This topic contains 0 replies, has 1 voice, and was last updated by Soffía Eydís Björgvinsdóttir 20 years, 10 months ago.
-
Topic
-
F.h. allra þátttakenda í kvennaferðinni sem mættu á verkstæðisfundinn hjá Bílabúð Benna í fyrrakvöld, þriðjudagskvöld, viljum við þakka Benna kærlega fyrir alveg frábært kvöld! Að venju tóku Benni og félagar vel á móti okkur með kaffiveitingum og brilljant kennslu í ýmsum atriðum sem við konur þurfum að hafa á hreinu í fjallaferðum. Við hnýttum hnúta, komum dekkjum aftur á felgu, margtöppuðum í dekk og fræddumst um drullutjakkafestingar og margt, margt fleira. Mikill áhugi var hjá konunum og má vel vera að nokkrar kíki við hjá Benna og kaupi það sem á vantar til að gera bílana þeirra fjallafæra. Það verður eflaust tekið vel á móti þeim!
Kveðja,
Soffía og Agnes
undirbúningsnefnd kvennaferðar 4×4p.s. myndir frá verkstæðisfundinum verða birtar í myndaalbúminu von bráðar.
You must be logged in to reply to this topic.