafn óþægilegt og hitt að minu mati allavega! en eg fór nu með mina agætu bifreið i skoðun seint a siðasti ári og fekk athugasemd uta það hvar kastaranir voru a bilnum því á willys er nu ekki breytt a milli aðalljósa og eg er með kastara eins utarlega a stuðaranum og eg get en þa villdi þessi lika agæti skoðunar maður að þeir væru a milli aðaljósana sem er nu ekki hægt vegna stærðar þeirra en sem er enn fyndnara er að það er park i þeim og hann vildi að eg setti breiddarljós a hann þvi kantarnir væru of langt fra aðalljósum og fór nu svo að eg breytti þvi að óskum skoðunar mannsins að eg keypti ljós með hau/lau parki og stefnuljósum og setti kastarana þar sem aðaljósin eru orginal og gat ekki seð að það stæði neitt um þetta i þessu sem þessir agætu men settu her inn
31.01.2006 at 11:05 #540752
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
annað sem að ég hef tekið eftir er það að fólk veit ekki hvenær það á að hækka aftur, hef lent í því að mæta manni sem lækkið allveg á réttum tíma en hækkaði svo þegar voru 3 metrar á milli bílana, maður á að hækka aftur þegar þú ert kominn ca. framhjá framhurðinni!!!
31.01.2006 at 11:32 #540754Ég gerði aðra tilraun til að lesa þetta og ég á í vandræðum með að flokka svuntukastarana á fólksbílnum mínum sem dæmi. Þau eru klárlega tengd stöðuljósum (án gaumljóss) en hafa ekki eins og svo mörg ljós af sambærilegum svuntu-toga "greinileg lágrétt birtumörk" eins og þokuljós samkv. skilgreingu [b:5o3msxn6]eiga[/b:5o3msxn6] að hafa. Ég prófaði þetta með að vera 3 metra frá vegg og hafa kveikt á lágu ljósunum og bæta svo svuntudraslinu við og ljósið frá svuntunni lýsti ofar á vegginn en aðalljósin, mjög ófullkomin athugun en gæti gefið hugmynd.
Fyrst svo er eru þetta þá ekki (samkv. skilgreiningu reglugerðar) ljóskastarar? Og gildir þá um notkun:
"í ófærð á vegum utan þéttbýlis þegar aðalljós koma að takmörkuðum notum vegna snjólags eða skafrennings".
Þó seljendur kalli þetta "þokuljós" er það ekki í ósamræmi við skilgreininguna í reglugerðinni? Það gæti skýrt hluta af misskilningnum? Því það virðast ekki vera neinar notkunarreglur (a.m.k. ekki í reglugerðinni…) um þokuljós.
Til dæmis stóru hringlóttu svuntuljósin á Impreza eru klárlega ekki með nein efri mörk á ljósgeislanum. Ljóskastarar eða þokuljós?
31.01.2006 at 16:01 #540756Eftir því sem ég hef tekið eftir eru framleiðendur með þetta sitt á hvað [b:32us65bn]þokuljós[/b:32us65bn] og svo [b:32us65bn]ökuljós[/b:32us65bn].
Subaru Impreza er greinilega ekki með þokuljós heldur ökuljós. Nissan Terrano II er með þokuljós af takkanum að dæma og svona virðist þetta vera sitt á hvað eftir bíltegundum.
31.01.2006 at 19:18 #540758Ég sé það að þú ert fyrst núna að stauta þig í gegn um reglugerð um gerð og búnað ökutækja og er það vel. Hins vegar átt þú ekki að undrast það að sjá ekki notkunarreglur um þokiljós í reglugerðinni því eins og við hinir vitum (sem lásum umferðarlögin til að ná bílprófi á sínum tíma) þá eru notkunarreglurnar þar í 32. gr. 5. mgr.
"[Í þoku, þéttri úrkomu eða skafrenningi má nota þokuljós í stað eða ásamt lágum ljósgeisla. Hjálparljós má eigi nota til annars en þau eru ætluð.]"
Hins vegar er í málsgreininni þar á eftir akkúrat talað um það sem þessi þráður átti líklega að fjalla um í upphafi en þar segir:
"Ljós má eigi nota þannig að valdið geti öðrum vegfarendum glýju."Með vinarkveðju Tryggvi minn,
Klemmi.
31.01.2006 at 22:05 #540760Jæja þá tókst Klemma að nappa mig duglega 😉
Það var auðvitað til of mikils ætlast að það sé hægt að finna notkunarreglur um allar gerðir ljósa á sama stað. Ég átti auðvitað að vita betur, biðst innilega afsökunar á því.Það var hins vegar merkilegt núna í kvöld á leiðinni RVK -AK að flestir "svuntuhnakkarnir" voru einmitt flutningabílarnir og í öðru sæti voru jepplingar og þriðja sæti Subaru 😉 Kannski einkennandi fyrir umferðina en látum það liggja milli hluta 😉
Glýju-Kveðja
Tryggvi Hin laga-ó-fróði…
31.01.2006 at 22:17 #540762Þetta er ekki í fyrsta skipti sem klemmi "nappar" einhvern í tengslum við ljósabúnað.
Ég á eitthvað af gráu og vel elduðu silfri frá fyrri tíð með mynd af honum á.
31.01.2006 at 22:22 #540764Vel orðað, þetta er saga sem ég bókstaflega VERÐ að heyra báðar hliðarnar á 😉
31.01.2006 at 23:36 #540766No hard feelings er það nokkuð Stebbi?
Kveðja,
Klemmi ljósálfur.
01.02.2006 at 00:25 #540768Ég hafði ekkert annað en gaman af þessum litlu ævintýrum í gamla daga og þið kapparnir á selfossi voruð aldrei neitt annað en almennilegir sama hversu mikið fífl maður var.
P.s
Varstu hættur þegar ég kom með rúgbrauðið á stöðina?
01.02.2006 at 01:08 #540770Nei, ég var ekki hættur. Ég hef sjaldan séð eins hissa menn eins og þegar þú komst með þrumarann. Helvíti skemmtileg hugmynd.
Kveðja til gamla og gömlu,
Klemmi frændi.
01.02.2006 at 01:14 #540772Það sem ég var þó að tala um í upphafi er fólkið sem notar aukaljós eingöngu til þess að vera "töff" það er einmitt fólkið sem er ekkert að hugsa um hvort sá sem kemur á móti verði fyrir óþægindum eða ekki. Sjálfur bý ég í Norðurárdalnum og hef einmitt orðið var við "hnakkana" á flutningabílunum sem lýsa upp dalinn en þeir meiga flestir eiga það að þeir átta sig á styrk ljósana og lækka þau í tíma og hækka þau ekki fyrr en þeir eru komnir fram hjá. Þó verð ég að kalla það skrítið að einn bíllinn sem ég mætti í kvöld lýsti með 8 kösturum á móti mér meðan aðeins er leift að hafa 2 kastara skv. lögum, svona erum við nú löghlíðin á klakanum.
Kv. Davíð
01.02.2006 at 10:13 #540774En getur einhver komið með rök fyrir því að leyfa bara 2 kastara? Er maður ekki nákvæmlega jafn blindur af 2 kösturum eins og fjórum?
Og hver eru rökin fyrir því að banna manni að hafa kasatarana fyrir aftan ökumann?
Einn sem vill hafa rök fyrir lögum og reglum
kv
Rúnar.
01.02.2006 at 10:39 #540776
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
…að þeir sem setja reglur og relgugerðir um þessa hluti hafa ekki hunds vit á þeim, án þess að ég ætla að staðhæfa. Ég ætla bara að leyfa mér að draga þessa áliktun útfrá því að sem dæmi: Þá einn af þeim sem fór fyrir þeirri nefnd sem setti lög og reglur um vopnaburð og meðhöndlun þeirra, spurði kennarann sem kenndi mér fyrir byssuleyfið
"hver er svo munirinn á rifli og haglabyssu?"
Það ætti nú að segja alla söguna um þær reglur og lög sem meika ekki alveg sens í sambandi við byssueign, og er kannski líka sama útskýring útaf kastara lögum (án þess að ég viti betur).Kveðja Ottó
01.02.2006 at 20:09 #540778Eftir því sem ég fékk útúr þessari reglugerð þegar ég lagðist í hana fyrir 2 árum þá er þetta mjög loðin skilgreining á milli [i:wkyzc34w]aukahá-ljós[/i:wkyzc34w] og utanvegakastara. Ég fæ ekki betur séð en að maður ráði því sjálfur í hvaða flokk þetta fer þegar maður tengir. Auka-háljós eiga að vera í sömu hæð og aðalljós og kvikna með háuljósum og svo eitthvað mumbo-jumbo ef það eru 2 pör. Og það eru ljósin sem verða að vera fyrir framan ökumann.
Man ekki að það hafi verið neitt um jeppakastarana sem n.b verða að vera með hlífar á í byggð sem segir að þeir verði að vera framar en ökumaður.
Svo viðist enginn gera athugasemd um hvort glerið er skorið eða óskorið í kastaranum.
01.02.2006 at 20:14 #540780Getur maður alltaf bara sett handfang á ljósið, og þá er það orðið að vinnuljósi
kv
Rúnar
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.