Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Jeppaveiki í ’94 4Runner
This topic contains 16 replies, has 1 voice, and was last updated by Tómas R Jónasson 17 years, 1 month ago.
-
CreatorTopic
-
03.12.2007 at 18:38 #201309
Úps, ýtti óvart tvisvar… Helv. óþolinmæði að fara með mann.
En fyrst í óefni er komið, hafið þið einhver ráð við jeppaveiki í 4runner sem kominn er á framhásingu undan 70 cruiser.
Nýjar fóðringar í stífum, nýr OME stýrisdempari og allt nýtt í hásingunni sjálfri.
kkv, Úlfr óþolinmóði
E-1851 -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
03.12.2007 at 22:36 #605366
prófa önnur dekk.
félagi minn var röravæða framendann á hilux hjá sér og hann komst ekki hraðar en 50 útaf jeppaveiki en svo lánaði ég honum dekkin mín og jeppaveikin hvarf alveg. semsagt léleg dekk hjá honum
04.12.2007 at 00:16 #605368Já, ég var að vonast til að geta sloppið við að splæsa í ný dekk (vildi slíta þessum aðeins betur) en það lítur allt út fyrir að það sé það eina sem virðist ætla að laga þetta.
Ekki þar fyrir að mér finnst að stýrisgangurinn ætti að geta haldið við þó að dekkin séu eitthvað furðuleg.Dekk eru jú misjöfn í smíðum og gæðum.
kkv, Úlfr
E-1851
04.12.2007 at 00:23 #605370a? ?a? s? veiki ? honum segir bara a? ?a? er eitthva? sem er ekki r?tt, vel sm??a?ur b?ll ? a? geta eki? ? hva?a dekkjum sem er hversu slitin sem ?au eru ?? er vissulega mis gott a? aka ? ?essum bl??rum. Lausnin liggur ? ?v? a? finna ?t ?r ?v? af hverju hann skelfur!
04.12.2007 at 01:14 #605372Ertu nokkuð með vitlaust charset í vafranum hjá þér benedikt?
Mig grunar að ég hafi klúðrað einhverju þegar ég smíðaði rörið undir (enda kannski ekki beint vanasti maður slíkum breytingum…).Eins líka finnst mér alltaf vera högg á sjálfa hásinguna, eins og hjóllegan hægra megin sé laus, en ég hef margskoðað hana og aldrei fundið neitt athugavert.
Þetta er btw ný lega síðan í haust.
kkv, Úlfr
E-1851
04.12.2007 at 09:55 #605374Er nokkuð slag í þverstífunni? Eru boltarnir sem bolta hana í turnana ekki vel hertir að miðjunni á fóðringunum?
Er nokkuð slag í þverstífuturninum? Er hann ekki vel stífaður af og fastur við grindina…kv
Rúnar.
04.12.2007 at 11:48 #605376Það virðist ekki vera neitt slag í þverstífunni.
Boltarnir eru róthertir og turninn frekar massívur. Þannig að það ætti ekki að vera vandamál.kkv, Úlfr.
04.12.2007 at 13:10 #605378sagði þá mæli ég með að prufa að skipta um dekk það er ég sem er í þessum vandræðum, var að setja rör undir og setti slitin 44" undir og bíllin var ókeyrandi fékk svo lánuð dekkin hjá honum sem voru ný og allt annar pakki gat loks farið yfir 50km/h prufaðu bara að fá lánuð dekk hjá einhverjum og prufaðu
kv. einn fúll út í 44" dc fc
11.12.2007 at 19:50 #605380ég er nú bara á 38" eins og er….
11.12.2007 at 20:47 #605382hvaða fóðringar eru í þverstífunni. Ég var fyrst með bens fóðringar, og var ég með allskonar jeppaveiki.
En skifti þeim út fyrir landcrúser fóðringar minnir að það sé 26 mm bolti í þeim. Eftir það virðist ekki skifta máli hvað er í gangi að framan. hef stútað spindil legum, og hjólalegum og fl.En ég er reyndar með stíristjakk.
11.12.2007 at 21:29 #605384þá er rétt að skoða hvaða þyngd er á spindil-legunum, þeir eru viðkvæmir fyrir of lausum spindillegum,(þarf að mælast án liðhúsþéttinga samkvæmt bókinni)og síðast en ekki síst,hvort þú ert ekki með stýrismaskínuna miðjustillta,þá á hún að vera slaglaus, en um leið og þú leggur aðeins á þá kemur smá slag í hana (eðlilegt) en á beinni keyrslu á hún að vera slaglaus.Hinnsvegar byrjar svona yfir leitt á dekkjum+felgum ,en er fljótt að magnast upp um leið og slag eða los er til staðar.
11.12.2007 at 22:01 #605386sammála bomsu….
en hvað varð um skriðgírsumræðuna?
12.12.2007 at 00:18 #605388ég hef barist við þennan skjálfta í cruiser í nokkur ár.
Vandræðin geta aðalega legið í tvennu; of-laus liðhús (herða á spindillegum), og eða það að neðri fóðringin í þversýfunni er ekki starfi sýnu vaxinn, hún er alltof mjúk, svo slitnar sætið sem hún er í (í skástýfunni), og ef þú setur nýja, ertu laus við þetta vandamál í 1-3vikur.
Skiptu neðri fóðringunni út fyrir 80cruiser fóðringu, sem er með minnsta gúmmímagnið, boraðu gatið í henni (að mig minnir úr 18mm uppí 20mm) og þá geturu látið hana passa á tippið á hásingunni.
Ef það fer svo eitthvað að losna um riðið á tippinu seinna meir, settu þá bara smá epoxy metal lím á milli, bingó maradonna!
Hólkinn fyrir fóðringuna hef ég heyrt að fásti hjá Barka.
12.12.2007 at 08:57 #605390þessi fóðring virkar kanski eins og eithvað grín. s.s. það er nánast meira stál í henni heldur en gúmmí. En þetta er að gera góða hluti. mig mynnir samt að bolta gatið sé eithvað stærra en það skiftir kanski ekki máli.
Mig minnir að smári í skerplu hafi rennt fóðringuna fyrir mig. en fóðringin hjá mér er pressuð í stífuna.
12.12.2007 at 11:42 #605392foðringar eins og eru notaðar í stífurnar (fram og aftur) myndu þið segja að þær væru of mjúkar ?
12.12.2007 at 12:21 #605394Skynsamlegast er að nota þar til gerðar fram-þverstífufóðringar í þverstífur að framan. Millimeters hlaup í fóðringu er nóg til að triggera jeppaveiki. Kom smá hlaup í annan endan á þverstífunni hjá mér, það var nóg til að triggera smá jeppaveiki. Hlaupið kom þar sem ég hafði ekki hert nægjanlega vel að fóðringunni (eða sætið fyrir hana aðeins of vítt), þannig að hún náði að skrölta örlítið á boltanum (innan við mm).
Í raun má segja að jeppaveikin sé til staðar í öllum hásingarbílum. Spurningin er bara hvort það takist að halda henni niðri.
Cruiser fóðringarnar hafa reynst frábærlega, endast vel og kosta bara hæfilega.
Svona fóðringar eru meira en bara gúmí í járnhólk…
Hólka utanum þær fást í Barka (er bara vel massíft glussarör).
12.12.2007 at 20:59 #605396Þverstífu-fóðringarnar úr Cruiser 80
eru 40mm að utanmáli 50mm á kraga og
16 mm eða 18 mm að innanmáli.
Orginal er notað 16mm að framan en 18mm að aftan.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.