Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Jólapakki fyrir bílinn
This topic contains 10 replies, has 1 voice, and was last updated by Ágúst Úlfar Sigurðsson 20 years, 1 month ago.
-
CreatorTopic
-
20.12.2004 at 19:01 #195078
Nú eru til í BYKÓ litlir áriðlar 12 í 220Volt, sem kosta aðeins 1690 Krónur. Þeir passa í kveikjaratengi og eiga að geta skilað 50 vöttum út Það ætti að duga fyrir flestar fartölvur nema þær allra öflugustu.
Ég keypti einn svoleiðis áriðil og 99 króna ljósaseríu og stakk í samband. Það virkaði og kom ljós !Wolf
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
20.12.2004 at 22:30 #511330
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
áriðill = Straumbreytir, ekki satt ?
það munar soldið að vera að kaupa hann þarna á þennan pen. eða kaupa straumbreyti í tölvubúð á 13 þús.. !!
20.12.2004 at 22:42 #511332Þessir straumbreytar duga nú ekki nema rétt til að halda ljósi á jólaseríu. Meðal fartölva þarf 250 – 300 Watt.
Jón
20.12.2004 at 22:55 #511334Algeng stærð áriðla fyrir tölvur er 150 W og virkar fínt. Ég veit hins vegar ekki með með áriðla uppá 50 W hvort það dugir. Gaman að vita hvað hægt er að komast af með litla græju.
Elvar
20.12.2004 at 23:19 #511336
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
gétið keypt spennubreita í "íhlutir" niðri í skipholti bæði fyrir kveikjara teingi og sem er settur í bílinn og eru þar, þessir sem eru stúngnir í samband kosta frá 3.500-4.500kr svo þessir stæri er hægt að fá frá 150-5000W og kosta frá 8000-80.000kr.
svo skifta wöttin minstu máli með það að hlaða fartölvurnar og kveikja á seríum það eru amperin sem skifta máli spennu breitirin gétur verið 25-50 W en framleiðir 6.x amper.
t.d þá þarf öflug fartölva 19 Volta hleðslu spennu og þar með þarf hún 4.8 amper.
best er að fara með tölvuna með sér ef maður ætlar að kaupa hleslutæki (þetta stúngna í kveikjara) til að fá rétt jack aftaní tölvuna, þeir eiga þetta allt til og marg annað sniðugt dót fyrir bílinn
21.12.2004 at 00:11 #511338Jú, það eru einmitt wöttin sem skipta máli:
Volt * Amper = Wött
Fartölvur taka inn mismunandi spennu í hleðslu og eyða trúlega mis miklu í notkun, það fer jafnvel eftir stillingum á skjá, örgjörva ofl. hvað þær taka.
EN, að halda því fram að vött skipti ekki máli er eins og að segja að hestöfl (kílówött) skipti ekki máli í jeppa heldur bara togið. En það er nú bara þannig að aflið er margfeldi togs og snúningshraða, eða þá straums og spennu. Án hins er annað gagnslaust.kv
Grizz
21.12.2004 at 02:29 #511340Tölvan mín er nýleg Dell vél með öllu sem prýðir góða fartölvu. Hún þarf 19,5V x 3,34A = 65W.
Ég hef notað inverter sem afkastar 150W fyrir þessa vél og það virkar fínt – en 50W er of lítið.
Nú er ég kominn með 300 W inverter sem kemur líka vel út…
BM
22.12.2004 at 00:00 #511342svo segir ekki watta talan allt, því það þarf líka að passa að hafa nógu svera og stutta víra að invertornum, félagi minn prófaði þetta á 300w invertor, man ekki hvað hann setti langan vír, en allavega náði hann ekki fullum afköstum á 100 watta peru með löngum vír. Eitthvað minnir mig að þeir í skólanum (rafmagnsverkfræðinemar) hafi talað um 1.5 metra max nema menn séu með einhverja ógurlega góða kapla.
22.12.2004 at 00:34 #511344Gaman að sjá hvað eru margir sem eru vel að sér í rafmagnsfræðinni. Wött skipta öllu máli þegar kemur að inverterum (áriðlum) því að það er vinnan sem þeir geta skilað frá sér, sama hvort það er ljósasería, fartölva eða kaffikanna.
Vitleysan sem joner1 gerði hérna fyrir ofan er að hann reiknar út hámarksafköst á spennubreytinum fyrir fartölvuna. Það á að sjálfsögðu að reikna útfrá upplýsingunum á tölvuni sem eru 19v x 3,34A og gefa 65W, spennirinn er fjöldaframleiddur fyrir hundruði gerða af raftækjum og þar á meðal fartölvur og er að draga 0,3A á 230V.
Tvær fartölvur geta tekið 65w, önnur á 19v og hin 9v. Þessi sem gengur á 19v dregur 3,4A en sú sem er á 9v dregur 7,2A. Báðar taka þær samt 65 wött. Þannig að í þessum málum þá skipta wöttin öllu máli því þau haldast óbreytt óháð því hvort að það eru 12v eða 230v.
22.12.2004 at 00:52 #511346Góður Stebbi!
Það hlaut að koma að því að árið okkar í Grunndeild rafiðna kæmi sér vel
Ég veit ekki alveg hvurslags ógurleg grjótmulningsvél það er fyrir fartölvu sem þarf 250-300 wött, en ég væri til í að eiga eina svoleiðis, þó ekki væri nema fyrir klámið!
Ég er með gígariðs IBM vél (T-23) og spennubreytirinn fyrir hana er gefinn upp fyrir 16V / 4,5A output.
Samkvæmt UxI=P er orkunotkunin (eða öllu heldur útgjöfin) því 72W þegar mest lætur.
Ég er með 75W áriðil og hann hefur dugað mér fínt.
Reyndi að vísu fyrst að tengja hann í kveikjaratengið en þá hlóð spennubreytirinn ekki nema bíllinn væri á snúningi.
Lagði svo sverari straumsnúru inn í bíl og setti auka tengi þar. Nú er þetta ekkert vandamál.
75W áriðill er þó í það minnsta fyrir 72W orkuþörf, því að það tapast alltaf einhver smá orka í breytunum sjálfum (breytist í varma o.þ.h.).
Kv.
Einar Elí
…sem nennti ekki að verða rafvirki þegar til kom.
22.12.2004 at 21:34 #511348Eins og glöggir menn hafa bent á þá er BYKO áriðillinn í minnsta lagi fyrir flestar fartölvur – en þó ekki allar.
Ég á eina og henni fylgir spennubreytir (afriðill) sem er ástimplaður 19,5 Volt, 2,3 Amper eða 45 vött. Hann ætti að duga fyrir þessa þótt lítið sé umfram.
Svo skoðaði ég nýja Toshiba Satellite A60 súper dúper 2,3 GHz tölvu og henni fylgir afriðill sem er 120 wött. Hann er örugglega miðaður við erfiðasta tilfelli, vélin ræst með rafhlöðuna galtóma og skjábirtu á hæstu stillingu o.s.frv. Eftir að rafhlaðan fyllist er öruggt að straumnotkunin minnkar, en þó tæplega niður í 50 vöttin sem BYKO græjan ræður við.Sem sagt, látið BYKO ekki plata ykkur til að kaupa ódýrt drasl.
Þar sem einhver spurði um orðið áriðill þá er það tæki sem búr til riðstraum úr jafnstraumi, öfugt við afriðil.
Wolf
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.