This topic contains 24 replies, has 1 voice, and was last updated by Hlynur Snæland Lárusson 22 years, 5 months ago.
-
Topic
-
Þá eru norðmenn í annað sinn á jafn mörgum árum búnir að forða Íslendingum frá því að eyðaleggja einstæð og óbætanleg nátúruverðmæti vegna stundarhagsmuna fárra. Ennfremur er orðið openbert að forsvarsmenn téðra fræmkvæmda eru berir að lygum, bæði gagnvart hver öðrum og íslensku þjóðinni, sem ætlað var að borga brúsann.
Ef umræddar framkvæmdar væru arðbærar, óháð náttúruverndar sjónarmiðum, þá hefði ekki þurft að fara í mestu ríkisvæðingu Íslandssögunnar, til þess að fjármagna dæmið. Það er nefninlega þannig að ef verkefni er raunverulega arðbært, þá er nóg til af einkafjármagni í heiminum sem er sífellt að leita góðum fjárfestingarkostunum.
Það hefur alltaf legið fyrir að ríkisábyrgð væri forsenda fjármögnunar Kárahnjúkavirkjunar (sem almenningur hefði greytt fyrir með hærri vöxtum á öðrum skuldum íslendinga).
En það hefur ekki farið jafn hátt, að síðastliðin 30 ára hafa almennigsveitur greitt næstum þrisvar sinnum hærra verð að jafnaði fyrir raforku en stóriðja. Með öðrum orðum, almenningur og almennur atvinnurkstur, er látinn niðurgreiða orkuna handa stóriðjunni.
You must be logged in to reply to this topic.