This topic contains 0 replies, has 1 voice, and was last updated by Logi Ragnarsson 12 years, 11 months ago.
-
Topic
-
Sæl veri þið.
Við í skemmtinefndinni viljum minna á jólaglögg F4x4 sem haldið verður föstudagskvöldið 2. desember í húsnæði klúbbsins. Þetta er auðvitað hugsað fyrir þá sem ekki fara í Nýliðaferðina, einhverjir verða semsagt að sitja heima og því viljum við bjóða þeim sársvekktu upp á að koma og upplifa jólastemminguna eins og hún gerist best Við verðum með jólakakó ala Logi Már með rjóma og tilheyrandi, fullt af piparkökum, snakki og öðrum viðgjörningi auk þess sem við munum selja á kostnaðarverði ýmsar tegundir af bjór og rauðvíni svo dæmi séu tekin. Tilvalið tækifæri til að metast við aðra, segja grobbsögur og þræta um hvað sé nú besti bíllinn, bestu dekkin, besti bílstjórinn og besti what ever. Hef heyrt því fleygt að Einar Sól og Sveinbjörn verði í jólasveinabúningum og ætli að skemmta með söng og undirspili og gott ef Logi Már verður ekki einnig uppstrílaður – við hinir óbreyttu í nefndinni verður bara til skrauts ef hægt er að segja sem svo…..semsagt lyfta sér upp nú í upphafi jólamánaðar, mæta á Höfðann og safna orku fyrir jólainnkaupin, hreingerningarnar og önnur skemmtilegheit. Húsið opnar kl. 20:00
Nefndin.
You must be logged in to reply to this topic.