This topic contains 17 replies, has 1 voice, and was last updated by Skúli Haukur Skúlason 19 years, 7 months ago.
-
CreatorTopic
-
15.02.2006 at 11:46 #197320
Sælir félagar
Hvað hafa menn þverað marga jökla hér á landi?
ég er búinn að þvera og toppa:1) Langjökul
2) Höfsjökul
3) Snæfellsjökul
4) Geitlandsjökull
5) …………ps. þvera er að fara yfir.
jöklakveðjur gundur
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
15.02.2006 at 11:56 #542800
Lokið:
1. Langjökull,
2. Hofsjökull,
3. Vatnajökull
4. Mýrdalsjökull
5. Torfajökull
6. Kaldaklofsjökull
7. TindfjallajökullÓlokið
Eyjafjallajökull, Tungnafellsjökull, Drangajökull, Snæfellsjökull og Þórisjökull.
Annars hef ég gengið alla þessa, nema Drangajökul, en það er nátturulega svindl. En eru menn að þvera Snæfelljsökul, fara menn ekki upp og niður á sama stað?-Einar
15.02.2006 at 12:21 #542802"En eru menn að þvera Snæfelljsökul, fara menn ekki upp og niður á sama stað?"
–
Bara ef menn vilja eiga bílinn áfram 😉EE.
15.02.2006 at 12:25 #542804
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
það er alveg a hreinu að þu þverar hann ekki nema þu viljir benda enda a lif bilsins
15.02.2006 at 12:52 #542806Verða menn ekki að tala um að "Toppa" þessa jökla – þ.e. komast eins hátt og hægt er að aka á þeim…
Ég hef "toppað"
1. Langjökul
2. Eyjafjallajökul
3. Mýrdalsjökul
4. Vatnajökul
5. SnæfellsjökulOg reyndar þverað alla nema Snæfellsjökul – að sjálfsögðu.
Benni
15.02.2006 at 13:10 #542808..Toppar maður þá ekki aðeins vatnajökul með því að fara á Hvannadalshnjúk, Langjökul með því að fara á Geitlandið o.s.frv.? Kanski óþarfa flæking á einföldu máli.:)
Kv. Davíð
15.02.2006 at 13:46 #542810Þegar maður fer að hugsa út í þetta þá er búið að spora þá nokkra.
Vatnajökull
Langjökull
Hofsjökull
Eyjafjallajökull
Mýrdalsjökull
Torfajökull
Drangajökull
Geitlandsjökull
OK
og síðan allir smá jöklarnir sem maður sér ekki þegar maður fer yfir.En Freysi hlítur að toppa þetta allt þar sem hann hefur Grænlandsjökul og suðurskautið.
kv,
HG
15.02.2006 at 13:48 #542812Tungnafellsjökli og Snæfellsjökli.
kv
HG
15.02.2006 at 14:16 #542814Ég hef litið svo á að Geitlandsjökull sé hluti af Langjökli og að Öræfajökull sé hluti af Vatnajökli, en þetta getur verið álitamál. Ég efast um að Ökið teljist lengur til jökla, þá líklega sé skafl í gígnum sem ekki bráðnar á sumrin. Svipað getur átt við Hrafntinnusker og jökla sem sýndir eru á kortum í Reykjafjöllum ausan þess. Reyndar held ég að flestir sem hafa ekið að skálanum í Hrafntinnuskeri, hafi þverað jökul sem ennþá er norðan í Skerinu.
-Einar
15.02.2006 at 14:18 #542816Hvað með Hofsjökul eystri og Þrándarjökul? Hefur einhver þverað þá 😉 Fatta ekki alveg þetta með jöklana sjö….
15.02.2006 at 14:22 #542818Hér eru [url=http://www.f4x4.is/new/photoalbum/?file=oldsite/1913:yr68clgg]myndir frá Þrándarjökli[/url:yr68clgg]. Ég býst við að Hofsjökull eystri hafi lika verið ekinn. Þeir eru bara svo skrambi langt í burtu 😉
-Einar
26.03.2006 at 16:39 #542820Sælir félagar
Hvað hafa menn þverað marga jökla hér á landi?
ég er búinn að þvera og toppa:
1) Langjökul
2) Höfsjökul
3) Snæfellsjökul
4) Geitlandsjökull
5) Eyjafjallajökull
6) Mýrdaglsjökullps. þvera er að fara yfir.
jöklakveðjur gundur
26.03.2006 at 17:44 #542822Ég á eftir.
Drangjökul (Alltaf á leiðinni)
Hofsjökul eystri
Þrándarjökul
Eiríksjökul (reikna ekki með að komast á hann)Held að ég sé búinn með allt hitt sem hægt er að gera á annað borð, og svo er maður búinn að burra eitthvað á Grænlandsjökli líka, en hann er ekki með í þessu.
Góðar stundir
26.03.2006 at 23:26 #542824Ékki búinn að fara víða, þó Vatnajökui töluvert (ekki þó Hvannadalshnjúk) en Þrándarjökull er að baki og ein tilraun á Hofsjökul Eystri en ekki er alltaf gott að komast á hann.
Ég hef reyndar bæði ekið og gengið yfir Þrándarjökul enda var hann lengi vel í mínum bakgarði.Kv
Austmann,P.S. Ég á þá bara meira eftir…….
26.03.2006 at 23:29 #542826Þetta hefði átt að vera með skriðjöklum, alltaf gaman að sigra sem flesta skriðjökla.
29.03.2006 at 12:49 #542828Þessa jökla hef ég sigrað.
1. Snæfellsjökul.
2. Mýrdalsjökul.
3. Eyjafjallajökul.
4. Vatnajökul.Bestu kv
Snorri Freyr
29.03.2006 at 13:46 #542830Aldrei farið á slíkar slóðir, er það eitthvað gaman?
29.03.2006 at 14:11 #542832Nei er það nokkuð, hlýtur að vera ógeðslega kalt. Er ekki miklu betra að keyra bara í torfærubrautum.
Kv – Skúli
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.
