Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Kastarafetish
This topic contains 41 replies, has 1 voice, and was last updated by Klemenz Geir Klemenzson 18 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
29.01.2006 at 21:36 #197191
Ég verð að fá að lýsa andúð minni á því þegar menn keyra um Reykjavík eða aðra upplýsta þéttbýliskjarna með kveikt á ljóskösturum. Þá á ég bæði við venjulega ljóskastara sem eru framan á bílum og líka svuntukastara sem eru mjög vinsælir. Oft eru talsverð óþægindi að mæta þessum bílum sökum sterkra ljósa fyrir utan hversu mikill óþarfi það er þar sem óvíða í heiminum eru jafnvel upplýstar götur og í Reykjavík.
Svo vill ég nú líka spyrja hvað málið sé með þessar parkljósaperur í köstörum? Mönnum þykir þetta voðalega töff að hafa þetta en þjónar þetta einhverjum tilgangi, sbr. þráð sem ég sá hér um daginn þar sem menn voru að elltast við marglitar parkljósaperur til að hafa í þessum kösturum? Þá á ég við ef ég er með dulítið bláar perur kemur þá svolítið blárri geisli úr kastaranum?
Var bara svona að spá…Kv. Davíð
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
29.01.2006 at 22:02 #540702
Ég er alveg sammála þér, alvöru fjallamenn nota aukaljósin á fjöllum, en ég held nú að hnakkarnir séu verri en við eða það fynnst mér allavegana.
En hvað með það þá ættu menn ekki að nota þessi ljós að óþörfu þvi það gerir mann alveg blindan í agnar stund, og það gerist margt á stuttum tíma í umferðinni.
Kv: Kalli ljósálfur
29.01.2006 at 22:17 #540704Svo er ekkert eins leiðinlegt að mæta svona gúbbum með alla flóðlýsinguna á úti á þjóðvegum og þeir fatta það ekki að þeir erum með allt klabbið í gangi og blikka mann bara á móti. Einhverstaðar stendur að það eigi að vera gaumljós fyrir hverja kveikingu á aukaljósum en það er eins og það sé ekki athugað í skoðun.
29.01.2006 at 22:53 #540706mér finnst þetta nú vera misjafnt eftir gerð ljósanna. t.d. sé ég ekkert að því að menn keyrir með þoku/skafrenningsljós sem lýsa mikið lægra en lágu ljósin og eru ekki skærari en þau, þegar það er þoka eða skrafrenningur. Hins vegar þegar menn eru með kastara í gangi innanbæjar (og kastari kalla ég ljós sem er ekki dreift).
Þessi parkljós í stóru kösturnum bögga mig ekki, en tilgangurinn í þeim? það er annað mál.
Ég nota stundum aukaljós á bílnum mínum á úti á þjóðvegi á vetrarnóttum, en ég er með þetta allt stillt inn á háuljósin og passa mig á því að lækka snemma. Það blindar mig ekki þegar vörubílarnir eru með þetta, svo ég geri ekki ráð fyirr því að ég blindi aðra. Hins vegar er ég viss um að það eru einhverjir þarna úti sem pirrast útí það að sjá mig með aukaljós. En háuljósin ættu nú frekar að blinda þá þar sem þau eru skærari en aukaljósin mín.
Reyndar eru til lögleg aðalljós sem mér finnst of skær, en það eru aðallega sportbíladrengir sem eru með mjög sterk xenon ljós, rosafínt ljós af þessu, en mér finnst betra að mæta mönnum með lítil þokuljós heldur en þessi úti á þjóðvegum í myrkri
En það er rétt, maður á að hafa gaumljós á öllum aukaljósum sem elta ekki háuljósin.
Baldur upplýsti
29.01.2006 at 23:16 #540708Sum þokuljós, sérstaklega þau sem eru á jeppum, sem og mörg af þessum stuðaraljósum sem eru á Impresum og fleiri slíkum, blinda mann nú stundum soldið… Verð nú bara að segja það.
kv.
Rúnar.
29.01.2006 at 23:21 #540710Mér finnst eins og "svuntuljósin" sem eru orginal á Pajeronum mínum séu allt of innarlega og lítil til að gera mér eitthvað gagn að ráði. Hins vegar veit ég ekki hversu pirraðir lágu bílarnir verða þegar maður mætir þeim á þjóðveginum í myrkri.
Enda er ég að hugsa mér að skifta ljósunum út fyrir almenninlega kastara þegar ég breyti bílnum og set önnur stærri stuðarahorn.Takk fyrir Kaffið Haffi litli.
30.01.2006 at 08:21 #540712Vissulega eru sumir svuntukastarar ekki slæmir meðan aðrir eru mjög óþægilegir þrátt fyrir að vera með dreifðan geisla. Þá er ég mjög sáttur við notkun kastara úti á þjóðvegum en mæli þó eindregið með að hafa kastara tengda háu ljósum bílanna…
30.01.2006 at 08:55 #540714
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
einn nefnir hérna vörubíla sem dæmi, en ég held að vörubílstjórar viti almennt meira hvað ljósið þeirra drýfur þar sem að þeir sitja það hátt að þeir sjá það betur, svo keyra þeir líka mun meira og eru því vanari að hugsa um þessi ljós en hinn meðal jeppa maður, en hinn meðal jeppa maður er náttúrulega mun vanari því að hugsa um þessi ljós en hinn meðal fólksbílamaður…
en kastarar innanbæjar eru ekki bara óþarfir heldur líka ólöglegir, sama á við um þokuljós, einu ljósin sem eru lögleg á bílum (kveikt á þeim í akstri þá) innanbæjar eru aðalljós (styllt á lágan geisla) stefnuljós (þegar það á við auðvitað), afturljós, bremsuljós og númersljós, öll önnur ljós eiga að vera slökkt innanbæjar (nema kannski bakk ljós þegar bakkað er, en maður er náttúrulega ekkert mikið að því)
30.01.2006 at 09:13 #540716
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég keyri mjög mikið úti á vegi og það getur verið afar óþægilegt að mæta bíl svuntuljós þegar blautt er. Þá speglast ljósið af bleytunni og það getur verið afar óþægilegt.. pirrar mig oft, vegna þess að yfirleitt eru þessi ljós ekki að gera neitt gagn við slíkar aðstæður.
30.01.2006 at 11:06 #540718
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég keyri mestan part úti á landi og mæti þ.a.l. mikið vöru- og flutningabílum. Sá eini kostur við þessi parkljós í kösturum sem ég sé (sérstaklega þeim á þaki) er sá að í myrkri sé ég miklu fyrr að ég er að mæta stórum bíl með tilheyrandi vindhviðu og eftir atvikum vatnsaustri ofl.
Varðandi notkun á þokuljósum innanbæjar þá eru og verða alltaf til þeir sem horfa fyrst og fremst til þess hvað þeim sjálfum finnst töff, burtséð frá því hvernig það snertir aðra. Þær sömu týpur mixa líka þokuljós hinum megin að aftan og finnst það töff, við hinir teljum þá vera stöðugt á bremsunni. Einn kallaði þessa drengi "aparassa" í grein í blaði fyrir mörgum árum.
Keli Köttur
30.01.2006 at 11:26 #540720Ég (eins og fleiri hér) keyri mikið utan þéttbýlis og verð að vera sammála um þetta kastarafetish! Þessi "svuntuljós" valda glýju enda virðist geislinn ekki mótaður eins og t.d. lági geislinn. Ég er með svona og einu tilfelli sem ég nota þetta er á holóttum vegi til að fá fram betri (lengri) skugga í holurnar til að sjá þær betur. Í mínu tilfelli hjálpar þetta nákvæmlega ekki neitt þegar maður er á löglegum hámarkshraða t.d. í myrkri.
Svo reyndi ég að lesa reglugerð um búnað bifreiða, var auðvitað engu nær eftir það en…. þokuljós má hafa og ætli þessi svuntuljós fari ekki í þann flokk? Þau eiga samt að fara af þegar háu ljósin eru sett á. Þannig er það ekki t.d. á mínum bíl (útbúnaður frá verksmiðju og fékk skoðun). Auka-há-ljós eru svo annað sem má einmitt bara vera kveikt þegar hái geislinn er á (og skýrar reglur um notkun hans). Þokuljós má hins vegar ekki nota innanbæjar (samkv. reglugerðinni skilst mér!). Svo er spurning hvort það sé hægt að þræta fyrir að þetta séu einhvers konar dagljós? Þegar ég var kominn út í þann hluta reglugerðarinnar þá var ég orðinn endanlega ruglaður! Ég er ekki lögfræðingur þannig að skilningur minn á þessari reglugerð gæti verið kolrangur en gaman væri að heyra ef einhver hefur náð að vinna sig í gegnum torfið!
Tvö tilfelli heyrði ég samt um svona notkun sem eru "spaugileg". Annað er BMW eigandi sem sagðist nota þetta innanbæjar til að láta bílinn sinn líta út fyrir að vera "lægri" og hitt var RAM eigandi sem sagðist nota þetta til viðbótar ökuljósum utanbæjar af því að ljósin á bílnum hans væru svo slöpp.
Svo er náttúrulega alltaf hópurinn sem fattar ekki að taka háu ljósin af þegar þeir mæta öðrum bílum…
30.01.2006 at 12:02 #540722Þetta er nú held ég bara spurning um að nota þessi ljós öll við réttar aðstæður…
Ég er með fullt af ljósum á bílnum hjá mér – öfluga kastara, Xenon, sem ég nota við akstur í myrkri ef ég get vegna annara bíla – kveiki alltaf á þeim um leið og háu ljósunum (reyndar ekki samtengt)
Svo er ég með "þoku" ljós í stuðaranum – mjög góð ljós sem eru þannig stillt að þau lýsa lágt og út til hliðanna – þessi ljós kveiki ég alltaf þegar ég ek utanbæjar í myrkri og ég kveiki stundum á þessum ljósum þegar ég ek um Þingholtin á morgnana – þar er götulýsing léleg og þessi ljós hafa oft orðið til þess að ég sé gangandi fólk fyrr á því svæði.
Hvort þessi ljós trufli þá sem ég mæti á þjóðveginum – örugglega einhverja, enda virðist manni að menn geti haft allt á hornum sér – sbr. þennan þráð. En þetta virðist þó ekki fara það mikið í menn að þeir blikki mig….. Og það að hafa öll þessi ljós kveikt bætir mitt útsýni verulega og hefur m.a. komið í veg fyrir að ég keyrði yfir rollu þar sem ég sá hana nógu snemma. Svona ljós á öðrum bílum trufla mig sára sjaldan – einn og einn sem virðist vera með sterkari perur í framljósum eða þokuljósum sem truflar.
Þannig að fyrir mína parta þá lít ég á þennan ljósabúnað sem viðbót við öryggisbúnað bílsins og nota hann við öll þau tækifæri þar sem ég tel þörf á ….. Það er almennt ekki þörf á þessu innanbæjar og því nota ég þessi ljós afar sjaldan þar…
Og það eru parkljós í kösturunum mínum og þau loga alltaf – af engri ástæðu annarri en að mér finnst það flott…..
Benni
30.01.2006 at 12:39 #540724Tryggvi hitti naglann akkúrat á höfuðið. Það myndast af langflestum af þessum þoku/ökuljósum glýja sem að er einstaklega óþægilegt að mæta. Maður finnur eflaust mun minna fyrir því á háum bíl eins og 44" Pajero en þegar maður er á fólksbíl þá getur þetta verið skelfilegt. Sem dæmi eru þokuljósin á nýlegum Terrano jeppum, það er alveg jafn gott að mæta manni með háu ljósin á og svo skilja menn ekkert þegar maður blikkar þá. Þessi ljós eru þokuljós þegar táknið á takkanum er það sama og kveikir rauða ljósið að aftan nema hvað strikin 3 halla niður. Og á þónokkrum bíltegundum er ekki hægt að kveikja þessi ljós að framan fyrr en það er búið að kveikja þokuljósið að aftan fyrst. Þetta ætti að segja mönnum að þetta á ekki að nota nema í þoku eða mjög slæmum skilyrðum.
Önnur lausn á lélegum ljósabúnaði er að fara í Bílanaust og kaupa perur sem eru 55/100w og vera þá því sem næst löglegur. Meira segja gamli Double cabinn sem ég átti fór að lýsa mannsæmandi fram á veginn með svona perum. Ekki eyða peningum í þessar 90/110w bláu perur sem duga í 2 mánuði, pirra alla sem þú mætir og eru kolólöglegar.P.s
Fyrir mína parta þá sýni ég enga miskun ef að menn lækka ekki ljósin eða taka þokuljósin ekki af þegar við mætumst. Ég kveiki á hverju einasta ljósi sem ég hef.Kv.
Stebbi sem er orðin langþreyttur á heiladoða á þjóðvegum landsinns.
30.01.2006 at 19:10 #540726Sælir
Nú er ég alveg sammála þessu með óþægindin sem það hefur í för með sér að mæta bílum með þokukastara (finn ekki eins mikið fyrir því þegar ég er á jeppanum) og eins að sjálfsögðu með háuljósin.
Það er alveg með ólíkindum hvað sumir eru tregir til að lækka háu ljósin sín. Sumir reyna að halda háu ljósunum það lengi að þeir eru löngu farnir að blinda mig (eða hvern þann sem þeir eru að mæta) áður en þeir álpast til að lækka.
Svo er það þegar maður er að keyra upp brekku og sér glita í ljós uppi á hæðinni þá að sjálfsögðu lækkar maður um leið til að blinda ekki. En það er oftar en ekki sem að maður fær ljósgeislann í augun áður en lækkað er á móti.
Sumt fólk virðist ekki gera sér grein fyrir því að þrátt fyrir að það sjái sjálft betur í nokkrar auka sekúndur með háu ljósin á, þá er samt mun meiri slysahætta sem skapast af því að blinda þann sem kemur á móti.
Þannig að með tímanum og miklum pirring hef ég einnig þróast út í miskunarlausari aðferðir til að kenna fólki að lækka ljósin. Maður gefur alltaf nokkra sek séns og blikkar einu sinni með háu ljósunum. En stuttu síðar er bara kveikt á öllu sem ég hef og ekki slökkt aftur.
Kveðja
Arnór
30.01.2006 at 19:24 #540728Ísmaðurinn segir hér, framar í þessum þræði, að það sé ólöglegt að nota þokuljós innanbæjar. Ef engu hefur verið breytt á síðustu misserum í umferðarlögunum er þetta rangt. Það er bannað að nota afturvísandi þokuljós (aparass) innanbæjar en framvísandi þokuljós má nota, ef aðstæður eru þess eðlis að þau megi á annað borð nota, þ.e. "í þoku, þéttri úrkomu eða skafrenningi". Hins vegar tek ég undir með það að misnotkun á þessum ljósum er mjög mikil og valda sum þeirra óþægindum. Það er hins vegar ekki til að bæta umferðaröryggi að menn "kveiki á öllum sínum ljósum" til að refsa þeim sem ekki lækkar ljós úti á vegi eins snemma og sumum finnst ástæða til (margir lækka ljós alltof snemma). Það hlýtur að vera skárra að annar ökumaðurinn sjái allavega eitthvað frekar en að báðir blindist af ljósum hvors annars.
Klemmi ljósálfur.
30.01.2006 at 19:55 #540730Sæll Klemenz
Jú vissulega er það rétt að það bætir ekki úr örygginu að kveikja á öllum ljósum í refsingarskyni, allavega ekki á því augnabliki. En maður heldur í þá von að það auki öryggið til lengdar litið.
Ég lækka án efa ljósin "of snemma" stundum enda breytir það engu fyrir mig þótt ég keyri með lágu ljósin í kanski 5 – 10 auka sek.
En ég blikka aldrei fyrr en ég er byrjaður að finna til óþæginda af hinum bílnum og eins og ég sagði ég gef einn séns með venjulegu blikki.Þetta er hreinlega ávani hjá fólki að lækka ekki nógu og snemma og þetta held ég að sé eina leiðin til að sýna fram á hvað þetta er óþægilegt.
Ég vill endilega heyra einhverjar hugmyndir um eitthvað annað sem ég get gert í þessari stöðu. Ég nenni ekki að reyna að stoppa alla þá sem lækka of seint og segja þeim til. Það myndi hreinlega tefja mig of mikið því ég bý úti á landi og nær allur minn akstur er á úti á þjóðvegum og ég lendi í þessu ansi oft.Kveðja
Arnór
30.01.2006 at 20:04 #540732Sælir
Ég hef verið að velta fyrir mér ýmsum hlutum um aukaljós tengingu þeirra og notkun.
Hvers kyns aukaljósum er ekki gott að mæta sem er ekki með dagljósaperu eða s.s peru sem eingöngu lýsa beint árfam eða niður. (þetta er gert með því að peran ýsir eingöngu upp í speglana sem kasta ljósinu fram og niður en það fer ekkert ljós niður í speglana sem þar eru.
Til að menn átti sig á hvernig aðalljósker virka þá eru perurnar tvískiptar. Lága og hágeisla vöfin eru 55W og 60 wött. Þá sjá menn að munurinn liggur nánast því eingöngu í því hvernig ljósið fellur í spegla ljóskersins.
Svuntuljós í nýjum bílum eru ekki með perum sem beina ljósinu niður og eru þ.a.l. ekki þægileg ljós til að mæta. Auk þess eru menn með lágageislann í aðalljósunum kvéikt og þá er hellingur af ljósi að lýsa í augu þess sem sá bíll mætir.
Ég keypti bíl um daginn sem var fluttur inn með 2 kastarapörum 2 auka há ljós og 2 þokuljós. Reyndar finnst mér tengingarnar vera rangar en þær eru þannig: auka kastarar kvikna með háa geislanum sérrofalaus og gaumljóslaust. Hin ljósin kvikna með aðalljósunum en lýsa ekki með parkljósunum sem er náttúrulega algert möst. Á þeim ljósum er sérrofi en ekkert gaumljós. Þannig hefur bíllinn fengið skoðun í 10 ár þangað til allt í einu í ár.
Það var búið fyrir nokkrum árum að skipta um ljós og valin vinsæl ljós. Stórir Bosch kastarar með pungti og dreifigeisla og tengdir á háageislann. Hin ljósin voru valin pungtkastarar og tengd með aðalljósunum.
Þessi uppsetning er harðbönnuð.
Leyfð 2 stk aukaháljós á breytta jeppa, vöru og sendibíla tengd með háuljósum með eða án sérrofa.
Leyfð 2 þokuljós tengd með stöðuljósum með sérrofa með gaumljósi.
Ég spurði í hvaða flokk hann setti stóru kastarana sem væru bæði pungtur og dreifi og hann sagði samstundis að þau flokkast sem hágeisli. S.s. má ekki nota eingöngu.
Eru ekki þessar reglur svolítið gamlar!!!!
Ég vil geta stjórnað ljósunum sem ég vel framan á bílinn minn að vild. Það er mjög misjafnt hvaða ljós eru heppileg við hvaða færi og skyggni.Ég held að þetta væri atriði fyrir tækninefnd að kanna og ganga úr skugga um að reglurnar séu uppfærðar í takt við þróun á kösturum.
Kv Izan
30.01.2006 at 21:05 #540734Jæja, hér hefur verið margt sagt og margt komið fram, bæði rétt og rangt eins og gengur. Nú þarf ég að taka fram fyrir þá sem ekki vita, að minn ökumannsferill er orðinn æði langur, enda maðurinn hálfsjötugur og búinn að upplifa margt á löngum ferli, sem er kominn hátt á aðra milljón kílómetra og mest af því á þjóðvegum, eðlilega. Það var á sínum tíma kennt sem viðmiðun, að það væri hæfilegt að lækka ljós þegar háu geislar bíla sem aka í gagnstæðar stefnur mætast. Það er nú kannski ekki ævinlega gott að sjá það. Hitt er alveg ljóst, að það skapar líka hættu að lækka ljós of snemma og það er alveg morgunljóst, að margir sem eru kannski ekki mikið á þjóðvegunum, eru farnir að blikka löngu áður en það er ásættanlegt að lækka. Þetta hefur oftsinnis valdið slysum, því það getur leitt til þess að ökumenn sjái ekki t.d. lausar skepnur, sem því miður leynast oft á og við þjóðvegi, þegar ljós eru lækkuð of snemma. Það er auðvitað hárrétt sem hér hefur komið fram, að þokuljós – svuntuljós eða hverskonar auka nærljós með dreifðum geisla – á ekki að nota á upplýstum götum innanbæjar. Þau geta hinsvegar verið ómetanleg hjálp í þoku, úrkomu og skafrenningi. Sér í lagi hefur mér þótt gagn að linsuljósum, sem lýsa nær eingöngu niður á akbrautina. Það er algengast að maður blindist í hríðarveðri og skafrenningi vegna þess að framljósin eru að lýsa upp snjókomuna en ekki niður á veginn. Rauðu þokuljósin að aftanverðu eru eiginlega efni í langa ræðu, því svo virðist sem sárafáir ökumenn hafi nokkra glóru um hvernig þau skuli nota og hafa margir þau kveikt í tíma og ótíma með tilheyrandi óþægindum fyrir þá sem á eftir aka. Mér finnst þau oftar valda mér óþægindum en þokuljós sem snúa fram. Svo eru ein tilmæli fyrir hönd þeirra sem aka á flutningabílunum, sem eru nú einu sinni mikilvægur þáttur í að halda efnahagslífinu gangandi, hvort sem okkur þykir betur eða verr. Ökumenn stóru bílanna sjá oft til minni bíla handan við blindhæðir og önnur leiti í landslaginu og eru því oftast búnir að lækka ljósin á undan þeim. Því skyldu menn hafa í huga, að sjái þeir toppljós á flutningabíl handan við hæðir og leiti, að lækka þá ljósin strax. Ef þú ert farinn að sjá toppljósin á flutningabílnum, eru miklar líkur á því að háljósin þín skíni beint í augun á flutningabílstjóranum. Læt hér staðar numið, þetta er þegar orðið of langt en á samt margt ósagt!
30.01.2006 at 21:38 #540736Þetta er tekið beint uppúr þeirri góðu bók Reglugerð um gerð og búnað ökutækja sem Umferðarstofa gefur út í samvinnu og umboði Dómsmálaráðuneytis
Auka háljósker: Ljósker skulu tengd öðrum háljóskerum og kvikna skal á þeim samtímis áskildum
háljóskerum eða um sérstakan rofa. Þegar um er að ræða tvö pör aukaháljósa mega þau ekki loga samtímis.
Þegar skipt er af háljósum á lágljós skulu öll háljósin slokkna samtímis. Aukaháljós skulu staðsett framar en
ökumaður. Að öðru leyti gilda sömu ákvæði og um áskilin háljósker.(11) Ljóskastarar.
Litur: Skal vera hvítur eða gulur.
Dreifing: Ljós skal lýsa fram á við.
Tenging: Ljóskastarar skulu tengdir háljóskerum um eigin rofa og samtengdir gaumljósi í mælaborði.
Notkun: Ljóskerin má einungis nota:
– utan alfaravega
– í ófærð á vegum utan þéttbýlis þegar aðalljós koma að takmörkuðum notum vegna snjólags eða
skafrennings.
Ljóskerin skulu vera byrgð þegar þau eru ekki í notkun.21) Þokuljós.
Litur: Skal vera hvítur eða gulur.
Dreifing: Ljósið skal dreifast vel til hliðanna og hafa greinileg lárétt birtumörk.
Staðsetning: Ljósker skulu vera framan á ökutækinu. Hæð skal vera a.m.k. 250 mm en ekki meiri en hæð
lágljóskera. Fjarlægð frá ystu brún má ekki vera meiri en 400 mm.
Stilling og ljósstyrkur: Ljóskerin skal vera hægt að stilla nákvæmlega á auðveldan hátt. Ljós skal ekki lýsa
lengra fram á veginn en lágljós viðkomandi ökutækis. Mesta afl peru sem nota má í hvort ljósker er 70 W.
Tenging: Ljósker skulu tengd stöðuljóskerum um eigin rofa.07.203 Breytt bifreið.
(1) Hæð aðalljóskera á breyttri torfærubifreið má mest vera 1350 mm.
(2) Hæð bakkljóskera á breyttri torfærubifreið má mest vera 1650 mm.
(3) Breytt torfærubifreið má vera búin tveimur ljóskösturum sem mega vera tengdir stöðuljóskerum um
eigin rofa og samtengdir gaumljósi í mælaborði.Með kastarakveðju
Siggi tæknó
30.01.2006 at 21:54 #540738Aðal gallinn við þessi ljós er sá að þau loga þó að fólk lækki aðalljósin. Svo blikkar maður aftur og ökumaðurinn á hinum bílnum fattar ekkert. Þar hefst ljósastríðið á þjóðvegi 1.
30.01.2006 at 22:33 #540740Sæll Siggi tæknó
Þetta var athyglisverð upptalning en hún hljómar svipuð og mín með undantekningum.
Blaðið sem ég fékk hef ég undir höndum og ætla að stikla á stóru:
03,2003
Í reglugerð um gerð búnað ökutækja eru strangar reglur um ljósbúnað bifreiða. Nákvæmlega er skilgreint hvað sé skylt að hafa (áskilin) og hvað má hafa (leyfð). Önnur ljósker eru bönnuð hvort sem þau virka eða ekki.
Stöðuljós: hvít framvísandi og rauð afturvísandi staðsetnign bla bla bla áskilin 2 framvísandi og 2 afturvísandi leyfð aukalega 2 framvísandi og 2 afturvísandi
aðalljós há, aðalljós lág, helmaljós, stefnuljós, númeraljós, bakkljós, þokuafturljós, breiddarljós, hliðaljós,
Þokuljós: Hvít eða gul staðsetning bla bal bla tengd í gegnum stöðuljós. Leyfð 2
Aðgreinaljós, leitarljós, Vinnuljós, dagljós,
Ljóskastarar: Hvítir gulir lýsa fram. Geisli má vera tvískiptur. Ljósin skulu vera byrgð þegar ekki í notkun. Tengdir í gegnum háljós (þó stöðuljós á breyttum bifreiðum) Leyfðir 2
Kv Izan
P.s. hver er dagsetningin á þínu plaggi?
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.