This topic contains 8 replies, has 1 voice, and was last updated by Sigurlaugur Þorsteinsson 18 years, 9 months ago.
-
Topic
-
Jeppar á nýjum frímerkjum
Íslandspóstur gefur út þrjár frímerkjaraðir í dag. Myndefnin á þeirri fyrstu tengjast bíósýningum og kvikmyndagerð á Íslandi. Smáörk kemur út í samnorrænu röðinni Goðafræði og er þetta er í annað sinn sem Norðurlöndin gefa út frímerki sameiginlega um þetta efni. Loks eru gefin út tvö hefti þar sem myndefnið er fyrstu jepparnir sem fluttir voru hingað til lands.
Fyrstu jepparnir
Fyrsti fjórhjóladrifni bíllinn sem kom til Íslands var þýskur herjeppi af Tempo Vidal gerð. Í seinni heimsstyrjöldinni lét bandaríski herinn nokkra aðila smíða tilraunabíla til nota í hernaði, m.a. Willys verksmiðjurnar. Bíllinn skyldi vera léttur og fjórhjóladrifinn. 1942 komu fyrstu Willys jepparnir hingað á vegum hersins en árið 1946 veitti ríkisstjórnin innflutningsleyfi á jeppum til almennra borgara.
Hlynur Ólafsson, grafískur hönnuður, teiknaði frímerkin sem koma út í tveimur fjögurra frímerkja heftum.heimild:
Mbl.si
You must be logged in to reply to this topic.