Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Jeppatölva ?????
This topic contains 66 replies, has 1 voice, and was last updated by Hafsteinn Sigmarsson 20 years, 9 months ago.
-
CreatorTopic
-
16.02.2004 at 08:20 #193772
Kæru félagar.
Nokkrir fræðingar eru að vinna að verkefni sem tengist breyttum jeppum. Hugmyndin er tölva í bílnum sem gefi til kynna ákveðnar uppl. um ástand ákveðinna þátta. Ég nefni hér nokkra þætti sem mér datt í hug, en gaman væri að fá álit ykkar um þetta.1: Loftþrýstingur í dekkjum
2: Loftþrýstingi stjórnað
3: Olíu/bensín byrgðir í aukatanki (heildarmagn)
4: Olíuhiti á vél
5: Olíuhiti á gírkassa
6: Olíuhiti á millikassa
7: Afgashiti
8: Þrýstingur á túrbínuMér þætti vænt um ef sem flestar hugmyndir kæmu fram,
hversu fáranlegar sem þær virðast í byrjun, því það
er með ólíkindum hvað hægt er að gera í þessum málum.
Málið er ekki eingöngu að geta lesið uppl. um ástand,
heldur einnig að geta stjórnað ýmsum þáttum frá tölvunni.
Meiningin er að fræðingarnir ætla að vinna að þessum málum
hér heima, með aðstoð Íslenskra Jeppamanna og prófa þetta
við Íslenskar aðstæður.Lúffi
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
16.02.2004 at 08:40 #488840
Bæta við útihita og kannski líka innihita. Hvað með hæð yfir sjávarmáli. Loftþrýstingur úti, fallandi hækkandi.
Kveðja
Agust
16.02.2004 at 08:40 #494676Bæta við útihita og kannski líka innihita. Hvað með hæð yfir sjávarmáli. Loftþrýstingur úti, fallandi hækkandi.
Kveðja
Agust
16.02.2004 at 09:30 #494680Sælir félagar.
Þetta er góð hugmynd og er í sjálfu sér ekkert mál að láta tölvu lesa og birta þessi gildi á litlum LCD skjá.
Vandamálið er að það verður að vera hægt að koma fyrir skynjara til að lesa þetta.Ég sé ekki hvernig það er hægt með góðu móti að skynja loftþrýsting í dekkjum eða þá að stýra honum. Það held ég að sé meiriháttar mál.
Gísli
16.02.2004 at 09:30 #488842Sælir félagar.
Þetta er góð hugmynd og er í sjálfu sér ekkert mál að láta tölvu lesa og birta þessi gildi á litlum LCD skjá.
Vandamálið er að það verður að vera hægt að koma fyrir skynjara til að lesa þetta.Ég sé ekki hvernig það er hægt með góðu móti að skynja loftþrýsting í dekkjum eða þá að stýra honum. Það held ég að sé meiriháttar mál.
Gísli
16.02.2004 at 09:32 #488844Ég hef velt því fyrir mér að hafa tölvu í bílnum. Helstu verkefni sem ég ætlaði tölvunni eru:
1. Skrá allt sem bíllinn fer (gps track).
2. Með tengingu við GSM síma má forrita þjófavörn sem lætur eiganda vita með SMS skeytum af ferðum bílsins.
3. Stjórna loftpúðum og loftkerfi.
16.02.2004 at 09:32 #494684Ég hef velt því fyrir mér að hafa tölvu í bílnum. Helstu verkefni sem ég ætlaði tölvunni eru:
1. Skrá allt sem bíllinn fer (gps track).
2. Með tengingu við GSM síma má forrita þjófavörn sem lætur eiganda vita með SMS skeytum af ferðum bílsins.
3. Stjórna loftpúðum og loftkerfi.
16.02.2004 at 09:44 #488846
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Skynjarar til að skynja loftþrýsting í dekkkjum eru til, Benni kynnti slíkt apparat fyrir okkur á mánudagsfundi fyrir nokkrum mánuðum. Þetta eru skynjarar sem eru festir inn í felguna og senda þráðlaust boð til móðurstöðvarinnar. Eini gallinn var að innbyggt í þetta var viðvörunarpíp þegar þrýstingur fór niður fyrir ákveðið mark, hentar því ekki í fjallajeppa nema hægt sé að losna við það.
Kv – Skúli
16.02.2004 at 09:44 #494688
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Skynjarar til að skynja loftþrýsting í dekkkjum eru til, Benni kynnti slíkt apparat fyrir okkur á mánudagsfundi fyrir nokkrum mánuðum. Þetta eru skynjarar sem eru festir inn í felguna og senda þráðlaust boð til móðurstöðvarinnar. Eini gallinn var að innbyggt í þetta var viðvörunarpíp þegar þrýstingur fór niður fyrir ákveðið mark, hentar því ekki í fjallajeppa nema hægt sé að losna við það.
Kv – Skúli
16.02.2004 at 18:02 #488848
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir!
Ég hef velt þessu dáldið fyrir mér og komist að þeirri niðurstöðu að sennilega væri skemmtilegast að fjarlægja alla mæla og rofa og setja allt í tölvuna.
Hraðamælir: sumir nota misstór dekk á sumrin og veturna, munurinn er jafnvel úr 44" niður í 36". Þennann hraðamun mætti forrita þannig að hann væri réttur og jafnvel láta græjuna taka mið af GPS hraðanum endrum og eins.
núningshraðamælir: stýrivélin gæti tekið í taumana eftir nokkra sek. yfirsnúning og lækkað snúninginn.
Rúðuþurrkur: letingjan væri hægt að tímastilla frá 0,1sek upp í 10 min ef vill.
Hitanemar á vél + gaumljós: Ef olíuljós, yfirhitaljós o.s.frv loga í 5 sek þá drepst á vélinni. Ef bílar velta þá geta mótorar sloppið við að eyðileggjast ef eitthvað drepur á þeim.
Sömileiðis mætti eins setja rofa fyrir aukaljós, loftddælu, læsingar, stýringu f leitarljós o.s.frv. til að sleppa við alla ljótu rofana þar sem þeir komast ekki með góðu móti fyrir.
Kv Isan
16.02.2004 at 18:02 #494692
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir!
Ég hef velt þessu dáldið fyrir mér og komist að þeirri niðurstöðu að sennilega væri skemmtilegast að fjarlægja alla mæla og rofa og setja allt í tölvuna.
Hraðamælir: sumir nota misstór dekk á sumrin og veturna, munurinn er jafnvel úr 44" niður í 36". Þennann hraðamun mætti forrita þannig að hann væri réttur og jafnvel láta græjuna taka mið af GPS hraðanum endrum og eins.
núningshraðamælir: stýrivélin gæti tekið í taumana eftir nokkra sek. yfirsnúning og lækkað snúninginn.
Rúðuþurrkur: letingjan væri hægt að tímastilla frá 0,1sek upp í 10 min ef vill.
Hitanemar á vél + gaumljós: Ef olíuljós, yfirhitaljós o.s.frv loga í 5 sek þá drepst á vélinni. Ef bílar velta þá geta mótorar sloppið við að eyðileggjast ef eitthvað drepur á þeim.
Sömileiðis mætti eins setja rofa fyrir aukaljós, loftddælu, læsingar, stýringu f leitarljós o.s.frv. til að sleppa við alla ljótu rofana þar sem þeir komast ekki með góðu móti fyrir.
Kv Isan
16.02.2004 at 18:26 #488850´mín skoðun er sú að best sé að hafa sem fæsta nema og sem minnst tölvu dót í bílunum,þetta er rosa flott það vantar ekki en með tímanum er þetta ekkert annað en vesen
einn svartsýnn HSB U119
16.02.2004 at 18:26 #494695´mín skoðun er sú að best sé að hafa sem fæsta nema og sem minnst tölvu dót í bílunum,þetta er rosa flott það vantar ekki en með tímanum er þetta ekkert annað en vesen
einn svartsýnn HSB U119
16.02.2004 at 19:45 #488852
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
hvernig væri að reyna að sameina allt þetta inn í gps forritin, eins og t.d. navtrek?
hljómar ekki illa er það?
16.02.2004 at 19:45 #494699
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
hvernig væri að reyna að sameina allt þetta inn í gps forritin, eins og t.d. navtrek?
hljómar ekki illa er það?
16.02.2004 at 20:36 #488854Það er margt vitlausara en að setja tölvu í bílinn, Reykjafell flytur t.d. inn ,,easy“ stýriliða sem hægt er að forrita til margra hluta, innbyggðir tímaliðar og klukka gefa kost á að drepa á vél við ákveðin skilyrði, þjófavörn af frumlegra taginu er hægt að setja inn í svona græju.
easy 800 – línan býður meira að segja upp á reikniaðgerðir og enn fleiri möguleika sem minna frekar á iðntölvu en stýriliða.Dæmi um virkni sem hægt er að forrita er t.d. að ekki sé hægt að setja í gang án þess að blikka ljósunum tvisvar og flauta ef búið er að vera dautt á bílnum í meira en hálftíma….
Var ekki einhvert tímarelay fyrir glóðarkertin í Patrol sem bilar oft og kostar hvítuna úr augunum ? Kannski gæti svona tæki komið þar í staðinn og gert enn fleira í leiðinni…?
Svona græja kostar innan við 20.000 og fæst fyrir 12V, 24V og 230V.
Ég væri alveg til í að koma að því að forrita svona kerfi ef einhver hefur áhuga á þessu, mín reynsla af þessum tölvum er sú að þær eru MJÖG traustar.
kveðja
Grímur R-3167
16.02.2004 at 20:36 #494703Það er margt vitlausara en að setja tölvu í bílinn, Reykjafell flytur t.d. inn ,,easy“ stýriliða sem hægt er að forrita til margra hluta, innbyggðir tímaliðar og klukka gefa kost á að drepa á vél við ákveðin skilyrði, þjófavörn af frumlegra taginu er hægt að setja inn í svona græju.
easy 800 – línan býður meira að segja upp á reikniaðgerðir og enn fleiri möguleika sem minna frekar á iðntölvu en stýriliða.Dæmi um virkni sem hægt er að forrita er t.d. að ekki sé hægt að setja í gang án þess að blikka ljósunum tvisvar og flauta ef búið er að vera dautt á bílnum í meira en hálftíma….
Var ekki einhvert tímarelay fyrir glóðarkertin í Patrol sem bilar oft og kostar hvítuna úr augunum ? Kannski gæti svona tæki komið þar í staðinn og gert enn fleira í leiðinni…?
Svona græja kostar innan við 20.000 og fæst fyrir 12V, 24V og 230V.
Ég væri alveg til í að koma að því að forrita svona kerfi ef einhver hefur áhuga á þessu, mín reynsla af þessum tölvum er sú að þær eru MJÖG traustar.
kveðja
Grímur R-3167
16.02.2004 at 21:23 #488856
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þetta hljómar allt óskaplega vel, tölva sem drepur á bílnum ef þú gerir einhverja vitleysu og stýrir öllu mögulegu og ómögulegu og kemur í staðin fyrir alla rofa í mælaborðinu. En það er eins gott að staðsetja hana vel og væri ekki gaman hjá ykkur ef kvikindið krassar.
Allavega er líklega eins gott fyrir ykkur að láta hana ekki keyra á Microsoft hugbúnaði!
FATAL ERROR IN RUNNING SYSTEM, THE AUTOMOBIL WILL BE SHUT DOWN! CONTACT YOUR ADMINISTRATION!
Kv – Skúli
16.02.2004 at 21:23 #494707
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þetta hljómar allt óskaplega vel, tölva sem drepur á bílnum ef þú gerir einhverja vitleysu og stýrir öllu mögulegu og ómögulegu og kemur í staðin fyrir alla rofa í mælaborðinu. En það er eins gott að staðsetja hana vel og væri ekki gaman hjá ykkur ef kvikindið krassar.
Allavega er líklega eins gott fyrir ykkur að láta hana ekki keyra á Microsoft hugbúnaði!
FATAL ERROR IN RUNNING SYSTEM, THE AUTOMOBIL WILL BE SHUT DOWN! CONTACT YOUR ADMINISTRATION!
Kv – Skúli
17.02.2004 at 10:54 #488858Sælir félagar og takk fyrir góð viðbrögð.
Það er greinilegt að menn hafa skoðun á þessu máli og virðist sem flestir séu jákvæðir út í þetta.
Markmiðið með þessum pælingum er að reyna einföldun á sérþörfum okkar jeppamanna sem eru margþættar.Ég er ekki sammála HSB að hafa sem minnst af tölvustýrðu í jeppanum, því þá mætti sleppa mörgu sem við höfum í dag t.d. GPS, fartölvu og fl.
Það er margt hægt að gera með rafrænni stýringu og ástæðan fyrir því hversu mikið vantar sem fellur okkur í geð, er einfaldlega að við erum svo fáir með þessar sérþarfir.
Nú eru nokkrir fræðingar komnir með þetta á verkefnalistann hjá sér, svo að mér finnst rétt að við ræðum þessi mál til þess að finna út mestu þörfina, og notfæra okkur að það er verið að vinna í þessari dellu okkar.
Það er eitt sem mér finnst að við þurfum að gera, en það er að setja hlutina í forgangsröð, hvað er efst á listanum og svo koll af kolli. Það mætti kanski nýta sér heimasíðu f4x4 þar sem settir eru t.d. 10 hlutir upp, og menn beðnir um að raða þeim í forgangsröð.
Hvaða skoðun hafa menn á listanum sem ég setti upp í byrjun ?????
Kveðja
Lúffi
17.02.2004 at 10:54 #494711Sælir félagar og takk fyrir góð viðbrögð.
Það er greinilegt að menn hafa skoðun á þessu máli og virðist sem flestir séu jákvæðir út í þetta.
Markmiðið með þessum pælingum er að reyna einföldun á sérþörfum okkar jeppamanna sem eru margþættar.Ég er ekki sammála HSB að hafa sem minnst af tölvustýrðu í jeppanum, því þá mætti sleppa mörgu sem við höfum í dag t.d. GPS, fartölvu og fl.
Það er margt hægt að gera með rafrænni stýringu og ástæðan fyrir því hversu mikið vantar sem fellur okkur í geð, er einfaldlega að við erum svo fáir með þessar sérþarfir.
Nú eru nokkrir fræðingar komnir með þetta á verkefnalistann hjá sér, svo að mér finnst rétt að við ræðum þessi mál til þess að finna út mestu þörfina, og notfæra okkur að það er verið að vinna í þessari dellu okkar.
Það er eitt sem mér finnst að við þurfum að gera, en það er að setja hlutina í forgangsröð, hvað er efst á listanum og svo koll af kolli. Það mætti kanski nýta sér heimasíðu f4x4 þar sem settir eru t.d. 10 hlutir upp, og menn beðnir um að raða þeim í forgangsröð.
Hvaða skoðun hafa menn á listanum sem ég setti upp í byrjun ?????
Kveðja
Lúffi
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.