Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Jeppatölva ?????
This topic contains 66 replies, has 1 voice, and was last updated by Hafsteinn Sigmarsson 20 years, 9 months ago.
-
CreatorTopic
-
16.02.2004 at 08:20 #193772
Kæru félagar.
Nokkrir fræðingar eru að vinna að verkefni sem tengist breyttum jeppum. Hugmyndin er tölva í bílnum sem gefi til kynna ákveðnar uppl. um ástand ákveðinna þátta. Ég nefni hér nokkra þætti sem mér datt í hug, en gaman væri að fá álit ykkar um þetta.1: Loftþrýstingur í dekkjum
2: Loftþrýstingi stjórnað
3: Olíu/bensín byrgðir í aukatanki (heildarmagn)
4: Olíuhiti á vél
5: Olíuhiti á gírkassa
6: Olíuhiti á millikassa
7: Afgashiti
8: Þrýstingur á túrbínuMér þætti vænt um ef sem flestar hugmyndir kæmu fram,
hversu fáranlegar sem þær virðast í byrjun, því það
er með ólíkindum hvað hægt er að gera í þessum málum.
Málið er ekki eingöngu að geta lesið uppl. um ástand,
heldur einnig að geta stjórnað ýmsum þáttum frá tölvunni.
Meiningin er að fræðingarnir ætla að vinna að þessum málum
hér heima, með aðstoð Íslenskra Jeppamanna og prófa þetta
við Íslenskar aðstæður.Lúffi
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
17.02.2004 at 11:24 #488860
Það vantar alla umhverfislega þætti í listann hjá þér sem geta haft áhrif á mæligildin (eins og Krílið bendir á). Eins gæti verið gott að hafa hraðann á bílnum, vatnshita á vél, olíuþrýsting á vél, hita á lofti inn á vél (fyrir og eftir túrbínu/intercooler), afgashita, hita á eldsneyti, eldsneytisnotkun, stöðu á driflæsingum (ef þær eru handvirkar), stöðu á fjöðrun (þ.e.a.s. fylgjast með hvort verið sé að keyra á sléttu undirlagi eða ósléttu). Nú og að sjálfsögðu staðsetningu og hæð yfir sjávarmáli. Eins mætti bæta við snúning á vél, snúning á hjólum (hægt að reikna út út frá hraða, nema hjá Patrolman sem er alltaf spólandi 😉
Ertu með einhverjar frekari upplýsingar um þetta verkefni, hljómar mjög áhugavert. Ég er sko með í vinnslu tölvustýrða loftpúðafjöðrun og tölvustýringu á loftþrýstingi í dekkjum. Ég er kominn með alla helstu hluti í þetta en vantar tíma og pening til að klára dæmið. Þetta "project" er "right up my alley" svo maður sletti aðeins 😉
Bjarni G. (tölvulúði)
17.02.2004 at 11:24 #494715Það vantar alla umhverfislega þætti í listann hjá þér sem geta haft áhrif á mæligildin (eins og Krílið bendir á). Eins gæti verið gott að hafa hraðann á bílnum, vatnshita á vél, olíuþrýsting á vél, hita á lofti inn á vél (fyrir og eftir túrbínu/intercooler), afgashita, hita á eldsneyti, eldsneytisnotkun, stöðu á driflæsingum (ef þær eru handvirkar), stöðu á fjöðrun (þ.e.a.s. fylgjast með hvort verið sé að keyra á sléttu undirlagi eða ósléttu). Nú og að sjálfsögðu staðsetningu og hæð yfir sjávarmáli. Eins mætti bæta við snúning á vél, snúning á hjólum (hægt að reikna út út frá hraða, nema hjá Patrolman sem er alltaf spólandi 😉
Ertu með einhverjar frekari upplýsingar um þetta verkefni, hljómar mjög áhugavert. Ég er sko með í vinnslu tölvustýrða loftpúðafjöðrun og tölvustýringu á loftþrýstingi í dekkjum. Ég er kominn með alla helstu hluti í þetta en vantar tíma og pening til að klára dæmið. Þetta "project" er "right up my alley" svo maður sletti aðeins 😉
Bjarni G. (tölvulúði)
17.02.2004 at 11:42 #488862Sæll Bjarni Ýktur og takk fyrir síðast.
Hugmynd að þessu tagi er búinn að vera til hjá mörgum aðilum lengi, en það eru rafmagns og tölvuverkfræðingar sem eru að setja þetta í gang, og er ég viss um að aðstoð á báða bóga er til bóta fyrir alla.
Ég frétti af þessu fyrir helgi og var beðinn að koma þessu á framfæri til umræðu, en þar sem ég verð erlendis næstu viku þá get ég ekki tekið þátt í umræðunni á meðan, en tel rétt að fræðingarnir blandi sér í þetta.
Kveðja.
Lúffi
17.02.2004 at 11:42 #494719Sæll Bjarni Ýktur og takk fyrir síðast.
Hugmynd að þessu tagi er búinn að vera til hjá mörgum aðilum lengi, en það eru rafmagns og tölvuverkfræðingar sem eru að setja þetta í gang, og er ég viss um að aðstoð á báða bóga er til bóta fyrir alla.
Ég frétti af þessu fyrir helgi og var beðinn að koma þessu á framfæri til umræðu, en þar sem ég verð erlendis næstu viku þá get ég ekki tekið þátt í umræðunni á meðan, en tel rétt að fræðingarnir blandi sér í þetta.
Kveðja.
Lúffi
17.02.2004 at 13:19 #488864Ég sé ekki fyrir mér að tölvubúnaðurinn sjálfur sé neitt sérstaklega flókinn eða dýr, svoleiðis græjur er allar hægt að kaupa og forrita að vild. Hitt er annað mál með skynjara og að koma þeim fyrir , það er miklu meira og erfiðara, sérstaklega þannig að þetta gangi í sem flesta bíla án mikillar sérsmíði og hafa frágang þannig að draslið endist. Loftþrýsing í dekkjum er vel hægt að mæla EF úrhleypibúnaður er til staðar. Móttakarar á þráðlausum þrýstimælum eru sennilega ekki með tengi fyrir standard inngang á iðntölvu t.d.
Það kæmi ekki á óvart að skynjarar og stýrispólur sé mun dýrari partur heldur en tölvan sjálf.
Hins vegar þarf ekki að kosta mikið að tengja svonalagað inn á digital (on/off) merki sem fyrir eru í bílnum eins og smurþrýstinema(ljós), hitanema(ljós) og þess háttar.
Gaman væri ef einhver nennir að athuga hvað þrýstinemi fyrir 0-3 bar, 0-10V merki(kannski Danfoss) kostar….Já og svona fyrir turbodieselkallana þá hefur afgashiti verið nefndur, hvernig væri að græja boost-stýringu sem bætir við boostið ef afgashitinn er að fara úr böndunum, og grípur jafnvel á einhvern annan hátt inn í til að hlífa heddum og pústgreinum…?
nördakveðja
Grímur R-3167
17.02.2004 at 13:19 #494723Ég sé ekki fyrir mér að tölvubúnaðurinn sjálfur sé neitt sérstaklega flókinn eða dýr, svoleiðis græjur er allar hægt að kaupa og forrita að vild. Hitt er annað mál með skynjara og að koma þeim fyrir , það er miklu meira og erfiðara, sérstaklega þannig að þetta gangi í sem flesta bíla án mikillar sérsmíði og hafa frágang þannig að draslið endist. Loftþrýsing í dekkjum er vel hægt að mæla EF úrhleypibúnaður er til staðar. Móttakarar á þráðlausum þrýstimælum eru sennilega ekki með tengi fyrir standard inngang á iðntölvu t.d.
Það kæmi ekki á óvart að skynjarar og stýrispólur sé mun dýrari partur heldur en tölvan sjálf.
Hins vegar þarf ekki að kosta mikið að tengja svonalagað inn á digital (on/off) merki sem fyrir eru í bílnum eins og smurþrýstinema(ljós), hitanema(ljós) og þess háttar.
Gaman væri ef einhver nennir að athuga hvað þrýstinemi fyrir 0-3 bar, 0-10V merki(kannski Danfoss) kostar….Já og svona fyrir turbodieselkallana þá hefur afgashiti verið nefndur, hvernig væri að græja boost-stýringu sem bætir við boostið ef afgashitinn er að fara úr böndunum, og grípur jafnvel á einhvern annan hátt inn í til að hlífa heddum og pústgreinum…?
nördakveðja
Grímur R-3167
17.02.2004 at 13:52 #488866Ég hef einmitt rekið mig á það að skynjarar/nemar og segulrofar/loftlokar eru dýrasti parturinn af svona sjálfvirknivæðingu. Græja til að tengja þá við venjulega tölvu með USB er ekkert svo dýr:
[url=http://www.labjack.com:3o9oujqf]LabJack[/url:3o9oujqf]
Bjarni G.
17.02.2004 at 13:52 #494726Ég hef einmitt rekið mig á það að skynjarar/nemar og segulrofar/loftlokar eru dýrasti parturinn af svona sjálfvirknivæðingu. Græja til að tengja þá við venjulega tölvu með USB er ekkert svo dýr:
[url=http://www.labjack.com:3o9oujqf]LabJack[/url:3o9oujqf]
Bjarni G.
17.02.2004 at 14:26 #488868Eitthvað sem mér dettur í hug bara núna:
1. olíuhiti í fram og afturdrifi
2. hiti á skjálfskiptingu
3. Ef til eru skynjarar á sjálfskiptingu til að meta gæði sjálfskiptivökvans þá er það flott
4. Skynjarar í samsláttarpúða til að gefa manni til kynna hver tíðnin er á því að bíllinn slái saman. Gefur vísbendingar um að eitt fjöðrunarkerfi er betra en annað við ákveðnar aðstæður, þetta ættu "öfgamennirnir" sem þræta um fjöðrunarkerfi að fá til að prófa til að fá enn einn pólinn inn í umræðurnar.
5. Skynjari fyrir ísingu, veit ekki hvort slíkt er til, getur sagt til um hvort það sé hálka á malbikinu sem þú ert að keyra á.
6. mengunarmælir (ekki bara fyrir diesel)
7. vatnsmælar í drifum (Hver kannast ekki við áhyggjur af því að vera hugsanlega búinn að keyra lengi með vatn í drifunum)
8. hitaskinjari á loftið sem fer inná vélina, (er millikælirinn að skila sínu)
9. seigjumælir fyrir díselolíu (er olían að þykkna?)Ég bulla kannski meira seinna.
það má að vísu benda á það að of mikið að skynjurum getur skapað óþarfa áhyggjur ef menn fara að horfa á hvernig hiti á olíu breytist, slíkir skynjarar eru hins vegar kjörnir til að læra af þeim hvað sé eðlilegt.
Sammála því sem fram hefur komið að þetta þarf að vera búnaður sem þarf ekki að restarta reglulega. Svona má bara ekki klikka eftir að það er komið í farartæki ef menn ætla að treysta hið minnsta á það
Elvar
17.02.2004 at 14:26 #494728Eitthvað sem mér dettur í hug bara núna:
1. olíuhiti í fram og afturdrifi
2. hiti á skjálfskiptingu
3. Ef til eru skynjarar á sjálfskiptingu til að meta gæði sjálfskiptivökvans þá er það flott
4. Skynjarar í samsláttarpúða til að gefa manni til kynna hver tíðnin er á því að bíllinn slái saman. Gefur vísbendingar um að eitt fjöðrunarkerfi er betra en annað við ákveðnar aðstæður, þetta ættu "öfgamennirnir" sem þræta um fjöðrunarkerfi að fá til að prófa til að fá enn einn pólinn inn í umræðurnar.
5. Skynjari fyrir ísingu, veit ekki hvort slíkt er til, getur sagt til um hvort það sé hálka á malbikinu sem þú ert að keyra á.
6. mengunarmælir (ekki bara fyrir diesel)
7. vatnsmælar í drifum (Hver kannast ekki við áhyggjur af því að vera hugsanlega búinn að keyra lengi með vatn í drifunum)
8. hitaskinjari á loftið sem fer inná vélina, (er millikælirinn að skila sínu)
9. seigjumælir fyrir díselolíu (er olían að þykkna?)Ég bulla kannski meira seinna.
það má að vísu benda á það að of mikið að skynjurum getur skapað óþarfa áhyggjur ef menn fara að horfa á hvernig hiti á olíu breytist, slíkir skynjarar eru hins vegar kjörnir til að læra af þeim hvað sé eðlilegt.
Sammála því sem fram hefur komið að þetta þarf að vera búnaður sem þarf ekki að restarta reglulega. Svona má bara ekki klikka eftir að það er komið í farartæki ef menn ætla að treysta hið minnsta á það
Elvar
17.02.2004 at 14:38 #488870Mér var að berast skemmtileg fyrirspurn sem ég kasta til ykkar félagsmanna, en hún er á þessa leið.
Er möguleiki á einhverskonar sendum á jeppana okkar, þar sem
merkið frá þeim mætti lesa t.d í Visual Series, þannig að þegar fleiri ferðast saman þá getum við séð á kortinu í tölvunnihvar hinir eru. Þetta mundi að sjálfsögðu þurfa móttökumöguleika fyrir hugbúnaðinn en ætli þetta sé möguleiki án mikinns búnaðar.Lúffi
17.02.2004 at 14:38 #494733Mér var að berast skemmtileg fyrirspurn sem ég kasta til ykkar félagsmanna, en hún er á þessa leið.
Er möguleiki á einhverskonar sendum á jeppana okkar, þar sem
merkið frá þeim mætti lesa t.d í Visual Series, þannig að þegar fleiri ferðast saman þá getum við séð á kortinu í tölvunnihvar hinir eru. Þetta mundi að sjálfsögðu þurfa móttökumöguleika fyrir hugbúnaðinn en ætli þetta sé möguleiki án mikinns búnaðar.Lúffi
17.02.2004 at 14:44 #488872Þetta þarf ekki að vera flókið. Ef allir bílarnir eru með fartölvur þá ætti þráðlaust tölvunet að draga á milli þeirra ef þeir eru ekki þeim mun lengra í burtu hver frá öðrum. Hugsanlega mætti nota gagnaflutningsmöguleika VHF stöðvanna. Síðan ætti að vera tiltölulega einfalt mál að forrita "plug-in" fyrir t.d. OziExplorer sem sendir út staðsetningu og tekur á móti frá öðrum og birtir.
Bjarni G.
17.02.2004 at 14:44 #494736Þetta þarf ekki að vera flókið. Ef allir bílarnir eru með fartölvur þá ætti þráðlaust tölvunet að draga á milli þeirra ef þeir eru ekki þeim mun lengra í burtu hver frá öðrum. Hugsanlega mætti nota gagnaflutningsmöguleika VHF stöðvanna. Síðan ætti að vera tiltölulega einfalt mál að forrita "plug-in" fyrir t.d. OziExplorer sem sendir út staðsetningu og tekur á móti frá öðrum og birtir.
Bjarni G.
17.02.2004 at 14:54 #494738Það er ekki víst að þurfi sérstakan búnað til að tengjast tölvunni, það er hægt að nota prentara- leikja eða serial port fyrir stafrænan inn og útgang. [url=http://www.tldp.org/HOWTO/IO-Port-Programming.html:ioidwk3d]Hér eru t.d. leiðbeiningar[/url:ioidwk3d] fyrir linux stýrikerfið.
-Einar
17.02.2004 at 14:54 #488874Það er ekki víst að þurfi sérstakan búnað til að tengjast tölvunni, það er hægt að nota prentara- leikja eða serial port fyrir stafrænan inn og útgang. [url=http://www.tldp.org/HOWTO/IO-Port-Programming.html:ioidwk3d]Hér eru t.d. leiðbeiningar[/url:ioidwk3d] fyrir linux stýrikerfið.
-Einar
17.02.2004 at 15:20 #488876
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir,
ég er mjög ánægður með að heyra að menn hafi áhuga og skoðanir á þessu verkefni.
Ég er ásamt tveimur öðrum rafmagnsverkfræðingum að skoða þennan möguleika að búa til Jeppatölvu sem stenst kröfur íslenskra Jeppamanna og íslenskar aðstæður. Það væri óðs manns æði að ætla að hanna þetta upp á eigin spýtur og þess vegna köllum við á ykkar aðstoð.
Nú þegar er búið að búa til prótótýpu af tölvu sem les og stjórnar loftþrýstingi í dekk. En þar sem svona tölvur eru orðnar mjög öflugar væri synd að halda ekki áfram með þetta búa til alvöru tölvu.
Eins og við sjáum þetta fyrir okkur þá gæti hver Jeppi haft sitt sett af skynjurum og því stillt forritið eftir því hvað viðkomandi hefur áhuga á að mæla og skoða. Það er t.d. augljóst að ekki er hægt að stýra loftþrýstingi í dekk nema fyrir þá jeppa sem hafa loftpumpu í gegnum öxul o.s.frv.
en það væri vel hægt að vera með þráðlausa mælingar fyrir hina, bara svona sem dæmi. Sem sagt þá gæti hver og einn fengið tölvuna og þau sett af skynjurum sem hann vill hafa og þá jafnvel bætt við fleiri þáttum eftir á.Hugmyndin er líka sú að tölvan hafi GPS móttakara sem hægt verður að tengja beint við Visual Series og svo hefur Jeppatölvan líka aðgang að þessum GPS gögnum og nýtt í sínar mælingar. Þá væri einnig hægt að skoða GPS staðsetningarnar líkt og þið sjáið á LCD skjánum sem eru á standard GPS tækjum. Hugmyndin er að Jeppatölvan hafi USB tengi og væri þá hægt að tengja hana beint í fartölvu en einnig er ætlunin að geta tengt Jeppatölvuna í Palmtölvu og þannig nota snertiskjáinn á henni til að skoða og stjórna þessum þáttum. Hægt er að fá Palmtölvur á mjög fínu verði (mun ódýrari en fartölvur) og þær taka líka mun minna pláss.
Það leiðinlegasta við jepparferðir er sjálfsagt þegar maður neyðist til að skilja bílinn sinn eftir uppi á miðri heiði og því ætlum við að reyna að hafa hana sem áræðanlegasta og ef ske kynni að eitthvað bilaði þá hefði það ekki úrslitaáhrif á það að bíllin sé starfhæfur. Þ.a. það verður
að huga vel að allri hönnun og hverjir eru betur til þess fallnir en einmitt þið? Þess vegna er aðalmálið að fá sem flestar: athugasemdir, pælingar, hugmyndir og góð ráð til þess að þetta sé hægt.Ég vona því að þið haldið áfram að segja ykkar skoðun á þessum hlutum en núna er mikilvægast að fá fram hvaða 10-15 atriði þið vilduð sjá.
Einnig var ég að hugsa um hvort þið hefðuð áhuga á að fá okkur á opin fund í 4×4 til að ræða málin.
Með bestu kveðju,
Gísli.
17.02.2004 at 15:20 #494742
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir,
ég er mjög ánægður með að heyra að menn hafi áhuga og skoðanir á þessu verkefni.
Ég er ásamt tveimur öðrum rafmagnsverkfræðingum að skoða þennan möguleika að búa til Jeppatölvu sem stenst kröfur íslenskra Jeppamanna og íslenskar aðstæður. Það væri óðs manns æði að ætla að hanna þetta upp á eigin spýtur og þess vegna köllum við á ykkar aðstoð.
Nú þegar er búið að búa til prótótýpu af tölvu sem les og stjórnar loftþrýstingi í dekk. En þar sem svona tölvur eru orðnar mjög öflugar væri synd að halda ekki áfram með þetta búa til alvöru tölvu.
Eins og við sjáum þetta fyrir okkur þá gæti hver Jeppi haft sitt sett af skynjurum og því stillt forritið eftir því hvað viðkomandi hefur áhuga á að mæla og skoða. Það er t.d. augljóst að ekki er hægt að stýra loftþrýstingi í dekk nema fyrir þá jeppa sem hafa loftpumpu í gegnum öxul o.s.frv.
en það væri vel hægt að vera með þráðlausa mælingar fyrir hina, bara svona sem dæmi. Sem sagt þá gæti hver og einn fengið tölvuna og þau sett af skynjurum sem hann vill hafa og þá jafnvel bætt við fleiri þáttum eftir á.Hugmyndin er líka sú að tölvan hafi GPS móttakara sem hægt verður að tengja beint við Visual Series og svo hefur Jeppatölvan líka aðgang að þessum GPS gögnum og nýtt í sínar mælingar. Þá væri einnig hægt að skoða GPS staðsetningarnar líkt og þið sjáið á LCD skjánum sem eru á standard GPS tækjum. Hugmyndin er að Jeppatölvan hafi USB tengi og væri þá hægt að tengja hana beint í fartölvu en einnig er ætlunin að geta tengt Jeppatölvuna í Palmtölvu og þannig nota snertiskjáinn á henni til að skoða og stjórna þessum þáttum. Hægt er að fá Palmtölvur á mjög fínu verði (mun ódýrari en fartölvur) og þær taka líka mun minna pláss.
Það leiðinlegasta við jepparferðir er sjálfsagt þegar maður neyðist til að skilja bílinn sinn eftir uppi á miðri heiði og því ætlum við að reyna að hafa hana sem áræðanlegasta og ef ske kynni að eitthvað bilaði þá hefði það ekki úrslitaáhrif á það að bíllin sé starfhæfur. Þ.a. það verður
að huga vel að allri hönnun og hverjir eru betur til þess fallnir en einmitt þið? Þess vegna er aðalmálið að fá sem flestar: athugasemdir, pælingar, hugmyndir og góð ráð til þess að þetta sé hægt.Ég vona því að þið haldið áfram að segja ykkar skoðun á þessum hlutum en núna er mikilvægast að fá fram hvaða 10-15 atriði þið vilduð sjá.
Einnig var ég að hugsa um hvort þið hefðuð áhuga á að fá okkur á opin fund í 4×4 til að ræða málin.
Með bestu kveðju,
Gísli.
17.02.2004 at 15:22 #488878Þetta er partur af Tetra dótinu.
17.02.2004 at 15:22 #494747Þetta er partur af Tetra dótinu.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.