Forsíða › Forums › Spjallið › Umhverfismál › Kaldidalur í rúst
This topic contains 17 replies, has 1 voice, and was last updated by Bergur Pálsson 15 years ago.
-
CreatorTopic
-
21.12.2009 at 19:32 #209287
fórum í gegnum kaldadal í gær og var ég alveg gáttaðður yfir því hvað menn geta verið tómir þarna hafa nokkrir bílar ekið í gegn í drullutíðin um daginn sumir á enhverjum skurðarskífum og svo einn stærri vegurinn er allur sundurskorinn og núna eru þessi hjólför orðin gaddfreðin og alveg hræðilega leiðinlegt að vera anntaf að hendast á milli hjólfar sérstaklega vegna þess að ég var á fjórhjóli.
ég veit að ég ek ekki svona vegi þegar það er svona blautt.
mér fanst þetta allavegana slæm meðferð á þessum vegi -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
21.12.2009 at 20:37 #672608
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Haha þessi er góður, er drullan mikið skemmd?
Í vor sem leið var heljarmikill þráður um þessi mál og þar kom nú ýmislegt fram um þessi mál og voru nú margir á því að það væri nú ekki stórmál þó að aðeins væri hrært í þessu aðal málið er að menn haldi sig við slóðann ekki fara út fyrir og gera nýjan við hliðina, svo verður bara heflað í vor 😉kveðja Helgi
22.12.2009 at 12:10 #672610
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
En er ekki einmitt meiri líkur á því að fólk freistist til að fara út fyrir veginn þegar hann er mikið skemmdur?
22.12.2009 at 12:38 #672612[quote:2sjpfqmf]Haha þessi er góður, er drullan mikið skemmd? [/quote:2sjpfqmf]
Það er mín skoðun að ef jeppamenn hafa almennt þetta viðhorf gagnvart akstri á blautum vegum þá þurfa þeir ansi mikið að taka sig á.
Þetta háttarlag verður til þess að vegirnir verða stórhættulegir fyrir fjórhjól og mótorhjól, auk þess sem aukin hætta er á að fínefni skolist úr veginum í leysingum þegar vatn byrjar að renna eftir förunum.
Hugsanlega hefur þetta einnig í för með sér meiri kostnað við heflun á vorin.Það eru nokkrir vegir í nágrenni Rvk sem hafa verið stórskemmdir af jeppamönnum með svipaða heimska rökfræði og þessi maður hefur.
Kóngsleiðin var ekin fyrir 2 árum í þáatíð og er hann stór skemmdur enn í dag og stór hættulegur fyrir okkur. Pípuleiðin meðfram nesjavallaveginum var keyrð í drullu fyrir 5-6árum og enn er hægt að sjá djúp förin eftir jeppann. Slóðar inni í Skammadal eru ílla farnir eftir jeppa. Svona mætti lengi telja.
22.12.2009 at 13:13 #672614það væri sennilega gott f. ykkur að grafa upp þráðinn síðann í vor um akkúrat þetta mál, þar gætuð þið lært 1-2 góða punkta…
22.12.2009 at 14:47 #672616
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Alveg er tvískinnungurinn og eiginhagsmunagæslan frábær hjá þér Gunni þú byrjar að agnúast út í jeppamenn sem keyra í drullunni og skemma drulluna en svo kemur aðalatriðið hjá þér …það verður svo vont fyrir ÞIG að keyra á eftir þegar frýs á fjórhjólinu þínu. Svo skaltu ekkert vera að kalla menn heimska nema hafa efni á því og aftur ætla ég að benda þér á þráðinn síðan í vor sem Bassi er líka að benda á, og það er mikið rétt hjá þér að fullt af viðkvæmum svæðum skemmast við þessar aðstæður og er það miður en svæði eins og Kaldidalur eru ekkert að skemmast svo fremi við höldum okkurá veginum og Óskar afhverju ættu jeppamenn að krækja fyrir drulluna þeir eru jú á jeppa,,,, og Gunni ég keyri Kaldadal frekar mikið í vinnunni og ég get alveg sagt þér það að það þarf ekki og er ekki borið í veginn þarna hann einfaldlega heflaður, nema núna síðasta vor þá var borið aðeins í hann á svæðinu uppi við vörðu aðallega til að fylla í holur því það er ekki drulla þar.
Svona upphrópanir köllum við storm í vatnsglasi Gunni Powerskveðja Helgi
22.12.2009 at 15:04 #672618
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
þráðurinn síðan í vor er undir Færð á fjöllum
21 Apríl Dabbi byrjar þráðinn sem heitir Langjökull frá Húsafelli og er heilar 5 síðurkveðja Helgi
22.12.2009 at 15:29 #67262022.12.2009 at 17:49 #672622þetta hefur ekkert með það að ég sé að fara þarna um á fjórhjóli ég er sjálfur að starfa við ferðaþjónustu og fer þessa leið oft.
en ég fer þessa leið ekki ef vegurinn er blautur og mikil hjólför skapast,
mér var kent það á sínum tíma þegar ég tók meyraprófið að atvinnumenn í akstri ættu að setja gott fordæmi bæði þegar það kemur að akstri og virðingu við náttúru íslands, en það er kanski skiljanlegt að sumir séu ekkert að hugsa um þessi atriði enda allir þeir sem tóku bílpróf fyrir 89 fengu rettindi til að aka 16 farþegum bara með án þess að lesa nokkurn skapaðan hlut um þetta,
svo er líka möguleiki að menn geri sér enga grein fyrir því að það eru til aðrir útivisarhópar sem noti þessa vegi og þegar þeir eru svona sundurskornir eru þeir talsvert hættulegri en venjulega…en ef sumum er svona rosalega erfitt að sýna smá tilitsemi gagnvart öðrum þá finst mér það leitt þeirra vegna
22.12.2009 at 18:16 #672624
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Bíddu ertu að meina að við eigum ekki að keyra þarna svo að þú getir krúsað þægilega þarna á fjórhjólinu þínu þegar þetta frýs eða harðnar já sæællll Núna ertu búinn að venda um heldur betur byrjar þráðinn með látum um að verið sé að eyðileggja veginn með akstri jeppa en í rauninni ertu bara að bölsótast yfir hjólförunum okkar því það er svo óþægilegt að hjóla í þeim. Og varðandi náttúruvernd þá er ég fylgjandi henni en ég hata öfgakennda náttúruvernd einsog allt er orðið í dag, aðrir útivistarhópar sem fara kaldadal á veturna held ég að séu upp til hópa fólk sem setur ekki fyrir sig hjólför og skorninga í slóðanum það er hluti af ferðamennskunni.
Og að lokum skora ég á þig að lesa hinn þráðinn og þá sérðu að ég er ekki einn um þessa skoðun á ofvernd SUMRA slóða ekki ALLRA.ferðafrelsiskveðja Helgi
22.12.2009 at 18:33 #672626ég er búin að lesa hinn þráðin og sé að helgi er greinilega þekktur fyrir að vera einn af mestu þrjósku hundunum á þessu spjall
ef þú kanski lest betur þráðin hjá mér serðu að ég er sjálfur með túristakeirslu að aðal atvinnu og er ég alveg jafn óeðslega pirraður yfir ástandinu á veginum hvort sem ég er á fjórhjólinu eða á 46" liner fór þarna í gegn til að sækja bilað hjól á 38" pajeró og var vegurinn vægast sagt hundleiðinlegur.
en ég nenni þessu ekki að ræða svona við þig er eins og að berja hausnum í vegg endalaust til að reina að losna við hausverk..
ég óska öllum gleðilegra jóla..
22.12.2009 at 20:23 #672628
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Okey þú getur kallað mig hitt og þetta en ég er bara trúr mínum skoðunum og fylgi þeim eftir, ég ætla bara að vona að þú getir FALIÐ það fyrir túristunum hvað þér finnst
LEIÐINLEGT í vinnunni á þessum frábæru fjallvegum okkar sem þeir borga þér góðan pening fyrir að keyra sig um þá, og ef þú getur ekki ferðast um þessa vegi á 38 breyttum bíl ja… ertu þá ekki á röngum stað í atvinnulífinu ég bara spyr.ferðafrelsiskveðja Helgi
22.12.2009 at 23:13 #672630hmmm jamm jamm
22.12.2009 at 23:38 #672632
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
nnnnnn
23.12.2009 at 04:29 #672634
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Helgi, þetta var ekki svar við minni spurningu..
Svo ég svari þinni spurningu að þá ættu menn ekki að þurfa að "krækja fyrir drulluna" þegar þeir eru á jeppa, en ef þú ferðast um fjallvegi landsins þá hlýturðu að hafa tekið eftir því að alsstaðar þar sem hafa myndast stórir pollar, eða setið skafl í veginum eða einhverskonar "hindrun" verið á leiðinni að þá eru komin hjólför, hjáleiðir, villuslóðar alsstaðar í kring og skiptir þá yfirleytt litlu máli hvort það er í urð og grjót eða grónum mosa….. bílstjórar eru nefnilega jafn misjafnir og þeir eru margir…
Kv.
Óskar Andri
24.12.2009 at 02:22 #672636Hérna eru tvær myndir frá Kóngsveginum (sem var nefndur hér fyrr), svo menn geti áttað sig áhrifunum þess að keyra í aurbleytu.
[img:2d2fckl8]http://lh4.ggpht.com/_dFCwOj-lTCQ/SzLO4VfoaWI/AAAAAAAAAyw/Vwx0v5d9Jsc/s640/071120091193.jpg[/img:2d2fckl8]
[url:2d2fckl8]http://lh4.ggpht.com/_dFCwOj-lTCQ/SzLO4VfoaWI/AAAAAAAAAyw/Vwx0v5d9Jsc/071120091193.jpg[/url:2d2fckl8]
[img:2d2fckl8]http://lh5.ggpht.com/_dFCwOj-lTCQ/SzLO4wGzBrI/AAAAAAAAAy0/wam6Fe6-gs0/s640/071120091194.jpg[/img:2d2fckl8]
[url:2d2fckl8]http://lh5.ggpht.com/_dFCwOj-lTCQ/SzLO4wGzBrI/AAAAAAAAAy0/wam6Fe6-gs0/071120091194.jpg[/url:2d2fckl8]
Myndirnar eru frá því í haust, en þessi gjörningur átti sér stað fyrir nokkrum árum, og hefur ökumaðurinn sveigt útfyrir slóðan við allflestar torfærur á leiðinni.
24.12.2009 at 04:30 #672638með kaldadalinn er gott að vita að hann sé reglulega heflaður ég svo sem rúlla þarna í gegn án óþæginda á 46" en ég þurfti að sækja fjórhjól sem bilaði með kerru og vegurinn í þessu ástandi var það ekkert spennanadi vonandi kemur bara nógur snjór þarna á næstunni.
24.12.2009 at 10:08 #672640Við getum ekki bara keyrt út fyrir veg, þó hann sé slæmur. Það endar bara með náttúruspjöllum, ef tíðin er þannig.
Ef vegur er lokaður – eða að hann liggur undir skemmdum ef hann er ekinn – þá á bara að drífa sig annað. Nóg af skemmtilegum leiðum.
//BP
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.