Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Jeppatölva ?????
This topic contains 66 replies, has 1 voice, and was last updated by Hafsteinn Sigmarsson 20 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
16.02.2004 at 08:20 #193772
Kæru félagar.
Nokkrir fræðingar eru að vinna að verkefni sem tengist breyttum jeppum. Hugmyndin er tölva í bílnum sem gefi til kynna ákveðnar uppl. um ástand ákveðinna þátta. Ég nefni hér nokkra þætti sem mér datt í hug, en gaman væri að fá álit ykkar um þetta.1: Loftþrýstingur í dekkjum
2: Loftþrýstingi stjórnað
3: Olíu/bensín byrgðir í aukatanki (heildarmagn)
4: Olíuhiti á vél
5: Olíuhiti á gírkassa
6: Olíuhiti á millikassa
7: Afgashiti
8: Þrýstingur á túrbínuMér þætti vænt um ef sem flestar hugmyndir kæmu fram,
hversu fáranlegar sem þær virðast í byrjun, því það
er með ólíkindum hvað hægt er að gera í þessum málum.
Málið er ekki eingöngu að geta lesið uppl. um ástand,
heldur einnig að geta stjórnað ýmsum þáttum frá tölvunni.
Meiningin er að fræðingarnir ætla að vinna að þessum málum
hér heima, með aðstoð Íslenskra Jeppamanna og prófa þetta
við Íslenskar aðstæður.Lúffi
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
17.02.2004 at 16:33 #488880
Það er þægilegt að hafa tölvu til að sjá um hluti sem taka tíma, eins og að stilla loftþrýsting í dekkjum. Annað slíkt verkefni er dæling milli eldsneytistanka.
Annars veit ég ekki til að það séu margir jeppar með lofttengingu út í hjól, og þeim fjölgar ekki hratt.
Eftir sem ég hef séð til Nobeltek hugbúnaðar (navtrek), þá vantar mikið upp á að hann sé viðunandi til að skrá ferla og önnur gögn frá GPS tæki. Þessi skráning þarf helst að vera sjálfvirk, mér finnst t.d. ekki skemmtilegt að nota GUI með mús, í jeppa á ferð.
Ég býst við því að Ozi Explorer sé betri en hef enga reynslu af því forriti.
-Einar
17.02.2004 at 16:33 #494751Það er þægilegt að hafa tölvu til að sjá um hluti sem taka tíma, eins og að stilla loftþrýsting í dekkjum. Annað slíkt verkefni er dæling milli eldsneytistanka.
Annars veit ég ekki til að það séu margir jeppar með lofttengingu út í hjól, og þeim fjölgar ekki hratt.
Eftir sem ég hef séð til Nobeltek hugbúnaðar (navtrek), þá vantar mikið upp á að hann sé viðunandi til að skrá ferla og önnur gögn frá GPS tæki. Þessi skráning þarf helst að vera sjálfvirk, mér finnst t.d. ekki skemmtilegt að nota GUI með mús, í jeppa á ferð.
Ég býst við því að Ozi Explorer sé betri en hef enga reynslu af því forriti.
-Einar
17.02.2004 at 17:07 #488882Ég held að þetta geti verið snilldarhugmynd. Einar hefur nú verið að spá í svona innbyggða pc vél í bílinn. Þá er spurningin með staðsetningu og frágang á skjánum, lyklaborð og mús.
Það eru til einhverjar lausnir með að hafa skjái hangandi úr loftinu en ég hef grun um að þeir séu frekar dýrir ennþá. Ég held líka að við viljum ráða hvaða stýrikerfi er á vélinni. Aðalatriðið er að geta notað stöðluð forrit og geta vistað sögugögn, eins og GPS slóðir o.fl.
Það sem ég vil helst nota svona vél í er:
– GPS kort og leiðir
– Hraði og staðsetning
– Viðvaranir um ástand
– Alls kyns mælastöður
– Vafrað á netinu
– Sent tölvupóst
– Vinna með Office skjöl
– Hlaða inn myndum úr digital myndavélum
– DVD bíó
– o.s.frv.Þrándur
17.02.2004 at 17:07 #494755Ég held að þetta geti verið snilldarhugmynd. Einar hefur nú verið að spá í svona innbyggða pc vél í bílinn. Þá er spurningin með staðsetningu og frágang á skjánum, lyklaborð og mús.
Það eru til einhverjar lausnir með að hafa skjái hangandi úr loftinu en ég hef grun um að þeir séu frekar dýrir ennþá. Ég held líka að við viljum ráða hvaða stýrikerfi er á vélinni. Aðalatriðið er að geta notað stöðluð forrit og geta vistað sögugögn, eins og GPS slóðir o.fl.
Það sem ég vil helst nota svona vél í er:
– GPS kort og leiðir
– Hraði og staðsetning
– Viðvaranir um ástand
– Alls kyns mælastöður
– Vafrað á netinu
– Sent tölvupóst
– Vinna með Office skjöl
– Hlaða inn myndum úr digital myndavélum
– DVD bíó
– o.s.frv.Þrándur
17.02.2004 at 17:21 #488884Þetta eru skemmtilega pælingar en ég held að þetta komi til með að standa eða falla á verðinu. Það eru til einhverjar svona tölvur eins og [url=http://www.offroadonly.com/products/suspension/airock/:2v71126h]þessi[/url:2v71126h] til að stýra loftpúðafjöðrun. En þetta er alveg hræðilega dýrt. Allflestir eru með GPS og margir eru með fartölvur fyrir og ekki líklegt að þeir séu til í að fjárfesta í annarri. Kannski væri einfaldara og ódýrara að smíða stýribox sem hægt væri að tengja við tölvu, svona svipað og labjackinn nema sérgert fyrir notkun í jeppa.
Hins vegar ef við víkkum sjóndeildarhringinn aðeins út fyrir bílinn þá mætti bæta við púls og rasshita ökumanns og jafnvel farþega 😉 Einnig væri snjallt að fylgjast með hvaða þyngdarkraftar (G) eru að virka á bílinn og þá sjá hvort púlsinn fylgir ekki breytingum á þeim. T.d. sjá hann rjúka upp við mikla hröðun osfrv.
Bjarni G.
17.02.2004 at 17:21 #494759Þetta eru skemmtilega pælingar en ég held að þetta komi til með að standa eða falla á verðinu. Það eru til einhverjar svona tölvur eins og [url=http://www.offroadonly.com/products/suspension/airock/:2v71126h]þessi[/url:2v71126h] til að stýra loftpúðafjöðrun. En þetta er alveg hræðilega dýrt. Allflestir eru með GPS og margir eru með fartölvur fyrir og ekki líklegt að þeir séu til í að fjárfesta í annarri. Kannski væri einfaldara og ódýrara að smíða stýribox sem hægt væri að tengja við tölvu, svona svipað og labjackinn nema sérgert fyrir notkun í jeppa.
Hins vegar ef við víkkum sjóndeildarhringinn aðeins út fyrir bílinn þá mætti bæta við púls og rasshita ökumanns og jafnvel farþega 😉 Einnig væri snjallt að fylgjast með hvaða þyngdarkraftar (G) eru að virka á bílinn og þá sjá hvort púlsinn fylgir ekki breytingum á þeim. T.d. sjá hann rjúka upp við mikla hröðun osfrv.
Bjarni G.
17.02.2004 at 17:50 #488886
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir,
það er einmitt hugmyndin með þessu þ.e. að búa til tengibox (Jeppatölva) sem þú getur tengt í Fartölvu/Palmtölvu og þá mun fylgja með hugbúnaður til að hafa samskipti við það. Þetta yrði þá nothæft fyrir Windows og Linux.
Tengiboxið með GPS móttakara yrði ekki dýrt enda var það upphaflega hugmyndin að búa til ódýra en góða lausn. Ég held að kostnaðurinn myndi liggja í sérhæfðum skynjurum og þá myndi kostnaðurinn væntanlega aukast með auknum fjölda skynjara. En eins og ég nefndi áður þá er ekkert því til fyrirstöðu að menn gætu byrjað smátt og aukið svo við hjá sér ef þeir vildu.
Bestu kveðjur,
Gísli
17.02.2004 at 17:50 #494763
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir,
það er einmitt hugmyndin með þessu þ.e. að búa til tengibox (Jeppatölva) sem þú getur tengt í Fartölvu/Palmtölvu og þá mun fylgja með hugbúnaður til að hafa samskipti við það. Þetta yrði þá nothæft fyrir Windows og Linux.
Tengiboxið með GPS móttakara yrði ekki dýrt enda var það upphaflega hugmyndin að búa til ódýra en góða lausn. Ég held að kostnaðurinn myndi liggja í sérhæfðum skynjurum og þá myndi kostnaðurinn væntanlega aukast með auknum fjölda skynjara. En eins og ég nefndi áður þá er ekkert því til fyrirstöðu að menn gætu byrjað smátt og aukið svo við hjá sér ef þeir vildu.
Bestu kveðjur,
Gísli
17.02.2004 at 18:04 #488888Einfaldast er að tengjast jeppatölvinni yfir nettengi (þráðlaust eða vír). Ef jeppatölvan talar http (er vefþjónn) þarf ekki að hafa áhyggjur af hugbúnaði í tölvunni sem notuð er til samskiptanna. Ef þráðlaust net er notað, þá er hægt að gera þetta frá heimilstölvunni inni í stofu. Sama þráðlausa enttengið getur einnig nýst til að fylgjast með ferðafélögunum og jafnvel til þess að tala við þá.
-Einar
17.02.2004 at 18:04 #494767Einfaldast er að tengjast jeppatölvinni yfir nettengi (þráðlaust eða vír). Ef jeppatölvan talar http (er vefþjónn) þarf ekki að hafa áhyggjur af hugbúnaði í tölvunni sem notuð er til samskiptanna. Ef þráðlaust net er notað, þá er hægt að gera þetta frá heimilstölvunni inni í stofu. Sama þráðlausa enttengið getur einnig nýst til að fylgjast með ferðafélögunum og jafnvel til þess að tala við þá.
-Einar
17.02.2004 at 18:28 #488890Hvað þarf til og hvað er það mikið mál að hanna module í Ozi eða Navtrek sem sendir, via þráðlaust LAN, gps stöðu viðkomandi ökutækis?
Er þetta kannski til?
kv. HannesJón
17.02.2004 at 18:28 #494771Hvað þarf til og hvað er það mikið mál að hanna module í Ozi eða Navtrek sem sendir, via þráðlaust LAN, gps stöðu viðkomandi ökutækis?
Er þetta kannski til?
kv. HannesJón
17.02.2004 at 21:10 #494775
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Varðandi mælingar á loftþrýstingi í dekkjum er VDO með eitthvert "kitt" sem á að gera þetta. Kostar 19.900 en ég veit svo sem ekkert hversu gott það er.
Þó að ég sé mikill áhugamaður um bæði tölvur og jeppa (og ætli alls ekki að telja kjark úr mönnum) sé ég ekki að LAN hugmyndin sem er búið að vera að ræða hér komi að miklu gagni – allavega held ég að þeir sem gera lítið úr CB stöðvum ættu að skoða langdrægni þráðlausra netlausna áður en þeir fara lengra með þessa hugmynd.
kv
BB
17.02.2004 at 21:10 #488892
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Varðandi mælingar á loftþrýstingi í dekkjum er VDO með eitthvert "kitt" sem á að gera þetta. Kostar 19.900 en ég veit svo sem ekkert hversu gott það er.
Þó að ég sé mikill áhugamaður um bæði tölvur og jeppa (og ætli alls ekki að telja kjark úr mönnum) sé ég ekki að LAN hugmyndin sem er búið að vera að ræða hér komi að miklu gagni – allavega held ég að þeir sem gera lítið úr CB stöðvum ættu að skoða langdrægni þráðlausra netlausna áður en þeir fara lengra með þessa hugmynd.
kv
BB
17.02.2004 at 21:14 #488894
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir
Það er eitt sem enginn hefur nefnt en það er að þegar þessi tölva tekur yfir stjórn tækisins þá eru hlutirnir þ.e. gps og fleira bara smáhluti kerfis og í raun vita verðlaust án kerfis síns. Þannig mætti til dæmis setja lykilkóða til að geta ræst mótorinn sem er nokkuð góð þjófavörn.
Iðntölvur eru notaðar mjög víða í iðnaði s.s gangráðar í virkjunum, keyrslukerfi bræðslna, togkerfi skipa o.s.frv. Þeir sem nota tölvur heima og netkerfi í fyrirtækjum upplifa það að tölvurar frjósa og haga sér eins og andskotar en þegar litið er á vel forritað stýrikerfi þá liggur við að það að frjósa heyri til undantekninga.
Þessi búnaður er allur til og í sjálfu sér ekki mjög flókinn en það sem væri erfiðast að hanna væri notendaviðmótið. Ætti maður kannski að hanna þessa stýringu bara á litla iðntölvu t.d. easy og láta upprunalegu stjórntækin vinna inn á vélina þegjandi og hljóðalaust með aðvörunarkerfi á mótornum o.s.frv.
Kv Isan
17.02.2004 at 21:14 #494779
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir
Það er eitt sem enginn hefur nefnt en það er að þegar þessi tölva tekur yfir stjórn tækisins þá eru hlutirnir þ.e. gps og fleira bara smáhluti kerfis og í raun vita verðlaust án kerfis síns. Þannig mætti til dæmis setja lykilkóða til að geta ræst mótorinn sem er nokkuð góð þjófavörn.
Iðntölvur eru notaðar mjög víða í iðnaði s.s gangráðar í virkjunum, keyrslukerfi bræðslna, togkerfi skipa o.s.frv. Þeir sem nota tölvur heima og netkerfi í fyrirtækjum upplifa það að tölvurar frjósa og haga sér eins og andskotar en þegar litið er á vel forritað stýrikerfi þá liggur við að það að frjósa heyri til undantekninga.
Þessi búnaður er allur til og í sjálfu sér ekki mjög flókinn en það sem væri erfiðast að hanna væri notendaviðmótið. Ætti maður kannski að hanna þessa stýringu bara á litla iðntölvu t.d. easy og láta upprunalegu stjórntækin vinna inn á vélina þegjandi og hljóðalaust með aðvörunarkerfi á mótornum o.s.frv.
Kv Isan
17.02.2004 at 22:17 #488896Það er ekki mikið mál að búa til svona plug-in fyrir OziExplorer, sem sendir út staðsetningu. Og mér sýnist að það sé hægt að birta mynd af hverju sem hvar á korti sem er í Ozinum í gegnum plug-in. Hægt er að hlaða niður af netinu öllu sem þarf, sjá [url=http://216.218.220.254/oziapi/oziapi_docs.html:1rq1nzxj]hér[/url:1rq1nzxj] og [url=http://216.218.220.254/oziapi/oziapi.html:1rq1nzxj]hér[/url:1rq1nzxj].
Þá þarf bara að finna forritara með smá frítíma og klára málið.Bjarni G.
17.02.2004 at 22:17 #494783Það er ekki mikið mál að búa til svona plug-in fyrir OziExplorer, sem sendir út staðsetningu. Og mér sýnist að það sé hægt að birta mynd af hverju sem hvar á korti sem er í Ozinum í gegnum plug-in. Hægt er að hlaða niður af netinu öllu sem þarf, sjá [url=http://216.218.220.254/oziapi/oziapi_docs.html:1rq1nzxj]hér[/url:1rq1nzxj] og [url=http://216.218.220.254/oziapi/oziapi.html:1rq1nzxj]hér[/url:1rq1nzxj].
Þá þarf bara að finna forritara með smá frítíma og klára málið.Bjarni G.
17.02.2004 at 22:47 #488898Ég fór á kynningarfund fyrir ca 2 árum hjá fyrirtæki sem ég man ekki hvað heitir, þar sem menn voru að kynna svipaðar bílatölvur og hér er verið að tala um. Ekki veit ég hvort nokkuð varð úr þessari ágætu hugmynd.
Ferilvöktun á faratækjum er til staðar í hjá t.d viðbragðsaðilum á höfuðborgarsvæðinu og einhverjum einkafyrirtækum. Á kynningarfund hjá Tetra (hvíl í friði) fyrir nokkrum árum komu aðilar til að kynna TrackWell búnað fyrir ferilvöktun, en Trackwell á að geta notað flest fjarskiptatæki til að koma frá sér boðum.
Hlynur
17.02.2004 at 22:47 #494787Ég fór á kynningarfund fyrir ca 2 árum hjá fyrirtæki sem ég man ekki hvað heitir, þar sem menn voru að kynna svipaðar bílatölvur og hér er verið að tala um. Ekki veit ég hvort nokkuð varð úr þessari ágætu hugmynd.
Ferilvöktun á faratækjum er til staðar í hjá t.d viðbragðsaðilum á höfuðborgarsvæðinu og einhverjum einkafyrirtækum. Á kynningarfund hjá Tetra (hvíl í friði) fyrir nokkrum árum komu aðilar til að kynna TrackWell búnað fyrir ferilvöktun, en Trackwell á að geta notað flest fjarskiptatæki til að koma frá sér boðum.
Hlynur
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.