This topic contains 8 replies, has 1 voice, and was last updated by Arnoddur Þór Jónsson 13 years, 1 month ago.
-
Topic
-
Komiði blessuð og sæl kæru félagar, þann 26. Nóvember ætlar Jeppavinafélagið að halda glæsilegt jólahlaðborð í KK salnum eins og í fyrra. Verði er stillt í hóf eða kr. 4500 fyrir manninn en inni í verðinu fyrir kvöldið er maturinn, happdrætti með góðum vinningum og notalegheit. Matseðilinn verður kynntur bráðlega en það sem menn þekkja frá síðastliðnum árum þá hefur hann verið mjög glæsilegur og fjölbreyttur.
Félagsmenn í Suðurnesjadeild eru hvattir til að mæta og taka maka sína með. Skemmtum okkur og eigum góða kvöldstund með góðum mat í fallegum og skemmtilegum félagsskap.
Við hvetjum menn til að skrá sig sem fyrst svo hægt sé að átta sig á fjöldanum.
Skráning er á sudurnesjadeild@f4x4.is eða í síma 847-6044. Einnig er hægt að skrá sig hér á spjallinu.
Kveðja Stjórn.
You must be logged in to reply to this topic.