This topic contains 14 replies, has 1 voice, and was last updated by Grimur Jónsson 15 years, 6 months ago.
-
Topic
-
Jæja félagar. Nú vantar mig ráð. Cherokeeinn er búinn að vera leiðinlegur í stýrið síðan ég breytti honum. Ég er búinn að betrumbæta ýmislegt. Ég er með framhásingu undan Wagoneer (d44), upphækkaðan stýrisarm, koni dempara og heavy duty range rover gorma. Ég er búinn að stilla millibilið rétt, spindilhalli er vel innan marka, nýbúinn að láta balancera dekkin og allir slitfletir að framan í lagi. Stýrisdemparinn er nýlegur. Samt byrjar bíllinn að skjálfa (jeppaveikin) þegar ég keyri á svona 50-70 og stíg rétt aðeins á bremsuna. En hann gerir það ekki ef ég stíg fast á bremsuna og þunginn hellist á framdekkin. Eina sem ég get séð að er að ég lét smíða fyrir mig skástífu að framan og mér finnast fóðringarnar vera alltof mjúkar. Ef ég jugga stýrinu þá hreyfist bodýið leiðinlega mikið, semsagt maður sér greinilega hreyfingu á fóðringunum í skástífunni (sveiflast til örugglega 1- 1,5 cm eða jafnvel meira). Getur þetta ekki haft áhrif á það ef bodýið sveiflast aðeins til hliðar á ferð þá hefur það bein áhrif á stýrið? Ef ég fæ mér stífari fóðringar, gæti þetta leyst þetta leiðinlega vandamál hjá mér.
Öll ráð vel þegin
kv
Sigfús
You must be logged in to reply to this topic.