This topic contains 8 replies, has 1 voice, and was last updated by Jón Hörður Guðjónsson 17 years, 4 months ago.
-
Topic
-
Ég hef yfirleitt skilgreint að jeppi þurfi að vera með hátt og lágt drif, það greini þá að frá jepplingum.
.
Nú nýverið endurnýjaði ég slyddujeppann minn og fékk mér 2007 árgerð af Jeep Grand Cherokee. Ég tók fljótlega eftir því að Jeep hafði gleymt að setja lágt drif í jeppann. Ekki að það skipti mig neinu máli því að ég setti bara einu sinni í lága á öllum þeim árum sem ég átti gamla grandinn (og ég er með annan jeppa til að nota í fjallaferðir þó sá sé ekki á skrá eins og er). Reyndar eru sumar tegundir af sama bíl með lágt drif en þessi er það ekki (er þó með fjórhjóladrif).
.
En ég verð líklegast að vera eins og Ragnar Reykás og skipta um skoðun eftir hentugleik því ég get ekki samþykkt að JEEPinn minn sé ekki jeppi!
.
Er þá ekki hentugt að bæta við undanþáguákvæði að ef það stendur JEEP á bílnum þá þurfi hann ekki að hafa lágt drif til að teljast jeppi? Get ég kannski hengt mig í það að þar sem að þessir jeppar fáist með lágu drifi þá séu þeir jeppar?
.
JHG
You must be logged in to reply to this topic.