This topic contains 3 replies, has 1 voice, and was last updated by Birkir Jónsson 20 years, 2 months ago.
-
Topic
-
Þessi ágæta smáfrétt kom á Stöð2 kvöld, þeir hafa nú smá húmor þarna á fréttastofunni
Jeppi lenti ofan í Rauðavatni
Ísinn á Rauðavatni gaf sig undan þunga jeppa sem ekið var út á vatnið í dag. Ökumaðurinn og farþegi hans björguðust giftusamlega. Töluverð umferð hefur verið um Rauðavatn að undanförnu en ungu mennirnir tveir voru hins vegar svo óheppnir að aka tiltölulega léttri jeppabifreið sinni ofan í vök. Það vildi þeim til happs að grunnt er til botns. Félagarnir biðu því þess sem verða vildi þar til ökumenn bar að garð með spotta sem dró þá á þurrt. Án þess að það tengist þessari frétt á nokkurn hátt þá má geta þess að fyrsti jólasveinninn kemur ekki til byggða fyrr en aðfaranótt 12. desember.Sjá hér:
http://www.visir.is/?PageID=38&NewsID=21369
Það er líka vídeóklippa þarna
You must be logged in to reply to this topic.