This topic contains 12 replies, has 1 voice, and was last updated by Freyr Þórsson 17 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
25.03.2007 at 20:57 #200003
Var ad heyra ad jeppi hefdi eydilagst
i vatni hugsanlega a gjabakkavegi
veit einhver betur eda meirakvedja Helgi
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
25.03.2007 at 22:18 #586114
Ég þoli ekki svona þræði þar sem eru bara 1 mælandi, svo ég verð að segja eitthvað þó ég hafi ekkert um málið að segja nema að það getur ekki hafa verið patti með snorkel (eins og minn sem er þótt ótrúlegt sé er til sölu) því þeir eru ekki í þeyrri deild að drukkna íí smá vatni.
kv:Kalli vatnadreki
26.03.2007 at 10:56 #586116Það ku vera rétt heyrt að nýlegur Patról hafi "drukknað" á Gjábakkavegi. Gerðist þetta á Völlunum austan-megin ef ég hef tekið rétt eftir hjá kollega mínum, leiðsögumanni sem var í umræddri ferð. Þetta mun hafa gerst þann 24. 3. . Horfðu menn á eftir Patrólinum renna hægt á glæru á bólakaf, en vindur kom honum, kyrrstæðum, af stað. Stóð rétt toppurinn uppúr. Bíllinn var í gangi (með rúðuþurkurnar á skv. lýsingunni). Tókst öllum að bjarga sér og varð engum meint af. Patrólinn var sem sagt á ferð með erlenda ferðamenn og var í hópi annara jeppa sem allir snéru við áfallalaust og komu aftur niður á Laugarvatni.
Í framhaldi af þessu velti ég því fyrir mér hvort ekki séu sjálfvirkir ádreparar í þessum bílum eða jeppum almennt. Ef ekki er ákaflega einfalt að útbúa bílana þannig að ef vatn kemst inn fyrir loftsíu þá drepi vélarnar á sér, strax, eftir einhvern tíma eða háð einhverjum öðrum skilyrðum.
Vonandi er eigandin með tryggingar sem ná yfir svona óhöpp.
Steini
26.03.2007 at 13:05 #586118Gjábakkavegur er staðurinn þessa dagana.
http://www.landsbjorg.is/leitir.nsf/(we … rOpinberar)/8ABFBD9F4FD0CFF9002572AA00451098?OpenDocument
Góðar stundir
26.03.2007 at 14:54 #586120Að sjálfsögðu ömurlegt að lenda í svona, en miðað við að þetta hafi gerst á laugardag skv. því sem kemur fram hér að ofan, þá verður eftirfarandi frétt á MBL að teljast nokkuð athyglisverð – nema annar bíll hafi farið niður ??
Þetta hljómar eins og björgunaraðgerðir á mönnunum standi bara yfir núna – ég vona að þeir séu ekki búnir að vera uppá þaki síðan á laugardag 😉
[url=http://www.mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1261221:2rfzlev2][b:2rfzlev2]Fréttin : [/b:2rfzlev2][/url:2rfzlev2]
Innlent | mbl.is | 26.3.2007 | 14:21
Bíll sökk í krapa á Gjábakkavegi
Útkall barst [b:2rfzlev2]í dag[/b:2rfzlev2] til björgunarsveita Slysavarnafélagsins Landsbjargar vegna tveggja manna, sem björguðu sér á þak bíls þegar hann sökk í krapa á Gjábakkavegi milli Þingvalla og Laugarvatns.Samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu eru sérhæfðir bátabjörgunarmenn björgunarsveitarinnar Ingunnar á Laugarvatni komnir á staðinn og eru að hefja björgunaraðgerðir. Aðstæður til björgunar eru nokkuð erfiðar en veður er gott á staðnum og talið að mönnunum tveimur sé enginn hætta búin.
26.03.2007 at 15:18 #586122Ætli það sé ekki verið að bjarga bílnum upp og fjölmiðlarnir krydda fjörið aðeins til að fá smelli á mbl.is
26.03.2007 at 16:41 #586124
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Mér sýnist þetta vera í dag líka.
Bæði er á http://www.landsbjorg.is frétt frá því í dag og líka á visir.is
Því held ég að þetta sé annar bíll
26.03.2007 at 17:39 #586126Það er eins og mig minni að Hummer H1 hafi lent í þessu sama fyrir yum 3 árum á sama stað.
Kv Klakinn
26.03.2007 at 20:05 #586128
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þú hefur alveg laukrétt fyrir þér Klaki, það eru 3 ár síðan Hömmerinn lenti í rásinni á Völlunum. Það er mynd af honum á c.a miðri síðu hér:
http://frontpage.simnet.is/bj-ingunn/new_page_6.htmP.S. Ég set slóðina inn því ég var eitthvað að klaufast með þessi hjálpartól hérna..
26.03.2007 at 23:36 #586130Tekið af vef landsbjargar
[img]http://www.landsbjorg.is/web/forsida.nsf/FF05387B9A03704D002572AA004A0AB7/$file/GjábakkiW.jpg[/img]
27.03.2007 at 19:50 #586132Er þetta ekki Landrover….. Ég sem hélt að þeir væru með Standard Köfunarbúnað sem næði upp á þak…. þeir rétt snerta efri part hurðanna…
kv
gunnar
27.03.2007 at 23:05 #586134jú mikið rétt þetta er landrover og með köfunarbúnað en ætli vandamálið sé ekki það að það lekur svo hratt inn í hann að þeim hefur orðið kalt á því að sitja í vatninu.
28.03.2007 at 00:00 #586136Ég veðja á að vatnsdýpið hafi ekki verið það sem stöðvaði bílinn. Af þessari mynd að dæma virðist vera heilmikill ís á svæðinu. Það getur verið djöfull erfitt að eiga við gæran ís, hvað þá þegar bíllinn er kominn þetta djúpt og farinn að stíga laust í hjólin.
Freyr
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.