This topic contains 1 reply, has 1 voice, and was last updated by Einar Kjartansson 22 years ago.
-
Topic
-
Jæja hvað segja menn um þetta mál allt. Ég verð að segja að ég var ekki svo mikið á spá í þessu. En svo fékk ég að sjá myndir og kort af því sem þarna er að fara í framkvæmd. Ég var hissa á því að ég hafði ekki gert mér grein fyrir því hvað þetta er rosalega mikil eyðilegging á nátturinni. Ég hefði viljað sjá þetta myndband og þetta kort fyrr, þá hefði ég myndað mér skoðun á þessu fyrr. Ég er samt ekki á móti álveri en ég er á móti þessari virkjun.
Einnig hef ég verið að spá í því hvort þetta sé virkilega eina leiðin til að framleiða orku hér á landi?. Hvernig er það, er ekki hægt að virkja sjávarföllin og vindinn líka? Ég veit ekki betur en að stærsta vindmyllu fyritæki heims hafi óskað sérstaklega eftir því að vera með tilraunir á Stórhöfða í Vestmannaeyjum. Nóg er af öldum og roki hér á landi. Er þetta kannski bara ekki hagkvæmt?? En tækninni fleygir fram og hver veit nema þetta verði hægt eftir nokkur ár. En þá verður það kannski og seint. Maður getur þá farið með jeppann í brotajárn og hent gönguskónum í ruslið. Síðan kaupir maður sér bara kayak til að ferðast um hálendi Íslands.
Þetta er sorglegt.
Kveðja,
heijo
You must be logged in to reply to this topic.