FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Jón G. Snæland heiðursfélagi Slóðavina 2009

by Guðmundur Guðmundsson

Forsíða › Forums › Spjallið › GPS og leiðir › Jón G. Snæland heiðursfélagi Slóðavina 2009

This topic contains 13 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Hjörtur Sævar Steinason Hjörtur Sævar Steinason 15 years, 6 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 31.10.2009 at 11:12 #207877
    Profile photo of Guðmundur Guðmundsson
    Guðmundur Guðmundsson
    Participant

    Kæri Jón Snæland

    Þar sem ég hef verið svo lánsamur að fá að fylgjast með störfum þínum síðustu ár og ferðast um landið okkar við hlið þér með f4x4, þá er það við hæfi að ég óski þér til hamingju með að hafa verið valinn heiðursfélagi Slóðavina 2009. Þegar ég sat í fyrstu stjórn Slóðavina kom ég fram með þá tillögu að koma viðurkenningarferli af stað þar sem menn sem höfðu skarað framúr í vinnu beint og óbeint fyrir Slóðavini yrði umbunað. Ekki grunaði mér þegar ég hringdi í þig og bauð þér að ganga í félagið okkar að þú yrðir orðin heiðurfélagi á rúmu ári. En svona vinnur þú nú Jón minn, þú flytur fjöll og slóða ef það hentar þér. Þú ert okkar sverð og skjöldur.

    Mynd af Jóni Ofsa Slóðríki Snæland með viðurkenningarskjöldinn er væntanleg.

    Til hamingju Ofsi

    þinn vinur Gundur

    Viðhengi:
    1. 1222_f33f00aaacb5efa6dca2aedf6335c77d
  • Creator
    Topic
Viewing 13 replies - 1 through 13 (of 13 total)
  • Author
    Replies
  • 31.10.2009 at 18:38 #664494
    Profile photo of Stefanía Guðjónsdóttir
    Stefanía Guðjónsdóttir
    Member
    • Umræður: 18
    • Svör: 1389

    Til hamingju með nafnbótina [color=#000080:36srjm60]Slóðríkur[/color:36srjm60].

    Ekki amalegt að vera orðinn [color=#000080:36srjm60]heiðursfélagi [/color:36srjm60]strax á fyrsta ári. Er þetta ekki á við Riddarakrossinn… þið eruð seigir frændurnir við að ná ykkur í blingið.
    Hjá f4x4 þá getur þú orðið "heiðursfélagi" 67 ára (minnir mig) og þá sleppurðu líka við að borga félagsgjöldin. Þetta er bara handan við hólinn hjá þér, þinn tími mun koma.

    Það er rétt hjá þér Gundur, Ofsi er alltaf í vígahug… en hvar gátu þið fundið góða mynd af honum? Er þetta kannski viðarskjöldur… gæti komið sér vel í kreppunni.

    mbk. Stef…





    31.10.2009 at 19:05 #664496
    Profile photo of Logi Már Einarsson
    Logi Már Einarsson
    Participant
    • Umræður: 56
    • Svör: 1247

    Get eiginlega ekki hugsað mér að þetta komi á betri stað, maðurinn hefur svo sannarlega unnið fyrir þessu. Innilega til hamingju með þetta Jón. Bestu kveðjur. Logi Már.





    31.10.2009 at 20:25 #664498
    Profile photo of Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Member
    • Umræður: 78
    • Svör: 2584

    Til hamingju félagi! Það er ekki oft sem maður er jafn ánægður með sambærilegar tilnefningar og þessa.





    01.11.2009 at 08:29 #664500
    Profile photo of Sigurlaugur Þorsteinsson
    Sigurlaugur Þorsteinsson
    Participant
    • Umræður: 36
    • Svör: 1915

    Til hamingju Jón,þú ert búinn að vinna til þessara viðurkenninga og það á fleirri en einum vettvangi og ég tek undir með Gund og Loga,ekki amalegt að fá viðurkenningu fyrir að vera með ólæknandi dellu.
    til hamingju félagi og megi fleirri slíkar falla þér í skaut.
    Kv Klakinn





    01.11.2009 at 10:37 #664502
    Profile photo of Þórður Ámundason
    Þórður Ámundason
    Participant
    • Umræður: 15
    • Svör: 238

    Ég tek undir þetta sem og aðrir,þú átt þennan heiður skilin. Ekki hægt að hugsa sér betri mann til að fá þennan fína titil :)





    01.11.2009 at 11:42 #664504
    Profile photo of Tryggvi R. Jónsson
    Tryggvi R. Jónsson
    Participant
    • Umræður: 50
    • Svör: 2648

    Til hamingju með titilinn Jón, þetta gæti ekki hafa komið fyrir betri mann.

    Kv
    Tryggvi





    01.11.2009 at 11:58 #664506
    Profile photo of Óskar Hafþórsson
    Óskar Hafþórsson
    Participant
    • Umræður: 66
    • Svör: 655

    jepp

    bara flottur

    til hamingju með titilinn.

    skari





    01.11.2009 at 22:40 #664508
    Profile photo of Guðmundur Guðmundsson
    Guðmundur Guðmundsson
    Participant
    • Umræður: 90
    • Svör: 1091

    Sælir félagar

    Hér er myndin af Jóni með viðurkenningarskjöldinn.

    Eins og sést á myndinni þá er Ofsinn farin að lýkjast Fjalla Eyvindi meira en Höllu og er það vel.

    Myndin ber nafnið: Sverð og skjöldur.

    kv. gundur





    01.11.2009 at 22:45 #664510
    Profile photo of Dagur Bragason
    Dagur Bragason
    Participant
    • Umræður: 57
    • Svör: 1058

    Var að tala við kallinn og er hann alveg orðlaus.
    Veit ekki hvað hann á að segja, en vonandi rankar við sér fljótlega og þakkar fyrir sig.

    kveðja Dagur





    01.11.2009 at 23:02 #664512
    Profile photo of Guðmundur Guðmundsson
    Guðmundur Guðmundsson
    Participant
    • Umræður: 90
    • Svör: 1091

    Sæll Dagur

    Nei það er ekki oft sem Ofsinn verður kjaftstopp.

    En núna er það ekki hans að þakka heldur okkar hinna, hvar eru þessir 6000 meðlimir?

    kv gundur





    02.11.2009 at 02:40 #664514
    Profile photo of Stefanía Guðjónsdóttir
    Stefanía Guðjónsdóttir
    Member
    • Umræður: 18
    • Svör: 1389

    Ég kaupi það ekki að Ofsi sé kjaftstopp… ef það er nóg að veita honum verðlaun… þá endilega dælið í hann reglulega einum og einum slíkum.
    Hef meiri trú á því að hann sé niðursokkinn í að skrifa þakkarræðuna eða endurrita hana enda er hún búin að liggja á náttborðinu í dágóðan tíma hjá honum, breytir bara ártalinu á hverju ári :-)
    Ég er sammála ykkur að hann er vel að þessu komin og myndin af honum er góð, eiginlega mikið betri heldur en ég átti von á. Bara flottur kallinn með allt þetta bling þarna á viðarskildinum… kannski örlítið hærður eða er hrærður eða hvernig sem maður segir þetta.
    Jón á ekki að halda upp á þennan viðburð og leyfa okkur að berja skjöldinn… augum. Það hefur nú oft verið skálað af minna tilefni.

    mbk. Stef….





    02.11.2009 at 11:54 #664516
    Profile photo of Sveinbjörn Halldórsson
    Sveinbjörn Halldórsson
    Keymaster
    • Umræður: 87
    • Svör: 859

    Sæll Jón Snæland

    Stjórn Ferðaklúbbsins 4×4 óskar þér innilega til hamingju með þennan heiður sem þér var sýndur af Slóðavinum þegar þeir útnefndu þig Heiðursfélaga.
    Þú er vel að titlinum kominn. Öll sú vinna og sá tími sem þú hefur eytt í þetta mál er ekki sjálfgefið að menn geti lagt fram í félagsmálum. Við í stjórn klúbbsins höfum fylgst með þér í þessum málum og er ekki ofsögum sagt að sem betur fer eru fimm menn í stjórn því annars hefðum við ekki undan þér.

    Með heillaóskum
    fh. stjórnar Ferðaklúbbsins 4×4
    Sveinbjörn Halldórsson formaður





    02.11.2009 at 12:04 #664518
    Profile photo of Hjörtur Sævar Steinason
    Hjörtur Sævar Steinason
    Participant
    • Umræður: 89
    • Svör: 1242

    Innilega til hamingju með heiðurnafnbótina Jón Snæland,
    ég hef aðeins starfað fyrir f4x4 þar sem verkefnið var í höndum Jóns og segi ég að engann mann hef ég hitt sem er með landið og alla slóða um landið alveg á tæru eins og Jón.
    Meira að segja Sveitafélög og hreppaskiptingar þetta er kallinn með á hreinu.
    En aftur til hamingju Jón það er enginn betur að titlinum kominn enn þú.
    Kveðja Hjörtur og JAKINN.is





  • Author
    Replies
Viewing 13 replies - 1 through 13 (of 13 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.