This topic contains 15 replies, has 1 voice, and was last updated by Óðinn Bragi Valdemarsson 22 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
13.02.2002 at 01:42 #191330
AnonymousVið erum 3 félagar að spá áð fara í smá ferð um páskana.
Við erum allir á 35 tommu dekkjum, double cab, 4runner, patrol.
er óhætt fyrir okkur að fara uppá jökul. Er ekki allt fullt af fagmönnum þar um páskana? við verðum náttulega vel búnir fyrir utan dekkjastærð..
Gaman að fá annara manna álit????? -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
13.02.2002 at 02:31 #459064
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
double cabinn fer helling á 35" en þekkert um 4runner
en ég held að patrolinn fari voðalega litið !
13.02.2002 at 04:36 #459066Frá 1994 – 2000 fór ég margar ferðir á jökla,
allt á 35 tommum. Fyrstu árin voru ferðafélagar mínir
flestir á 35 tommum líka, m.a. langur 6 cyl. pajero.
Við höfum farið yfir Vatnajökul, Langjökul, Höfsjökul,
Mýrdalsjökul, Torfajökul og Kaldaklofsjökul.
Á Vatnajökli höfum við farið upp eða niður Dyngjujökul Köldukvíslarjökul, Tungnárjökul, Skaftárjökul, Skeiðarárjökul,
Breiðamerkurjökul og Skálafellsjökul og ekið uppá
bæði Bárðarbungu og Öræfajökul. Það sem skiptir mestu
er að vita hvað maður er að gera og að taka mark á
veðurspám. Í snjókomu getur færi orðið það
þungt að það sé nánast ófært fyrir alla bíla, en
yfirleitt bætnar færið fljótt þegar veðrinu slotar.
Veður á Jökli getur verið miklu verra en utan þeirra,
en það getur líka verið betra.
13.02.2002 at 19:05 #459068
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það er nú svosem ekkert hættulegt við að fara á jökul á 35" dekkjum.
Þú veist aldrei hversu langt þú kemst nema fara aðeins of langt.
Þið mynduð í mesta lagi þurfa að snúa við ef ekkert gengur eða að sofa í bílnum kannski eina nótt þangað til að einhver kemur og sækir ykkur.
13.02.2002 at 22:02 #459070Sæll VilliAra.
Þú þarft sko ekki að hafa áhyggjur af double-cabinum á jökkli, ég er sjálfur á 35" hi-lux og er búinn að fara mikið á jökkla á honum þar af fjórum sinnum undanfarnar vikur. Ég hef yfirleitt stungið þessa 38" kalla af sem hafa verið með mér.
4-Runnerinn ætti að vera svipaður og hi-luxinn en ég er ekki jafn viss um að Patrolin geri mikið.Með bestu kveðjum:
Kátur
13.02.2002 at 22:58 #459072Það er nú alltaf gott þegar menn þurfa ekki meir en 35" dekk og stinga alla sem eru á 38" dekkjum af og fara létt með.
Það er hinsvegar ekki neitt mál að vera á 35" dekkjum og fara í góðar ferðir á jöklla ef menn bara passa sig og ana ekki út í hvað sem er, en seinnipart vetrar er venjulega komið betra færi en fyrripart og minna mál að komast sína leið…
Svo er bara að drífa sig af stað
Hlynur R2208
14.02.2002 at 06:57 #459074Sælir!
Ég var upp á Eyjafjallajökli á síðasta Sunnudag og voru bílarnir okkar á 35" og 36" dekkjum: Þetta voru Cherokiee og einn Musso. Þegar upp var komið þá voru þar fleiri bílar á svipuðum dekkjum og meira að segja einn Cherokiee á 33". Það er bara að drífa sig af stað og prufa hvernig gengur.
Góða ferð.
15.02.2002 at 00:12 #459076þetta 33" grey var alveg ótrúlegt en það kom samt á daginn eins og með "flesta" ameríska jeppa hann var í bandi aftan í TOYOTU, yfir fimmvörðuháls og niður á Hvolsvöll. En stóð sig samt eins og hetja á meðan hann var í lagi.
15.02.2002 at 22:22 #459078Sæll Stebbi.
Þetta er týpískt. Ameríkukallarnit eru mjög brattir í tvær til þrjár brekkur, þenja kassann og gera sig breiða. Svo bara… klikk…. eitthvað í sundur og gamanið búið.
Oftast heim í spotta.
Engir fordómar… bara staðreyndir.
Ferðakveðja,
BÞV
15.02.2002 at 22:44 #459080Það er loksins að það er einhver sammála mér hérna inni!!!!! Ég hélt það að ég væri einn um það að vera löngu orðin þreyttur á þessari helv!@# "kana-dýrkun". Þetta var ekki eina ameríska tíkin sem var stopp…….. hinn komst ekki einusinni í fyrstu brekku. Hann fékk öræfaótta og neitaði að starta og svo þegar hann var sóttur um kvöldið þá var eins og ekkert hefði bilað. Toyota jeppar eru einfaldlega lang hagkvæmustu jepparnir sem bjóðast okkur íslendingum og menn sem ekki viðurkenna það eru einfaldlega bara vitleisingar.
Jæja nú er ég búinn að hrista ærlega upp í manskapnum og það sýður á fleirum en cherokee (þ.e.a.s. eigendunum hehehe) og ég er líklegast búinn að koma af stað enn einu trúarbragðastríðinu.
Sameinaðir stöndum vér Björn og reynum að koma vitinu fyrir þessa menn.
15.02.2002 at 23:05 #459082Það verður nú seint af ykkur Togaíogíta mönnum skafið
Á ferðalagi um Langjökull fyrir tæpri viku átti Toyið sem var í samfloti með okkur Datsun mönnum nokkur glæsileg tilþrif í frekar þungu færi sem var á skaflinum þennan dag og var meðalhraðinn ekki sem verstur hjá henni eftir að að búið var að setja kaðalinn í hana og draga framúr öðrum Toyotum sem voru rembast eins og rjúpur við staur. Þegar fór að halla niðraf var þorandi að láta hana fara fyrir eygin getu niðraf og í bæinn.
Toyotu eigandinn lagðist í rúmið þegar hann kom í bæinn, búinn á sál og líkama eftir þetta ferðalag og held ég að hann sé þar enn…
Hlynur dizzari R2208
15.02.2002 at 23:20 #459084Sæll Hlynur.
Ég er stórhrifinn af því hvað margir eru að spjalla um þetta leyti á föstudagskvöldi. Sáuð þið Hilmar "Trooper" félaga okkar í Djúpu lauginni áðan??? Kallinn var flottur og daman þvilíkt óheppin að velja hann ekki…
Þið Datsunkallarnir eruð nú brjóstumkennanlegir líka, þó að Daddarnir séu nú ekki að bila svo mikið, þeir bara drífa svo lítið…
Margir Patrol menn kalla bílana sína "Fastrol" og eiga erfitt að þola það að Toyin séu að keyra kringum þá endalaust og alla daga í bölvuðu brasi. Annars erum við Toyota menn stöðugt að "Toga í og íta mönnum" eins og þú réttilega segir og þá oft og iðulega Datsun mönnum…
Er ekki rétt annars að grafa stríðsaxirnar um hríð (þó ekki og djúpt) og fara að huga að ferðamennsku. Ég sá gerfitunglamynd af Íslandi á netinu í dag og það er klárlega orðið vel ferðafært um allt hálendið!
Ferðakveðja,
BÞV
15.02.2002 at 23:22 #459086Æ, ég gleymdi einu.
Auðvitað var aumingja Toyotamanninum orðið kalt að vera endalaust úti að binda í Datsunana og ekki nema von að hann leggðist í rúmið…
16.02.2002 at 10:33 #459088Sæll Stebbi.
"Öræfaótti" er frábært hugtak og á vel við í þessari umræðu. Annars vil ég alls ekki taka undir þessa fullyrðingu þína um að þeir sem eru ósammála okkur séu vitleysingar. Sem betur fer eru skoðanir skiptar um þetta eins og nánast allt í þessari jeppamennsku. Það er nú einu sinni það sem gefur þessari umræðu gildi. Ameríkukallarnir hafa einfaldlega bara ekki rétt fyrir sér;)
Reyndar átti ég einu sinni svona Ameríkufat (Willys ´64). Ég hef átt nokkra jeppa í gegnum tíðina og á engum þeirra hef ég ferðast jafnlítið né eytt viðlíka tíma í viðgerðir (jú reyndar ferðaðist ég minna á öðrum willys sem ég keypti ógangfæran til að rífa í varahluti til að nota í hinn…
Áfram japanska díeseldótið!
Ferðakveðja,
BÞV
17.02.2002 at 22:20 #459090Getið þið verið svo vænir að segja mér hvar á netinu þessi blessaða gervitunglamynd er? Ég leitaði að henni út um allt en fann hana ekki.
Freyr.
18.02.2002 at 01:20 #459092 -
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.