This topic contains 66 replies, has 1 voice, and was last updated by Hafsteinn Sigmarsson 20 years, 11 months ago.
-
Topic
-
Kæru félagar.
Nokkrir fræðingar eru að vinna að verkefni sem tengist breyttum jeppum. Hugmyndin er tölva í bílnum sem gefi til kynna ákveðnar uppl. um ástand ákveðinna þátta. Ég nefni hér nokkra þætti sem mér datt í hug, en gaman væri að fá álit ykkar um þetta.1: Loftþrýstingur í dekkjum
2: Loftþrýstingi stjórnað
3: Olíu/bensín byrgðir í aukatanki (heildarmagn)
4: Olíuhiti á vél
5: Olíuhiti á gírkassa
6: Olíuhiti á millikassa
7: Afgashiti
8: Þrýstingur á túrbínuMér þætti vænt um ef sem flestar hugmyndir kæmu fram,
hversu fáranlegar sem þær virðast í byrjun, því það
er með ólíkindum hvað hægt er að gera í þessum málum.
Málið er ekki eingöngu að geta lesið uppl. um ástand,
heldur einnig að geta stjórnað ýmsum þáttum frá tölvunni.
Meiningin er að fræðingarnir ætla að vinna að þessum málum
hér heima, með aðstoð Íslenskra Jeppamanna og prófa þetta
við Íslenskar aðstæður.Lúffi
You must be logged in to reply to this topic.