This topic contains 17 replies, has 1 voice, and was last updated by Hlynur Snæland Lárusson 22 years, 4 months ago.
-
CreatorTopic
-
16.09.2002 at 10:20 #191683
AnonymousÁ mbl.is er frétt um jeppa sem fór út í á við Dyngjujökul og björgunarsveitir voru um sólarhring að losa.
Þar stendur að „Fólkið hafði verið að koma Gæsavatnaleið og var á leið í Sigurðarskála í Kverkfjöllum. Það var á tveimur breyttum jeppum, en missti annan jeppann á hliðina í straumharðri jökulsá þegar það komst ekki upp á árbakkann eftir að hafa reynt að fara yfir ána.“
Veit einhver hvaða á er verið að tala um ? Blessaðir blaðamennirnir gleymdu að minnast á það…..
Getur verið að þessi straumharða jökulsá sé sjálf Jökulsá á Fjöllum ??? -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
16.09.2002 at 13:15 #463130
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þetta hljóta að vera Flæðurnar norður af jökli (upptök Jökulsár á Fjöllum). Trúi ekki að fólkinu hafi dottið í hug að reyna við sjálfa ána neðan við Flæður. Þær geta verið, eftir miklar rigningar, hálf varasamar en þó færar haldi maður sig við stikurnar. Svo er hugsanlegt, af því að þau voru á leið í Sigurðarskála, að þau hafi ætlar að stytta sér leið beint yfir. Veit ekki um neinn sem hefur látið sér detta það í hug áður!
16.09.2002 at 13:56 #463132
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Nú er komin ný frétt þar sem segir "festist í straumharðri jökulá sem kemur undan Dyngjujökli,um 5-10 km neðan við Kverkfjöllum"
Sjálfsagt á blaðamaður við "vestan eða norðan við Kverkfjöll eða þá norðvestur" en ekki "neðan" við þau.
Eru Flæðurnar ekki enn vestar en 5-10 km ? Ég get ekki betur séð á myndinni en að þetta sé sjálf Jökulsá á Fjöllum. Ef að svo er þá er þetta með ólíkindum.(p.s.Var kannski nýji Power bíllinn á ferð, þessi. Ford Econline V12 ??? hmmmmm )
16.09.2002 at 14:02 #463134Eftir því sem ég best veit rennur ekki nema ein á úr Dyngjujökli, Jökulsá á fjöllum.
Og miðað við nýjustu mynd af mbl.is, þá gæti það bara meira en vel verið. Virðist vera að komast í tísku að rafta í henni á allskonar farartækjum..:)
Það er svo sem ekki erfitt að villast þarna af leið, lítið um sjáanleg kennileiti. Þegar ég fór þetta fyrir rúmu ári síðan voru engar stikur sjáanlegar á flæðunum, og Vaðölduna sá ég ekki fyrr en ég var nánast kominn yfir flæðurnar (láskýjað).
Sjálfur hefði ég varla þorað þarna yfir á jarðýtu…!
Rúnar.
16.09.2002 at 14:16 #463136
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Nú er þeir á mbl búnir að breyta þessu í "vestan við Kverkfjöll."
Samvkæmt áræðanlegum heimildum þá voru þetta upptök Jökulsár og það hefur verið farið þarna yfir eins og sjálfsagt margir hér. Allavega fóru einhverjir yfir í fyrra. Bíllinn var víst óheppinn, lenti á háum bakka, var næstum kominn yfir.
16.09.2002 at 19:03 #463138Sælir félagar ,
ég vil koma á framfæri staðreyndum um óhappið í Kverkfjöllum.
Er undirritaður einn af ferðamönnunum sem voru í umræddri ferð.
Við vorum á tveimur bílum í okkar árlegu ferð í Kverkfjöll.
Fórum frá Gæsavötnum, Urðarháls og niður á flæðurnar undir Dyngjujökli , þrátt fyrir 16°C og talsverðan vatnsflaum í ám gekk mjög vel . Fórum yfir Jökulsá á Fjöllum við upptök hennar þar sem hún liggur í mörgum kvíslum.
Áttum eftir að fara yfir tvær kvíslar þegar annar bíllinn lenti í vandræðum við bakkann sem reyndist of hár og við það snérist bíllinn í ánni.
Mönnunum tókst auðveldlega að komast út úr bílnum og vaða í land. Þar sem talsverður straumur var í ánni reyndi seinni bíllinn ekki að fara yfir hana að svo stöddu.
Ákveðið var að aðhafast ekkert heldur fá aðstoð við að ná bílnum upp , þar sem ferðafélagar okkar voru staddir í Reykjavík og hefði tekið þá 10 klst. að koma til aðstoðar var ákveðið að leita til Björgunarsveitar til að ná bílnum upp sem fyrst til að koma í veg frekari skemmdir á bílnum .
Þetta gerðist 4 km.fyrir neðan Sigurðarskála og 1800 metra frá Kverkfjallaleið.
Skal það tekið fram að báðir bílarnir voru á sumardekkjum þ.e.a.s.35" og 38" dekkjum en annars mjög vel búnir og reyndir ferðamenn.Hefur undirritaður farið þessa leið 3 síðustu ár á svipuðum árstíma án neinna vandræða, jafnvel einbíla.
Hefur undirritaður ekki séð neinar stikur á þessari leið þrátt fyrir að aðrir sjái þær greinilega og telji ána ófæra með öllu á þessum árstíma , en á haustin er að jafnaði mjög lítið í ánni á þessum slóðum þar sem hún á upptök sín.Varast ber að hafa SLEGGJUDÓMA um atburðarás sem menn þekkja ekki , og vita jafnvel ekkert um staðhætti vegna þess að þeir hafa aldrei komið þangað heldur !
Bíllinn náðist upp u.m.þ.b. sólarhring seinna, viðkomandi mynd á mbl.is er líklegast tekin um svipað leyti en þá hafði áin greinilega breyst mikið.
Finnst undirrituðum allt tal um "Jeppa-Rafting" og jarðýtur ekki eiga neitt skylt við jeppaferðir.
Vatnsmagnið í þessum kvíslum var talsvert minna en t.d.í Krossá þegar mikið er í henni.
Allt tal um leikaraskap ber vott um vanþekkingu á staðháttum.Að lokum er rétt að benda fólki á að aldrei er of varlega farið um hálendi Íslands .
Þórarinn Sverrisson Musso
16.09.2002 at 20:03 #463140
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þú þarft ekki að vera undrandi á að jeppafólk pæli í svona frétt þegar hún kemur á netinu og líklega í Morgunblaðinu á morgun. Fréttaflutningur var ónákvæmur og gaman að fá fréttir frá fyrstu hendi.
Það er jú búið að vera óvenjulega hlýtt fyrir þennan árstíma á norður- og austurlandi og hlýtur það að hafa haft mikil áhrif á vatnsmagnið í ánni.
Var mikið tjón á jeppanum ?
16.09.2002 at 22:16 #463142Hvernig er það Þórarinn, getum við hér á f4x4.is farið að hlakka til að sjá myndir af þessu óheppilega vandamáli? Ég vona að svo sé, myndir á mbl.is er svo lítil að það sést ekkert vel á henni hvað er að gerast.
17.09.2002 at 09:34 #463144
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það er að sjálfsögðu rétt að menn eiga ekki að viðhafa sleggjudóma um aðstæður, sem menn urðu ekki vitni að. En ég var að renna yfir orðaskipti manna og sé ekki neitt slíkt. Finnst reyndar að stóru orðin séu Mússómanns.
Auk þess finnst mér frásögn hans segja ansi margt, en í henni kemur m.a. fram að það var 16 stiga hiti og talsverður vatnsflaumur og straumur í ánni, bakkinn hinum megin of hár, báðir bílar á sumardekkjum og annar auk þess á 35" og annar ævintýramaðurinn hefur meira að segja farið þetta áður einbíla!!! Come on, give me a break!
En það er gaman að vita af þessari leið, verð að viðurkenna að ég hafði ekki hugmyndaflug til að láta mér detta hún í hug. Það er auðvitað gráupplagt að fara hana þegar jatnar í ánni í stað þess að fara alla leið niður á Upptyppinga. Þetta er sjálfsagt svipað og með Jökulsá við Eyjabakka; hún er sjaldnast fær fyrr en á haustin.
Það væri gaman að heyra af því, þótt síðar verði, hversu meint jeppanum varð af volkinu.
17.09.2002 at 11:10 #463146Hvernig væri að skipuleggja hópferð á jeppum upp Ölfusá í næstu leysingum, hef heyrt að þetta sé mjög falleg og spennandi leið og þá sérstaklega ef maður fer einbíla.
Vatnakveðja.
17.09.2002 at 12:38 #463148Þar sem ég fékk upphringingu vegna athugasemdar minnar frá þeim aðilum sem lentu í þessu óhappi í Jökulsá á Fjöllum vil ég koma á framfæri afsökunarbeiðni og vona að ég hafi nú ekki sært neina. Vona bara að menn læri af mistökunum.
Kveðja Theodor.
17.09.2002 at 13:09 #463150Sælir aftur félagar ,
það er ótrúlegt hvað sumir hafa gaman að því að gantast með ófarir annara , vonandi þurfa þessir menn ekki á annarra manna aðstoð að halda á fjöllum !
Hefur undirritaður farið nokkrar ferðir til að bjarga bílum og aldrei kynnst svona tali fyrr , ég held að við getum allir verið sammála um að þetta sé dýrt sport og ekki gaman að lenda í þessari aðstöðu.
Varðandi vatnsmagnið í þessum kvíslum þegar óhappið átti sér stað var það svipað og í Krossá og Steinadalsá eins og það gerist á góðum sumardegi.
Hefur undirritaður farið margar ferðir í Þórsmörk jafnt á jeppum , rútum sem og trukkum.Varðandi að fara þessa leið einbíla : fór undirritaður þessa sömu leið um 20.sept 2001 og var þá vatnsmagnið á þessum flæðum uppá mitt dekk á 44".
Varast þurfti sandbleytu en varð ekki til vandræða á 44" dekkjum í 4 psi. á 2,5 tonna bíl.
Hefur undirritaður margoft farið Klakksleið og Gljúfurleit og lent þar í meira vatnsmagni og straum , t.d. Dalsá og Kisu.Þetta var ekki ævintýraför , heldur skoðunrferð um Kverkfjöll og sporð Dyngjujökuls en þarna er að mínu mati eitt fallegasta landslag á Íslandi.
Því miður Freyr , þá eru engar myndir til af þessu , ég held reyndar að menn hafi frekar hugsað um vöðlur , sigbelti og línur á þessari stundu en myndavélar.
Varðandi bíllinn er ekki gott að segja um , ekki er víst að vélin sé ónýt en lakk og stór hluti af rafkerfi er líklegast mikið skemmt sem og öll rafmagnstæki.
Þessi bíll var mjög vel útbúinn með low gír og nýja Algripslæsingu á framan auk 250 l.aukatanka sem er nú vel nothæft áfram. Einnig var nýtt spil á honum og hafa þau nú yfirleitt þolað vatn mjög vel.Að lokum langar mig að vitna í mjög færan ferðamann ,,
Nú er einhver besti ferðatími ársins runninn upp (þ.e. ef akstur á snjó er frátalinn). Góðir haustdagar eru þeir bestu til fjallaferða, en þá er jörð þurr og fín eftir sumarið, ár eru allajafna í lágmarki og skyggni verður aldrei betra (tærara) en á haustin (nema kannski í froststillum á vetrum),,
Ég vil taka það fram að hér á milli er ekkert samhengi en á haustin er besti tíminn til náttúruskoðunar.
Sjáumst á fjöllum
Þórarinn
18.09.2002 at 02:51 #463152
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
18.09.2002 at 09:55 #463154Sælir.
Mér hefur fundist í gegnum tíðina að flestir íslenskir jeppamenn hafi nú töluvert gaman af því að gantast með ófarir annarra. Allavega hafa nógu andsk. margir haft gaman af mínum óförum í gegnum tíðina
Sárt hefur mér þó þótt þegar menn hafa ákveðið að hagnast af óförum mínum og félaga minna, með því að selja myndir af þeim í dagblöðin. Það hefur gerst og það meira að segja af aðilum sem hafa notið aðstoðar þessara sömu félaga minna á fjöllum!
Ég held nú samt að maður muni ennþá hjálpa þessum aðilum á fjöllum, ef á reyndi.Einnig er mjög varasamt er að dæma fólk eftir kjaftasögum eða ónógum upplýsingum. Slíkt leiðir ávallt til rangrar niðurstöðu. Skiptir þá engu hvort dæmt er eftir frétt á mbl.is, eða eftir örfáum setningum á f4x4.is.
Hafi póstur minn hér á undan skilist þannig að ég væri með einhverja sleggjudóma í þinn garð, þá þykir mér það miður, það var alls ekki meiningin, og engir dómar áttu sér stað af minni hálfu.Ps. Steinadalsá er í Gilsfirði og er lítil og saklaus bergvatnsá (að sögn staðkunnra)! Steinsholtsá hvu aftur á móti vera inn í Þórsmörk. Reyndar ekki óalgengt að nafn hennar flæki tungur þeirra sem um hana ræða
Sjáumst á fjöllum.
Rúnar.
18.09.2002 at 10:02 #463156Takk rodeo!
18.09.2002 at 23:16 #463158Sælir félagar.
Ég verð að játa að mér finnst hluti þessa þráðar nokkuð "hranalegur", a.m.k. snauður af tillitssemi við þá félaga okkar sem þarna áttu í hlut. Auðvitað vitum við "sem aldrei förum af malbikinu" best hvernig menn eiga að haga sér í fjallaferðum… eða haga sér ekki!
Staðreyndin er auðvitað sú, að allri ferðamennsku fylgir áhætta. Sama hvort menn aka, ganga, ríða, eða skríða. Menn gera mistök! OG munu gera þau aftur! það er eitt af því sem fylgir mannlegu eðli og tilveru. Veit einhver um mann sem aldrei hefur gert mistök???
Gætum okkar á fordómum og fíflagangi, þarna var dauðans alvara á ferðum, en sem betur fer fór allt vel hvað fólk varðar.
Helmuth Kohl: "Ég hef gert mistök… og ég mun AFTUR gera mistök…"
Það er nánast sama hve varlega er farið, íslensk náttúra í allri sinni tign og dýrð mun áfram leggja þrautir sínar og gildrur fyrir ferðamenn hér eftir sem hingað til. Þeir sem fara lítið eða jafnvel ekki neitt, þekkja lítið til mikilfengleika náttúrunnar í þessu tilliti og telja eflaust best að "fara ekki neitt". Þeir sem komast upp á lagið læra hins vegar að meta aðstæður og flestum vegnar vel, þó með mismiklum fórnum eins og dæmin sanna og þar er undirritaður engin undantekning.
Með ferðakveðju,
BÞV
19.09.2002 at 09:36 #463160
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Rétt Björn Þorri, eina leiðin til að forðast mistök og vandræði er að gera aldrei neitt … sem væri að vísu stór mistök í sjálfu sér! Ég held að flestir sem eitthvað hafa ferðast hafi lent í þeirri stöðu að standa frammi fyrir farartálma í ekki alveg draumaaðstæðum og velt fyrir sér, á ég að láta vaða eða ekki! og taka svo af skarið með setninguna í kollinum "jú jú, þetta hlýtur að vera í lagi". Oftast sleppur það til en ekki alltaf.
Hins vegar finnst mér sjálfsagt að menn velti sér aðeins uppúr þessu, pæli í aðstæðunum og í hverju mistökin fólust, ekki til að setja sig á háan hest heldur til að læra af þessu. Lexían þarna greinilega að huga vel að bakkanum hinum megin og spá í hvort straumþunginn og dýpið sé það mikið að straumurinn hrífi bílinn með sér um leið og eitthvað bregður útaf. Auðvitað hlutir sem voru þekktir fyrir en að fá raunverulegt dæmi um hvernig þetta virkar er alltaf fróðlegt, sérstaklega að fá lýsingu á þessu frá fyrstu hendi.
Kv – Skúli H.
19.09.2002 at 22:13 #463162Mig hefði nú bara langað til að vera með í þessari ferð… Þessi leið hefur verið farin í mörg ár og óbreyttir jeppar byrjuðu að fara þessa leið fyrir 40-50 árum og gekk vel.
Hlynur R2208
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.