This topic contains 13 replies, has 1 voice, and was last updated by Hjörtur Sævar Steinason 15 years, 2 months ago.
-
Topic
-
Kæri Jón Snæland
Þar sem ég hef verið svo lánsamur að fá að fylgjast með störfum þínum síðustu ár og ferðast um landið okkar við hlið þér með f4x4, þá er það við hæfi að ég óski þér til hamingju með að hafa verið valinn heiðursfélagi Slóðavina 2009. Þegar ég sat í fyrstu stjórn Slóðavina kom ég fram með þá tillögu að koma viðurkenningarferli af stað þar sem menn sem höfðu skarað framúr í vinnu beint og óbeint fyrir Slóðavini yrði umbunað. Ekki grunaði mér þegar ég hringdi í þig og bauð þér að ganga í félagið okkar að þú yrðir orðin heiðurfélagi á rúmu ári. En svona vinnur þú nú Jón minn, þú flytur fjöll og slóða ef það hentar þér. Þú ert okkar sverð og skjöldur.
Mynd af Jóni Ofsa Slóðríki Snæland með viðurkenningarskjöldinn er væntanleg.
Til hamingju Ofsi
þinn vinur Gundur
You must be logged in to reply to this topic.